Vísir - 30.03.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 30.03.1963, Blaðsíða 15
V1SIR . Laugardagur 30. marz 1963. 15 © framhaldssaga eftir Jane Blackmore stjörnuskin og skuggar Sorrel horfði á Díönu, reyndi að gera sér grein fyrir breytingunni, sem orðin var á henni. Hún var ávallt vel og snyrtilega klædd. 1 kvöld hafði hún búið sig sérlega vel. Hún var í stuttum samkvæmis kjól, úr skarlatsrauðu silki-jersey. Og það var vitanlega alger óþarfi af henni, að berast svo mjög á við venjulegan fjölskyldumiðdag. En það var ekki kjóllinn einn, sem hafði þessi áhrif, né heldur að hún hafði sett forkunnar fagra dem- antsnælu í hið gljáfagra, dökka hár sitt. Hún virtist f mikilli hug- aræsingu — sem var að þvi kom- in að ná hámarki. En vana- lega var hún þögul og fremur syfjuieg þegar setið var undir borð um. I kvöld var það hún sem stjórnaði samræðunum. Hún var fyndin og skemmtileg. Sorrel hafði aldrei séð hana slíka. Allt sem komið hafði fyrir Díönu fyrr um daginn var ósköp algengt, hún hafði farið í hárgreiðslustofuna, farið í búðir, kaffistofu — en hún sagði frá öllu svo skemmtilega, að allir hlustuðu með athygli. Allt í einu þagnaði Diana — rétt sem snöggvast. Hún tók aftur til máls, lágt en með ákefð, og fór að lýsa stofunni, sem hún fór i, í þeim tilgangi að fá sér tesopa. Það var þá þetta, hugsaði Sorr- el. Diana hafði séð þau. Reiðin sauð í Sorrel. Fyrst Rupert — svo konan hans. Þetta hefði nánast verið skoplegt, ef hún hefði ekki fundist það sárt, að David Vane var viðstaddur og vitni að því, sem gerðist. Og hún uppgötvaði á þess- ari stundu, að hún óskaði sér þess innilega, að David Vane heyrði aldrei neitt um hana, nema það, sem gott var. Án nokkurrar umhugsunar greip hún fram í frá- sögn Díönu. — Ég var þarna, sagði hún, í Marigold-testofunni. Andartak var sem hætti að ljóma af Díönu. Sorrel hélt áfram, þrátt fyrir að- vörun tilliti Ruperts. — Ég sá yður ekki. — En ég fór alls ekki inn í Mar- gold-testofuna, — ég drakk te- sopann minn í Deirdre-testofunni. Hún hafði gripið til lyginnar. Hvers vegna? Hvað vakti fyrir Díönu? Hvað var í raun og veru að gerast I þessu húsi? Sorrel gat- ekki annað en litið rétt sem snöggvast á Davíð sem sat við annan borðsendann. Hann horfði stöðugt athugunaraugum á systur sína, og Sorrel gat virt hann fyrir sér án þess hann tæki eftir því. Henni fannst það furðlegt hve svipmikill hann var, þegar honum var mikið í hug. Hann var ekki fríðleiksmaður, en..Hún fann allt í einu, að blóðið var farið að streyma örar í æðum, og í sömu svifum hlaut hann að hafa fundið, að hún horfði á hann, því að hann snéri sér við allt í einu og leit á hana. Hún þurfti ekki að efast um það að í tilliti hans var mikil aðdáun. Og eitthvað meira, eitthvað miklu meira, sem hafði þau áhrif, að hjarta hennar fór að slá enn hrað- ara. Hún varð að reyna að stilla órólegt hjarta, sem nú barðist svo ákaflega um í brjósti hennar. Hún leit niður. Auk þeirra á- hrifa, sem hún hafði orðið fyrir og gerðu henni ljóst hversu djúp- ar rætur þeirra tilfinninga, sem hún bar í brjósti til þessa manns, varð henni þungt í hug, vegna þes að honum skyldi hafa tekizt að brjóta skarð í þann múr, sem hún taldi sig hafa hlaðið kringum sig svo traustan, að hún gæti verið sterk og óháð annarlegum áhrifum, en á því þurfti hún mjög að halda. Það vakti reiði í hug hennar, ef hann ætlaði, að hann gæti haft tilfinningar hennar að Ieiksoppi, því að David Vane var leynilega trúlofaður Lauru Delder- field, ungri, stóreygðri og frísk- legri stúlku, sem hafði nýlokið j skólanámi, og nú var þarna í hópn- j um — sat þarna starandi og auð- j sjáanlega stórhrifin af þeirri beizku hæðni, sem var í orðum Díönu, er hún þjarmaði að hinum, sem sum að minnsta kosti vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Já, þetta var sannarlega furðu- Iegur dagur. Hún þráði að geta komizt til herbergis síns og notið þar einveru og næðis. Hún leit svo lítið bar á á armbandsúrið sitt. Klukkuna vantaði fimm mínútur í níu. Að klukkustundu liðinni átti hún að hjálpa frú Vane að hátta og þar næst gat hún verið ein. Og svo þurfti hún að taka á- kvörðun varðandi Rupert. í dag — einmitt í dag — hafði hann opin- berað hvað hann ætlaði sér. Vikum saman hafði hún neitað að játa með sjálfri sér við hvað hann átti með ýmsu, sem hann lét sér um munn fara — tilviljun, að því er virtist. Nú þurfti hún ekki að vera í vafa lengur þetta hús hafði reynzt henni hæli, þar sem hún hafði verið I næði og örugg, og reynt að gleyma skelfí- legum minningum. Og á þeim slóð- um sem Anglefield var, var svo fagurt og friðsællt. Nú voru allt í einu hættur á hverju leiti. Hún mundi nú verða að fara þaðan, hugsaði hún — og svo, að hún gæti ekki til þess hugsað. Hún hafði svo mikla þörf fyrir að vera þarna. Enn um sinn að minnsta kosti. Hún var ekki undir það búin, að hefja lífsbar- áttuna á ný annars staðar . En aldrei gæti hún fallizt á það, sem Rupert hafði farið fram á. Og bletturinn — litli bletturinn í efsta þrepinu, litli, raki blettur- inn í stigadreglinum, sem hafði haft þau áhrif á Davið Vane, að munnurinn' hans hertist saman og að hann varð hörkulegur á svip- inn og horfði á hana, eins og hann vildi lesa hana niður £ kjölinn. Það hafði verið horft á hana með slíku augnaráði fyrr, köldu, níst- andi, ásakandi augnaráði. Hún kipptist við. Þau höfðu öll staðið upp frá borðum, en hún ein sat enn og það var sem allra augu mændu á hana. Hún leit frá einu til annars og skipti litum. Vafalaust mundu þau líta á roðann í kinnum hennar sem sektarroða. Frú Vane horfði á hana óstyrk á taugum. Laura flissaði, eins og eitthvað skemmtilegt hefði gerzt eða væri í þann veginn að gerast. Rupert hnyklaði brúnir gremju- lega. Díana var á svipinn, eins og hún stæði með pálmann í höndun- um. Og Davið — augnatiliiti hans bar áhyggjum vitni. Hún stóð upp og ýtti stólnum aftur fyrir sig. — Afsakið mig, sagði hún svo rólega og kuldalega, að hún var sjálf undrandi yfir því, þar sem hún hafði ákafan hjartslátt og var í rauninni óstyrk og kvfðin. Sorrel gekk hratt kringum borðið. Frammi við dyrnar tók hún undir handlegg frú Vane, sem and- artak þrýsti hönd hennar. Þetta viðbragð gömlu frúarinnar yljaði henni. Það var eins og klakaþung- inn í fylgsnum hugans færi að þiðna. Davið hafði ályktað skakkt 1 um margt, fanst henni, en ekki um J það, að hún þurfti að vingast við j fólk. Og nú fann hún f fyrsta sinni, að henni þótti í raun og veru vænt um gömlu konuna. Hún hjálpaði henni til sætis þarna nálægt dyrunum og fór svo að gegna venjulegri skyldu, að bera fram kaffið. Hin settust og hún rétti þeim bollana. Laura settist í sófann, þannig, að Davíð gæti sezt við hlið henn- ar, en hann lét sem hann tæki ekki eftir því og valdi sér sæti nálægt móður sinni. Díana settist ekki — hún tók sér stöðu öðru megin við arininn og hallaði baki að veggnum en Rupert settist nálægt tengda- móður sinni og brosti til hennar, en hann lagði mikla stund á að sýna henni tillitssemi og nærgætni Hann fór að segja henni frá við- SELUR a/^Qv © PIB CflPEMHAGEN Hefur þú aldrei fengið þá tilfinningu hér, að það sé ein- hver, sem fylgist með þér . . . ? skiptum — frá fyrirtækjum, sem honum hefði verið ráðlagt að festa fé í.« Sorrel hikaði dálítið, er hún var búin aö hella í bollana. Hún sá, að Laura var einmanaleg í stóra sóf- anum, brosti til hennar og settist hjá henni. Þetta var sem á leiksviði. Allir leikendurnir í því atriði, sem fram átti að fara, höfðu safnast saman, og biðu. En eftir hverju? Óróleiki Sorrel óx með hverju andartak- inu meðan hún sat þarna þögul og horfði á þau. Mundi Davlð nú nota tækifærið og fara að tala um blett- inn i efsta þrepinu? Loftið var sem hlaðið sprengju- efnf, en það var ekki Davíð, sem kveikti á eldspýtunni, heldur Díana sem spurði rólega: — Hvað varstu að fara í nótt, Rupert? Rupert stóð upp. Gamla frú Vane kreppti saman hnefana svo að hnúarnir hvítnuðu. — Við hvað áttu?, spurði Rupert Hann mælti hásri, kaldri röddu. Davíð hallaði sér fram. — Hafðirðu einhverju sérstöku að sinna í nótt, Rupert?, spurði hann. — Hver er tilgangur ykkar með þessum spurningum, sagði Rupert, rétti úr sér og gekk út að gluggan- um. — Það var spurt ósköp blátt áfram, Rupert, sagði Davíð, og það ætti að vera létt að svara eins og spurt var. Laura flissaði, en enginn veitti henni athygli. — Á ég að segja þeim það, Rupert?, sagði Diana hægtog ról- ega, eins og hún nyti þess, að tala T A R Z A N „Ég er Tarzan, konan er mín“. 'IAAATARZAN* MIGHTy PIGHTEÍÍ-- THE WOMAN IS Símar 18085 og 19615 VW ’62. Ford Prefect ’62 VW ’60. Keyrður 15 þús., Fíat 1100 ’59. Renault Daulphin ’62. Opel Record ’62. Má greiðast með fasteigna- tryggðum bréfum. Opel Record ’60, 4ra dyra. Rússajeppi, 59. Nýtt Egilshús. Euick ’52, kr. 35 þús. International sendibíll ’53, kr. 60 þús. Citroen ’62, skipti á Landrover eða Austin Gipsy. Volvo 544 ’62, kr. 140 þús. Landrover diesel ’62. Fiat 600 ’60. Scoda Octavia ’61, keyrður 13 þús. km. VW ’61. — Borgartíni 1 — Sími 18085 og 19615. SÆNGUR Endumýjum gömiu sængum- ar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún og fiðurhreinsun Kirkjuteig 29. Sími 33301 Ódýrir herrasokknr 's/. 'WO/'gkow lei? GOLAT. "VOU TKV TO TAKEHEZ— I K.ILL!" „Nei, urraði Golat. Ef þú reynir lögum frumskógarins hófu þeir nú baráttu um eignarréttinn ap- að ná henni drep ég“. Samkvæmt inn og apamaðurinn. Io le | lie Lö |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.