Vísir - 25.03.1963, Page 16
»r*v
VISIR
Mánudagur 25.
♦ Á áttunda þúsund manns meidd-
ust af völdum umferðarslysa f
Noregi 1962. Þar af biðu 349 bana
og af þeim voru 48 undir 8 ára
aldri og 22 8-14 ára. — Um 80
flelri meiddust eða biðu 'bana en
1961.
Ævintýrí ölvaðro
ökumanna
Hvorki meira né minna en 10
ökumenn voru teknir um helgina
vegna gruns um ölvun við akstur.
Er það fátítt og nær einsdæmi
að svo margir ökumenn hafi verið
teknir fyrir ölvun við akstur um
eina og sömu helgi.
Einn þeirra sem var tekinn hafði
lent úti í skurð við Breiðholtsveg
á föstudagskvöldið. Með honum f
bílnum var mágkona hans og
höfðu þau ekið farartækinu til
skiptis. Sá galli var þó þar á að
hann var áberandi ölvaður en hún
próflaus. Hafði maðurinn auk þess
verið sviptur ökuréttindum ævi-
langt áður í vetur.
Annar ölvaður ökumaður hafði
ekið á ljósastaur á mótum Miklu-
brautar og Reykjahlíðar.
Þetta atvik skeði aðfaranótt
sunnudagsins og var ökumaðurinn
dauðadrukkinn. Hann var á leið
austur Miklubrautina, en fór þar
upp á reitinn milli akbrautana síð-
an yfir hann og yfir akbrautina
hinumegin þar til hann komst upp
' á gangstéttina. Eftir henni ók
hann spottakorn unz bifreiðin stað
næmdist á ljósastaur og braut
hann niður. En bifreiðin sjálf fór
í hálfhring við áreksturinn. Við
þetta fór maðurinn út úr bifreið-
inni, gekk nokkur skref áfram, en
Framhald á bls. 5
I ferðum á stolnum bilum
m Keflavíkurveginn
Tveim bifreiðum var stolið f
fyrrinótt, annarri í Njarðvíkum
en hinni í Hafnarfirði og þó ekk
ert sé upplýst frekar um þessa
bilþjófnaði bendir allt til þess,
að sami bílþjófurinn hafi verið á
ferð í bæði skiptin, hann hafi
þurft að bregða sér fram og aft-
ur milli Keflavíkur og Hafnar-
f jarðar. Svo mikið er víst að bíll
inn sem stolið var úr Njarðvík-
um fannst í Hafnarfirði og bíll-
inn sem stolið var úr Hafnar-
firði fannst í Keflavík.
Bifreiðinni J-0452 var stolið
um nóttiha frá Reykjanesvegi 2
í Njarðvíkum. Er það Chervolet
fólksbifreið eign bandarísks
starfsmanns á Keflavíkurvelli.
Þessi bifreið fannst síðan við
Víðihvamm í Hafnarfirði.
Um kortérsgang frá þeim stað
sem J-bifreiðin fannst, stóð
Chevrolet-vörubifreiðin G-2385
við Mosabarð 5 í Hafnarfirði.
Var það verkstjóri við fiskverk
unarhús í Hafnarfirði, sem hafði
komið heim seint um kvöldið og
skilið bifreiðina eftir fyrir utan
hús sitt um nóttina með einu
tonni af fiski á pallinum.
Um morguninn þegar hann
kom út og ætlaði í vinnuna var
bíllinn horfinn með öllum fiskin
um. Seinna i gær bárust hins-
vegar fréttir af því að vörubíll-
inn væri komihn fram. Billinn
hafði fundizt við Hafnargötu 9
í Keflavík. Ekki var vitað til
að neinar skemmdir hefðu orðið
á bifreiðunum tveimur sem stol-
ið var.
Ohappaheígi hestamanna
Einn dó og tveir slösuðust
Þrjú meiriháttar slys og óhappa-
tilfelli urðu hér i bænum um
helgina í sambandi við útreiðar og
hestamennsku. Einn maður dó, en
tvennt siasaðist, karl og kona.
Um klukkan 5 s.l. laugardag
voru nokkrir menn að koma úr
útreiðartúr og voru komnir á
Skeiðvöllinn við Elliðaárnar. I
þessum hópi var Kristinn Krist-
jánsson sérleyfishafi til lieimilis
að Njálsgötu 77. Þegar hann var
að stíga af hestbaki rétt við hest-
húsið á Skeiðvellinum hné hann
allt í einu niður og missti um leið
meðvitund. Var strax sent eftir
sjúkrabifreið sem flutti Kristinn í
slysavarðstofuna, en þegar þangað
kom var Kristinn dáinn. Kristinn
heitinn var á 60. aldursári og læt-
Framboð Sjálfstæðis-
fíokksins á Vestfjörðnm
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi hefur samþykkt fram
boðslista flokksins í kjördæminu við alþingiskosningarnar í sumar. Listinn er
þannig skipaður:
ur eftir sig konu og börn.
í gær datt Baldur Pálmason,
Egilsgötu 14, hinn kunni útvarps-
maður okkar, af hestbaki á Vatns-
veituvegi. Baldur hlaut mikið
höfuðhögg og heilahristing og var
lagður inn í Landakotsspítala að
athugun iokinni í slysavarðstof-
unni.
Þá varð annað óhapp á hestbaki
í gær við Hafnarfjarðarveginn
skammt frá benzínstöðinni í
Hraunholti. Þar var kona ein úr
Hafnarfirði Sigrún Árnadóttir á
útreiðartúr og var með tvo til reið-
ar. Allt í einu féll hún af baki. Var
leitað hjálpar hjá lögreglunni og
var konan flutt í fyrstu heim til
sín en síðar á sjúkrahúsið Sól-
vang. Ekki er vitað með vissu,
hvernig þetta siys varð, en konan
mun vera að nokkru lömuð.
Hafnaði í verzlun
Það óhapp vildi til á Akureyri
í ' gærkveldi að mannlaus bifreið
fór í ferðalag um Akureyrargötur
og hafnaði inni á miðju gólfi
verzlunarinnar Heba í Kaupangs-
stræti.
Bifreið þessi, stór og nýleg
sendiferðabifreið hafði verið skil-
in eftir fyrir framan aðalverzlunar-
byggingu Kea, en runnið af ein-
hverjum ástæðum á stað og kom-
izt á allmikla ferð. Hún sýndi þó
þá fullu kurteisi að stefna beint á
dyr verzlunarinnar Hebu, en það
er ný og glæsileg kvenfataverzlun
sem Jón Þórarinsson kaupmaður á.
Vegna þess að dymar voru of
þröngar fyrir bílinn tók hann dyra-
umbúnaðinn með sér og ennfrem-
ur nokkuð af veggnum og nam þar
staðar eftir að vera komin hálf
inn á búðargólfið.
1. Sigurður Bjarnason, ritstjóri,
frá Vigur, Reykjavík.
mm
■
■
\
■
'
Wmm
iilil
•) 'i
2. Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
framkvæmdastjóri, Reykjavík.
3. Matthías Bjamason, fram-
kvæmdastjóri, ísafirði.
4. Ari Kristinsson, sýslumaður,
Patreksfirði.
5. Kristján Jónsson, kennari,
Hólmavík.
Bgfllæi
r Xír$.-.
■;
j ■■•'■'" ■
í ' ■• '■
iVJV-i'-V'-4?ívV-.'■••• •
ÍMMÉHBlmg;
■ f .
*
-
..
6. Einar Guðfinnsson, útgerðar-
maður, Bolungarvik.
7. Rafn A. Pétursson, fram-
kvæmdastjóri, Flateyri.
8. Aðalsteinn Aðalsteinsson,
bón’di, Hvallátrum.
9. Séra Andrés Ólafsson,
prófastur, Hólmavik.
10. Marzelius Bernharðsson,
skipasmiðameistari, fsafirði.