Vísir - 25.03.1963, Side 11

Vísir - 25.03.1963, Side 11
V1SIR . Mánudagur 25. raarz 1963. 11 Slysavarðstofan i Heilsuverndar- stöðinni er opin allan sólarhring- inn — Næturlælcnir kl 18—8, sími 15030. Næturvarzla vikunnar 23.—30. marz er í Vesturbæjar Apóteki. Útivist barna: Börn yngri en 12 ára, til kl. 20.00, 12 —14 ára, til kl. 22.00. Börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er óheimill að- gangur að veitinga- dans- og sölu- stöðvum eftir kl. 20.00 ÚTVARPIÐ Mánudagur 25. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Bændavikan hefst: a) Ávarp búnaðarmálastjóra, dr. Halldórs Pálssonar. b) Þáttur frá búnaðardeild. Flytjendur: Dr. Björn Sigur- björnsson, Ingvi Þorsteins- son magister og dr. Bjarni Helgason. 14.00 „Við vinnuna" .tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum“: Sigurlaug Bjarnadóttir les skáldssöguna „Gesti“. 17.05 Sígild tónlist fyrir ungt fólk (Reynir Axelsson). 18,00 Þjóðlegt efni fyrir unga hlustendur (Stefán Jónsson.) 20.00 Um daginn og veginn (Guð- múndur Jósafatsson frá Brandsstöðumj. 20.20 Ástardúett úr óperunni „Tri stan og Isolde" eftir Wagn- er (Frida Leider og L. Melc- ior syngja). 20.40 Spurningakeppni skólanem- enda (10): Hagaskóli og Voga skóli keppa í þriðju umf. 21,30 Útvarpssagan: „íslenzkur að- all“ eftir Þórberg Þórðarson. ! 22.20 Hijómplötusafnið (G.G.). 23,10 Skákþáttur (Sveinn Kristins- son). 23.45 Dagskrárlok. 7077 PIB CGPENHASíN Nær 18 þús. hafa séð PÉTUR GAUT Aðsókn hefir yfirleitt verið góð hjá Þjóðleildiúsinu í vetur, en fyrst og fremst að Pétri Gaut og Dýr- unum* í Hálsaskógi. Á laugardaginn verður 30. sýn- ingin á Pétri Gaut, og má segja, að nær alltaf hafi. verið uppselt, en þó hefir þess orðið vart upp á síðkastið, að aðeins hefir dregið úr aðsókninni í miðri viku. Sýn- ingargestir eru orðnir hátt á 18. þúsund, og hefir sjaldan verið önn- ur eins aðsókn að dramatísku verki er Þjóðleikhúsið hefir sýnt. Mönn um kann að finnast það einkenni- legt, að talað sé um hagstæða tíð fyrir leikhús, en þess hefir mjög orðið vart að undanförnu, að fólk hefir komið langar leiðir til að sækja sýningar Þjóðleikhússins, en slíkt mundi ekki auðvelt, ef tíð væri verri. Sama máli gegnir í rauninni um aðsókn að Dýrunum í Hálsaskógi, sem sýnd hafa verið 35 sinnum. Þaú hafa laðað til sín börnin úr nágrenninu, og má segja, að börn í öllum skólum á stóru svæði, séu búin að sjá leikritið. Er greinilegt, Nú, hvað gætir þú svo hugsað þér að borða hér, feitabollan þín? asssssias'sHaBmíœ.'sni* Gunnar Eyjólfsson i hlutverki Péturs Gauts. að sýningar verða yfir 40, en Kardi mommubærinn var sýndur 45 sinn- um fyrri veturinn. Vel getur svo farið, að Dýrin fari fram úr því meti. Á miðvikudag verður svo frum- sýning á leikriti, sem Þjóðleikhúsið gerir sér góðar vonir um, að nái til fjöldans. Það er leikritið And- orra, sem fjallar um fjölskyldulíf, kynþáttaofsóknir og annað — mál- efni, sem eru á dagskrá í dag í ríkara mæli en oft áður. Þá er þess að geta, að hafnar eru æfingar á óperunni II trovatore síem frumsýnd verður um miðjan maí. Fritz Weisshappel æfir ein- söngvarana, en Carl Billich kórinn. Sænskur leikstjóri kemur svo um miðjan apríl. Viðskiptasamning- ur framlengdur Viðskiptasamningur milli íslands og Svíþjóðar frá 19. júní 1947 hef- ur verið framlengdur óbreyttur fyrir tímabilið 1. apríl 1962 til 31. marz 1963. Samningurinn framlengist sfðan sjálfkrafa um eitt ár í senn, sé honum ekki sagt upp með 2ja mánaða fyrirvara. Bókun um fram lengingu samningsins var undirrit uð í Stokkhólmi hinn 11. marz 1963 af Hans G. Andersen, sendi herra, og Thorsten Nilsson, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar. VÖNDUÐ SAGA EIMSKIPAFÉLAGSINS Eimskipafélag Islands verður 50 ára gamalt á næsta ári — stofnað 14. janúar 1914 og mun þess verða minnzt á ýmsan hátt. Meðal annars mun saga félags- ins, upphaf þess og allrar starf- semi, verða gefin út í tilefni af af mælinu, og verður mjög til henn- ar vandað' í hvívetna. Það er Egg ert P. Briem, fulltrúi, sem starfað hefir um langt árabil hjá félaginu sem félagsstjórnin hefir ráðið til þess að rita sögu þess. SJÓNVARPIÐ Mánudagur 25. marz: 17,00 The Dennis Day show 17.30 Dobie Gillis 18.00 After News 18,15 American Bandstand 19,00 Sing along with Mitch 20,00 Death Valley Days 20.30 Overseas Adventure 21,00 The Witness 22,00* Twilight Zone 22.30 Peter Gunn 23,00 Country America Final Edition news /.■.V.V.V.V.V.v.v.v.'.v.'.v.v.v.v.v.v.v.v stjörnuspá ^r* morgundagsins * Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Rétt að ræða málin við aðra í dag. Ákjósanlegt undir núverandi afstöðum. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Taktu mark á upplýsingum, sem verða veittar þér í trún- aði, því þær geta komið þér mjög vel þótt sfðar verði. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Heppilegt að taka þátt í félagshfi í dag. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Allar horfur á að þú vaxir í áliti á vinnustað. Láttu það samt ekki stíga þér til höfuðs. Ljóniö, 24. júlí til 23. ágúst: Aðrir kunna að hafa talsverð áhrif á framtfðaráætlanir þín- ar. Mál fólks í fjarlægum lands hluta áberandi. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept. Ágætt að rukka inn gamlar skuldir f dag. Sömuleiðis að gera grein fyrir þínum eigin. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Deginum væri bezt varið með- al fólks. Óráðlegt að hafa sjálf ur frumkvæðið. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv. Ættir að geta afkastað miklu á vinnustað. Forðastu deilur. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Dagurinn mjög hagstæð- ur til tómstundaiðju. Útlit í ástamálum vænlegt i kvöld. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Réttast að sinna sem mest heimili og fjölskyldu. Bjóddu kunningjunum heim. Vatnsberinn, 21 .jan. til 19. febr.: Nokkur tilhneiging er hjá þér til að hafa of mörg járn í eldinum. Slíkt ber að forðast. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Allar líkur á eignaaukn- ingu því tælúfæri til fjáröflun- ar eru góð. AV/.V.'.V.V.V.W.V.'.W.V.V.V.V.V.VASSW.V.V.V.V Páskaferð Guðmund- ar Jónassonar Eins og um mörg undanfarin ár mun Guðm. Jónasson, efna til páskaferðar í Öræfasveit. Það var fyrst 1957 að farin var páskaferð í Öræfin, og hafa æ síðan verið farnar við slvaxandi þátttöku. Á þessum árstíma er hægt að aka bifreiðum leið sem ekki er hægt að sumri til. Ferðir þessar hafa ætfð tekizt mjög vel. Ferðin tekur 5 daga og verðið er kr. 900,00. 11. apríl er ekið frá Rvík kl. 9 f.h. Viðkoma í Vík í Mýrdal og Hjörleifshöfða, að Kirkjubæjarkl. Gist þar. 12. apríl: Frá Kirkjub.kl. austur yfir Skeiðarársand í Öræfi. Farið í Bæjarstaðaskóg, Mosárdal og að Svartafossi. Gist að Hofi. 13. april: Dvalið I öræfum. Farið að Jökulsá á Breiðamerkursandi, og komið við á Fagurhólsmýri, Kví- skerjum og Ingólfshöfða ef fært er. Gist að Hofi. 14. apríl: Á Páska- dag verður farið frá öræfum tii baka yfir Skeiðarársand að Kírkju bæjarklaustri. Gist þar. 15. apríl: Ekið frá Kirkjubæjarkl. Komið í Dyrhólaey og að Skógarfossi og til Rvíkur um kvöldið. — Allar uppl. ásamt farmiðasölu annast Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir, Aðalstr. 8, sími 20800. Fundur fulltrúaráðsins í Gullbringusýslu Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Gullbringusýslu hélt fund föstu daginn 15. þ.m. í nýja samkomu- húsinu I Njarðvíkum. Formaður fulltrúaráðsins Jósa- fat Arngrímsson setti fundinn og rakti ýtarlega þau mörgu verkefni sem biðu í starfi félaganna og full- trúaráðsins. Fundarstjóri var kjörinn Einar Halldórsson og fundarritari Áki Granz. Fundurinn kaus fulltrúa á 18. landsfund Sjálfstæðisflokksins. Sverrir Júlíusson og Axel Jóns- son fluttu stutt ávörp og ræddu um væntanlegar alþingiskosningar, síðan voru almennar umræður og tóku þessir til máls: Valdimar Björnsson, Sveinn Ólafsson, Einar Halldórsson, Magn ús Guðmundsson, Páll Ó. Pálsson og Jósafat Arngrímsson. Kom fram mikill áhugi fundarmanna fyrir því að gera sigur Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi sem glæsileg astan f kosningunum í sumar. CUT IT OUT, YOU CREEPS. THE LORP OF THE MANOR 15 CHECKIN5 IN TOPAY... — herbergjum „þjónanna" í Desmondale. Hvers konar spil eru þetta. Sex drottningar? Ég hélt að þér geðjaðist vel að kvenfólki. Ekki þegar það er með einhverjum öðrum. Hættið draugarnir ykkar. Lávarðurinn kemur í dag.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.