Vísir - 25.03.1963, Síða 15

Vísir - 25.03.1963, Síða 15
V í S IR . Mánudagur 25. marz 1963. 75 BEATRICE HERZ: 18 SYSTURNA Framholdssaga ingju reyndi að finna svar við. Nú vildi ég hrekja burt alla skugga. Framundan var bjart. Burt með skuggana, burt með efann — allt var í bezta lagi! Við mundum brátt fara, ég og maðurinn minn. Ég mundi aftur fara að njóta lífsins. — Dóra, sagði ég lágt, þú veizt ekki hvað þú gerir mig glaða. Ég gæti ekki lifað án Filippusar. Það hljómar víst ósköp hversdagslega nú orðið, að taka þannig til orða, en slík orð koma stundum frá hjartanu, Dóra, og vissulega koma þessi orð frá hjarta mínu. Skyldu ekki allar konúr, sem elska heitt, uppgötva, að ekkert skiftir um neitt nema að vera hjá manninum sem þær elska — hvað sem það kostar? Það er þá, sem þær bæla niður stolt sitt, neita að hlýða á rödd kaldrar skynsemi; hætta að vera eins og fólk er flest. Þær elska og það er þeim allt. — Helena, I hamingju bænum, við skulum ekki fara að vera hátíð legar, — eigum við ekki að fara út í og kæla okkur... Það var vottur ögrunar í rödd Dóru, er hún sagði þetta, all hvass lega. Ég sá dálítið eftir að hafa mælt af jafnmikilli hreinskilni og ég gerði, en mér fannst ég ekki geta mælt öðru vísi, eins og ég var skapi farin. Og hlíðin og dá- lítið viðutan stóð ég upp. Sandurinn var æ mýkri og rak ari undir fótum mér. Og allt í einu skvettist kaldur sjór framan í mig og ég brosti af ánægju yfir að finna svalan sjóinn, goluna leika um hár mitt, og hlýja sól- ina á nöktum öxlum mínum. Þetta minnti mig á Paxos, nema að það var hönd Dóru. sem nú leiddi mig út móti bylgjum hafsins. Mér hafði alltaf þótt gaman af að synda, þótt ég yrði aldrei jafn ingi Dóru, sem vann alla — strák ana líka, I hverri keppni. Einu sinni spurði ég hana hvers vegna hún lofaði ekki einhverjum þeirra að hafa betur stöku sinnum. Furða lýsti sér í grænum augunum henn ar: — Hvers vegna? Vegna þess, að ég get ekki sætt mig við að tapa. Og nú kaílaði hún: — Ég kalla til þín við og við. Syntu á hljóðið, þá er öllu óhætt. „Beint áfram, Helena“. Og ég gerði sem hún bauð. „Beint áfram, Helena“, „dálítið hraðar" eða „flýttu þér dálítið" — þannig kallaði hún og ég var glöð og hamingjusöm af tilhugsuninni um hamingjudagana, sem fram undan voru. Og ég endurtók nafn mannsins mfns hvað eftir annað í huga mínum, nafn mannsins sem ég elskaði, og hugsaði mér, að hann synti mér við hlið. Og mér fannst vera vottur ljósbliks fyrir augum mér, ljósbliks, sem kom og hvarf, — kom stundum eins og í bylgjum — það var eitthvað líkt þvf og þegar sjáandi mann- eskja hefir lagt aftur augun og lætur sólina skína í andlit sitt. Og ég skemmti mér við þá tilhugs- un, þótt barnaleg væri, að ég allt í einu gæti séð hið víða, volduga haf, sólglitrandi ströndina og hús Filippusar uppi á bakkanum, í skjóli gömlu, hávöxnu trjánna, hei, ekki hús Filippusar, hús okkar, en það sem mig langaði mest til af öllu var að sjá andlit hans — þótt að- eins væri andartak, halda því milli handa minna, svo að ég gæti fest í minni mér hvern drátt. — Helena, ertu að sofna, kallaði Dóra hvasslega og ég vaknaði upp af hamingjudraumum mínum. Mér fannst rödd hennar berast til mín úr fjarlægð — næstum eins og úr öðrum heimi. Hafði hún fjar- lægzt mig svona mikið, eða kannski straumur borið mig af leið, en það voru straumastrengir, er utar dró, — ég hafði heyrt, að Dóra hafði verið vöruð við þeim, en hún sagðist vera búin að átta sig á þeim, og ekkert að óttast. Ég fann allt í einu, að ég var komin í kald- ari sjó. Og ég hafði á tilfinning- unni, að sjórinn væri kyrrari. — Hafði Dóra kannski öryggis vegna beint mér inn á lygna, en alldjúpa vík? Ég var ekkert þreytt. Mér fannst ég geta synt áfram lengi, lengi, án þess að verða þreytt. Ég heyrði í eimpípu skips. Skyldi þetta skip vera á leið inn eða út, hugsaði ég. Bráðum yrðum við saman við borðstokkinn og hlusta á öldugnauð ið — og er við vorum komin yfir hafið ætluðum við yfir Rússland og alla leið til Egyptalands... — Syntu beint áfram,^ Helena, þú hefur synt í hring, kallaði Dóra allt í einu. Og nú fannst mér rödd hennar hljóma enn fjær. Ég varð dálítið smeyk. Hún virtist svo langt í burtu — og hvers vegna hafði hún ekki beðið eftir mér? Sjórinn var svo undarlega kyrr — og svo allt í einu var eins og ég sogaðist með straum, sem ég hafði engan mátt til að streitast gegn — ég missti stjórn á líkama mínum, — það var eins og ís- kaldar krumlur toguðu mig niður í djúpið, og ég rak upp skerandi vein og kallaði á Dóru. Vit mín fylltust af sjó og mig verkjaði í höfuðið, og svo var eins.og níst- ingskaldur straumur rykkti mér enn lengra niður, og í örvæntingu minni heitstrengdi ég að láta ekki bugast, — eftir nokkur augnablik yrði Dóra komin, — hún var frá- bær sundkona, hún mundi bjarga mér, ef ég aðeins þraukaði fáein andartök, en ég fann að ég var að missa meðvitund. Mér fannst eins og höfuðið á mér ætlaði að springa, en í þeim svifum fann ég að straum urinn bar mig upp, og eftir andar- tak vissi ég að mér hafði skotið J upp á yfirborðið, því að ég fann loft í vitum mér. Og kraftaverk hafði gerzt, — hve mikið það var varð mér þó ekki fyllilega ljóst, fyrr en ef'tir á, — en ég sá — ég sá eins og gegnum himnu himinn, sem var á litinn sem ópall, og ég sá hafið, strandlengiuna — og svo var sem dauðinn sjálfur læsti hönd um sínum um hjarta mitt, því að ég sá Dóru: Og hún synti örugglega og ró- lega — til lands. Sólin streymdi inn um opinn glugga og ljósrákir lagði á blátt gólfteppi, á hvítar rósir í austur- indverskum vasa, og það voru eins geislabrot í gullfiskaskál á borði úti við vegginn, en á honum hékk málverk, sem mun vera af frönsku landslagi. Að eyrum mér barst tikk- takk gullnu hilluklukkunnar og lét vel í eyrum. Oti við gluggann var ruggustóll með rósmuðu flaueli og við hann fótskemill, eins fóðrað- ur. Stóllinn var enn bældur, en á dökku mahognyborði voru bækur og stór öskubakki með reykjarpíp- um í. Og á fallegu litlu snyrtiborði við hinn gluggann voru nokkrar flöskur og krukkur og gul ala- bastskál, en allt þetta hafði ég far- ið höndum um. Ég var þessu öllu svo vel kunn. Ég vissi hversu nota- leg tilfinning það var að stíga ber- fætt á þykka og mjúka bláa gólf- teppið. Oft hafði ég setið eða legið og hlustað á slátt klukkunnar. — Þarna hafði alltaf verið angan rósa i loftinu. Oft hafði ég setið í hæg- indastólnum, alklædd eða fáklædd, og hvílt fæturna á skemlinum. Og rósaanganin var blönduð ilmvatns- angan — angan af sérstakri tegund ilmvatns, sem mér hafði fyrst ver- ið gefin á 16 ára afmæli mínu, nokkru áður en slysið varð, og það var sem þessi angan hefði fylgt mér alla tíð síðan, og ég hafði síðan aldrei viljað aðra ilmvatns- PERMA, Garðsenda 21. slmi 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in. Sími 14662. -------------------_____ Hárgreiðslustofan HÁTÚNl 6, sími 15493. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, sími 24616. Hárgreiðí. 'ustofan SÓLE Y Sólvallagötu 72, Sími 14853. Hárgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, sími 14787. Hárgreiðslustofa 'ESTURBÆJAR Grenimel 9, slmi 19218. Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1, sfmi 15799. Hðrgreiðslustola AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, sími 14656. Nuddstofa á sama stað. T A R Z A N Diatr, by Unllrd Ffture Syndlc.ite, Inc! "COME quic<ly!"takzan SHOUTEP’. "SHE IS ALONE ANF 7EFENSELESS—SHE CASl'T LAST THE NlGHT1." "THE EVIL WOMAN IS SONE," CONCLU7E7 TOM5U. "SHE WAS TAK.EN TO THE 7EEP WOOPS ANP ASANPONEP." |0-|6-l)992 "IRONIC, ISN'T IT?"APPEP THE APE-MANj AS THE TKIO HUKRIE7'TOWARP THE FOREST. "ZUKOFF'S KIPNAPPING HOAX '. HAS TURNEP INTO A GRIA\ KEALITV!" SÆNGUR Endumýjum gömlu sængum- ar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún og fiðurhreinsun Kirkjuteig 29. Simi 33301 „Stúlkan sem olli okkur ógæf- unni er farin“, hélt Tombu á- fram. „Það var farið með hana inn í skóginn og hún skilin þar eftir“. Tarzan: „Komið strax. Hún er alein inni í skóginum, varn- arlaus. Hún lifir ekki nóttina af. Hræðilegt, að auglýsinga- brella Zukoffs skuli hafa orðið að bláköldum veruleika". Þeir flýttu sér gegnum skóginn. / ESiKi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.