Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 08.04.1963, Blaðsíða 7
V1SIR . Mánudagur 8. apríl 1963 19 1. kynslóð: Bjarni riddari Sívertsen og k. h. Rannveig Filipp- usdóttir frá Kálfholti. 3. k y n s 1 ó ð : Hans Anton Sivertsen verzl.stj. í Rvík og k. h. Caroline Christiane Linnet. 4. k y n s 1 ó ð : Regine Magdalene Hansdóttir Sívertsen og maður hennar, sr. Benedikt Kristjánsson prófastur á Grenjaðarstað. 2. k y n s I ó ð : Slgurður Bjamason Sívertsen kaupm. i Reykja- vik og k. h. Guðrún Guðmundsdóttir Thordersen. mundi það, að ég sem sá eini nálægi, tjáði honum frá lands- ins ástandi. Ég var að sönnu neyddur til að vera i Lundúnum frá því í martsmánuði og til 27. ágúst s. ár vegna fjarverandi kaupmanna, en það gleður mig að ég ávann mínum meðborg- urpm þann hagnað, sem miklu meira vgr I varið heldur en þann tíma eða þá peninga, sem hér til eyddust hjá mér, og eins og ég hefi ekki beðist skaða- bóta fyrir, svo hefi ég líka eingar þakkir þar fyrir þegið. Fartnur af mínum og Petræ- usar skipum, þremur tals, sem tekin vóru fyrir hartnær einu ári, var orðinn svo rýr, að við gátum aðeins flutt til íslands frá Leith það árið 500 tunnur korns. Við fórum þangað á einu skipi báðir, hin 2 sendum við til Danmerkur að taka þar farm. En mitt skip var tekið af enskum og dæmt þeirra eign, sem tóku, og átti ég það upp á þann, sem ég trúði fyrir skip- inu, því hann brúkaði það til að flytja korn til Kaupmanna- hafnar. Ég hafði orsök tii að lögsækja þennan mann, en 1812 forlíkaðist ég við hann og mátti það heita mögur forlfkun. Þegar ég var með skipi mfnu í Skotlandi 1809, fékk ég það að heyra, að 1808 um sumarið, hefði enskur reyfari heimsótt Island og tekið þaðan Kóngs- ins Kassa, 35 þúsund rfxdali á að getska, þar af meir en þriðj- ungur f silfri. Ég hélt það nú skyldu mína við mitt föðurland, að segja til þeses, að nefndur Kassi væri sá eini f landinU af hvörjum embættismanna laun væru tekin og stiftunum við- haldið. Já, að sumar stiftanir ættu vissa tiltekna summu i þessum Kassa, hvaruppá ég, með kaupmanni Petræusi gaf eiðgyldan vitnisburð og bað þá Volf og Dorvilli í Lundúnum að setja sig móti því, að sá fengi þessa peninga, er þá tók, þar til frekari upplýsing fengist. Ávöxturinn varð, að peningarnir vóru frádæmdir reyfaranum. Nú hafa yfirvöldin á íslandi eftir þessum peningum kallað og sú enska stjóra hefir þeim skilað. Árið 1811 hafði ég þá ánægju að vera við, þegar þeir vóru af- hentir úr þeim enska bánka. Á lslandi var lítið fyrir mig að starfa 1809, því sá alræmdi . Jörgensen kom þangað skömmu seinna, sem með höndlunar- manni Phelps tók fyrir sig þá makalausu umbyltingu er allir mættu óska að gleymd væri. Þó ég geti ekki með vitnum sannað, að mín viðleitni yrði föður- landsins frelsi, get ég samt með sanni sagt, að ég hvörki lét hviklyndi né hagsmuni tæla mig til nokkurs þess, er ég þurfti að iðrast eftir. Atburð þennan álít ég það grátligasta, sem ís- landi gat tilviljað. Eftir að veldi Jörgensens, sem ekki stóð leingi, var rokig. um kóll. itél t... stiftamtma$ur Gxeifi Trampe það nauðsyn, að fará tíl Englands og koma þvf áleiðis við þá ensku ríkisstjórn, að ís- land gæfi framvegis verið óhult fyrir slfku ofbeldi. Hann óskaði þess að hafa menn með sér frá landinu, sem gætu aðstoðað hann, ef einhverra upplýsinga yrði krafið. Hér til kaus hann sýslumann Koefoed og mig. Þannig kom ég aftur til Eng- lands 1809 og fór þaðan árið eftir. Síðan hefir ekkert stansað mín fyrirtæki. 1811 kom ég enn til Lundúna þess erindis, að út- vega ennú Islands höndlun frekara hagræði og þaðan til Kaupmannahafnar 1812. Það sama ár, 11. apríl, naut ég þeirrar náðar að taka við af hendi þess bezta Konúngs þeirri heiðursgjöf, sem hefir gefið til- efni til þessarar sögu. Hér end- ar Sívertsens handrit. Þess má geta, að upp frá því hér var komið æfi hans, var hann ávalt í förum, sat í Kaupmannahöfn á vetrum, en um sumartimann leit hann eftir höndlun sinni í Hafnarfirði. Blómgaðist hún lengi vel, allt til 1825, þá missti hann konu sfna, sem áður er getið. Hún var þá komin yfir áttrætt. Það þótti honum mikill missir, þvf hún var afbragðs kona. Þá veiktist og höndlun hans til muna, því búinu var skipt. Með henni hafði hann átt 3 börn, en ekki var þá lífs nema einn sonur, kaupmaður Sigurður í Reykjavík. Dóttur höfðu þau hjón átt, sem giftist sýslumanni Koefoed og komst með honum til Noregs, hvar hún, þegar sálaðist, átti eftir sig á lífi mörg afkvæmi. Árið 1831 giftist Sívertsen í annað sinn danskri konu í Kaupmanna höfn. Með henni hafði hann, áður hann giftist henni, eignast eina dóttur. Hann andaðist í júlímánuði 1833, utanlands. Eftir fáa íslendinga, sem hon- um lifðu samtfða, liggur meira, en þennan merkismann. Gáfur hans vóru miklar, sem hægt er að sjá af því, sem honum tókst að framkvæm'a, og ekki betri en menntun sú var, er hann hafði fengið á sfnum yngri ár- um. Góðsemi og þénustusemi vóru að því skapi. Auð vildi hann safna, svo segir hann sjálf- ur frá sjálfum sér, en hann vildi líka að aðrir auðguðust og einkum að þeir björguðust. Að honum þótti sjónarsviptir f Hafnarfirði og tregar hann þar margur, að makligleikum. Árni Helgason, stiftsprófastur. Bjarni riddari var sonur Sig- urðar bónda í Vorsabæ í Flóa, síðar (1762) hrstj. í Nesi f Sel- vogi, f. 1734 í Nesi og d. 25. 7. 1823 í Vorsabæ hjá Sigríði dóttur sinni, Péturssonar b. Nesi i Selvogi (1729) f. 1686, Sigurðssonar b. Hjalla í ölfusi (1,703), síðar f Nesi, f. 1646, er 1729 í Nesi 83 ára, Loptssonar b. Eyvindarstöðum á Álftanesi um 1650, Jónssonar. Framætt ókunn. Móðir Bjarna og kona Sigurðar í Nesi var Járngerður, f. 1726, Hjartardóttir b. Syðra- Velli í Flóa f. 1690, Andrésson- ar á Eyrarbakka, d. fyrir 1703, Guðmundssonar b. Skúmsstöð- um og Hólahjáleigu, f. 1629, Ormssonar b. og skipasmiðs í Hólum á Stokkseyri, d. 1661, Indriðasonar. Framætt ókunn. Kona Péturs í Nesi var Helga f. 1695 Þorsteinsdóttir b. Varmá í Mosfellssveit f. 1665, Árnasonar og k. h. önnu Þórð- ardóttur. Kona Lopts á Ey- vlndarstöðum var Guðrún Magnúsdóttir b. Sandlæk, Guð- mundssonar pr. í Gaulverjabæ d. 1605, Gíslasonar sýslum. á Miðfelli d. 1577, Sveinssonar, Hólmfastssonar. Kona Guð- Framh. á 20. slðu. ; 5 Þórdís Ásgeirsdóttir frá Knarramesl á Mýrum. 6 . k y n s 1 ó ð : Ásgeir Bjarnason og k. h. Rósa Finnbogadóttir frá Vestmannaeyjum. 7. og 8. kynslóð: Bjarni Asgeirsson og Elín Guðmunds- dóttir ásamt börnum sínum Önnu Rósu og Ásgeiri Guðmundi 2 ára. Á laugard., á 200 ára afmæli Bjama riddara, fæddist þeim dóttir. WB-.’ÍW

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.