Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 3
V í SIR . Mánudagur 8. apríl 1963
15
Anddyri Alma Mater — Há-
skóla íslands: Yfir dyrum há-
tíðasalar á efri hæð standa þessi
orð Jónasar Hallgrimssonar:
„Vfsindin efla aila dáð“. Bóka-
safnið er beint af augum. Þar
mættu gjaman standa þessi
einkunnarorð: Per ardua ad
astra (enginn verður óbarlnn
biskup). Piaköt og auglýslngar
Davíð Gíslason, Hrafn Vestfjörð.
PRÓFLESTUR í
HÁSKÓLANUM
Gráskinna læknanema i lokaprófi.
frá háskólum heims hanga á
veggjum — einnig boðsbréf urn
námskeið og ferðalög og hvað-
eina. Nokkrir stúdentar standa
í hnapp — sumir að reykja,
aðrir í hrókasamræðum. Þeir
taka sér hié frá próflcstri eða
slappa af eftir fyrirlestra.
Gengið inn í biblíotekið.
Lestrarsalir eru tveir — sá
aimenni og sérsaiurinn á vinstri
hönd, þegar inn er komið. Þarna
sitja stúdentarnir, grafnir niður
I skræðurnar. Sumir róa fram i
gráðið. Þungan dugnaðarfnyk
leggur um salinn. Sumir eru föl-
ir á vangann eftir veturinn, aðr-
ir eru sællegir með litarraft
barnsins og tilhlökkun vorsins
í augunum. — Allmargir stúd-
entar lesa á safninu að öllum
jafnaði, bæði þeir, sem eiga
heima á Görðunum og þeir, sem
búa hingað og þangað f borg-
inni. Sumir vinna bezt með þvi
að hafa fólk í kringum sig, en
svo eru líka aðrir, sem þola ekki
svo mikið sem kött nálægt sér,
þegar þeir þurfa að einbeita sér.
Þarna hlaða menntamannsefni
kollana af iærdómi. Sófisti einn
sagði, að menntunin byrjaði þar
sem skólunum sleppti. Lærdóm-
ur og menntun er sitthvað, þótt
hvorttveggja geti farið saman.
Islenzkur orðskviður segir:
„Lærdómurinn er sem silfr, ætt
smárra manna, gull göfugra,
gimsteinn höfðingja“. Margir
hafa bjargað lífi sínu með lær-
dómi.
Þegar hauskúpan glotti við
okkur á borði læknanemanna i
fyrsta hluta (anatomíu) og litið
var yfir salinn á menntaiðkandi
fólkið, rifjaðist þetta upp:
„Menntalaust Iíf er lfkneski
dauðans".
Síðan var læðzt upp i sér-
Iestrarstofuna. Þar voru nokkrir
læknastúdentar að lesa undir
embættispróf. Próf byrja
snemma í maí og þeim lýkur
um miðjan júní.
Biblia — öilu heldur Grá-
skinna — þeirra: A Textbook of
Medicine, skein við ...
Hlustunarpípa vafði sig utan
um skrudduna eins og rauð
slanga. Andi Hippokratesar
sveif yfir. — stgr.
öm Bjarnason, Guðmundur Guðjónsson, Amar Þorgilsson, Guðmundur Oddsson, Heigi Þórarinsson, Ólafur Bjarnason (læknanemar).
M