Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 10
22 BJARNI RIDDAR VI S IR . Máiiudagur S april 1963 ............., 1| *\ jí " 'jÍ''- ‘ 7'?-?. ty/Xúpi»x rr/ fj r é-.-Av ' ■' • ■ ' ■ ■■• ■ ■■ . ■■ • 2Í'. Fortun.i, barfc, byí'Ktí 1792 i fltttr-ft. ....'-;■, :! ’f 11. D3bikati.tó, feríg bygget 18f»2 i DiWkatb' framh. af bls. 20 eyðilagðist við Útskála 1823 á leið frá útlöndum, en hin tvö skipin átti Bjarni til dauðadags. Thingöre var seld 1834 íslands- kaupmönnum Örum og Wulff fyrir 5000 ríkisbankadali silfurs, en Trende Söstre fórst vorið 1834 á leið frá Bordeaux í Frakk landi til Kaupmannahafnar. Um 1824 bættist við galeas-skipið Lykkens Pröve, 69 lesta, og galeasskipið Haabet, og á hann þau bæði fram undir 1830 og húkkerturnar „de jongc Goose“ eða ungu gæsina og Svanen eignast hann skömmu síðar og á til dauðadags. Þá átti hann briggskipið Thora í félagi við Sívertsen og Gunnarssen, en eftir lát hans var það selt Dua Havsteen íslandskaupmanni, bróður Jakobs gamla Hav- steen á Hofsósi. Þetta eru alls 15 skip, þrjár fiskijaktir og 12 stærri skip, 30—160 commer- celestir, í förum milli landa. Bjarni Sívertsen kvæntist tví- tugur, byrjar verzlunarrekstur um þrítugt og stundar hann 40 ár til dauðadags. Verzlun hans virðist vaxa stöðugt allan þennan tlma og hagur hans einnig. Árið 1912 gefur Bjarni dóttur sinni Járngerði I heimanfylgju 20.000 ríkisdali courant og til þess að bæta bróður hennar upp hans hlut, þá gefur hann Sigurði syni sínum um svipað leyti einn áttunda hluta I verzl un sinni, sem þá er verðlögð þennig: Barkskip „Orion“, 73 comm- ercelestir 34.00 Rbd. courant. Hús og innventar I Hafnar- firði 2.300 Rbd. courant. Reykjavíkurverzlun með in- ventar 1.200 Rbd. courant. Endurreist, gamalt hús I Reykjavík (vestan Hafnarstræt- is þar sem nú er dráttarvéla- fyrirtæki SÍS) 450 Rbd. courant. Vörulager I Hafnarfirði og Reykjavik 13.321 Rbd. courant. Skuldir viðskiptamanna 989 Rbd. courant. Pen. I erlendum vöruinnkaup- um 27.740 Rbd. Alls 80.000 daler courant eða sem svarar 20.000 ríkisbankadölum silfurs, en vegna Napoleonsstyrjald- anna um þetta leyti og þátt Dana í þeim fengu þeir mikla inflation og ríkisgjaldþrot 1813. Því stóðu courant ríkisdalir að- eins í um 25% meðalkúrs um þetta leyti, miðað við silfurríkis dali. Verzlun Bjarna Sívertsens vex stöðugt upp úr þessu, því eins og hann sjálfur segir í æfiágrip- inu, síðan hefur ekkert stöðvað mín fyrirtæki, og þá auðvitað miðað við styrjaldarárin. En þegar Rannveig kona hans deyr 24. ágúst 1825, þá verður hann að skipta búi þeirra hjóna vegna érfingjar hennar og þá látinnar dóttur þeirra hjóna í Noregi. Verzlun hans hefur aukizt þann ig að hann á þá, auk Hafnar- fjarðar og Reykjavíkurverzlun ar, einnig Keflavíkurverzlun og verzlunarhús Sunchenbergs I Reykjavík. Uppgjör félagsbús þeirra hjóna er gert á árunum 1825—-27 og reynist netto-eign þess vera um 40.000 Rbd. silf- urs, en aktiva um 54.500 rbd. silfurs. Þannig hafði Bjarni tvö- faldað hreina eign þeirra hjóna á 12 ára verzlunarrekstri, enda var verzlunarárferði talið hag- stætt þessi ár. Ur skiptum félagsbúsins fær Bjarni Sívert- sen sjálfur helming eignanna eða um 20.00 rbd. silfurs. Hann heldur sjálfur verzluninni og skuldbindur sig til þess að greiða erfingjum hlut þeirra. Sigurður sonur hans erfir urh 8.000 ríkisdali silfurs og á fyrir um 5000 ríkisdali í verzluninni og þannig verður hlutur hans um 13.00 ríkisdalir á móti um 20.000 ríkisdala eign Bjarna sjálfs. En misjafnlega fara menn með pund sitt. Á átta síðustu verzlunarárum Bjarna stendur hann að mestu einn i eldinum með verzlunar- stjórn fyrir verzlunum sínum i Reykjavík, Hafnarfirði og Kefla- vík. Sigurður sonur hans virðist fljótt hætta félagi við föður sinn og stofnar til verzlunarfé- lags við Arnór Gunnarsson kaup mann I Keflavik. Arnór virðist reka Keflavíkurverzlun, en verzl unarfyrirtæki þeirra Sigurðar er nefnt Sivertsen & Gunnarssen og hefur áðsetur í Reykavík. Þeir hafa þó fljótt slitið félags- skap sínum og þá skulda þeir félagar Bjarna nokkra fjárupp- hæð, sennilega vegna kaupa Keflavikurverzlunar af honum, og auk þess hefur Bjarni gengið í ábyrgð erlendis vegna vöru- kaupa þeirra. Þegar Bjarni deyr, 13. júlí 1833, reynast activa dánarbús- ins vera um 76.000 rbd. silfurs, en skuldir hans og kröfur á búið um 45.500 ríkisdalir, þann- ig að nettoeign Bjarna sjálfs var um 30.500 ríkisdalir. Þannig hafði gamli maðurinn aukið pund sitt um 50% síðustu ár æfinnar, enda þótt verzlunarár- ferði væri þessi ár með allra versta móti og Bjarni tapaði miklum peningum á bæði Spán- arverzlun og skipatöpum. Vegna gjaldþrots verzlunarfyrir tækis í Leith í Skotlandi tapaði dánarbúið 8.000 ríkisdölum og við gjaldþrot Arnórs Gunnars- sonar kaupmanns í Keflavlk um 5.000 ríkisdölum og Sigurður sonur Bjarna skuidaði dánarbú- inu 6.700 ríkisdali, þegar Bjarni dó, en 8 árum áður átti hann inni um 13.000 ríkisdali í þessari sömu verzlun. Þannig reyndist erfðaféð, sem til skipta kom. að eins úm 10.800 ríkisdaiir og hiutur Sigurðar sonar Bjarna nam sem næst skuld hans við búið. Því virðist Sigurði Bjarna ■”ni hafa evðzt um 20.000 ríkis dalir I verzlunarrekstri á 8 ár- um á meðan gamli maðurinn með hagsýni sinni, eykur eignir sínar um 50%. Niðurstöður þessara efna- hagstalna sýna að skuldlaus eign bús hans er sem hér segir: 1812 skuldlaus eign 20.000 Rbd. silfurs. 1825 skuldlaus eign 40.000 Rbd. silfurs. 1827 skuldlaus eign eftir skipti 20.000 Rbd. silfurs. 1833 skuldlaus eign eftir skipti 30.000 Rbd. silfurs. Miðað við núgildandi verð islenzkra afurða, þá má reikna í RBb. silfurs þannig: Smjörverð kr. 200. Hestverð kr. 500. Kindaverð kr. 600. Saltfiskverð kr. 300. Æðardúns- verð kr. 400, eða að meðaltali um kr. 400 fyrir hvern rikisdal. Eignir Bjarna hafa því numið frá 8—16 milljónum króna á þessum árum, miðað við núver- andi verðgildi peninga. Þetta þykir jafnvel I dag gildur sjóð- ur, en á fyrstu áratugum 19. aldar þótti þetta ævintýralegur auður, þar sem þá t. d. 20.000 ríkisdalir jafngiltu 20.000 kind- um af fjalli . Þess er rétt að geta að á árunum 1825—35 gekk verzlun arrekstur hér við land fremur illa. Margir Islandskaupmenn urðu gjaldþrota, fengu á sig skipstöp og mikið verðfall á íslenzkum afurðum í Evrópu og hlaut Bjarni Sívertsen margan skell í þeim viðskiptum, enda getur Magnús Stephensen þess á einum stað í ferðarollu sinni frá árinu 1825. í „Skútuöldinni" telur Gils Guðmundsson rithöfundur að Ólafur Thorlacius kaupmaður á Bíldudal hafi fyrstur íslenzkra kaupmanna sent skip beint til Miðjarðarhafslanda með saltfisk á markað þar og hafi sú ráð- stöfun verið einkar ábatasöm. I þessu riti „Skútuöldinni“ er svo talið að Ólafur Thorlacius hafi árið 1802 sent þrjú leiguskip ut- an með varning og að hann hafi um 1806 eignazt sín fyrstu þil- skip til fiskveiða. Vissa er fyrir því að Bjarni Sívertsen eignast miliilandaskip um 1793 og ann að 163 lesta brigskip 1795 og fiskijagtina „Foraaret" 1798. Fyrsta ótvíræða heimildin um Spánarfar frá Bjarna Sívertsen er frá árinu 1807, þegar Spánar farið „Johanne Charlotte" er tek ið af enskum reyfurum. Þá hafði Bjarni átt þetta skip f 14 ár og jafnan haft það í förum milli landa með afurðir sínar. Það mætti því sennilegt vera að hann hafi hafið siglingar á Spán iWi-iltOT rmiijri., mfse^aaxHBeím^- • arlönd að minnsta kosti 10 árum fyrr, eins og títt var um skip danskra á þeim árum. Það virð- ist því ekki vera ástæða til þess að ætla að Ólafur Thorlacius yrði á undan Bjarna til þess að hefja Spánarsiglingar beint frá Islandi, nema beinár sannanir finnist fyrir því. Bjarna Sívertsen er þannig lýst lýst 1 vegabréfi frá 5. sept. 1825, en þá var hann 62 ára. Meðal- maður á hæð og samsvarar sér vel, með jarpt hár, hæruskotið, bláeygur. Rafn Svarfdalín gerði olíulitarmyndir af Bjarna á gam- als aldri, að talið er, og er sú mynd birt í Sögu Hafnarf., Sögu Islendinga, Skútuöldinni og víð ar. En Sæmundur Hólm prestur á Helgafelli gerði árið 1796 rauð kritarteikningu af þeim hjón- um, Bjarna og Rannveigu, sem ásamt fyrrnefndri mynd eru nú , þjóðminjasafni. Þessar myndir eru mjög skemmtilegar og skýr ar og í framhaldi af þeim eru nú til ljósmyndir af sjö ættliðum frá Bjarna, sem hér segir og hér eru' birtar með þessari grein: Bjarni og Rannveig Sívertsen — Sigurður og Guðrún Sívertsen — Hans Anton og Karolína Sívertsen — Regine Magdalene Sívertsen og maður hennar sr. Benedikt Kristjánsson á Grenj- aðarstað, — Bjarni Benedikts- son kaupmaður á Húsavík og kona hans Þórdís Ásgeirsdóttir og svo á einni mynd þrír ættlið ir þeir yngstu, Ásgeir Bjarna- son, Bjarni Ásgeirsson og Guð- mundur Bjarni Ásgeirsson, allir á Marbakka i Reykjavík. sá yngsti fæddur 1961, eða 198 ár- um eftir fæðingu Bjarna Sívert- sens. Auk lesturs, skriftár og reikn ings, sem Bjarni Sívertsen er talinn hafa numið af konu sinni Rannveigu, þá hefur hann fljótt tileinkað sér kunnáttu í dönsku og með fjórum vetursetum í Englandi á árunum 1807—1812, einnig í ensku, enda ber bóka- skrá dánarbús hans þess vitni, að þar á heimilinu var danska, enska og þýzka um hönd höfð. Fróðleiksþrá hans, almennur dugnaður og framfarahugur hef ur verið svo mikill, að hann af eigin rammleik hafði sig upp yfir flesta íslendinga samtiðar sinnar, þótt öðrum hafi stund- um verið hampað fyrir minni verðleika. Ég hefi ávalt verið stoltur yfir því að geta talið Bjarna Sívertsen forföður minn og í mínu huga hefur dýrðin um nafn Bjarna Sívertsens aðeins fallið í skugga af öðru Bjarna- nafni, sem einnig er frá Bjarna Sívertsen komið, en það er nafn föður míns Bjarna Benedikts- sonar. Hans lífsstarf hefur að mörgu leyti svipað til lífsstarfs langafa hans. Ég ætla síðar að gera minningu Bjarna Sívertsens betri skil í bók, fái ég til þess vinnufrið, aldur og fjárhagslegt frelsi. Reykjavík 24. marz 1963. Stefán Bjarnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.