Vísir - 08.04.1963, Síða 1

Vísir - 08.04.1963, Síða 1
BLAÐ II. VISIR Mánudagur 8. apr'il 1963 SIÐBOT EÐA NIÐURRIF? Á s.I. fimmtudag birtist hér í blaðinu grein eftir Dr. Robinson biskup í Woolwich í Bretlandi, þar sem hann setur fram skoðanir sínar á nauð- syn þess, að kirkjan end urskoði guðsmynd sína á þeim forsendum, að hún sé úrelt og víðs fjarri því að vera að- gengileg fyrir nútíma- manninn. Nokkrum dög um eftir að þessi grein birtist í brezkum blöð- um, kom út bók eftir Robinson, Honest to God, sem nefna mætti á íslenzku „Heiðarleiki gagnvart guði“, en þar setur biskupinn ýtarlega fram hugmyndir sínar um afstöðu sína og nú- tímamannsins til guðs- hugmyndar kirkjunnar. J BÓK sinni segir Robinson biskup, að margir muni verða til þess að stimpla hug- myndir sínar sem „trúvillu“. Ekki hefur enn verið gripið til þess orðs í umræðum um bók- ina í Bretlandi, þar sem mikil ólga hefur orðið út af bókinni innan brezku kirkjunnar, en á prenti hafa verið notuð orð eins og „hættulegur", „öfugsnúinn", „sundurlaus" um þann boðskap til kristinna manna, sem Rob- inson biskup birtir í bók sinni. Margir halda því fram, að bók- in grafi undan grundvallarkenn- ingum kristinnar trúar og verði til þess að spilla fyrir einingu hinna ýmsu deilda kristinnar kirkju. Robinson biskup boðar þar, sem hann nefnir „kristni án trúarkenninga“. Hann dregur í efa, að hin hefðbundna guðs- mynd kirkjunnar sé rétt, í stað guðs sem persónugerðrar veru á ákveðnum stað vill hann, að menn skilgreini guð sem fyll- ingu í dýpt lífsins. Hann dregur meyjarfæðinguna í efa, og hann heldur því fram, að ekki beri að líta á altarissakramentið sem fráhvarf frá þessum heimi og siðalögmálin séu ekki óskeikul í sérhverju tilviki. “DREZKIR guðfræðingar hafa rætt ákaft um hina nýju bók, og meðal annars er Robin- son gagnrýndur harðlega fyrir, Kaþólski biskupinn Gordon Wheeler. að hann skuli hafa lagt biskups- nafn sitt við þessar kenningar sinar. Alfred Simmons, sem er forvigismaður hreyfingar, sem kennir sig við, hinn heilaga kross og leitar eftir sameiningu við kaþólsku kirkjuna, hefur látið þau orð falla, að sú hugs- un, sem birtist í bókinni, geti langt frá því stuðlað að aukinni samvinnu við kaþólsku kirkj- una. Biskupinn af Pontefract, Eric Treacy, hefur gagnrýnt bókina og talið hana „hættu- lega bók“, sem yrði til þess að trufla trúarró fleiri en hinna, sem hún gæti ef til vill vakið til nýrrar umhugsunar um ei- lífðarmálin. Hún mundi „særa marga einlæga, kristna trú- menn, sem ekki nálgast guðs- hugmyndina á sama vitræna hátt og höfundur bókarinnar". Dr. Robert Mortimer biskup af Exeter sagði, að kenningar Robinsons væru hvorki fugl né fiskur, „hitt er aftur á móti fátítt, að þvllíkar skoðanir séu settar fram af biskupi í brezku þjóðkirkjunni og óvenjulegt, að biskup setji mál sitt fram á svo sundurlausan hátt“. Dr. Clyn Simon biskup af Landaff hefur einnig minnzt á þetta sundur- leysi og ósamræmi í bókinni, en jafnframt hefur hann sagt, að höfundur hennar væri „ein- hver gáfaðasti maður brezku kirkjunnar". Hann sagði, að bókin léti ósvarað mörgum spurningum, t.d. um framhalds- líf og sömuleiðis um afstöðu til hins þriðja þáttar þrenning- arinnar, heilags anda. glDNEY H. EVANS kanúki, rektor Kings College í London og jafnframt deildar- forseti guðfræðideildarinnar var ekki í neinum vafa um gildi bókarinnar: „Mikilvægi bókar- innar er fólgið í því, að hún kemur fólki til að ræða um guð og eðli hans. Hún mun vefjast fyrir mörgum kristnum mönnum, sem aldrei hafa verið knúnir til umhugsunar og um- tals um hugmyndir sínar um guð. Hún mun orsaka reiði ann- arra, vegna þess að hún lætur f Ijós efa, sem þeir hafa aldrei haft hugrekki til að horfast í augu við. Hún mun koma mörg- um vísindamanninum til þess að endurskoða fyrri afstöðu sína til guðs.“ Þegar dýpra væri leit- að, taldi Evans, að bókin bæri vott um hinar sífelldu sveiflur milli gyðinglegra og grískra hugmynda um guð. W. Fenton Morley kanúki, víkar í Leeds, taldi,-að í bók- inni kæmi fram tilhneiging til þess að þóknast fjöldanum. Hann sagði, að sveigjanleiki Prófessor A. J. Ayer. þólsku kirkjunni viðvíkur, hefur Gordon Wheeler kanúki og for- stöðumaður Westminster Cathe- dral sagt, að enginn kaþólskur guðfræðingur eða heimspeking- ur geti samþykkt boðskap Rob- insons biskups. „Vér fögnum nýjum staðfestingum hinna ei- lífu sanninda, en ekki ef varpað er fyrir borð þeirri dýrmætu hugsun, sem er undanfari þeirra." Tvær prentanir bókarinnar eru þegar uppseldar á fáeinum dögum, og búizt er við, að und- irtektir fólks utan biskupakirkj- unnar verði betri. Prestar cong- regationalista hafa til dæmis sumir sagt, að bókin marki tímamót. Hvað heimspekinga á- hrærir, hefur t. d. próf. Ayer, sem kennir rökfræði í Oxford, sagt, að hugmyndir Robinsons séu engin nýjung í sjálfu sér. „Mér virðist hann hafa komið fram með skoðanir, sem marg- ir starfsbræður mfnir hafa að- hyllzt um nokkurt skeið.“ Próf. Hermann Bondi, sem kennir stærðfræði við Kings College, hefur sagt: „Það, sem vekur fyrst og fremst athygli í fram- setningu biskupsins, er umburð- arlyndi hans. Ég hef tilhneig- ingu til að álíta ýmis trúarbrögð til bölvunar, þar á meðal ýmsar kristnar kirkjudeildir, en ef kirkjan íklæðist því formi, sem Robinson biskup boðar, þá verð ég ekki í andstöðu við hana.“ Robinsons f siðrænum kröfum væri „í grundvallaratriðum rangur". Sama skoðun kom fram víðar, t.d. í sambandi við kynmök fyrir hjónaband. Rob- inson segir f bók sinni, að lík- lega sé rangt í 99 tilfellum af 100 að hafa kynmök fyrir hjóna band, en í 100. tilfellinu geti það verið rétt. Þetta telja sum- ir kirkjunnar menn hættulega afstöðu, þar sem stór hópur fólks geti afsakað sig með því, að 100. tilfellið eigi einmitt við um það. Meðal þeirra manna innan kirkjunnar, sem tekið hafa bók- inni með fögnuði, eru B, Green kanúki og Eric James víkar f Camberwell Segir Green t. d., að bókin hafi orðið sér fagnað- arefni, vegna þess að hann hafi stöðugt í starfi sínu rætt þessi mál við fólk, sem hann hitti utan kirkjunnar. Mr. James, sem hvað eftir annað er vitnað til í bókinni, segir, að hér sé frem- ur um að ræða endurskoðun en nýsköpun. Hann var sammála bókarhöfundi um, að kvöldmál- tíðin væri fullvissa um þátt- 'töku guðs í þessum heimi, en ekki athöfn, sem snúi okkur frá veröldinni til þess að verða „eitt með guði“. T TTAN brezku biskupakirkj- unnar hefur bókin fengið misjafnar móttökur. Hvað ka- /

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.