Vísir - 11.05.1963, Qupperneq 7
VÍSIR . Laugardagur 11. maí 1963.
7
Jónas Haraiz:
FRÁSÖSN
STÚRICSA
TIMANS
VlllANDI
undanförnum árum gert sér æ
ljósara og mikið raett sín á milli.
Má í því sambandi t. d. minna á
ummæli Hannesar Pálssonar frá
Undirfelli í athyglisverðu útvarps
erindi nú fyrir nokkrum dögum,
þar sem hann lagði á það áherzlu,
að harðbalakotum mætti fækka.
Stefnan í landbúnaðarmálum
og þróun íslenzks landbúnaðar
eru sannarlega mál, sem íslenzkir
bændur eiga heimtingu á, að rædd
séu af alvöru og hreinskilni, og
það á raunar þjóðin öll, því þessi
mál snerta fleiri en bændur eina.
Ritstjóri Tímans hefur hins vegar
valið þann kost að reyna að nota
þessi mál til pólitískra æsinga og
hefur í því sambandi ekki skirrzt
við að færa sér í nyt rangfærða
frásögn af ummælum ópólitísks
embættismanns. Hugsunarháttur
íslenzkra bænda má þá vera mjög
breyttur frá því, sem áður hefur
verið, ef þeir telja slíka máls-
meðferð sæma blaði, sem um ára
tugi hefur talið sig sérstakan
málsvara þeirra.
Reykjavíii, 9. mai 1963.
Jónas VI. Haralz.
Þann 1. maí s. 1. skrifaði ég rit-
stjóra Tímans, herra Þórarni Þör-
arinssyni, bréf það, er hér fer á
eftir:
„I blaði yðar í dag er birt frá-
sögn af erindi, er ég hélt á há-
degisverðarfundi Verzlunárráðs
íslands s. 1. laugardag. 1 erind-
inu gerði ég grein fyrir gerð
þjóðhags- og framkvæmdaáætl-
ana og hiutverki þeirra í nútíma
þjóðfélagi og gaf stutt yfirlit um
meginsjónarmið þeirrar áætlun-
ar sem nú hefur verið gerð hérá
landi. Erindið var að sjálfsögðu
fræðilegs en ekki stjórnmálalegs
eð'is.
Frásögn Tímans, af erindinu
og svörum mínum við spurning-
um fundarmanna er í mörgum
atriðum algerlega röng og í öðr-
um stórlega villandi. Þetta býst
ég við, að flestir, sem frásögn-
ina lesa, geri sér ljóst. Eigi að
síður vildi ég mega fara þess á
leit, að þessi,. athugasemd komi
fyrir augu lesenda blaðs yðar.
Virðingarfyllst,
Jónas H. Haralz (sign)“.
Bréf þetta hefur ritstjórinn ekki
birt. Aftur á móti hefur hann
tvisvar sinnum eftir móttöku
bréfsins endurtekið atriði úr hinni
upphaflegu frásögn blaðs síns af
ummælum mínum, enda þótt hann
vissi, að þessi frásögn væri í
mörgum atriðum algerlega röng
og í öðrum stórlega villandi". Um
þetta framferði ritstjórans vil ég
hafa sem fæst orð. Um það máls
atriði, sem Tímanum verður tíð-
ræddast um, stefnuna í landbúnað
armálum, vil ég hins vegar segja
það, sem hér fer á eftir.
Það, sem sagt er í þjóðhags-
og framkvæmdaáætlun ríkisstjórn
arinnar um landbúnaðarmál, er
byggt á áætlun Stéttarsambands
bænda um framkvæmdir í íslenzk
um Iandbúnaði áratuginn 1961—
1970. Þó gerir áætlun ríkisstjórn-
arinnar ráð fyrir talsvert meiri
framkvæmdum á ári hverju 1963
—1966 en gert er í áætlun Stétt-
arsambandsins að meðaltali á öllu
tímabilinu 1961—1970. Á fundi
Verzlunarráðsins var þeirri spurn-
ingu beint til mín, hvort ekki væri
sennilegt, að framkvæmdir í land
búnaði yrði meiri en áætlunin
gerði ráð fyrir, og hvaða ráðstaf
anir ætti að gera af opinberri
hálfu til þess að tryggja að svo
yrði ekki. í svari mínu benti ég
á, að aukning framkvæmda í land
búnaði umfram það, sem áætlunin
gerði ráð fyrir, hlyti að leiða til
offramleiðslu. Vandamál landbún-
aðarins hér á landi eins og í öðr
um vestrænum löndum, þar sem
miklar framfarir hafa verið í land
búnaði, væri fyrst og fremst hætt
an á, að framleiðsla ykist hraðar
eh neyzla. Þetta væri fslenzkum
bændum sjálfum og forustumönn-
um þeirra Ijóst , eins og áætlun
Stéttarsambandsins ber vott um,
og því teldi ég minni hættu en
ella á því, að framkvæmdir yrðu
of miklar. Ég lét síðan í ljósi þá
skoðun, sem að sjálfsögðu kemur
áætlunum Stéttarsambandsins og
ríkisstjórnarinnar ekki við, að erf-
itt væri að sjá, hvernig hægt væri
að samræma tiltölulega hæga
aukningu landbúnaðarframleiðslu
og batnandi hag bændastéttarinn-
ar sjálfrar með öðru móti en því,
að bændum fækkaði. 1 þvl sam-
bandi benti ég á, að aldursskipt-
ing í bændastéttinni væri nú þann
ig, að talsverður fjöldi bænda
hlyti að hætta búskap á næstu
árum, og myndi þetta gera það
vandamál, sem hér er fyrir hendi,
auðveldara úrlausnar en ella.
Hér er að sjálfsögðu ekki um
nýstárlegar kenningar að ræða,
heldvir um hluti, sem bændur sjálf
ir og forustumenn þeirra hafa á
Chevrolet ’58, glæsilegur lítið keyrður. Opel
Capitan ’59. VW ’52 fæst í skiptum fyrir amerísk
an bíl. — Opel Record ’56 góður. — De Soto
’54 fæst með Iítilli eða engri útborgun. —
Pontiac ”55 2dyra, 8 cyl. sjálfskiptur Zodiac ’58
90 þús. staðgreitt. Reo vörubíll ’54 fæst ódýrt
Opel Carvan ’55 góður 55 þús. útborgun. —
Höfum kaupendur á biðlista að flestum bílum og
oft með miklar útborgunum. Gjörið svo vel
að hringja í síma 20788 og 23900.
A einum degi voru níu
sæti rifin í tætlur
skemmd og nú, sagði
Jóhann Lárusson, starfs
maður S. V. R., við blað
ið í gær.
Yfir 30 áklæði af sætum hafa
verið skemmd á einni viku —
ýmist skorin eða rifin og sagði
Jóhann að ógerningur væri að
gera við yfir 20 þeirra. Og þó
svo að það væri reynt, kæmu
flest þeirra inn aftur og þá búið
að rífa bæturnar af.
— Hvenær byrjuðu þessi
miklu skemmdarverk?
— Það má segja að skemmd-
arverkaalda hafi gengið yfir
eina vikuna eða frá þriðjudeg-
inum 28. apríl til þriðjudagsins
4. mai. Ég hef skráð þetta allt
saman hjá mér, t. d. 30. apríl
eru skemmd 4 sæti, 2. maí önn-
ur fjögur. Og mér brá í brún,
þegar sjö sæti voru skorin
sunnudaginn 5. maí. En hámarki
náðu þó þessi skrílsverk á
þriðjudaginn var, en þá komu
hingað til mín níu sæti og voru
sex þeirra alveg gjörónýt.
Haraldur Þórðarson, verkstjóri stendur hjá nokkrum af hinum gjörónýtu áklæðum. Áklæði á hverja setu
kostar ekki minna en 75 krónur.
MEST 1 BÚSTAÐAHVERFI
— HRAÐFERÐ.
Við hittum líka að máli verk-
stjórann, Harald Þórðarson, og
fræddi hann okkur á þvf, að
áklæðið á seturnar sem skemmd
ar voru hafi ekki kostað minna
en fjögur þúsund krónur, auk
vinnunnar. Sagði Haraldur að
áætla mætti að hvert skemmt
Furðuleg skemmdurverk í Bústuðustræfisvugni
Ég hef unnið hjá Stræt
isvögnunum yfir 20 ár
og aldrei séð eins hræði
lega illa útleikin sæta-
áklæði og aldrei hafa
jafn mörg áklæði verið
áklæði kostaði Strætisvagnana
um 75 krónur. Hitt er þó ennþá
verra, það algera siðleysi, sem
kemur fram í þessum verkum.
— í hvaða vagni er þetta
mest áberandi, Haraldur?
— Skemmdarverkin eru lang
mest áberandi f Bústaðahverfi
— hraðferð — og erum við al-
veg í hreinustu vandræðum
með þessa leið, hvað skemmd-
arverk og ólæti snertir.
— Hvernig eru áklæðin
skemmd?
— Hægt er að sjá á þeim, að
notaðir hafa verið flugbeittir
hnífar og seturnar yfirleitt
skornar alveg f kross, og hins
vegar bitlausir hnífar og þá
sætin sörguð í sundur Einnig
hefur borið á þvf að svokall-
aðir „goggar" hafi verið notað-
ir og sætin þá tætt i sundur.
— Hvar í vögnunum er þetta
mest áberandi?
— Lang mest fyrir aftan
miðju í vagninum.
— Og það hefur enginn verið
staðinn að verki?
— Nei, og það undarlega er
að farþegarnir virðast ekki
skipta sér af þessu.
Hér er um svo mikið siðleysi
að ræða, að farþegar í strætis-
vögnunum ættu að hjálpa til við
að koma í veg fyrir skemmdar-
verkin með því að gera vagn-
stjórum viðvart um þau.
Sigurgeir Sigurjónsson
iViálflutningsskrifstofa
hæstaréttarlögmaður
Óðinsgötu 4. Sími 11043