Vísir - 10.04.1963, Síða 2

Vísir - 10.04.1963, Síða 2
2 V í S I R . Miðvikudagur 10. apríl 1963. m t~p Or=r S u— i—li I=r '//////////my/////á r" n d ) Körfuknottleikur: ÍR GERSIGRAÐIKFR KR vann Körfuknattleiksmótinu lauk í gærkvöldi. Leiknir voru tveir leikir í meistaraflokki. KR vann stúdenta og ÍR vann KFR. íþrótta- húsið við Hálogaland er orðið nokkuð hrörlegt og var moldryk IS 77:35 og kuldi í húsinu. Rykið lagðist yf- ir gólfið og gerði það mjög hált. Stafar af þessu engu minni slysa- hætta en vatni þvi sem inn kemur þegar rignir. Sem sagt, húsið heldur hvorki vatni né vindi og ætti ekki að leyfa keppni í því nema í bezta veðri. Leikur KR og ÍS var jafn fyrstu mnúturnar og voru stúdentar til alls líklegir. Og er Einar Bollason missteig sig og varð að yfirgefa völlinn um stund, snemma í fyrri hálfleik, voru allar llkur á að leikurinn yrði jafn. Leikar stóðu R'v-: ' í» p fe I M- /S n « /|* ÉÉÆJm Nv**^I|-ía PS) SgtJ r ÆkiV m v f .t ÍBr * m'i íslandsmeistarar ÍR í körfuknattleik AB-bækurnar Stormur og striÖ Um Island og hlutleysið eftir Benedikt Gröndal alþingismann. Bók, sem fjallar um umdeildasta þátt íslenzkra utanríkismála, og varpar nýju ljósi á ýmsa atburði sem varða ísland síðustu áratugina. Hvíto Níl eftir Alan Moorhead. Þýðandi Hjörtur Halldórsson. Heimsfræg bók, um einhverja söguleg- ust og hættulegustu landkönnun verald- arsögunnar — könnun Mið-Afríku og leitin að upptökum Nílar. Almenna bókafélagið þá 8:7 fyrir KR. En hittni stúd- entanna var mjög ábótavant og KR-liðið náði vel saman og tók leikinn f sínar hendur. Fyrri hálf- leik lauk með 31:15. í seinni hálf- leik endurtók sama sagan sig. Stúdentar byrjuðu hreint ekki illa, en hittu lítið og KR jók forskot sitt stöðugt. Undir lokin tóku stúd- entarnir sig þó nokkuð á, en sigur KR var aldrei í neinni hættu og leikinn unnu þeir með 42 stiga mun, skoruðu 77 stig gegn 35. Leikur KR var að þessu sinni mjög góður. Þeir virðast vera bún- ir að ná sér upp úr lægðinni sem þeir voru í um miðbik mótsins, en nú er það of seint. Beztan leik KR-inga átti Kristinn Stefánsson (21 stig), átti góðan varnarleik og er hættulegur í sókn, þar sem hann hittir mjög vel af færi. Gutt- ormur Ólafsson (21 stig) og Gunn- ar Gunnarsson (14 stig) áttu og góðan leik. Einar Bollason (12 stig) stóð fyrir sínu þó haltur væri. ÍR lék sér að KFR í seinni leiknum. Aðstæður voru nokkuð verri en í fyrri leiknum, meira ryk á gólfinu og það og boltinn um leið ennþá hálla. I þessum leik fengu áhorfendur að sjá annars vegar það bezta og hins vegar eitt hið lélegasta sem íslenzkur körfu- knattleikur hefur upp á að bjóða. — ÍR-liðið vel leikandi og skipulagt en KFR hálf sundurlaust og leikur þess án skipulags. ÍR vann leikinn með miklum yfir- burðum, skoraði 108 stig gegn 43. 1 liði KFR voru Hörður Berg- steinsson (16 stig) og Marinó Sveinsson (6 stig) beztir. Guð* mundur Þorsteinsson (29 stig) var áberandi bezti maður ÍR-liðsins. Gekk að vísu nokkuð erfiðlega í byrjun, en sótti sig mjög er á leið. Guðmundur er án nokkurs vafa langbezti miðherji sem við eigum og hirðir nær öll fráköst bæði i vörn og sókn. Hann hefir aldrei verið eins góður og í vetur. Þor- steinn Hallgrímsson (24 stig) átti og góðan leik, en féll nokkuð í skuggann af Guðmundi. Agnar Friðriksson skoraði 22 stig, hann er fljótur og ákveðinn í sókn, en varnarleikur er hans verri hlið. ÍR varð I’slandsmeistari í meistara- flokki, vánn alla leiki sína. Liðið átti aðeins einn lakan leik í mót- inu, gegn KR í fyrri umferð. Þann leik vann I’R naumlega, alla aðra leiki sfna unnu þeir með miklum yfirburðum. Röðin í meistaraflokki varð þessi: I’R 8 8 0 525:310 16 Ármann 8 6 2 471:436 12 KR 8 3 5 509:465 6 KFR 8 3 5 454:578 6 ÍS 8 0 8 282:517 0 Eins og sjá má af ofanrituðu ber ÍR ægishjálm yfir önnur lið í mótinu, skorar flest stig, og fær á sig fæst Ármannslið er næst bezta Iiðið. Leikmenn þess eru nokkuð jafnir að getu. Hins vegar er skorunin full lág, þar sem þeir ná ekki 60 stigum að meðaltali í leik. Stigahæstu leikmenn i mótinu voru: Stlg: Guðmundur Þorsteinsson, íR 152 Þorsteinn Hallgrímsson, iR 141 Einar Bollason, KR 139 Guttormur Ólafsson, KR 130 Einar Matthíasson, KFR 119 Davíð Helgagon, Á 112 Guðmundur Ólafs, Á 106 Agnar Friðriksson, ÍR • 102 — Þss. Afbrot — Framhald af bls. 16. mál, sem þar er um að ræða. Má f því efni benda á þá stað- reynd að ungar telpur hafa í æ rfkara mæli orðið viðfangs- efni kvenlögreglunnar og hafa þvf ekki komizt f skýrslur barnaverndarnefndar. Sam- kvæmt upplýsingum kvenlög- reglunnar hafði hún á s.l. ári afskipti af 42 stúlkum, 16 ára og yngri vegna Iauslætis og ölvunar, þar af voru 5 þeirra fæddar á árinu 1949 og 7 fædd- ar 1948. Samkvæmt gögnum fíá fyrri árum um hegningarlagabrot barna og unglinga, og saman- burð við hin síðari ár, hefur komið f ljós að hlutfallslega flest börn hafa lent í slíkum brotum á árunum 1938—39. Án þess að reynt sé að gefa full- nægjandi skýringu á fjölda af- brotabarna þessi ár, má minna á, að einmitt þá var atvinnu- leysi mikið og fátækt almenn. Sfðustu tvo áratugina hefur börnum þeim, er lenda í hegn- ingarlagabrotum, ekki fjölgað meir en svarar til fólksfjölgun- ar í borginni. Vfsir hefur í tilefni af fram- angreindri skýrslu barnavernd- arnefndar leitað álits Þorkels Kristjánssonar fulltrúa, sem nú hefur starfað hjá nefndinni um nær 20 ára skeið, Þorkell sagði að barnavernd- armál hér væru í aðalatriðum ekki erfið viðureignar saman- borið við það, sem víða er er- Iendis. Á móti vegur að hér er skortur margra þeirra úr- ræða og stofnana, sem fyrir hendi eru meðal fjölmennari og auðugri þjóða. Það er ekki hvað sízt skortur á ýmsum upp- eldisstofnunin sem veldur þvf að barnaverndarnefnd stendur oft ráðalítil gegn þeim vanda- málum, sem henni er ætlað að fást við. Allra erfiðast þessara vanda- mála er það að ekkert uppeld- isheimili skuli vera til fyrir telpur. Með endurskoðun barna verndarlaganna frá 1947 var kveðið svo á um að komið skyldi upp uppeldisheimilum, öðru fyrir drengi, hinu fyrir stúlkur. Nú er heill áratugur liðinn frá því að bygging þess fyrrnefnda hófst, en ekkert bólar enn á hinu, þrátt fyrir hina brýnustu nauðyn. S HOOfí Hversvegmi ekki SKODA? Þeir sem kynnast Skoda, fellur sú við- kynning vel. — Hér eru á ferð ÓDÝRIR bílar afgreiddir í 4 gerðum, búnir mörgum kostum: traustleika fyrir íslenzka vegi heimskunnri vél cg fallegu útliti. SHODfí TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ isa Vonarstræti 12 slmi 37881 SHODR

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.