Vísir - 09.04.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 09.04.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Þriðjudagur 9. apríl 1963 5 ^vwwywA/vwwNA^vy Óhæf auglýs- ing Daglega birtist nú í öllum [ borgarblöðunum bíóauglýsing ’frá Bæjarbíói í Hafnarfirði. Er I þar auglýst mynd sem bíóið * kallar „eina fegurstu náttúru- , mynd sem sést hefir á kvik- i myndatjaldi“. Og síðan bætir ' bíóið við: „Sjáið öm hremma i bjamdýrsunga". Vafalaust hefir »stjórn þessa kvikmyndahúss í ekki gert sér ljóst að þessi aug- , lýsing er hneyksli. Hámark »myndarinnar virðist vera það, | eftir auglýsingunni að dæma, er i ránfugl ræðst á hún og »limlestir hann ef ekki drepur. ’ Og á þessu atriði er smjattað í , auglýsingunni til þess að auka > aðsóknina. Þannig auglýsingabrögð eru , langt fyrir neðan virðingu 1 þessa ágæta kvikmyndahúss — [ einkum og sér í lagi þegar þess , er gætt að kvikmyndin er ekki »bönnuð börnum. 60. sýning á Hart í bak í kvöld sýnir Leikfélag Reykja- víkur Hart í bak eftir Jökul Jak- obsson í 60. sinn. Leikrit Jökuls hefur vakið feikilega athygli, það fékk á tínum tíma góða dóma leik- gagnrýnenda, og fólk hefur keppzt við að komast á sýningar Leikfé- lagsins. Mun það eins dæmi í sögu félagsins, að leikrit hafi gengið svo frábærlega sem Hart í bak, því uppselt hefur verið á allar sýn- ingar fram til þessa. Pearson — rramnaio -il hls I Creditflokksins, sem hindraði Frjáls lynda flokkinn í að sigra þá. Þeir. virðast hafa misst fylgi, eins og spáð var fyrir kosningarnar, en Nýdemokratar hafa nokkurn veg- inn haldið sínu. Attaníossar þeirra eru kommúnistar og sprengju-„bannmenn‘ (ban-the- bombers) og slangur af öðrum. Diefenbaker sótti hart fram í kosningunum og ætlaði að sigra á andúð gegn því, að bandarísk kjarnorkuvopn væru geymd í Kan- ada o. s. frv., en Pearson kvað skylt að standa við gerða samninga um vamir við Bandaríkin og fyrir beztu, að með Kanada og Banda- ríkjunum væri sem bezt samvinna. Þetta var framan af mesta hita- málið, en í vaxandi mæli var deilt um efnahagsmál og mál manna af frönskum stofni því lengra sem leið á kosningabaráttuna. Nærri 10 milljónir manna voru á kjörskrá. Þvf var spáð fyrir kosningamar, að Frjálslyndi flokkurinn kynni að sigra með naumum meirihluta, en svo gæti farið, að enn yrði mynduð minnihlutastjórn eftir kosningarn- ar, en í fernum kosningum á 6 ár- um hefir það verið gert. — Áður en íhaldsflokkurinn komst til valda hafði Frjálslyndi flokkurinn verið- við völd í 22 ár samfleytt og þar af hafði Lester Pearsson verið utanríkisráðh. 9 ár og yegur hans vaxandi sem stjórnmálamanns á al- þjóðamælikvarða. Nú mun honum vafalaust verða falin stjórnar- myndun, þar sem hann hefir að baki sér langstærsta þingflokkinn. Björn Pálsson kominn mei Lóu til Orkneyja Vfsir átti viðtal við Björn Páls- son flugmann kl. um 11,20 og var hann þá lentur í STORNOWAY á Orkneyjum fyrir um 20 mín. — Við flugum hingað frá Prest vík ,sagði Björn og er allt í bezta gengi hjá okkur. Við fengum aust an golu og sólskin, en annars finnst okkur hálfkalt. — Eru fleiri með þér en Bright 12 mílur Framh ai l. síðu tíðinda í færeyskum stjórnmál um, þar sem stjórnarflokkarnir eru svo ósammála í þessu megin máli. Vísir átti í morgun stutt sím- tal við Hákon Djurhuus lögm. og spurði hann hvað myndi nú gerast í færeyskum stjórnmál- um. Hann sagðist ekki geta sagt um það. Mótmæli Erlendar Pat- urssonar væru sama eðlis og barátta vissra flokka á íslandi gegn landhelgissamkomulaginu. Ég er hins vegar þeirrar skoð- unar, að úr því að Danir hafa síðasta orðið í þessu máli, þá beri að fagna því sfðasta orðið komi eftir 10 mánuði Færeyingar séu svo lengi bún- ir áð bíða eftir því að réttur þeirra sé virtur í þessu, að 10 mánaða bið til lokaúrslitanna skipti engu verulegu máli. Vísir spurði, hvernig lögmað urinn héldi að færeyska þjóðin tæki þessu. Hann svaraði að meirihluti hennar myndi á- byggilega sætta sig við þetta og öruggur meirihluti væri fyr ir stuðningi við þetta á Lög- þinginu, hvað sem Þjóðveldis- flokkurinn gerði, þar sem öll stjórnarandstaðan myndi styðja þessa ’ákvörðun. Útvíkkun landhelginnar við Færeyjar er mikið réttinda- og nauðsynjamál fyrir Færeyinga. Nauð erlendra togara á færeysk um miðum hefur jafnvel verið miklu meiri en á miðunum við ísland og fiskveiðar þeirra heimafyrir illa farnar af ofveiði heima fyrir illa farnar af of- veiði. Tösku stolið — Framhald af bls. 16. tösku. Hún var horfin. Enginn veit hvernig á hvarfi hennar stendur og skipverjar í m.s. Akraborginni telja sig ekki hafa orðið grunsamlegra mannaferða varir, I töskunni voru aðallega föt, þ. á. m. ljósbrúnn rúskinnsjakki, skíðabuxur og skyrtur, en auk þess rafmagnsrakvél og smádót ýmis- legt. Merkispjald var á töskunni merkt upphafsstöfunum „T. T.“ Ef einhver hefði orðið töskunnar var, eða gæti gefið upplýsingar I þessu máli, er hann beðinn að hafa tal af rannsóknarlögreglunni. flugstjóri? — Já, Lárus Óskarsson og Örn- ólfur Árnason. — Ertu búinn að taka ákvörð un um næsta áfanga? — Nei, ég geri það innan klukkustundar. Þá læt ég flug- turninn vita. Hafðu samband við hann. Það er spáð versnandi veðri heima, svo að ég er að bíða frek- ari frétta og athuga málið. — Ætlarðu beint til Reykjavík- ur? — Það veit ég ekki enn. Fái ég mótvind, fljúgum við til Horna- fjarðar. Annars beint til Reykja- víkur. — Þú ert ánægður með flugvél- ina? — I alla staði. Þú heilsar öll- um heim. ' Sjálfsagt, og gott gengi. Fölksvagnarnir sfreyma inn Undanfarið hefur bílainnflutn ingurinn verið óvenjulega mik- ill til landsins. Vísir birti fyrir rúmum tveimur vikum mynd af 1 bílastæði við Kleppsveginn þar I sem yfir 100 fólksvagnar stóðu , og biðu eftir hinuin nýju eig- endum sínum, nýkomnir úr skipi. Ljósmyndari blaðsins átti leið fram hjá sama stað í gær og tók þá þessa mynd. Allir' bílamir eru horfnir út á götur 1 borgarinnar og út á land. En ekkert lát er á bílainnflutningn- um, og í dag eða á morgun verð i ur komið stórt hundrað fólks- | vagna á bílastæðið. Fyrirlestur um brezlca framhaldsskóla Hingað til lands er væntanlegur á næstunni brezkur skólameistari, Mr. C. R. Allison, og mun hann flytja fyrirlestur þann 18. þ. m. um efnið „Changes in British Secondary Education". Verður fyrirlesturinn fluttur í I. kennslu- stofu Háskólans kl. 5 e. h. og er öllum heimill aðgangur. Það er fé- lagið Anglia sem gengst fyrir komu Mr. Allison hingað til lands. Mr. Allison er skólastjóri Brent- wood School í Essex og er kunnur skólamaður í Bretlandi. Hann lauk háskólaprófi frá Cambridge og hefir síðan gegnt ýmsum kennara- embættum og skólameistarastarfi við þrjá brezka menntaskóla. Hann er meðlimur hinnar brezku stjórn- arnefndar UNESCO, Council for Education in World Citizenship og situr í stjórn Convenantors Educational Trust. Hingað kemur hann frá Bandaríkjunúm þar sem hann hefur verið á fyrirlestrarferð að undanförnu. MMMBWMOMMH Einar Olgeirsson á Alþingi: Villidýr / frumskogum auísins Þjóðviljinn gerði í síð- ustu viku tilraun til að bera Vísi á brýn fölsun á ummælum Einars 01- geirssonar með því að rangfæra orð hans og setningar. Þeim ásökun- um hefur verið svarað hér í blaðinu. En þar sem ræður og málfiutn- ingur Einars Olgeirsson- ar hefur borizt í tal, gæti verið fróðlegt að gefa lesendum tækifæri til að kynnast orðbragði þessa stjórnmálaforingja. Á laugardaginn flutti Einar rúmlega klukkutíma ræðu uni Efnahagsbandalag Evrópu, ekki um þá afstöðu sem við verðum að taka, efnahagslega séð, heldur skv. áliti sfnu á stofnun bandalagsins og forystumönn- um þess. Lagði hann áherzlu á, að við íslendingar ættum ekki að ánetjast Efnahagsbandalag- inu, ekki að Iáta það ráða yfir okkur. Ástæðan fyrir því er sú, hvernig mennirnir eru, sem stofnuðu bandalagið og stjórna því nú. Gaf Einar nokkra lýs- ingu á þessum mönnum og verða hér upp talin nokkur þeirra orða, sem þessi íslenzki stjómmálaforingi notaði: Þrælasalar og heimsvelda- sinnar harðsvíraðir og harðbrjósta auðdrottnar villidýr auðsins kúgarar, sem gera tilraunir til að svelta bændur rnenn, sem hata lýðræðið skammsýn borgarastétt svikarar síns lands villidýr í frumskógum auðsins. Því miður gafst ekki tækifæri til að ná öllum þeim stóryrðum sem Einar stjórnmálaforingi Olgeirsson Iét sér um munn fara við þetta tækifæri, en þessi sýnishorn eru tekin, sem glöggt dæmi speki þeirrar og hygg- inda, svo ekki sé talað um hug þann sem að baki býr þess, sem foringi fslenzkrar konunúnista viðhefur á Alþingi íslendinga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.