Vísir - 30.03.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 30.03.1963, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Laugardagur 30. marz 1963. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og pfgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. - Sími 11660 (5 líi\ur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Flokkur stefnuleysisins Þótt leitað sé um víða veröld meðal þeirra sam- taka, sem stjórnmálaflokkar nefnast, mun vandfundið annað eins viðrini og Framsókn. Hún er gersamlega stefnulaus í öllum þjóðmálum. Sé aðalmálgagn henn- ar, Tíminn, athugað frá degi til dags, kemur iðulega fyrir, að þeirri skoðun, sem haldið er þar fram einn daginn er afneitað með öllu næsta dag. Og stundum eru í sama tölublaðinu greinar, sem vel gætu verið túlkanir á sjónarmiðum tveggja mjög andstæðra flokka. Hvernig stendur á þessum ósköpum? Ástæðan er sú, að Framsókn er í raun og veru ekki stjórnmála- flokkur. Henni er stjórnað af harðsnúinni sérhags- munaklíku, sem hefur ekki víðari sjóndeildarhring en svo, að allt sem er utan við SÍS, hagsmunahreiður hennar sjálfrar, er henni lokaður heimur. Þessir menn eru innbyrðis mjög ólíkir að eðli og skoðunum og eiga ef til vill fátt sameiginlegt annað en það, að þeir eru sjúkir í völd og metorð. Þar af leiðandi geta þjóðar- hagsmunir aldrei ráðið gerðum þeirra eða afstöðu til mála. Öll barátta miðast við það, að komast til valda, hvað sem það kostar. Og þótt aðálmálgagn „flokks- ins“ gerist sekt um það, að segja eitt í dag og annað á morgun um sama málið, skiptir það engu, ef sú bar- áttuaðferð getur orðið þessari einu „hugsjón“ klík- unnar til framdráttar. Segja má, að kosningabarátta Framsóknarmanna hafi að þessu sinni hafizt með þeirri yfirlýsingu, að þeir ætluðu að rifta samkomulaginu við Breta um landhelgina, ef þeir fengju bolmagn til þess í þinginu. En það voru ekki liðnir margir dagar, þegar þeir sögð- ust aldrei hafa 'sagt þetta, heldur aðeins átt við það, að þeir ætluðu að fá Breta til þess að lýsa því yfir, að þeir hefðu komið illa fram við okkur og telji því sjálfir rétt að afnema samninginn! Þessi „kosningabomba“ vakti almennan hlátur, og þá hætti Tíminn að tala um landhelgismálið í bili. „ Hún snýst, hún snýst " Allir vita, að Framsókn hefur snúizt ótal hringi um sjálfa sig í afstöðunni til Efnahagsbandalagsins. Eftir því sem bezt er vitað, er þar ekki um neinn djúp- stæðan ágreining að ræða milli Framsóknar og stjórn- arflokkanna, enda segir Þjóðviljinn að Jón Skaftason hafi talað stórlega af sér um það mál. Tíminn hefur sýnkt og heilagt verið með alls konar dylgjur í garð ríkisstjórnarinnar út af málinu, en aldrei getað fengið á henni minnsta höggstað. Framsókn mun þess vegna lítið græða á því í kosningunum. En eitthvað verður að reyna, og nú sem stendur er það nýja tollskráin, sem Tíminn setur von sína á. Ekki er byrjunin sigurstrangleg, hvað sem síðar verð- ur; og eflaust verður ekki langt liðið fram í næstu viku, þegar blaðið neitar öllu, sem það er að segja um tollskrána núna. «S23m Teikning sem sýn ir hvernig flugvél in TFX kemur til með að lita út með vængina í ýmsum stelling- um. Flugvéíar með hreyf- anlegum vængjum TVIiklar umræður og deilur hafa x staðið undanfarna daga í Bandaríkjunum vegna smíði nýrrar flugvélategundar. Hafa deilurnar staðið um það, hvaða flugvélaverksmiðjur skyidu fá smíðasamninginn. Voru það tvö „stórveldi“, sem börðust um að ná samningnum, Boeing-verk- smiðjurnar í Seattle og General Dynamics i Los Angeles. Svo fór að lokum, að banda- ríska landvarnaráðuneytið á- kvað að gera samninginn við General Dynamics. Risu Boeing- verksmiðjurnar og stuðnings- menn þeirra þá upp og héldu því fram að annarleg áhrif hefðu ráðið samningsgerðinni. Héldu þeir því fram að áætlanir og teikningar Boeing-verksmiðj- anna hefðu verið miklu ýtarlegri og betri. ★ Cérstök þingnefnd var skipuð til að rannsaka málið og hefur margt blandazt inn í þær umræður, m. a. hin stöðuga kergja og afbrýðisemi milli bandaríska flughersins og flot- ans. En svo virðist sem land- varnaráðuneytið standi með pálmann I höndunum og hefur McNamara birt sterk rök sem mæltu ákveðið með því að taka tilboðinu frá General Dynamics. Það hefur vart verið meira um annað talað í Bandan'kjun- um að undanförnu en þessar harðvítugu deilur, sem sýna glöggt hve ákafleg átökin geta orðið þegar stærstu milljónafyr irtækin gh'ma og takast á í sam- keppninni. ★ Tj’n hitt er ekki síður merki- ^ legt, að hér koma fram upp lýsingar um þessa nýju gerð flugvéla, sem geta valdið um- byltingu í flugtækninni. Flugvélar þessar eru nú al- mennt kallaðar TFX í Banda- ríkjunum og er upplýst, að General Dynamics hefur þegar verið falið að smíða fyrstu 23 flugvélarnar af þessari gerð fyr ir 28 milljónir dollara. En ætlun landvarnaráðuneytisins er í fyrstu lotu að láta smíða nærri 2 þúsund flugvélar af þessari gerð fyrir flugher og flota og það á sem allra skemmstum tíma. TFX á að vera mjög hrað- fleyg orustuþota. Er talað um það að hún eigi að geta flogið með þreföldum eða fjórföldum hraða hljóðsins, með allt upp í 3—4 þúsund km. hraða á klukku stund. Þegar hraði flugvélar er orð- inn svo mikill, er eitt vandamál örðugast viðureignar. Hvernig er hægt að samræma þennan mikla hraða hæfileikum vélar- innar til að lenda á flugvöll- um. ★ rJ'il þess að ná slíkum ofsaleg- um hraða verða hinir venju- legu flugvélavængir að hverfa. Venjulegar vængbrúnir þola ekki þann gífurlega núning og hita, sem fylgir hraðanum. Hins vegar kemur hitt vandamálið upp, ef vængirnir eru fjaríægð- ir, hvernig á þá að lenda flug- vélunum. Séu vélarnar svo til vængjalausar, er vart hægt að lækka hraðann niður fyrir 600 km. á klukkustund og á þeim hraða verður lending vægast sagt erfið, hún er jafnvel ófram kvæmanleg. Flugtæknifræðingar fóru því fyrir nokkrum árum að kanna þann möguleika, að gera færan- lega vængi á flugvélarnar. Þann ig að hægt væri að spenna þá út við flugtöku og lendingu, en draga þá inn, þegar flugvélarn- ar geystust um loftin á ofsa- hraða. Þetta hafa þeir verið að glíma við svo árum skiptir, en það hefur gengið illa, þvl að svo mjög reynir á vængina, að erf- itt reynist að styrkja hreyfan- lega vængi nægjanlega. ★ J^ú á síðasta ári gerðist það hins vegar, að bandarískir flugtæknifræðingar töldu sig hafa leyst þetta vandamál. Árangurinn er sá, að smíði fyrstu vélanna með færanlega vængi er að hefjast. Það er enn mikið hernaðarleyndarmál, hvernig þetta tæknilega atriði hefur verið leyst, en vafalaust er kjarni þess sá, að nýjar og kröftugri málmblöndur hafa ver ið fundnar upp, sem eiga að þola þessi risaátök. Á mynd sem fylgir greininni er sýnt hvernig þessu verður komið fyrir á flugvélinni TFX. Þar sést hvernig flugvélin flýg- ur á fullum hraða með vængina kyrfilega Iagða inn að skrokkn- um og síðan hvernig hún spenn- ir þá út, þegar hún dregur úr ferð eða undirbýr lendingu. ★ Jþessi nýjung kann að hafa mikla þýðingu fyrir land- varnir vestrænna þjóða, sem eignast með þessu fullkomnari og hraðskreiðari flugvél. En jafnframt kann þetta nýja væng lag að hafa talsverða þýðingu fyrir flugferðir almennt. Vænt- anlega yrði eftir nokkur ár hægt að taka nýjungina I notkun á almennum farþegaflugvélum og þá getur það haft bæði þá þýð- ingu að farþegaflugvélarnar verði hraðfleygari og að þær þurfi minni flugvelli til að lenda á. En eitt af stærstu vandamál- um í sambandi við hinar hrað- fleygu farþegaþotur er að þær hafa útheimt stærri og stærri flugvelli. Og hinir stóru flug- vellir hafa orðið hin versta þraut 1 skipulagningu borganna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.