Vísir - 10.04.1963, Qupperneq 1
VÍSIR
S3. árg. — Miðvikudagur 10. apríl 1963. — 83. tbl.
4 menn hafa
eftir fárviðríð fyrír Norðuríandi
Tvo menn tók út nf Hríng
Siglufirði í morgun:
í gærmorgun, skömmu fyrir
hádegi brast á eitt hið versta
hríðarveður sem komið hefur
árum saman á Siglufirði. í
gærmorgun var blíðskaparveð-
ur með 5 stiga hlta, en kl. 11 ,
árdegis var skollin á stórhríð
með 7 st. frosti og 10 stiga
veðurhæð og stórhrið til hafs. í
morgun er veður skaplegra
orðið, en byljir samt öðru hvoru
með 13 stiga frosti.
Siglufjarðarbátar sem voru að
veiðum áttu í miklum erfiðleik-
um í gær en komust þó allir
til hafnar nema m.b. Hringur,
80 lesta bátur, sem var staddur
út af Skagagrunni þegar óveðr-
ið skalf á. Heyrðist ekkert í
honum eftir það og ekkert í
alla nótt svo tekið var að ótt-
ast um hann. En f morgun
Framh. á bls. 5
farízt og 7 saknað
Það er nú ljóst, að í norðanrokinu sem.skáil skyndilega og óvænt yfir Norð-
urland í gær hafa a. m. k. fjórir sjómenn farizt. Eru það tveir menn sem fórust,
þegar trillubáturinn Valur frá Dalvík sökk og tveir menn sem tók út af Siglu-
fjarðarbátnum Hring. Tveir trillubátar frá Dalvík fórust þeir Valur og Helga, en
mannbjörg varð af þeim.
Þá var enn saknað tveggja báta, annar þeirra er Hafþór frá Dalvík með 5
menn og er óttazt að hann hafi farizt og ennfremúr er saknað bátsins Magna frá
Þórshöfn, með tveimur mönnum en annar Þórshafnarbátur Lómur, sem saknað
var í gær kom til lands í morgun og gera menn sér enn vonir um að Magni muni
hafa staðið af sér óveðrið.
í morgun geisaði enn iðulaus stórhríð og rok um allt austanvert Norðurland
og Austurland. Hafði það staðið stanzlaust frá því í gærkvöldi og alla nóttina.
Þegar veðrið skall yfir var mikill
fjöldi fiskibáta á miðunum fyrir
Norðurlandi. Hafði-veður verið gott
um nóttina og skall veðrið svo
sn?gsl?£!> yfir, fð margir bátar
tóku það til ráðs að skera á lín-
u.is. M&rgir bátanna lentu í miklum
erfiðleikum fyrst og fremst vegna
roksins, en einnig vegna mikillar
ísingar sem stafaði af hinu skyndi-
lega frosti, en víða skall yfir 10
stiga frost með veðurbreytingunni.
voru Guðmundur frá Bæ og Hilmir |
náðu ekki höfn við Steingrímsfjörð
en fóru til Skagastrandar.
Við iyjafjörð
Flestir voru bátarnir út af Eyja-
firði, og var rokið svo mikið að
innsiglingin til Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar lokaðist og urðu allir
bátarnir að leita inn á Eyjafjörð.
Þar var varðskipið Ægir þeim til
aðstoðar.
Samkvæmt viðtali við Akureyri
í morgun skall óveðrið yfir í gær
eins og hendi væri veifað og kom
flestum mjög á óvart því veður
var gott í gærmorgun og bátar á
sjó úr öllum Eyjafjarðarhöfnum.
Dnlvík
Verst urðu Dalvíkingar úti, en
þaðan fórust þrjár trillur í gær, þó
björguðust mennirnir . af þeim
nema einni, bátnum Val, sem á
voru tveir bræður, Gunnar og
Sigvaldi Stefánssynir. Þeir voru
norður af Gjögrum þegar veðrið
brast á, höfðu seinna samband við
m.s. Esju sem var á vesturleið og
báðu um að mega fylgjast með
henni fyrir Gjögra. Allt í einu
hvolfdi bátnum og gátu skipverjar
á m.s. Esju dregið annan manninn,
Sigvalda, meðvitundarlausan úr
sjó, en Gunnar bróður hans sáu
þeir aldrei. Fór Esja með Sigvalda
til Akureyrar, en hann komst
aldrei til meðvitundar og þegar til
hafnar kóm, úrskurðaði læknir
hann látinn. Sigvaldi heitinn lætur
eftir sig konu og þrjú börn. Gunn-
ar bróðir hans var óvæntur.
Þá er enn eins báts frá Dalvík
saknað, Hafþórs, sem á er 5
manna áhöfn. Það síðasta sem til
hans er vitað var það að hann sást
norður af Gjögrum um kl. 4 í
gærdag. Síðan hefur ekki til hans
sézt. Skip hafa leitað bátsins í
alla nótt en árangurslaust. Skip-
Framh. á bls. 5.
Frá Steingrímsfirði voru fjórir
bátar á sjó. Þar sendi Pólstjarnan
frá Drangsnesi út neyðarskeyti þar
sem vélin hafði bilað er báturinn
var á hættulegum stað. Þeim tókst
að sigla inn til Drangsness. Smári
var á svipuðum slóðum en komst
líka I höfn. Tveir bátar sem þarna
Mikið rok var í Reykjavík í morgun, og sýnir myndin sem tekin var um 7 leitið í morgun, hvernig braut yfir Skúlagötuna. (Ljósm. I. M.)
Á Vestfjörðum
Einn bátur frá Önundarfirði Einar
Þveræingur sendi einnig út neyðar-
skeyti, þar sem hann fékk áfall 4
sjómílur NV af Barða og var María
Júlía stödd í önundarfirði og fór
honum til hjálpar, en þegar til kom
komst hann hjálparlaust inn á
Önundarfjörð. Margir línubátar af
norðurhöfnum Vestfjarða leituðu
til Patreksfjarðar undan veðrinu.
Við Húnaflóa
Stórhuga uppbyggingaráætlun
Mun Efnahagsstofnunin vinna
og Seðlabankinn að jöfnu. — ^
Mun Efnahagsstofnun vinna
áfram að Framkvæmdaáætlun-
inni ,en til grundvaliar henni
iiggur ýtarleg gerð þjóðhags-
reikninga, sem unnið hefir ver
ið að bæði í Framkvæmdabank
anum og Efnahagsstofnuninni
undanfarin misseri.
• Vísir mun skýra ýtarlega
frá áætluninni i næsta blaði.
Jr Skýrsla ríkisstjórnar
innar um Framkvæmda-
áætlunina var lögð fram
á alþingi í dag og fékk
Vísir vitneskju um
skýrsluna skömmu eftir
hádegið.
• Framkvæmdaáætlunin er
stórhuga áætlun um verklegar
framkvæmdir á vegum ríkisins
næstu fjögur árin, eða fyrir ár-
in 1963, 1964, 1965 og 1966.
Fylgir heildaráætluninni spnd-
urliðuð greinargerð yfir þær
framkvæmdir, sem fyrirhugaðar
eru í ár, en þær eru m.a. á
sviði hafnarframkvæmda, raf-
orkuframkvæmda og byggingu
nýrra skóla. Verður hundruðum
milljóna króna varíð til þessara
og annarra uppbyggingarfram-
kvæmda fyrir árslok.
• Auk þessa er í skýrslunni
að finna miklar og fróðlegar
upplýsingar um þjóðarhaginn
og efnahagsmái almennt og
hvernig framkvæmdum verður
bezt hagað í samræmi við efna-
hag þjóðarinnar. Eins og fyrr
segir er hér aðeins um umgerð-
aráætlun að ræða varðandi
framkvæmdir ríkisins, en ekki
einkaframkvæmdir. Verða síð-
ar gerðar sundurliðaðar áætl-
anir fyrir framkvæmdir næstu
ára, eins og þegar hafa verið
gerðar um árið 1963.
Það voru norskir hagfræð-
ingar sem unnu að gerð áætlun
arinnar, en þeir fóru héðan af
landi i árslok 1961. Þá tók Efna
hagsstofnun ríkisins við starf-
inu, en kostnaðinn ber ríkis-