Vísir - 11.05.1963, Side 6
6
V í S IR . Laugardagur 11. maf 1963.
TtíE UNIQUE RECPRQ IN AIO OF TSE WðW.0*S REfTiSEES
FLOTTI
það er laugardagskvöld og
norðan vorkuldinn geisar
úti. Nokkurt frost er og hríð-
arjagandinn nær alla leið suður
á Esju, og hér í Reykjavík kast-
ar éljum öðru hverju. Klukk-
an er að verða átta og ég, sem
flestir aðrir borgarar, sit inni f
hlýrri fbúðinni að afloknum
kvöldverði, og þó ég hafi aldrei
lært að njóta þeirrar dásemda,
sem góð tóbakspípa eða vindill
getur veitt dýrkendum sínum,
nýt ég þess að geta flúið kuld-
ann og verð hugsað til þess,
hve gott við íslendingar eigum
að hafa þó flestir möguleika á
að leita skjóls á eigin heimili
og lája fara vel um okkur, þeg-
ar tækifæri gefst. Hitt er mér
þó ljóst, að það er mannlegt
og þroskavænlegt að vilja einn-
ig þreyta kapp við erfiðieika og
vond veður eins og Hannes Haf-
stein lýsir f kvæði sínu Á Kalda
dai.
Fréttir útvarpsins eru liðnar
og klukkan slær átta. Næsti lið-
ur á dagskránni er kynning á
„Flóttamannaplötunni". Athygli
mín vaknar venju fremur fyrir
efni útvarpsins. Mér verður
hugsað til þess, hvert er tilefni
þessa dagskrárliðs og þessa
mannlega vandamáls, fátæktar-
innar, öryggisleysisins — og
flóttans. Hvenær kemur að því
að mál þessi verði leyst og hve-
nær kemur að því, að samskipti
manna verði eitthvað mannlegri,
en kúgunin og ofbeidi hætti að
ráða ríkjum? Hví þurfa menn að
flýja og hvað er að flýja? Jú,
alltaf geta skapazt þeir erfið-
leikar ,að fólk þurfi að flýja
frá þeim. Náttúruhamfarir, ó-
höpp og margt fleira. En er þá
flóttinn aðallega frá þeim rót-
um runninn? Nei, flóttinn er að
mestu til kominn af manna
völdum. En hvað um það, eymd
fólksins er hin sama og hana
þarf að leysa. Þulur útvarps-
ins skýrir okkur frá, að hljóm-
plata þessi sé gefin út að til-
hlutan Sameinuðu þjóðanna og
að allt hafi verið gefið til henn-
ar. Listamennirnir gáfu sinn
þátt, upptakan var gefin, tollar
voru gefnir eftir, að minnsta
kosti hér á íslandi, og sölu-
laun voru géfin svo að allt gæti
runnið óskert til styrktar flótta-
mönnunum. Þulurinn lýsti þessu
með hjartnæmum orðum, svo
að ekki efa ég, að hann hafi
gefið sinn þátt, þvf sjálfsagt
greiðir Ríkisútvarpið fyrir þetta
efni sem annað. Ég hrífst með
hinni dramatisku lýsingu á vol-
æði þessa fólks og samvizkan
vaknar. Ég hafði ekki gert
skyldu mfna með að kaupa
plötu, en innra með mér strengi
ég þess heit að leggja mitt litla
lóð á vogarskálirnar þó síðar
verði.
•
Að loknum þeim ávarpsorð-
um, sem þulurinn flutti, er
platan leikin, en ekki hreifst ég
verulega af efni hennar, en það
er nú annað mál. Kvöldið leið
áfram og ekki var annað hægt
en fyllast baráttumóði við að
hlusta á hina ágætu sögu Jóns
Trausta, Veizlan. á Grund, sem
flutt var næst á eftir og búin
var sem leikrit af Valdemar
Lárussyni. Manndráp eru mér
ekki hugstæð, en þó gat ég ekki
annað en fyllzt spenningi yfir
þeim átökum, sem þarna áttu
sér stað, og sýndu glöggt,
hvaða verði fólk kaupir frelsið.
Það þarf mikinn manndóm og
kjark til að snúast svo við of-
beldinu, en þó þannig sé við
því snúizt, er það þvf miður of
oft, að ofbeldið sigrar og und-
an því verður að flýja út f ó-
vissuna og hörmungarnar, ef
lífi á að halda eða frelsi. En
þetta var nú f þann tfð, árið
1362.
•
„JJagur er liðinn, öld af öld
er borin“ síðan þessi átök
skeður. Hversu margir hafa ekki
barizt fyrir framgangi réttlætis-
ins allan þann tíma og það
væri því ekki óeðlilegt þó rang-
lætið væri farið að láta undan
sfga. Hin sorglega staðreynd er
samt, að það »á sér allt of
marga málsvara enn þann dag
í dag. Mér verður á ný hugsað
til flóttafólksins, sem verið var
að spila plötuna fyrir. Hvers
vegna þurfti það að flýja? Að-
eins að það hafði ekki alveg
sömu skoðanir á málefnum
þessa heims og kannski annars
og valdhafarnir, og ef til vill
með einu ógætilegu orði látið
það f ljós. Eða þá, að Iffskjör-
in voru svo slæm f einhverju
alþýðulýðveldinu, að við þau
varð ekki unað. Getum við Is-
lendingar trúað því, að þetta
eigi sér stað, og getum við sett
fram í huga okkar sanna mynd
af þeim hörmungum. sem fólk
vill á sig ieggja til að losna
undan þessari ofboðslegu kúg-
un? Sennilega ekki. Hvað liggur
á bak við það, að foreldrar,
einstakir feður eða mæður fari
að heiman frá sér um hánótt og
skiiji allt sitt eftir nema börnin
og geri örvilnaða tilraun til að
sleppa fram hjá byssukjöftun-
um og f gegnum gaddavirsgirð^
ingamar ef þess er nokkur
kostur, en mega þó frekar gera
ráð fyrir að falla í kúlnahríð-
inni eða að lenda aftur á valdi
böðlanna. Enginn gerir slfkt að
leik. Þetta er ægileg mynd, og
hvað bíður svo frelsið upp á?
Flóttamannabúðir og fátækt,
að minnsta kosti til að byrja
með. En vonin — vonin um
eitthvað betra líf einhvern tíma
í framtíðinni í landi frelsisins er
svona dýru verði keypt, kannski
getur grammófónplatan, sem
þulur Ríkisútvarpsins var að
hvetja fólk til að kaupa, hjálpað
eitthvað til. Þökk sé honum
fyrir hans framlag þessa stund.
9
J>að er ótrúlegt en satt, að
stór hluti fslenzku þjóðar-
innar skuli gera gælur við þá
kúgunarstefnu, sem að þetta
fólk er að flýja, og sem við
heyrum stunurnar f alla leið
hingað norður til íslands. Það
eru milljónir, sem hefur tekizt
að sleppa, en þær væru miklu
fleiri, ef eigi væri allt gert
sem unnt er til að hindra það.
En hvað hafa margir verið
skotnir og hvað hafa margir
verið fluttir í þrælabúðir? Það
vitum við ekki og stunur þess
fólks heyrast ekki hitigað og
fyrir það þýðir 'ekki að Spila
plötur í íslenzka útvárpið.
Getum við trúað því, að þul-
urinn, Magnús Bjarnfreðsson,
fyrrv. ritstj. Frjálsrar þjóðar,
sem spilaði þlötuna á laugar-
dagskvöldið og hafði yfir hin
hjartnæmu orð, leggi þessari of-
beldisstefnu lið? Nei, við trúum
því ekki, en hann var samt um
tfma ritstjóri þess blaðs, sem
sérstaklega var stofnsett til að
veikja- hinar litlu varnir, sem
fsland og fslenzkt frelsi hefur
gegn þessum ógnvaldi. Okkur
fslendingum er nýfengið frelsi
dýrmætt og við verðum að
leggja allt f sölurnar til að
vernda það, ef með þarf, eins
og Helga á Grund, er hún varð-
ist Smiði Andréssyni og böðlum
hans. Það eina, sem við höfum
enn lagt í sölurnar fyrir það
málefni, er að leyfa herliði At-
lantshafsbandalagsins að hafa
afnot af hluta Miðnesheiðar-
innar á Reykjanesi. Nú er flokk-
ur þess blaðs, er þulurinn rit-
stýrði, genginn til náða með
gistivinum sínum, svo að héðan
af verður varla siglt undir
fölsku flaggi. Vonandi hefur
ritstjórinn verið búinn að sjá í
gegnum vefinn og því dregið
sig f hlé, því ég ætla honum
ekki þá tvíhyggju að standa
alltaf með ofbeldinu. Það er þó
kaldhæðni örlaganna að þurfa
að standa f þeim sporum að
biðja þvf fólki líknar, sem ó-
sjálfbjarga hefur rekið á fjörur
frelsisins undan þeirri stjórn-
málastefnu, sem hann hefur
lagt lið.
9
'YT’onandi tekst hinum nytsömu
sakleysingjum ekki að
vefa okkur íslendingum þau
örlög, að við þurfum nokkurn
tíma að verða þiggjendur
þeirra flóttamar.nahjálpar, er
þulur Ríkisútvarpsins lagði lið
laugardagskvöldið 4. maí s.l.
Haukur Eggertsson.
BAT YOSEF sýnir
Listamannaskálanum
Listakonan Bat Yosef opnar sýn-
ingu í Listamannaskálanum í
dag. Öþarfi er að kynna hann
mörgum orðum. Hún er eiginkona
fslenzka málarans „Ferrós“. Hjón-
in hafa að undanfömu starfað í
Paris, og kom Bat Yosef einsömul
með myndir sínar. Myndirnar eru
um eitt hundrað, málverk og klipp-
myndir.
Bat Yosef’ tók á móti blaða-
mönnum klædd í indverskan Sari.
Hún sagði um myndir sínar, að
þær væru frá tímabilinu 1955—
1962. Hingað kom hún í fyrsta
sinn árið 1957 og telur hún mikilla
áhrifa þeirrar heimsóknar gæta f
sfðari verkum sínum.
„ísland hefur að fullu og öllu
helgað þetta skeið ævi minnar,
ekki aðeins garrinn, rokið, held-
ur sjálfur raunveruleiki þess frjáls-
ræðis, sem ísland er... Ég hef
farið víða, en hvergi hef ég orð-
ið fyrir eins djúpri reynslu hins
raunverulega frelsis og þegar ég
hef þeyst á hestbaki um Kirkju-
bæjarheiðina á Síðu,“ segir lista-
i 'konan í sýningarskránni.
I Sýningin verður opin til 22. þ. m.
Strandferðir Esju
Út af fréttagrein með 3ja dálka
yfirskrift „Strandferðaskip notað
i þágu Framsóknarmanna", sem
birtist í Vísi í dag, vill undirritað-
ur taka fram eftirgreint:
M/s „Esja“ fór héðan á hádegi
laugardaginn 4. maí austur um
Iand í hringferð og á samkvæmt
hinni prentuðu ferðaáætlun að
koma aftúr til Reykjavíkur á morg-
un, laugardag 11. maí.
Þegar skipið kom til Akureyrar
hinn 8. þ. m. var mér bent á það
af starfsmanni í farþegaafgreiðsl-
unni, að daginn áður, 7. mai, hefðu
farið héðan með m/s ,,Heklu“ 22
menn á vegum Samvinnutrygginga
til fundar á Isafirði, sem halda
ætti 9. maf, en svo ættu 30 menn
af þeim fundi pantað far suður
frá ísafirði með „Esju“, sem ætti
samkvæmt hinni prentuðu ferðáá-
ætlun að vera á Vestfjarðahöfnum
frá fsafirði til Patreksfjarðar hinn
10. maí.
Upplýsti afgreiðslumaður far-
miða, að eftir því hefði verið geng-
ið áður en nefndir farmiðar voru
afgreiddir með „Heklu“, hvort ekki
mætti treysta ferðaáætlun „Esju
varðandi suðurferð, og kvaðst af-
greiðslumaðurinn hafa sagt, að
hann vissi ekki betur. Hins vegar
væri nú Ijóst, að „Esja“ gæti orð-
ið á undan áætlun á Vestfjörðum
og til Reykjavíkur, ef hún strikaði
áfram sem skyndilegast frá Akur-
eyri, en þá gæti það valdið nefndu
fólki vandræðum og það væntan-
lega litið á slíkt sem brigð á ferða-
áætlun skipsins og nýgefnum lof-
orðum gagnvart sér.
Var ákvörðun undirritaðs ein-
föld, að haldið skyldi við ferða-
áætlun skipsins og nefndir farþeg-
ar ekki sviknir.
Skipið fór frá Isafirði á fyrstu
klukkustund, sem ferðaáætlun
gerði ráð fyrir, í dag 10. maí, og
mun væntanlega koma hingað
snemma í fyrramálið til fullrar
nýtingar vinnudags, og má því
velta þvi fyrir sér hvaða rekstrar-
hagnaður hefði verið f komu skips-
ins til Reykjavíkur svo sem 10—
12 klst. fyrr. Sú ráðstöfun hefði
hins vegar svipt útgerðina kær-
komnum tekjum og skapað rétt-
mæta reiði og jafnvel skaðabóta-
skyldu.
Með þökk fyrir birtinguna.
Reykjavik, 10. maí 1963
Guðjón F. Teitsson.