Vísir - 10.04.1963, Page 5

Vísir - 10.04.1963, Page 5
I V í SIR . Miðvikudagur 10. apríl 1963. r Tvær nýjar bækur AS Út eru komnar hjá Almenna bókafélaginu apríl- og maí-bækur féiagsins. Apríl-bókin er Hvíta-Níl eftir hinn vfðkunna ástralsk-enska rit- hðfund Alan Moorehead í þýðingu Hjartar Halldórssonar. Bókin seg- ir frá einhverjum viðburðaríkustu og erfiðustu landkönnunum, sem sögur fara af — könnun Mið-Af- ríku og leitinni að upptökum Níl- ar. Hefst frásögnin árið 1856 og lýkur árið 1900 er Níl er kunnug frá upptökum til ósa. Maí-bókin er Stormar og stríð — Um Island og hlutleysið eftir Benedikt Gröndal alþingismann. Fjallar bókin um eitt höfuðatriði íslenzkra utanríkismála, hvort ís- land eigi að verða eða geti verið hlutlaust í samskiptum þjóða. Tvo fók úf — Framhald al bls. 1. kom hann inn |til Siglufjarðar og hafði þá misst útbyrðis tvo skipverja sem báðir drukknuðu. Ástæðan fyrir því að ekki hafði heyrzt til hans í nótt var sú, að loftskeytatækin höfðu bilað. Eitt varðskipanna sem var í nótt fyrir Norðurlandi að að- stoða báta og leita að bátum hafði orðið fyrir áföllum, en ekki frétzt hve mjklum. Siglufjarðarskarð lokaðist um hádegið í gær. Fyrir hádegið var talsverð umferð um það, en þá tók að kyngja niður snjó og færð að þyngjast. Jeppabifreið, sem í voru hjón með tveim börnum, lagði um hádegið í gær frá Siglufirði og ætiaði vestur yfir. En skömmu eftir að komið var vestur yfir háskarðið sat bíllinn fastur og komst ekki lengra. Var hjálparleið- angur gerður út úr Fljótunum í gærkveldi og komst hann með hjónin og börnin niður að Hraunum í Fljótum ki. 4 í nótt. Hafði fjölskyidan setið í bílnum í allan gærdag og nótt þar til leiðangurinn náði til hennar. Var fólkinu að vonum orðið hrollkalt. Ekkert hefur getað orðið enn af skíðalandsmótinu, því var frestað í gær og aftur í dag. Allt er í óvissu með það éins og stendur. Lcandor i.. — Framhald af bls. 16. Sigurðsson stjórnaði. Þorri ís- Iendinga sem nú dvelst í Lond- on var kominn til fagnaðarins og auk þess allmargir Englend- ingar, alls um 140 manns. — Björn Björnsson, stórkaupm. í London átti frumkvæðið að stofnun félagsins ásamt Pétri Benediktssyni þáverandi sendi- herra í London og Magnúsi V. Magnússyni núv. sendiherra í Bonn. — I hófinu voru þessir menn gerðir að heiðursfélögum Islendingafélagsins: Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri, dr. Kristinn Guðmundsson ,sendih. Hendrik Sv. Björnsson ,sendih. Björn Björnsson stórkaupm., Karl Strand læknir og frú Ferr ier. Hendrik Sv. Björnsson sendiherra færði félaginu fund arhamar að gjöf í hófinu og flutti ræðu og Björn Björnsson tók til máls og minntist félags ins og stofnunar þess. Ómar Ragnarsson skemmti og Ruth Little söng með undirleik Jó- hanns Tryggvasonar. Dansað var síðan lengi nætur. Engin hætta á gengislækkun — meðan núveramli kaupgjald atvinnuveganna helzt Ekki er ástæða til þess að óttast að til gengis- lækkunar komi meðan atvinnuvegirnir greiða núverandi kaupgjald, sagði viðskiptamálaráð- herra Gylfi Þ. Gíslason á fundi Seðlabankans í gær. Ráðherra drap á það að ýmsir virtust bera ugg í brjósti út af því að kauphækkanirnar á s.i. ári hafi verið meiri en útflutn- ingsatvinnuvegirnir þoli, þann- ig að jafnvægið og jafnvel geng ið hafi komizt í nokkra hættu. En vegna hagstæðra ytri skil- yrða, bæði að því er snertir aflamagn og viðskiptakjör í utanríkisverzluninni, væri ekki genginu hætta búin með ó- breyttu kaupgjaldi atvinnuveg- anna, sagði hann. Formaður stjórnar Seðla- bankans, Jón Maríasson bankastjóri, tók mjög í sama streng í ræðu sinni. Hann sagði: „Það hlýtur því að vera meginverkefni í efnahagsmálum á næstunni að koma á íestu í kaupgjaldsmálum, þannig að ekki eigi sér stað kauphækkanir umfram það sem framieiðslu- auk'ning þjóðarinnar leyfir. Hér er um að ræða eitt erfiðasta efnahagsvandamál þjóðarinnar, en til Iausnar því skiptir öilu máli að launþegar skilji að auknar tekjur án framleiðslu- aukningar geta ekki til lengdar fært þeim bætt lífskjör.“ Hann gat þess cinnig að stefnan í peningamálum s.l. ár hefði ekki haft £ för með sér samdráttaráhrif og ekki hefði tekizt að koma í veg fyrir þá mikiu þenslu eftirspurnar sem nú einkennir efnahagsástandið. Sízt væri því ástæða nú til þess að draga úr aðhaldi í peninga- málum eða breyta grundvall- aratriðum þeirrar stefnu sem fylgt hefir verið. (Hér mun m. a. vera átt við vaxtaiækkun.) Vonandi ber þjóðin gæfu til þess að skilja þetta vandamál, sagði Jón Maríasson, og stöðva hina nýju verðhækkunaröldu áður en hún rís of hátt og koll- varpar því jafnvægi sem hefur náðst. Fámðrið — - FramhalO at hls i stjóri á Hafþóri er Tómas Péturs- son. ^höfnin er öll frá Dalvík. Alls voru þrfr þilfarsbátar og margar trillur á sjó frá Dalvík þegar ó- veðrið brast á, en aðrir bátar en framangreindir fjórir björguðust. Akureyri Veðrið skall á um hádegisleytið. Myndaðist flughálka á götum og orsakaði marga bifreiðaárekstra, auk þess sem aðrir bílar fóru út af vegum. Einn bíll með tveim mönn- um valt og skemmdist mjög mik- ið. Einn hjólríðandi maður féll af hjólinu og fótbrotnaði. Sums staðar eru komnir allt að metersháir skaflar og eru orðnir til trafala fyrir umferðina. Raf- magnið fór af um stundarsakir. í nótt var 12 stiga frost en 11 í morgun og veður heldur hægara. Óbfsfjörður Um kl. 10 f. h. í gær byrjaði að snjóa í Ólafsfirði en rétt á eftir brast á stórhríð með miklu fann- fergi og 9—10 stiga veðurhæð. Er leið á daginn braut yfir allan fjörðinn svo að engu skipi var fært, hvorki út eða inn. Fjórir Ólafsfjarðarbátar voru á sjó og komst enginn þeirra til heima- hafnar, en komust þó heilu og höldnu inn til Eyjaf.'arðar. Einn þeirra, Anna, var við Grímsey og átti í miklum erfiðleikum. Var bátsins leitað og fannst út af Héð- insfirði. Var honum leiðbeint inn á Eyjafjörð. — í Ólafsfirði er kom- inn talsverður snjór. Hrísey Margir bátar voru þaðan á sjó, flestir út af Gjögrum, lentu þeir í ofsalegu veðri en komust slysa- laust til hafnar. Círimsey í gærmorgun var ágætt veður þar með 11 stiga frosti, en í gær- dag var komið fárviðri með mikilli snjókomu og í gærkvöldi var þar 11 stiga frost. Fjórir Grímseyjar- bátar voru á sjó norðvestur af eynni þegar veðrið skall á og komust þeir heilu og höldnu til hafnar. í morgun var þar enn sortahríð með 14 stiga frosti. iúsavík Allir bátar sem höfðu verið á sjó frá Húsavík komust til hafn- ar. Menn voru orðnir hræddir um 7 tonna þilfarsbát Grímar, en hann kom síðastur inn í gærkvöldi Tveir opnir trillubátar slitnuðu upp á Húsavíkurhöfn, annar þeirra rak út úr höfninni og bar þar upp í kletta, hinn rak á hafnargarðinn. Þeir brotnuðu báðir og eru taldir ónýt- ir. SCégðnsker og Þérshöfn Allir bátar á Kópaskeri komu til hafnar, en Kári var mjög hætt kominn og munaði minnstu tvisvar að hann strandaði, stafaði það fyrst og fremst af rokinu sem var ofsa- legt. Tveggja báta var saknað í gær frá Þórshöfn, en kl. 7 í morgun kom annar þeirra Lómur inn. Hinn báturinn Magni var ókominn inn í morgun síðast þegar til var vitað. Á Þistilfiiði Tveir Eyjafjarðarbátar, Svanur frá Akureyri og Auðunn frá Hrísey eru búnir að vera að berjast í alla nótt á Þistilfirði austur af Mel- rakkanesi og sést til þeirra úr Iandi. Þeir eru hjálparþurfi en ekki hægt að veita þeim aðstoð. Þetta eru Iitlir bátar, sennilega tveir menn um borð í hvorum þeirra. Blönduós Ofsalegt veður í morgun og sér ekki út úr augurn, samt ekki kom- inn mikill snjór ennþá. Ekki er talið viðlit að hreyfa bíl og leiðin norður ófær sökum blindu og hríðar. Mývcifnssveit Þar skall veðrið á um kl. 3 e. h. Veðurhæð gífurleg en snjókoma ekki að sama skapi. Fé var þegar smalað á öllum bæjum og náðist mestallt í hús. Vesfmonnaeyjar Ekki hafa orðið teljandi skemmd ir hér þó hafa verið nokkur brögð af því að plötur fykju af húsum, enda eru menn ekki eins á verði gegn norðanátt hér og austanveðr- um sem eru tíðust, sagði Sigfús Johnsen í símtali í morgun. Mikil ókyrrð var í höfninni og allir bátar inni. Hafnarverðir voru allir við gæzlustörf og mun ekki teljandi tjón hafa orðið á bátun- um. Veður þetta er með hvössustu norðanveðrum sem hér koma. StykkishéBmur Árni Helgason sagði að veðrið hefði skollið á þar um að ganga eitt í gær. Bátar voru á sjó en náðu allir til hafnar með 4—5 tonna afla. Árni kvað sér ekki kunnugt um að tjón hefði orðið á bátum á öðrum höfnum á norðan- verðu Snæfellsnesi. Akrunes Vigtarmaðurinn á Akranesi sagði að ekkert hefði orðið að þar í of- viðrinu. Þrír Akranesbátar liggja í vari úti í sjó, Höfrungur undan Jökli og Haraldur og Sigurfari sunnan undir Reykjanesi, en þeir voru á Ieið að austvi með síldar- afla. Tweir mean í sæluhúsi Fréttaritari Vísis á Egilsstöðum sagði í morgun að þar hefði verið norðaustan . stórhríð með mikilli fannkomu í alla nótt og væri enn- þá. Vegir hafa teppzt á Fljótsdals- héraði, nema helzt 1 innsveitum, og £ nótt urðu þrfr ferðamenn af Héraði, sem voru að kom í jeppa frá Seyðisfirði yfir Fjarðarheiði, að leita skjóls £ sæluhúsinu á heiðinni, Þeir láta fyrirberast þar enn og munu gera unz veðrinu slotar. Simasamband er við sælu- húsið og láta mennirnir vel af sér, hafa nægan mat, teppi til skjóls og upphitun. Stérhríö Framhald af bls. 16. þess þó að um suðlæga átt sé að ræða að svo stöddu. Á Suður-Grænlandi er hiti um frostmark. Versta kulda- svæðið liggur sem stendur yfir norðaustur Grænlandi og ís- landi. En ég geri mér vonir um að veðurskilyrði batni heldur á þessu kuldasvæði á næsta sólarhring svo að við komumst í bakhlið háþrýstisvæðisins um páskana, sagði Jón Eyþórsson að lokum. Leiðrétting Þau mistök urðu £ frétt á for- síðu blaðsins £ gær að Ragnar Ás- geirsson héraðslæknir á ísafirði, var sagður héraðslæknir að Klepp- járnsreykjum, og nafn Þórðar Odds sonar, hins raunverulega héraðs- læknis þar féll niður. Þetta leið- réttist hér með. Sendisveinar Óskum eftir röskum sendisvein- um hálfan daginn fyrir og eftir hádégi. Uppl. £ sfma 11660. DagblaSib ViSIR Tveir brúð- kvaddir Tveir menn urðu bráðkvaddir s.I. sólarhring, annar £ Reykjavík. hinn á Akurej:ri. í morgun var aldraður maður, Jón Jónsson frá Stóra Skipholti á Bráðræðisholti hér £ Reykjavík á gangi á mótum Framnesvegar og Holtsgötu þegar hann hné allt í einu niður og var örendur. Jón heitinn mun hafa verið um átt- rætt. í gærdag varð prentari i Prent- verki Odds Björnssonar á Akur- eyri bráðkvaddur við starf sitt í prentsmiðjunni. Maður þessi, Sig- urður Jónsson, var um sextugt og hafði unnið um 40 ára skeið í Prentverki Odds Björnssonar. í morgun datt maður á Lækj- artorgi fyrir framan Útvegsbank- ann og missti meðvitund. Hann var fluttur', í slysavarðstofuna og var að komást til meðvitundar um hádegisleytið i dag. Bíllinn — Framhald af bls. 16. liggur nú. Hann heitir Sverrir Vil- hjálmsson til heimilis að Breiða- gerði 19. Stúlkunni sem með hon- um var i bílnum, Sigriði Sigur- björnsdóttur Skúlagötu 68 var bjargað út um framrúðu bifreiðar- innar. Stúlkuna mun litið sem ekki hafa sakað. Lögreglan skýrði Visi svo frá, að farþegarnir f langferðabílnum, sem björguðu fólkinu út úr sendi- ferðabílnum, hafi verið mjög hik- andi við að snerta á Sverri fyrr en sjúkralið kæmi, þar sem hann var meðvitundarlaus við stýrið. En þegar séð varð að bíllinn fór æ lengra og dýpra út i vatnið varð ekki hjá því komizt að taka mann- inn út og var hann tekinn í segl. Leiðrétting Leiðrétting við lista yfir fermingar- börn í Kópavogskirkju. kl. 10,30. Guðrún Jónsdóttir Bás- enda 1 á að vera Guðrún Jónas- dóttir. Við bætist: Svanhvít Gróa Ingólfsdóttir Mosgerði 18. Ásbjörn Jóhannesson Háaleitis- braut 46. Gísli Ásgeirsson Skólagerði 21 Kópavogi. Jón Örn Guðmundsson Breiðagerði 8 á að vera Jón Ö. Guðm. Rauða- gerði 8. Við bætist kl. 2: Jón Ingi Har- aldsson Álfhólsvegi 24 Kópavogi SHSat'JSKiiUB

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.