Vísir - 30.03.1963, Blaðsíða 3
V1SIR . Laugardagur 30. marz l963.
Franskt fiskirannsóknaskip í Reykjavík
t kortaklefa skipsins eru margvísleg tæki og mætti helzt nefna 5 fiskleitatæki frá þremur þjóðum.
Franska fiski- og hafrannsókn
arsldpið Thalassa frá Brest á
Bretagne í Frakklandi kom til
Reykjavikur í gær á leið sinni
til hafsvæðisins milli Grænlands
og lslands, en þar verður skipið
við rannsóknir næstu vikur. Hér
stendur skipið við í tvo eða þrjá
daga. Fréttamaður og ljósmynd
ari Vísis fóru um borð í skiplð,
sem er skuttogari búinn mörg-
um rannsóknartækjum. Tveir
stjórnpallar eru á skipinu. Á að-
alstjórnpalli skipsins eru m. a.
bergmálsdýptarmælir, mjög full
komin miðunartæki auk ann-
arra siglingatækja. Annar stjórn
pallur aftur á skipinu er notað-
ur þegar togað er. Hann er mun
minni en aðalstjórapallur og
með helztu tækjum. Niðri í skip
inu eru rannsóknarstofur á-
samt litlum lestum, og vinnu-
borðum, en þangað er fiskurinn
tekinn inn eftir að hafa verið
hífður um borð. Pláss er fyrir
34 skipsmenn og 16 sérfræðinga,
en með skipinu eru nú 7 fiski-
fræðingar, sex franskir og elnn
enskur.
Skipið var mjög hreinlegt, að-
búnaður skipverja virtist hinn
fullkomnasti, enda er skipið
ekkí eldra en frá 1960, smíðað í
Le Havre.
1 skut skipsins. Hliðið fremst á myndinni er lokað þegar ekki er
verið að veiðum. Það liggur framan við skutopið, sem togað er upp
um og inn á dekkið, sem mennimir standa á. 1 dekkinu er hleri,
sem er opnaður þegar láta á í lestarnar, sem eru tvær, litlar frysti-
lestar. Togvindurnar eru inn undir byggingunni, sem sést aftast
á myndinni.
í einni af rannsóknarstofum skipsins. Þær eru þrjár talsins, búnar margvíslegum rannsóknartækjum.
Miðhluti skipsins, skipsmenn voru að þrífa dekkið og notuðu sápuvatnið óspart.