Vísir - 10.04.1963, Síða 6
6
V 1 S 1 R . Miðvikudagur 10. apríl 1963.
SAMVIZKAN
Framh. af bls. 9.
sagt hvað við eigum að gjöra,
en vér vitum ekki hve langt
nær miskunnsemi guðs og hvaða
aðrar leiðir hann hefur til að
bjarga mönnunum. —
En það hefur verið viðtekið
lögmál að sá sem breytir eftir
beztu vitund, megi vera þess vís
að guð synji honum ekki um
náð. Menn eiga að breyta eftir
samvizku sinni. Samvizkan er
úrslitadómari vor I þessum
heimi. Heiðnir menn geta einnig
öðlazt himnaríkisvist ef þeir
breyta vel samkvæmt samvizku
sinni.
Það er að vísu til gamalt orða-
tiltæki, er segir: Extra Ecclesi-
am nulla salus, þ. e. utan kirkj-
unnar ekkert hjálpræði.
En menn verða að skilja þetta
orðalag. Máltæki eru ætluð að
vera stutt og að menn skilji
meininguna. Þess háttar orða-
tiltæki eru mörg á íslenzku, sem
engum dettur í hug að taka al-
gjörlega eftir orðanna hljóðan.
— En orðalagið þýðir: sá sem
vísvitandi (hér þyrfti ég helzt
að stama nokkrum sinnum), sá
sem vísvitandi — að yfirlögðu
ráði snýst öndverður gegn
trúnni, mun ekki fá hjálpræði,
eins lengi og hann sýnir þessa
stífni gagnvart guði. Við teljum
að kaþólska kirkjan sé í eðli
sinu nauðsynleg, vegna þess að
Kristur stofnaði hana sem leið-
toga vorn til eilífs lífs o^ að
hann hét því að hún mnndi
standa sem vegur vor til hjálp-
ræðis allt til enda veraldar. Við
álítum að kaþólskur maður
stanfii betur að vígi f lífinu
vegna þess að Kristur hefur
stofnað kirkjuna og séð um að
hún hefði yfir fleiri náðarmeð-
ulum að ráða en nokkur önnur
trúarbrögð. Þessi náðarmeðul
eru hin 7 sakramenti: skírn,
ferming, altarissakramentf,
skriftir, heiiög olean fyrir þá
sem þungt eru haldnir, prests-
vígsla og hjónaband.
Kristinn maður.
Hvað er kristinn maður sam-
kvæmt yðar skilgreiningu?
Kaþólska kirkjan telur þann
mann kristinn sem er skírður
með vatni í nafni heilagrar
Þrenningar í þeim tilgangi að
hann tilheyri kirkju Krists. Sér-
hver viti borinn maður getur
skírt svo að gilt sé, jafnvel heið-
ingi, — hafi hann eingöngu
þann tilgang að gjöra það sem
gjörir kirkju Krists og að hann
gjöri það á réttan hátt, það er:
helli vatni á skírnarþegann og
segi um leið: Ég skíri þig í nafni
Föðurins og Sonarins og hins
Heilaga Anda. — En skirnin er
svo mikilvæg og nauðsynleg að
ég tel að hafi hin upprunalega
skírn af einhverjum ástæðum
verið talin vafasöm, eigi að gefa
varaskírn, — þ. e. Segja á und-
an orðunum: Ef þú ert ekki
skfrður... — Þvf að eingöngu
má skíra einu sinni, — en hafi
skírnin þegar átt sér stað, er
þessi varaskírn engin skírn.
Kirkjan telur að öll börn, sem
skírð eru og hafa ekki afneitað
henni tilheyri henni, — og hætti
ekki að tilheyra henni fyrr en
þau sverji annari kirkju holl-
ustueiða (t. d. í fermingunni).
Þá er ég kristinn maður, en
mér er neitað um að fara til
altaris í kaþólsku kirkjunni.
Það stafar af því að þér hafið
við fermingu (kannski einnig
með öðrum hætti) hafnað ka-
þólskri trú. Væruð þér kaþólsk-
ur maður gætur þér farið til
skrifta og til altaris og orðið að-
njótandi að hinum ýmsu náðar-
meðulum kirkjunnar.
Kirkjuþingið.
Getið þér sagt okkur eitthvað
um kirkjuþingið, sem nú stendur
yfir í Róm?
Að svo komnu máli er ekki
hægt að segja mikið um það.
Fram að þessu er lítið orðið end
anlegt á þinginu, en margt er
í undirbúningi. Það er unnið
sleitulaust f Róm að framgangi
málanna, en bæði verkefnin og
málefnin eru það mikilvæg að
enda þótt Jóhannes páfi XXIII.
vilji að þingi ljúki á jóladag
þessa árs (400 ára afmælis
kirkjuþingsins f Trent) er varla
hægt að búast við svo skjótum
endi.
Á þinginu eru miklar breyt-
ingar í bígerð, en of snemmt að
segja til um það hvað nái þar
fram að ganga.
Og hvemig er að vera kaþólsk
ur biskup á íslandi?
Ég minnist þess, að Ólafur
Thors, forsætisráðherra, hafi
einu sinni spurt mig að þessu
sama. Jæja, hverju á ég a
svara? Vitaskuld slepp ég við
margt óþægilegt, sem þyrfti að
sinna ef kaþólska kirkjan væri
ríkiskirkja, — hins vegar er ka-
þólska kirkjan það virðuleg og
gömul stofnun og langstærsta
kristna trúarfélagið f heimi og
nýt ég einnig einhvers góðs af
þvf.
Messur um hátíðarnar
Hallgrímskirkja: Skírdagskvöld:
Messa og altarisganga kl. 8,30.
Séra Hjalti Guðmundsson.
Föstudagurinn langi: Messa kl.
11, séra Jakob Jónsson. Messa kl.
5, séra Sigurjón Þ. Árnason.
Páskadagur: Messa kl. 8 árdeg-
is, séra Jakob Jónsson. Messa kl.
11, séra Sigurjón Þ. Árnason.
2. páskadagur: Messa og altaris-
ganga kl. 11, séra Sigurjón Þ.
Árnason. Ferming kl. 2, séra Jakob
Jónsson.
Kirkja Óháða safnaðarins (við
Háteigsveg). Föstudagurinn langi:
Söng- og lesmessa kl. 5 síðdegis.
Páskadagur: Hátíðamessa kl. 8
árdegis. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Séra Emil Björnsson.
Neskirkja: Skírdagur: Almenn
altarisganga kl. 2.
Föstudagurinn langi: Messa kl. 2
Páskadagur: Messa kl. 8 árdegis.
2. páskadagur: Barnamessa kl.
11.30. Messa'kl. 2. Séra Jón Thor-
arensen.
Háteigssókn: Messur í hátíðasal
Sjómannaskólans:
Föstudagurinn langi: Messa kl. 2.
Páskadagur: Messa kl. 8 árdegis.
Messa kl. 2. Séra Jón Þorvarðsson.
Bústaðaprestakall: Skírdagur:
Altarisgöngumessa í Kópavogs-
kirkju kl. 8,30 e. h.
Föstudagurinn langi: Messa 1
Réttarholtsskóla kl. 2 e. h.
Páskadagur: Messa í Kópavogs-
kirkju kl. 8 f. h. Messa í Kópavogs
kirkju kl. 2 e. h.
2. páskadagur: Fermingarmessa i
Kópavogskirkju kl. 10,30 f.h. Ferm-
ingarmessa í Kópavogskirkju kl. 2
e. h. Séra Gunnar Árnason.
Laugarneskirkja: Skirdagur:
Messa kl. 2, altarisganga.
Föstudagurinn langi: Messa kl.
2.30.
Páskadagur: Messa kl. 8 árdegis.
Messa kl. 2,30.
2. páskadagur: Messa kl .10,30,
ferming, altarisganga. Séra Garðar
Svavarsson.
Elliheimilið: Skírdagur: Guðsþjón
usta og altarisganga (útvarpað) kl.
11 f. h. Séra Magnús Runólfsson
annast altarisþjónustu, séra Sigur-
björn Á. Gíslason predikun og
Hjalti Guðmundsson orgelleik.
Föstudagurinn langi: Guðsþjón-
usta kl .10 f. h. Séra Hjalti Guð-
mundsson og heimilispresturinn,
séra Sigurbjörn Á. Gíslason.
Páskadagur: Guðsþjónusta kl. 10
f. h. Heimilispresturinn, séra Sig-
urbjörn Á. Gíslason.
2. páskadagur: Guðsþjónusta kl.
2, séra Bragi Friðriksson. Á eftir
finnast fyrrverandi sóknarprestar.
Langholtsprestakall: Skírdagur:
Messa kl. 11 (almenn altarisganga).
Föstudagurinn langi: Messa kl. 2.
Páskadagur: Messa kl. 8 árdegis.
Messa kl. 2.
2. páskadagur: Messa kl. 10,30
(ferming). Messa kl. 2 (ferming).
Fríkirkjan: Skírdagur: Messa og
altarisganga kl. 11 f. h.
Föstudagurinn Iangi: Messa kl. 2
Páskadagur: Messa kl. 8 f. h.
Messa kl. 2.
2. páskadagur: Fermingarmessa
kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson.
Dómkirkjan: Skírdagur: Messa kl
11. Altarisganga. Séra Óskar J.
Þorláksson. Kl. 8,30 kvöldsamkoma
Bræðrafélagsins.
Föstudagurinn langi: Messa kl.
11. Séra Jón Auðuns. Messa kl. 5.
Séra Óskar J. Þorláksson.
Páskadagur: Messa kl. 8. Séra
Óskar J. Þorláksson. Messa kl. 11.
Séra Jón Auðuns.
2. páskadagur: Messa kl. 10.30.
Ferming. Séra Óskar J. Þorláksson.
Messa kl. 2. Ferming. Séra Jón
Auðuns.
Kaþólska kirkjan: Skfrdagur:
Kl. 6 sfðd. hámessa. Föstúdágurínn
langi: Kl. 5.30 síðd. Minningar-
guðsþjónusta um píslir og dauða
Jetsús Krists.
Aðfangadagur páska: Kl. 11
sfðd. hefst páskavakan. Stuttu
eftir miðnætti hefst páskamessan.
Páskadagur: KI. 9.30 árd. lág-
messa með prédikun. (Barnakórinn
syngur). Kl. 11 árd. biskupsmessa.
KJrkjukvöld /
Dómkirkjunni
Fimmtudaginn 11. apríl (skfrdag)
gengst bræðrafélag Dómkirkjunnar
fyrir kirkjukvöldi í Dómkirkjunni.
Athöfnin hefst kl. 20,30.
Efnisskráin verður þannig:
1. Hr. prófessor Þórir Kr. Þórð-
arson setur samkomuna og stjórn-
ar henni. 2. dr. Páll ísólfsson leikur
á orgel. 3. Stúdentar úr guðfræði-
deild Háskólans syngja þætti úr
messu. 4. Frú cand. theol. Geirþrúð
ur Bernhöft flytur ræðu. 5. Svala
Níelsen syngur. 6. Að lokum syngja
allir: Son Guðs ertu með sanni.
Bræðrafélagið vonar, að sem
flestir innan- og utansafnarmenn
komi í Dómkirkjuna á skfrdags-
kvöld.
Dr. Pál ísólfsson þekkja allir,
hann þarf ekki að kynna. Svala
| Níelsen á vaxandi vinsældum að
j fagna meðal borgarbúa. Það Vérð-
ur áreiðanlega ánægjulegt að hlusta
á hana í Dómkirkjunni, með undir-
leik dr. Páls. Þeir guðfræðistúdent-
ar, er hér koma fram, hafa æft
undir handleiðslu dr. Róberts A.
! Ottóssonar söngmálastjóra Þjóð-
kirkjunnar. Þarf ekki að efa, að
'þeir þættir, er þeir flytja, verði
I viðstöddum til ánægju. Frú Geir-
! þrúður Bernhöft er guðfræðingur
að menntun. Það við bezt vitum,
hefur hún ekki áður komið fram
á kirkjukvöldi. Við, sem að þessu
kirkjukvöldi stöndum, erum frú
Geirþrúði Bernhöft afar þakklátir
fyrir góðvilja hennar, að flytja
ræðu við þetta tækifæri í Dóm-
kirkjunni.
Skrifstofuhúsnæði
Skrifstofuhúsnæði til leigu á bezta stað
í Miðbænum. Upplýsingar í síma 13851.
Tilboð má senda í Pósthólf 252, Reykjavík.
AÐALFUNDUR
Flugfélag íslands h.f. verður haldinn föstu-
daginn 17. maí 1963 og hefst kl. 14.00 í fund-
arsal Hótel Sögu, II. hæð.
D A G S K R Á :
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Aðgöngu- og atkvæðamiðar fyrir fundinn
verða afhentir hluthöfum á aðalskrifstofu
félagsins í Bændahöllinni 15. og 16. maí.
Reikningar félagsins fyrir árið 1962, munu
liggja frammi fyrir hluthafa á aðalskrifstofu
félagsins frá 10. maí.
Stjórnin.
Frá Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur
Frá og með 1. maí n. k. hættir Bjöm Guð-
brandsson að gegna heimilislæknisstörfum
fyrir Sjúkrasamlagið,. vegna anna við sér-
fræðistörf.
Þess vegna þurfa allir þeir, sem hafa hann
fyrir heimilislækni, að koma í afgreiðslu
" samlagsins, Tryggvagötu 28, með samlags-
bækur sínar, hið fyrsta, til þess að velja sér
lækni í hans stað.
Skrá yfir samlagslækna þá, sem velja má um,
liggur frammi í samlaginu. v
Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
SJÓNVARPIÐ
Miðvikudagur 10. apríl.
17.00 What’s My Line?
17.30 Sea Hunt
18.00 Afrts News
18.55 Social Security in Action
18.30 Focus On America
19.00 My Three Sons.
19.30 Wonders Of The World
20.00 Bonanza
21.00 The Texan
21.30 Freedom And You
22.30 The Fight Of The Week
23.15 Northern Lights Playhouse
„Blake of Scotland Yard“
Final Edition News
Fimmtudagur 11. apríl (skírdagur).
17.00 Magic Land Of Allakazam
17.30 Science In Action
18.00 Afrts News
18.15 The Telenews Weekly
18.30 To Tell The Truth
19.00 Zane Grey Theater
19.)0 Bell Telephone Hour
20.30 The Dinah Shore Show
21.30 Bat Masterson
22.00 The Untouchables
23.00 Science Fiction Theater
23.30 Lock Up
Final Edition News
Föstudagur 12. apríl (föstud. langi).
17.00 So This Is Hollywood
17.30 Password
18.00 Afrts News
18.15 Greatest Dramas
18.30 Lucky Lager Sports Time
19.00 Current Events
19.30 Tennessee Emie Ford
20.00 The Garry Moore Show
21.00 Naval Aviation Review
21.30 Music On Ice
22.30 Northern Lights Playhous
„Bridge of San Luis Rey"
Laugardagur 13. apríl.
12.30 The Shari Lewis Show
13.00 Current Events
14.00 Saturday Sports Time
16.30 Harvest
17.00 The Price Is Right
17.30 Candid Camera
17.55 The Chaplain’s Comer
18.00 Afrts News
18.15 The Airman’s World
18.30 The Big Picture
19.00 Perry Mason
20.00 Wanted, Dead Or Alive
20.30 Gunsmoke
21.30 Have Gun — Will Travel
22.00 Opening Night
22.30 Northem Lights Playhouse
„Heartaches"