Vísir - 11.05.1963, Page 5
VÍSIR . Laugardagur 11. maí 1963.
5
Fyrsta bókauppboð ársins
Meðal uppboðsbóka Forordningar
Magnúsar iCetilssonar I - III
Fyrsta bókauppboð Sigurðar
3enedikts»onar á þessu ári verður
laldið i Þjóðleikhúskjallaranum
aæstkomandi þriðjudag, kl. 5 síðd.
Sigurður hefur aðeins haldið
tvö bókauppboð áður í vetur, bæði
fyrir áramót. Eru það færri upp-
boð en venja hefur verið undan-
farna vetur og mun stafa af því
að framboð hefur verið minna en
áður.
Á uppboði því sem 'nú stendur
fyrir dyrum verða margar fágætar
og dýrmætar bækur en alls verða
85 númer boðin upp. Hér skal get-
ið nokkurra, sem telja verður í röð
þeirra fágætari eða eftirsóttari:
Skáldsagan Mannamunur eftir Jón
Mýrdal, gefin út á Akureyri 1872,
ep þá bók kvaðst Sigurður aldrei
hafa haft á uppboði áður, enda er
hún í senn fágæt og eftirsótt.
Verðandi, tímarit sem nokkurir
Hafnarstúdentar gáfu út í lok síð-
ustu aldar, Islands Rortlægning,
Alþýðubókin og Nokkrar sögur
eftir Halldór Kiljan Laxness, Frá
Grænlandi, frumútgáfan, Khöfn
1836 eftir Sigurð • Breiðfjörð,
Stjórnaróður eftir Gísla Konráðs-
son, Ak. 1858, Norsku lög, prent-
uð í, Hrappsey 1779, Historisk
Indledning til den gamle og nye1
Rettergang eftir Jón Árnason,
Khöfn 1762, Forordninger og
Aabne Breve eftir Magnús sýslu-
mann Ketilsson, en sú bók kom
út í þrem bindum og var prentuð
í Hrappsey og Khöfn á árunum
1776—87. Er ekki ósennilegt að
þessi bók fari á dýrustu verði
þeirra bóka sem á uppboðinu
verða.
Tvær biblíur verða bóðnar upp,
annars vegar ljósprentun Guð-
brandsbiblíu og hins vegar' biblíu-
útgáfan frá frá 1908, en hún gekk
á sínum tíma undir nafninu heiðna-
biblían, enda var hún gerð upptæk
og upplag henar eyðilagt. Af þeim
sökum er hún fágæt orðin. Á
þetta eintak hefur Matthías Joch-
umsson skáld skrifað eigin hendi
til vinkonu sinnar, þar sem hann
gefur henni bókina og skrifar auk
þess eftirfarandi vísu:
Látum líða og bíða börn,
betur þakka ég vífi
þeg’ ég rís eins og örn
' aftur í fegra lífi.
Matthías dagsetúr þessa vina-
gjöf 29 júií 1920, eða skömmu áð-
ur en hann dó.
Önnur bók kom út sama árið, sem
vakti þá fyrst á eftir nokkurt um-
Gjaldeyrissjóðir
hramnnia -.1 nii- •
aukizt á síðasta ári um 808
millj. kr. Nú í s. 1. marzmán-
uði einum var sparifjáraukn-
ingin 27 millj. kr.
Aukinn
gjaldeyrisforði.
b. Með iögum um Seðla-
bankann var ákveðið að binda
hluta af sparifjáraukningu
bankanna og sparisjóðanna í
Seðlabankanum. Þetta hefur
gert Seðlabankanum kleift að
auka gjaldeyrisforðann. Er
nú svo komið að gjaldeyris-
eign fslendinga er orðinn
1227 millj. kr. (marzlok). Öll
er þessi gjaldeyriseign í frjáls
um gjaldeyri að undanskild-
um 24. millj. kr., sem eru í
vöruskiptagjaldeyrir. Er hér
um að ræða meiri gjaldeyris-
varasjóð en íslendingár hafa
nokkru sinni eignazt síðan í
styrjaldarlokin
Lausaskulcl
greiddar.
c. Með þessum ráöstöfun
um svo og með þeirri fjár-
málastjóm, sem verið hefur á
afgreiðslu fjárlaga og þeim
tekjuafgangi, sem þar hefur
skapazt, hefur ríkissjóði
reynzt mögulegt að greiða
niður þær fjölmörgu og geig
vænlegu lausaskuldir ríkisins,
sem safnazt höfðu fyrir tíð
viðreisnarstjórnarinnar. I dag
eru engar lausaskuldir fyrir
hendi.
Hins vegar hefur ríkis-
stjómin tekið upp þá stefnu
að taka erlend Ián til lengri
tíma sem af augljósum ástæð
um er hagstæðara og hag-
kvæmara. Skuldir vegna þess
ara Iána hafa þó elcki aukizt,
þvert á móti, þær hafa minnk
að um 96 milljónir króna, þ.
e. við höfum greitt meir af
fyrri Iánum, en við höfum
tekið á þessu tímabili. Hins
vegar skal þess getið til sam-
anburðar, að erlendar skuldir
til langs tíma jukust á tíma-
bilinu 1954—’58 um 1177
millj. kr.
Þessar tölur allar tala
skýru máli um ástandið í
fjármálum rikisins I dag.
Hin batnandi gjaldeyrisað-
staða hefur haft áhrif til góðs
á fleiri sviðum en sem tekur
til erlendra lánastofnana. —
Mögulegt hefur verið af þess-
um sökum að losa um við-
skiptahömlur, gera verzlun-
ina frjálsari. Einnig hefur
verið kleift að styðja hina
einstöku atvinnuvegi, Ieggja
fé í verklegar framkvæmdir,
sem skynsamlegar og nauð-
synlegar hafa þótt. Nægir I
því sambandi að benda á þær
ramkvæmdir sem fram-
kvæmdaáætlunin gorir ráð
fyrir og þar eru fyrirhugað-
ar. Áætlaðar eru framkvæmd
ir í raforkumálum, samgöngu
og hafnamálum, sjávarútvegi,
Iandbúnaði, virkjunum o. fl.
o. fl.
Fjárframlög til verklegra
framkvæmda, þ. e. vega,
brúa, hafna, flugvalla, skóla,
sjúkrahúsa, eru skv. fjárlög-
um 197 millj. kr. á yfirstand-
andi ári. Er það um tvöfalt
hærri upphæð, að krónutölu,
en varið var til verklegra
framkvæmda 1958 (90 millj.
kr.).
Allt er þetta vegna fjár-
málastefnu ríkisstjórna'innar
Fer vart á milli mála hvort
sú stefna hafi verið til góðs
eða ills.
tal, en það voru Kaþólskir sálmar,
sem taldir voru íslenzkaðir af
síra Matthíasi Jochumssyni, enda
þótt hann væri þá þjónandi prest-
ur þjóðkirkjunnar.
Nokkrar enskar ferðabækur um
I’sland verða á uppboðinu, þ. á m.
bækur eftir E. Henderson, A. J.
Symington, C. G. W. Lock, E. J.
Oswald, J. F. Vicary, C. S. Forbes
og I. Pfciffer.
Af öðrum bókum má nefna
þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar í
skrautbandi, kínversku þýðinguna
á Passíusálmum Hallgrfms Péturs-
sonar, Tíðavísur Jóns Hjaltalíns
með báðum kápum o. fl.
Bækurnar verða sýndar í Þjóð-
leikhúskjaliaranum á mánudag og
þriðjudag.
Stangaveiðimót-
Framhald af bls. 16.
80—100 lestir 'að stærð, en ætlað
er að 5—8 veiðimenn séu á hverj-
um báti.
Þetta er fjórða sjóstangaveiði-
mótið í röðinni og verður væntan-
lega einnig það fjölmennasta til
þessa. Það hefst 23. þ. m. (upp-
stigningardag) og varir í 3 daga
eða til 25. maí, að báðum meðtöld-
um. Flogið verður til og frá Eyjum
ef tækt verður.
Það er ferðaskrifstofan Saga í
Reykjavík sem annast allan undir-
búning mötsins ásamt Sjóstanga-
veiðifélagi Reykjavíkur, en for-
maður þess er Birgir Jóhannsson
tannlæknir.
Njáll Símonarson forstjóri ferða-
skrifstofunnar Sögu tjáði Vísi að
auðvelt myndi vera að fá erlenda
sjóstangaveiðimgnn til að taka
þátt í þessurh mótum ef til þess
væri ætlazt. En þá þyrfti mikinn
undirbúning og gott skipulag, sem
væri ákveðið alllöngu fyrirfram.
M. a. þyrfti að gefa út góða aug-
lýsingabæklinga um mótið og
senda þá til félaga veiðimanna
víðs vegar um heim. Myndi marga
fýsa að koma hingað til Iands í
þessu skyni, enda virðast þeir út-
lendingar, sem fram að þessu hafa
tekið þátt í sjóstangaveiðimótun-
um við Vestmannaeyjar farið mjög
ánægðir heim. Þátttaka þeirra hef-
ur aldrei verið mikil, f yrst og
fremst vegna þess að mótin hafa
ekki verið auglýst nógsamlega er-
| lendis. Flestir voru þeir í fyrsta
i mótinu, fyrir fjórum árum, en þá
| tóku 15 útlendingar þátt í því.
AFLAKONGUR
Þessi mynd er af aflakónginum
Finnboga Magnússyni, skipstjóra
á Helga Helgasyni.
Fyrsti bílapóstkassinn
Ljósmyndari blaðsins átti leið
framhjá Bændahöllinni i gær
og tók þá eftir að póstkassa
hafði verið komið fyrir á eyj-
unni milli tveggja akreina fyrir
framan húsið. — En það sem
vekur einkum athygli við stað-
setningu póstkassans er það,
mjög auðvelt er að aka báðum
megin upp að póstkassanum og
setja bréf í hann sitjandi inn í
bifreið og má því nefna þetta
bílapóstkassa. — Vísir hafði tal
af póstmeistaranum, Matthíasi
Guðmundssyni, og sagði hann
blaðinu að þetta væri í fyrsta
skiptið, sem póstkassi hefði ver-
ið staðsettur á frísvæði og við
staðsetningu hans hefði verið
haft í huga að hægt væri að
póstieggja bréf úr bifreið. Sagði
Matthias enn fremur, að póst-
stofan hefði haft þetta í huga i
nokkurn tínia og ef þetta gæf-
ist vei, myndu fleiri kassar
verða staðsettir á svipaðan hátt.
Fimtn éru drengur slnsost
Fimm ára gamall drengur mun
hafa slasazt allmikið, er hann varð
fyrir bifreið skammt frá mótum
Sundlaugavegar og Laugarnesveg-
ar um hádegisleytið í gær.
Það var laust fyrir klukkan hálf-
eitt i gær, að lítilli Station-fólks-
42 þúsund
Framhald af bls. 16.
ingar, eða 10.000 fleiri en grund
vallartalan er nú, en vafalaust
munu nú 25.000 fleiri íslending
ar kunna sund nú en þá o. s.
frv. — og engin fjarstæða, að
42 þúsund íslendinga syndi 200
metrana í ár, þegar 38 þúsund
syntu þá 1954. Sá fjöldi — hvað
þá meiri — myndi vafalítið færa
íslandi sigur.
Framkvæmdanefndina skipa: Erl-
ingur Pálsson form., Þorsteinn Ein-
arsson framkvæmdastjóri, Þorgils
Guðmundsson aðstoðarmaður fram
kvæmdastjóra, Ingvi R. Baldvins-
son varaform., Höskuldur Goði
Karlsson gjaldkeri, Kristján L.
Gestsson meðstj., Ragnar Stein-
grímsson meðstj. pg Þorgeir Svein-
bjarnarson ritari.
Keppt verður um bikar, sem gef-
mn er af Gustaf VI. Svíakonungi.
Sundmerki keppninnar eru falleg
og fer allur ágóði af sölu þeirra
að frádregnum kostnaði til efling-
ar sundíþróttarinni.
Framkvæmd keppninnar verður
í hverju bæjar- og sýslufélagi í
höndum framkvæmdanefndar, sem
viðkomandi stjórn héraðssambands
eða íþróttabandalags skipar.
bifreið var ekið austur Sundlauga-
veginn. Þegar hún var komin spöl
austur fyrir gatnamót Laugarnes-
vegar lenti hún á 5 ára gömlum
dreng, Sigurjóni Sveinbjörnssyni,
til heimilis að Laugarnesvegi 54.
er hann var að ganga norður yfir
Sundlaugaveginn.
Drengurinn lenti fyrir hægra
framhorni bifreiðarinnar og mun
hafa hlotið mikið högg, því hjól-
koppur bifreiðarinnar dældaðist,
og auk þess skrapaðist málning af
bifreiðinni, þar sem drengurinn
lenti á henni.
Óttazt er að drengurinn hafi slas
azt allverulega og m. a. var vitað,
að hann var illa fótbrotinn. Hann
var fyrst fluttur i sjúkrabifreið í
slysavarðstofuna og að athugun
þar lokinni í barnadeiid Landspít-
alans.
Áhöfn til
varnar
1 gærkvöldi kom til nokkurr-
ar streitu milli lögreglunnar og
skipstjóra á dönsku skipi í
höfninni. Ætlaði lögreglan að
fjarlægja miðaldra íslenzká
konu úr skipinu, en skipstjór-
inn neitaði .og hótaði að láta á-
höfn sína verja skipið. Konan
vildi heldur hvergi fara. Náð
var þá í umboðsmann skipsins
og fékk hann talið skipstjóra á
að afhenda konuna svo átökum
varð forðað.