Vísir - 10.04.1963, Page 16
ÍSIR
Bíllinn fór
á bólnknf
Miðvlkudagur 10. apríl 1963
Hntíð Inndn
í London
Þann 5. apríl héldu íslend-
ingar í London hátíðlegt 20 ára
afmæli íslendingafélagsins þar
í borg. Komu þeir saman á
einu kunnasta gistihúsi borgar
innar, Dorcester Hotel (Orch-
id Room) til fagnaðarins sem
núv form. fúlflfrRÍns .Túhnnn
Frá íslendingafélaginu í London. Hér sjást talíð frá vinstri: Björn Bjömsson kaupmaðiir, Gróa Jónsdóttir sendiherrafrú, Karl Strand læknir,
Jóhann Sigurðsson formaður íslendingafélagsins og Henrik Sv. Björnsson sendiherra.
AFBROT UNCLINCA FLIIRI
IN NOKKRU SINNIÁOUR
Bamavemdarnefnd
Reykjavíkur hafði s.l. ár
fleiri afbrotamál ungl-
inga til meðferðar en á
nokkru einu ári áður,
eða samtals 639 brot hjá
401 barni.
Ef þessi brota- og barnafjöldi
er borinn saman við næsta ár á
undan kemur í ljós, að þá var
brotafjöldinn samtals 399 hjá
253 bömum, eða meir en þriðj-
ungi færri.
Þess ber í þessu sambandi að
geta, að mikið af aukningunni
tilheyrir þeim lið brota, sem fær
ist undir „flakk og útivist", en
sú aukning mun fyrst og fremst
eiga rætur sínar að rekja til
stóraukins eftirlits lögreglunnar.
Um verulega fjölgun brota er
einnig að ræða á liðunum „Þjófn
aður og innbrot", án þe^s þó að
þar hafi átt sér stað samsvar-
andi fjölgun barna. Ástæðan til
fjölgunar brota á þessum liðum
munu öðru fremur vera sú, að
vistheimilið í Breiðuvík varð,
vegna byggingarframkvæmda að
hætta við að taka á móti drengj-
um síðari hluta ársins. Varð það
til þess að nokkrum drengjum,
sem lentu í ítrekuðum innbrot-
um og þjófnuðum varð ekki
komið úr borginni svo fljótt
sem skyldi.
Eins og áður getur eru það
samtals 401 barn sem við sögu
kom hjá barnaverndarnefnd á
s.l. ári, þar af 257 drengir og
144 telpur. Brot telpnanna er 1
langflestum tilfellum flakk og
útivist, eða 111 tilfelli, í 27 til-
fellum lauslæti og útivist, 11
skipti hnupl og þjófnaður, 3
ölvunartilfelli, svik og falsanir
í 1 tilfelli og ýmsir óknyttir í
2 tilfellum.
Hjá drengjunum skiptast
brotin niður sem hér segir:
Hnupl og þjófnaður 221, innbrot
58, svik og falsanir 6, skemmd-
Síðdegis í gær slasaðist öku-
maður bifreiðar illa er tveir bflar
rákust saman á Suðuriandsvegi
hjá Rauðavatni.
Áreksturinn varð milli sendi-
ferðabifreiðar, sem var á Ieið aust-
ur í Hveragerði og langferðabifreið
ar sem var að koma austan frá
Selfossi. í sendiferðabifreiðinni
var ein stúlka, auk bifreiðarstjór-
ans, en I langferðabflnum voru 17
farþegar.
Á árekstursstað var flughálka
vegna ísingar sem myndast hafði
við úða frá vatninu sem fokið
hafði yfir veginn og myndað svell
á honum. Við áreksturinn kastað-
ist sendiferðabíllinn út í vatnið,
en langferðabíllinn stöðvaðist með
afturhjól á vegbrún og munaði
ekki miklu að hann færi allur út
af veginum.
Ökumaðurinn í sendiferðabílnum
slasaðist mikið, var honum bjarg-
að meðvitundarlausum út úr sendi-
ferðabílnum, og síðan fluttur í
Landakotsspítala þar sem hann
Framhald á bls. 5
ir og spell 36, flakk og útivist
119, meiðsl og hrekkir 3, ölvun
14 og ýmsir óknyttir 27.
Barnaverndarnefnd tekur
fram að fjöldi brota á liðnum
mánuðum, „lauslæti og útivist"
stúlkna gefi á engan hátt rétta
hugmynd um það mikla vanda-
Framhald á bls. 2
STÓRBÆTTUR FJÁRHAG-
1) Gjaldeyrisstaðan batnaði um
623 millj. kr. á árinu og
gjaldeyriseignin var 1150
millj. kr. f árslok.
2) Sparifé landsmanna jókst
um 762 millj. kr. eða moir
en nokkru sinni fyrr.
3) Erlendar skuldir til langs
tfma lækkuðu um 77 mfllj.
króna.
4) Á árinu voru greidd til fulls
yfirdráttarlán að upphæð
595 millj. kr., sem tekin
voru hjá Alþjóða gjaldeyris-
hagstæður á árinu um 250
til 300 millj. króna. Hann
hefur aðeins verið hagstæð-
sjóðnum og Evrópusjóðnum.
5) Viðskiptajöfnuðurinn var
ur seinustu tvö árin, en fyrr
var hann jafnan óhagstæður
allt frá strfðslokum.
6) Heildarverðmæti útflutnings
ins jókst um 17% eða 538
millj. kr. Innflutningur jókst
um 20%, ef skip og flugvél-
ar eru frátalin.
7) Mikilvægasti árangurinn f
efnahagsmálum sem náðist á
árinu var sá, að þjóðarfram-
Ieiðslan jókst Um 5% á ár-
inu, en var 3% árið 1961.
UR ÞJÓÐARINNAR
Árið 1962 reyndist
þjóðarbúskap íslend-
inga í flestum efnum
mjög hagstætt segir
Seðlabanki íslands í árs
skýrslu sinni í gær. Kem
ur þar tvennt til, skyn-
samleg stjóm efnahags-
málanna og góð afla-
brögð. í skýrslunni er
merkan fróðleik að
finna um stórbatnandi
efnahagsástand þjóðar-
innar og eru þetta helztu
atriðin:
StóHiríð fyrir norðan og
Veðrið mun huldust í dug
Vísir átti í morgun við
tal við Jón Eyþórsson
veðurfræðing um norð-
anveðrið mikla, sem
geisað hefir s. 1. sólar-
hring og geisar ennþá,
svo og um veðurhorfurn
ar í dag og á morgun og
um páskana.
Jón Eyþórssyni fórust orð á
þessa leið:
1 morgun var aðeins farið að
draga úr veðurhæðinni á Vest-
fjörðum en þar var enn fann-
moksturshríð með miklu frosti,
í Æðey var t. d. 13 stiga frost.
Á öllu Norðurlandi og Aust-
fjörðum má heita norðaustan
stórhríð með 11—13 stiga
frosti norðanlands og 5—8
stigafrosti austanlands. Snjó-
koman nær suður um Reyðar-
fjörð a. m. k. Á Suðurlandi er
úrkomulaust og vfða bjart.
Veðurhæð er þar mjög mis-
jöfn, svo til logn á Fagurhóls-
mýri og Kirkjubæjarklaustri en
9—10 vindstig f Vestmanna-
eyjum Frost er einnig mjög
misjafnt sunnanlands, 10.—12
stig í Reykjavík og um suðvest-
anvert landið en ekki nema 3—
6 stig f Skaftafellssýslu þar
austan
sem mildast er.
Um veðurútlitið sagði Jón
Eyþórsson:
Þetta mikla veður mun hald
azt svipað í dag, nema ef það
skánar eitthvað á Vestfjörð-
um. En ég geri mér vonir um
að það dragi úr veðrinu í nótt
og vonandi fer eitthvað að
draga úr frostinu á morgun, án
Framh. á bls. 5