Vísir - 10.04.1963, Qupperneq 3
/ ■
VISIR
sasG
Miðvikudagur 10. apríl 1963.
Gyðja vorsins meðal forn-
Engil-Saxa hét Ostore eða
Éastre. Af því er dregið enska
orðið Easter, páskar. í apríl ár
hvert vom gyðjunni færðar
fórnir. Þegar heiðnu goðunum
var velt af stalli (eins og Stalin)
við kristnina, var farið að halda
upp á páskana vegna krossfest-
ingar og upprisu Jesú Krists.
X-
Ymsir kyndugir siðir síðan I
heiðni hafa varðveitzt í páska-
hátíðarhaldi kristinna manna
um allan heim. Margt af því er
táknrænt fyrir vorið og frjó-
Semi, t.d. páskaeggin — þau
eru tákn komandi ungs lífs.
1
1 = -
i
PÁSKAEúG -
Eggin eru eðlileg táknmynd
(symbol), því að eftir langa
föstu, þegar bannað er að neyta
bæði eggja og kjöts, fögnuðu
frumkristnir því að sjá egg aft-
ur á matborðinu.
Páskaegg (hænuegg eða önn-
ur fuglaegg), sem eru hin upp-
runalegu páskaegg, eru í marg-
víslegum Iitum: Purpuralitur er
algengur, litur konungdóms og
því viðeigandi til að heiðra
Krist, konung konunganna.
Rauður litur tíðkast og, — end-
urlausnarblóðið.
Seinna á öldum var farið að
notast við páskaegg úr súkku-
laði. Þau eru vinsæl meðal sæl-
kera, þykja oft augnayndi.
Ljósmyndari blaðsins tók
þessar myndir af þrem gríðar-
stórum páskaeggjum fram-
leiddum af Nóa — í glugga
Iðnaðarbankans í Lækjargötu.
Blómarósirnar eru starfsstúlkur
í bankanum — þær tákna vorið
og fleira, ekki síður en eggin.
Hin myndin er tekin i verzlun
SiIIa og Valda í Aðalstræti. Af-
greiðslustúlka sýnir tveim snáð-
um páskaegg, sem þar eru á
boðstólum. — Hvað segir svip-
urinn á litlu kútunum?
l