Vísir - 30.03.1963, Blaðsíða 16
VISIR
Laugardagur 30. marz 1963.
Samkvæmt símskeyti, sem póst-
og símamáíastjórninni barst í dag,
29. marz frá Finniandi er nú lokið
verkfalli opinberra starfsmanna
þar og póstgöngur því komnar í
eðlilegt horf. — Póst- og síma-
málastjórnin 29. marz 1963.)
250 ÞUSUND
KRÓNA SEKT
Fyrir hádegi í gær var kveðinn
upp i sakadómi Reykjavíkur dómur
í máli Aifred Llewellyn Whittle-
ton, skipstjóra á brezka togaranum
Carlisle GY 681. Var hann svo-
hljóðandi:
„Ákærði, Alfred Llewellyn
Whittleton, greiði 250.000,00 króna
sekt til Landhelgissjóðs íslands og
komi 8 mánaða varðhald í stað
sektarinnar verði hún eigi greidd
innan 4 vikna frá birtingu dóms
þessa.
Allur afli og veiðarfæri, þar með
taldir dragstrengir togarans Car-
lisle, GY-681, skulu vera upptækir
til handa Landhelgissjóði íslands.
Ákærði greiði allan sakarkostn-
að, þar með talin málsvarnarlaun
skipaðs verjanda síns, Gísla G. ís-
leifssonar, hrl., kr. 5000.00.
Dómi þessum skal fullnægja
I með aðförum að Iögum.“
Átta manna maki
Ný fiskaðgerðarvél, sem G. I fær.
Helgason og Melsted flytja inn ; Þessi sérstaka vél, er ætluð til
getur gert að allt að 24 fiskum á aðgerðar á stútungsþorski, en von
mínútu eða 1440 á klst. er á annari, sem gerir að vertíðar-
Vél þessi sem er frá Fisadco í j þorski Véiin ristir fiskinn á kvið,
Hull hefur verið í smíðum í ein 8 hreinsar innanúr og þvær og burst
ár, og hefur verið um borð í brezk ar. Sótthreinsandi efni verður
um togara einhvern hluta þess : blandað saman við vatnið.
tíma. Ýmsar endurbætur hafa verið j Talið er að vélin skili sömu af-
gerðar frá þvi fyrst að hún var köstum og 6—8 menn, hún kostar
reynd, og þykir hún núna markaðs um 490.000 kr.
Kynning á brezkri
kirkjutóniist
'fáíyí';
■iiUMiw— ^>iMir—nniniM~ ■■ntfmw—■nfmr~ini ■nrr ~~
Öryggisbelti fyrír böm
Það er ekki ósjaldan, að það
sést til lítilla bama skríðandi
um framsæti bíla. Bfla, sem
jafnvel era á mikilli ferð. Allir,
að minnsta kosti þeir, sem gera
sér slysahætt'.na liósa, sjá ó-
kosti þessa.
Ef þetta er fært í tal við
ökumanninn, bregður hann því
oft fyrir sig, að það sé auð-
veldara að hafa hönd á barn-
inu, ef það er í framsætinu.
Þetta er mikið rétt. En á
meðan hefur ökumaðurinn ekki
nema aðra höndina á stýrinu,
og að athygli hans beinist ekki
nægilega að akstrinum.
Nú er komið í verzlunina
Fáfni á Skólavörðustíg, örygg-
isbelti fyrir börn. Belti þessi
eru einföld og sterk, úr ekta
leðri. Einfaldasta leiðin til þess
snögglega verður það ekki vart
við neitt, nema andartaks þrýst
ing. Ef svo t.d. húsmóðirin ætl-
ar inn í búð að verzla, og vill
hafa barnið með sér, þarf hún
■ aðeins að losa löngu ólina af
sætisbakinu. Þegar því er Iokið,
er hún búin að fá ágætis göngu-
belti á angann, og getur teymt
hann með sér.
má axlaútbúnaðinum upp og
niður eftir löngu ólinni, svo að
barnið getur setið eða staðið
að vild. Sé aftur á móti hemlað
að lýsa þeim, er að biðja les-
endur að hugsa sér mann með
bakpoka. Hann smeygir hand-
leggjunum í gegnum tvær
,,lykkjur“ og spennir ól utan
um mittið. En í stað bakpok-
ans, er löng 61, sem spennt er
utan um bak bílsætisins. Renna
Gunnar Guðmundssop, :þUstÍ,
hefur gert ■ nokkrar tilraunir
með þessi öryggisbelti, og son
sinn, og hér fylgir umsögn hans
um þau.
Sú reynsla sem ég hef af
þessum öryggisbeltum er ágæt.
Ég hef prófað þau, og þau hafa
reynzt vel. Ég tel beltin vera
ómetanlega aðstoð, ef ökumað-
ur er einn í bílnum með barnið.
Og að öllu leyti bægja þau
slysahættunni stórum frá.
að skyldu að hafa öryggisbelti
í bílum sem börn ferðast mikið
með.
Sonur Guðmundar er tveggja
ára gamall, en þessi belti má
einnig nota á stærri börn, allt
að 7 ára.
Beltin kosta 148 kr.
Eiginlega ætti að gera það
Guðmundur litli Gunnarsson, getur setið öruggur við hliðina á pabba
sínum, þó að þeir feðgamir séu einir í bílnum, og pabbi „glanni
dá!ítið“. Öryggisbeltið er spennt um hann. (Ljósm. Vísis B. G.)
S'<sa
A sunnudagskvöldið gengst fé-
lagið Anglia fyrir annarri kynn-
ingu sinni á brezkri kirkjutónlist.
Fara tónleikamir fram í Hafnar-
fjarðarkirkju og hefjast kl. 8.30.
Öllum er heimill aðgangur.
Þeir listamenn, sem koma fram
á tónleikunum, eru Kristinn Halls-
son, sem syngur einsöng, Páll Kr.
Pálsson leikur á orgel og Miss
Averil Williams á flautu. Kynnt
verða tónverk eftir brezk tónskáld,
sem fædd eru á fyrri hluta 18.
aldar. Meðal þeirra eru mörg kunn
tónskáld Breta svo sem Arne, Stan-
ley, Felton, Boyce, Theeble,
Wandle og Stevenson.
Skömmu fyrir jól gekkst félagið
Anglia fyrir fyrstu kynningu
brezkrar kirkjutónlistar og komu
þá fram sömu listariienn og flytja
tónverk á tónleikunum á sunnu-
1 dagskvöldið. Þriðja kynning brezkr
1 ar kirkjutónlistar er fyrirhuguð í
I maímánuði.
íþróttir um helgina
Noregur krefst afnáms
brezka físktollsins
Síðasta hefti „Fishing j
News“ skýrir frá því á
forsíðu, að Norðmenn
muni krefjast þess að
10% fisktollurinn á
norskum fiski í Bret-
landi verði afnuminn.
Þessi krafa mun verða sett
fram af Norðmanna hálfu, þeg-
ar fiskimálaviðræður þjóðanna
tveggja hefjast í Osló í apríl.
Blaðið telur Breta muni faliast
á þessar kröfur Norðmanna —
með því skiiyrði að brezkum
togurum verði þá Ieyft að leggja
afla sinn á land í Noregi. En
hingað til hefir þeim verlð það
algjörlega bannað og hefir fiski-
Framhald at bls. 6
Nú eru aðeins 5 leikir eftir í
meistaraflokki karla á íslandsmót
inu f handknattleik. Á sunnudag-
inn fara tveir þeirra fram. Þróttur
og Víkingur leika fyrri leikinn, og
getur sá leikur orðið spennandi.
Þróttarar eru í fallhættu og hafa
þvf allt að vinna. Víkingur telst
sigurstranglegri f þessum leik, en
allt getur gerzt. Seinni leikurinn
er á milli Fram og KR. Fram,
sem nú er efst í deildinni og lík-
legir Islandsmeistarar í ár, geta
átt í erfiðleikum með KR, sem hef
ur átt góða Ieiki upp á síðkastið.
KR-ingar verða að sigra til að telj
ast öruggir í 1. deild næsta ár.
Á þriðjudagskvöldið heldur mót
ið áfram og hefst með leik milli
ÍR og Þróttar. Ef Þrótti tekst ekki
að sigra Víking á morgun, er
þetta þeirra síðasta tækifæri til
að sigra, og geri þeir það og KR
tapi fyrir Fram, eru Þróttur og
KR jöfn að stigum og verða að
leika aukaleik um fallsætið. Hinn
leikurinn er á milli Víkings og
FH og má þar búast við skemmti-
legum leik. Mikil mannekla er hjá
FH um þessar mundir, Hjalti og
Ragnar báðir fingurbrotnir og Birg
ir og Pétur meiddir, en verða
samt líklega með í þessum leik.
Á sunnudaginn þar á eftir verð
ur leikinn síðasti leikur íslands-
mótsins á milli Fram og FH.
Miklar flugannir framundan
Sjúlfstæðisfólk!
ðiflunið Vurðurkuffið
í Volhöll í dag
l-
Búizt er við stórfelldri aukn-
ingu á farþegaflutningum Fiugfé-
lags íslands milli íslands og Ev-
rópu í vor, að því er Sveinn Sæ-
mundsson blaðafulltrúi Flugfélags-
ins tjáði Vísi í gær.
Ástæðan fyrir þessu eru hinar
ódýru vorferðir Flugfélagsins til
útlanda á tímabilinu frá 1. apríl
til 1. júní, þar sem veittur er 25%
afsláttur miðað við einmiða far-
gjöld.
Fyrir Islendinga er þessi tími
ársins mjög hentugur til utanlands-
ferða og víðast hvar komin sumar-
veðrátta þar, þótt hér sé enn kul-
sælt og svalt í veðri. Fólk virðist
og kunna að notfæra sér þetta,
þyí mjög margar pantanir hafa
Flugfélaginu borizt um farmiða í
þessar vorferðir. Taldi Sveinn að
aukningin frá s.l. ári næmi þegar
orðið allt að 100%, og hefur mest
verið pantað síðustu dagana.
Annars er sumaráætlunin vænt-
anleg frá Flugfélagi íslands innan
skamms, en þar verður ekki um
neinar stórfelldar breytingar að
ræða nema Færeyjaflugið, og til
að anna því verður félagið að taka
sérstaka flugvél á leigu yfir sum-
armánuðina.
Á skíðaflugferðum innanlands.
sem einnig eru seldar með lækk-
uðu verði næstu vikurnar, er mik-
il hreyfing, ekki sízt til Akureyrar.
Er þó von á miklu meiri eftirspurn
seinna meir þegar nær dregur
páskum.
Allt húsrými í Skíðahótelinu í
Hlíðarfjalli er þegar upppantað
Frarah. á bls. 5.