Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 8
20 V í S I R . Mánudagur 8. apríl 196S Slupskip BJARNI RIDDARI Frh. af bls. 19: mundar á Skúmsstöðum var Guðrún Ásmundsdóttir b. og smiðs á Minni Völlum á Landi, Brynjólfss. b. Skarði á Landi, Jónssonar b. Skarði, Eiríksson- ar sýslum. í Klofa, Torfasonar ríka, sýslum. í Klofa, er deildi við Stefán biskup Jónsson og lét drepa Ljenharð fógeta, Jónssonar sýslum. f Klofa um 1450, Ólafssonar sýslum. á Víðimýri og Reykjahlíð, Lopts- sonar ríka, skálds og hirðstjóra á Möðruvöllum, Guttormssonar af ætt Skarðverja vestra. Rannveig kona Bjarna var dóttir Filippusar pr. í Kálfholti, f. 1693, d. 1779, Gunnarssonar lgrm. f Bolholti f. 1665, Filipp- ussonar, Ormssonar, Runólfs- sonar, Filippussonar lgrm. á Geldingalæk, Runólfssonar lgrm. þar, Þorsteinssonar b. Reyni í Mýrdal, d. 1466, Helga- sonar lögmanns á Ökrum í Skagafirði, Guðnasonar af ætt Ljósvetninga. Kona Heiga lög- manns var Akra-Kristín Þor- steinsdóttir lögmanns Ólafs- sonar. Móðir Rannveigar var Vilborg Þórðardóttir Skálholts- ráðsmanns og ritara bóka-Árna Magnússonar, og bjó Þórður á Háfi f Holtum, Þórðarsonar lgrm. og sýslum. í Ormsbæ f. 1630, d. 1703, Steindórssonar sýslumanns á Ingjaldshóli af ætt Akra-Finns. En föðuramma Rannveigar var Ingibjörg f. 1668 Ingimundardóttir Igrm. á Strönd í Selvogi f. 1610, Gríms- sonar í Teigi, síðar á Strönd, Einarssonar bi þar, Grímssonar sýslum. á Hólum í Eyjafirði, d. 1588, Þorleifssonar sýslum. á Möðruvöllum, d. 1560, Gríms- sonar sýslum. þar, Brandssonar lögmanns á Hofi á Höfðaströnd og Mýrum í Dýrafirði, d. 1494 af ætt Seldæla. Rannveig var fædd 26. 2. 1744 f Kálfholti. Hún hafði áður verið gift Jóni b. og igrm. í Nesi f Selvogi Halldórssyni frá Þor- kelsgerði í Selvogi, Jónssonar, en hann drukknaði í flóðunum fyrir ofan Eyrarbakkabúðir 1781. Þau áttu 2 börn, Vigdísi f. 1779 í Nesi, d. 31. 8. 1812 í Hafnar- firði, 34 ára óg. bl., var lengi sjúk af meinkætum og Steindór Jónsson, er nefndi sig Waage, f. 1766 og d. í Hafnarfirði 22. 12. 1825, fjórum mánuðum eftir dauða móður sinnar. Hann var fyrst verzlunarmaður hjá stjúp- föður sfnum en síðar skipstjóri á fiskijöktum hans. Steindór kvæntist 5. 10. 1814 Önnu Katrfnu Welding í Hafnarfirði, en Iézt frá henni og 4 dætrum þeirra f ómegð. Stefán Þorláks- son hreppst. kvæntist henni sfðar, en hann keypti bæði Ós- eyrina f Hafnarfirði og fiski- jaktina Flyneren úr dánarbúi Bjarna Sívertsens 1834. Rannveig giftist Bjarna 1782, var hún þá 38 ára en hann tæp- lega tvftugur. Sagt er að Bjarni væri alls ómenntaður bónda- son, er hann kvæntist Rann- veigu, en hún hafi kennt hon- ■ um að lesa, skrifa og reikna, enda hafi hún verið væn kona, vel viti borin og stórum betur menntuð en títt var um konur í þá daga. Öllum heimildum ber saman um mannkosti henn- ar og menntun og Bjarni Thor- arensen skáld kvað til hennar áttræðrar þennan fagra óð: Óttist ekki elli, þér íslands meyjar, þó fagra hýðið hvíta hrokkni og fölni og brúna logið í lampa ijósunum daprist og verði rósir vanga að visnuðum liljum. ' ) ' ■ • ' Því fellur það betur að limum og lætur skýrar í ljósi lögun hins innra Fögur önd andlit ins gamla mun eftir sér skapa og ungdóms sléttleik æðri á það skrúðrósir grafa. Svo fékk ei áttræðs aldur ófríða gjörva Rannveigu, riddara Bjarna rétta húsfreyju. Sálar um fatið hið forna fögur skein innri kona, skýrt máttu skatnar og líta, að skrúðklæði var það. Ei þó upp hún fæddist í öðlinga höllum, látasnilld lipur var henni sem lofðunga frúvum. Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri, af öðrum sem lærist. Ög þó hún kvala kenndi af kvillum í elii, brúna jafnheiðskfr himinn hugar ró sýndi. Dauða næst bjartlegast brosti blíðlyndið hennar úr augum, var sem önd leitaði ljóra og liti til veðurs. Óttist því ei elli,, þér Isalands meyjar, ef reynið rétt sem byrjar Rannveigu að lfkjast. Sanna mun hver þá sögu, er sjá hana mátti, að bjartast hreint skín hjarta úr hálfslokknum augum. Rannveig dó í Hafnarfirði 24. ágúst 1875. Samkvæmt kirkjubókum Se!- vogsþinga, sem eru mjög illa farnar og gloppóttar. verður þó séð með vissu, að Bjarni og Rannveig eignuðust 4 börn, en aðeins tvö þeirra komust upp. 1. Agnes Bjarnadóttir, f. í okt. 1785, d. 6. apríl 1786 úr inn- vortis veikindum, hálfs árs göm ul. 2. Sigurður Bjarnason f. 23. jan. 1787, skírður 24. s. m„ guðfeðgin eru Erlendur Jóns son, Jón Vernharðsson og Jór- unn Sigurðardóttir systir Bjarna Um Sigurð verður síðar getið. 3. Jámgerður Júlía Bjarna- dótt f. 1788 (sennil. í júlí) á Bjarnarstöðum eins og fyrri börnin, sjá síðar. 4. Sigríður Bjarnadóttir f. 1790 á Bjárnarstöðum, d. 17. ágúst 1791 úr kvefi, eins árs. Járngerður Júlía Bjarnadóttir giftist 8. ágúst 1812 í Reykjavík Hans' Wölner Koefoed, er þá var sýslumaður í Gullbringu- sýslu og kom nokkiið við Jör- undarmál litlu fyrr, en þau hjón fluttu sama ár til Danmerkur og síðar til Noregs, þar sem Koefoed gerðist bæjarfógeti o.fl. j.Kóngsbergi og síðar 1837 sór- ehs'Krifáfi í Bufkerudámti þar til hann fdó'S.1 6:.,;1849.-,En Járngerð ur andaðist af barnsförum af fimmta barni þeirra 21. febrúar 1824. Afkomendur þeirra hafa dreifzt víða um Noreg og hefur reynzt allerfitt að finna þá alla. Þeir munu nú vera um 50—60 á lífi. Sonardóttir Járngerðar hét einn ig Járngerður Koefoed og var ógift kennslukona i Osló og andaðist þar niræð um 1950. Hún hafði einu sinni komið til íslands að sjá land forfeðra sinna, en fann ekki fram til neinna ættingja. Þegar hún sá styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, þá datt henni í hug að þarna væri kannski einn Sívertseninn, frændi hennar. En svo var nú ekki. Sigurður Bjarnason Sívert- sen kvæntist 14. 2. 1816 í Kaup mannahöfn Guðrúnu f. 19. maí 1799 á Arnarhóli í Reykjavík Guðmundsdóttur Thordersens, alsystur Helga Thordarsens biskups. Sigurður gerðist verzl- unarfélagi föður síns um 1812, og var það fram yfir 1827, en þá virðist hann hafa hafið verzlun með Arnóri Gunnarssyni kaup- mannj í Keflavík. Sigurður sett ist nýkvæntur að í Reykjavík i Sívertsenshúsi þar, síðar Hafnar stræti 22 og bjó þar alla ævi, en hann andaðist 1866 og Guð- rún kona hans 1872. Núlifandi afkomendur þeirra hjóna eru um 180, þar af um 20 erlendis. Frá Pétri Sívertsen, syni þeirra, bónda I Höfn í Melasveit eru um ,60 niðjar á lífi, næstum allt afkomendur sr. Magnúsar Andréssonar prests á Gilsbakka og Sigríðar Pétursdóttur Sívert- sens, m. a. börn Péturs Magnús sonar ráðherra og sr. Ásmundar biskups. En frá Hans Anton Sívertsen syni þeirra, verzlunar stjóra og bæjarfulltrúa í Reykja vík eru um 100 afkomendur á lífi, næstum allir afkomendur Regine Magdalene Hansdóttur Sívertsen og manns hennar sr. Benedikts Kristjánssonar prests á Grenjaðarstað. Þannig virð- ast núlifandi niðjar Bjarna Si- vertsens vera um 230 og er það 7. kynslóðin frá honum, sem nú er að slíta barnsskónum á 200. afmælisdegi hans. Eins og um getur í æviágrip- inu hér að framan, þá kvæntist Bjarni í annað sinn í Kaup- mannahöfn 1831 danskri djákna dóttur Henriette Claudie Andre sen, en þau höfðu eignazt sam- an dóttur 1821 að nafni Anne Elisabeth Henriette. Ekki hefur tekizt að hafa upp á afkomend- um hennar, ef einhverjir eru. Fyrir um tveim árum síðan fann Gunnar Hansen leikstjóri dánarbússkjöl Bjarna Sívert- sen í Landsarkivinu fyrir Sjá- land og eyjarnar í Kaupmanna höfn. Þetta voru tveir stórir bögglar og reyndist innihald þeirra komast fyrir í um 1200 mikrofilmumyndum, sem nú eru í vörzlu minni. Dánarbússkjöl þessi gefa allglögga mynd af verzlunarrekstri og starfi Bjarna og þau eru vissulega efniviður í stórt ritverk um ævistarf hans. Þau veita margvíslegar upplýs- ingar um Bjarna fram yfir þær heimildir, sem áður hafa verið notaðar og gefa einnig glögga mynd af umfangsmiklum verzl- unarrekstri innanlands og utan fyrir um 150 árum síðan. Dánar búsprótókollinn reyndist vera 140 þéttritaðar foliosíður og fylgiskjöl yfir 1000 blaðsíður. Það tók 6 ár að ljúka upp- gjöri dánarbúsins, því tvær verzlanir voru í fullum gangi á íslandi, þrjár fiskijaktir á fisk- veiðum þar, 3 millilandaskip í förum til Danmerkur og Mið- jarðarhafslanda með afurðir frá íslandi og neyzluvörur þangað og um 100 viðskiptamenn í öll- um sýslum landsins í skulda- skilabók. Hörmulegt er þó að 13 verzlunarbækur dánarbúsins, sem notaðar voru við uppgjörið. finnast nú ekki._ Ekki verður hér rakin ná- kvæm frásögn af brautryðjenda baráttu Bjarna Sívertsens. Það hefur þegar verið gert all ýtar- lega í hinum þrem áðurnefndu heimildum og verður því fljótt farið yfir sögu, en þó til gamans talin upp skipakostur hans i þeirri röð, sem hann virtist eiga þau, en annars stiklað á stóru. Hánn byrjar um 1889 verzl- un í Selvogi og Vestmannaeyj- um og á þar í höggi við harð- snúna Eyrarbakkakaupmenn, sem næstum ráða niðurlagi hans, en 1793 fær hann keypt verzlunarhús og inventar Hafn- arfjarðarverzlunar og byrjar þá þegar verzlun þar. Hann kaupir þá strax 57 commercelesta galeasskip Johanne Charlotte, sem síðan er í förum fyrir hann milli landa og var á leið til Spánar 1807, þegar það var her- tekið af enskum reyfurum. Ári síðar var þetta skip hertekið af Bretum vegna kornflutninga til Kaupmannahafnar í banni þeirra og missti Bjarni það þá alveg, en þessi mistök voru án vítúnd ar hans og vilja. Um 1795 kaup ir hann stærsta skipið sem hann eignast á ævinni, 163 commer- celestá brigskip De to Söstre eða Tvende Söstre eins og það var oftast nefnt. Það skip átti hann fram til 1810 og var ávallt í millilandasiglingum. Það kom einnig nokkuð við Jörundarmál og á því skipi sigldu þeir Bjarni, Magnús Stephensen og Petræus kaupmaður til útlanda sumarið 1807„ er þeir voru teknir af brezkum. Um 1798 kaupir Bjarni fiskijaktina Foráret 9 lesta og fór hún einnig milli landa stöku sinnum. Þessa jakt stækkaði hann síðar í 15 lesta slup-skip í skipasmíðastöð sinni í Hafnar- firði og átti hana til æviloka. Hún var seld Juhler verzlunar- stjóra Hans í Hafnarfirði 1834. Þá kemur Bjarni sér upp skipasmíðastöð í Hafnarfirði.um 1800 og byggir þar fiskijaktina Havnefjords Pröven, 9l/2 comm- ercelestir, sem sjósett var 5. sept. 1803. Ekki fara sögur af því að eins stórt skip hafi áður verið smíðað á íslandi, því skúta sr. Páls í Selárdal um 1650 og dugga Eývindar Jóns- sonar um 1716' hafa vafalaust verið minni skip, en annarra þilskipasmíða er ekki getið í heimildum. Bjarni átti Havne- fjördspröven til dauðadags og hefur hún því verið happafleyta. Juhler verzlunarstjóri keypti hana einnig af dánarbúinu. Bjarni gerir út jaktir sínar til fiskveiða öll verzlunarár sín, einnig minni báta, 6-manna för og 4-manna för og kaupir fisk af öðrum. Þennan fisk selur hann ýmist sem klipfisk eða platfisk í Danmörku, Frakk- landi, Spáni og Italíu. Meðal út- flutningsafurða hans eru einnig síld í tunnum, ull, tólg, lýsi eða lifur, svanafjaðrir (til þess að skrifa með), ullarvettlingar, lambaskinn, refaskinn og svana hamir. Innflutningurinn er allar algengustu neyzluvörur þess tíma, verkfæri og veiðiútbúnað- ur. Eftir skipsmissinn 1808 og sölu Tvende Söstre 1810 hefur hann keypt skipið Anna Doro- thea, sem þekktist aðeins að nafninu og hefur verið selt fljótt aftur, því árið 1812 á hann að- eins eitt millilanrtaskip, bark- skipið Orion, en það er hið kunna skip Trampe’s greifa úr Jörundarsögu, en aðeins 73 commercelestir. Næst er getið skipa, sem hann á eftir 1816 og er það fyrst briggskipið Thing- öre, 69 lesta millilandaskip, þá galeasskipið Anna Caisa, 37 lestir og De tre Söstre eða Trende Söstre, 31'/2 lesta slup- skip Allt voru þetta millilanda- skip. Anna Caisa strandaði og Frh. á bls. 22. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.