Vísir


Vísir - 11.05.1963, Qupperneq 8

Vísir - 11.05.1963, Qupperneq 8
8 V1SIR . Laugardagur 11. maí 196«». VÍSIB Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn.Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178, Auglýsingar og ^greiðsla Ingóifsstræti 3 Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. f lausasölu 4 kr. eint. - Sími 11660 (5 linur, Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Rifist um hræið Það er broslegt að lesa kveðjur Tímans og Þjóð- viljans hvors til annars, þegar þeir eru að bítast um hraeið af Þjóðvarnarflokknum. Gegnum skrif Tímans skín sú von, að Framsókn muni nú endurheimta í næstu kosningum eitthvað af þeim glötuðu sauðum hennar, sem á sínum tíma villtust inn í frjálsþýðið. Þjóðviljinn segir hins vegar að þetta komi ekki til mála, því að kommúnistar séu búnir að innbyrða Þjóðvöm í Alþýðubandalagið og eigi því þetta fólk. Gegnum skrif beggja blaðanna skín fyrirlitningin á sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Þau tala um þetta fólk eins og það sé peð á taflborði, sem foringj- ar flokkanna geti fært til eftir vild. Risið á Þjóðvam- arflokknum var að vísu aldrei hátt, enda hafði hann ekkert stefnumál, nema það, að koma vamarliðinu úr landi og var því í raun og veru ekkert annað en útibú frá kommúnistum. Samt sem áður er ekki ástæða til að ganga út frá því sem vísu, að allir sem töldust til flokksins, láti sér lynda það, að þeim sé nú skipað að kjósa kommúnista. Margt af þessu fólki hélt að það væri að brjótast undan oki kommúnista, þegar það gekk í Þjóðvamarflokk- inn og ætlaði sér áreiðanlega ekki að þjóna þeim fram- ar, þótt sú yrði reyndin. Þeir sem komu þaðan úr her- húðum Framsóknar, munu heldur ekki hafa hugsað sér að hverfa aftur til föðurhúsanna. Og fyrst þeir voru óánægðir í Framsóknarflokknum þá, er ólíklegt að þeir geti hugsað sér að hverfa í faðm hans nú. Að þessu athuguðu verður að álykta, að þeir af fyrrverandi kjósendum Þjóðvarnarflokksins, sem nokkur manndómur er í, kjósi hvorki kommúnista né Framsókn, og allra sízt eftir rifrildi Tímans og Þjóð- viljans um þessar sálir nú, og það takmarkalausa virð- Ingarleysi, er fram hefur komið í þeim skrifum, fyrir þessu fólki sem einstaklingum. Mótmæli úr öllum áttum Það hefur líka komið í Ijós, að ýmsir Þjóðvarnar- menn ætla ekki að láta reka sig inn í raðir kommún- ista eins og sauðfé í dilk. Allir vita hvernig forustu- mönnum kommúnista og Þjóðvarnar gekk að ná þessu svokallaða samkomulagi um sameiginlegt framboð, og síðan hefur mótmælunum rignt yfir þá hvaðanæva af landinu, einkanlega frá hálfu Þjóðvamarmanna. Er bess skemmst að minnast, að stjórn Þjóðvarnarfélags- ms í Kópavogi gaf út yfirlýsingu, þar sem hún neitaði íð styðja listann. Þjóðviljinn kallar þetta að sönnu gervistjórn sem ■kkert mark sé takandi á, en slíkt vandræðagaspur breytir engu um hið sanna, stór hluti Þjóðvamarmanna neitar að fylgja kommúnistum — en þar með er ekki sagt að Framsókn fái atkvæði þeirra heldur. Gluseppe Verdi. í haust verða liðin 150 ár frá fæðingu hins fræga, ftalska óperutónskálds. mestmegnis um atburði, sem gerðust nokkrum árum áður en óperan hófst. Einhvern veginn þarf að skýra forsögu þessa máls, og hermennirnir grfpa því tækifærið og biðja Ferrando að halda þeim vakandi með frá- sögninni um barnsránið, er yngra syni föður núverandi greifa var rænt. Þ. e. yngra bróður Guðmundar Jónssonar, ef það er eitthvað ljósara. Raunar skyldi maður ætla, að svo hádramatísk saga væri hverju mannsbami kunn um þessar sióðir, en vegna áheyr- endanna — þeirra, er ftölsku skilja — segir Ferrando mönn- um sfnum hana. Gamli greifinn, sem nú er látinn, átti tvo syni. Dag nokk- urn vaknaði fóstra þeirra við, að gömul og ískyggileg Síg- aunanom stóð yfir vöggu yngra bamsins og starði á það illum augum. Hún kallaði samstundis á hjálp, og nornin var rekin á brott, en barnið veiktist, svo að vfst var talið, að Sígauna- konan hefði framið særingar. Samkvæmt siðum þeirra tíma — 15. öldinni — var hún tafar- laust handsömuð og brennd á báli. En hún átti dóttur, sem á- kvað að hefna móður sinnar grimmilega. Og henni tókst að ræna barninu, er hún kastaði á bálið, þar sem móðir hennar hafði verið brennd. Hermönnunum verður mikið um að heyra þessa hroðalegu sögu, og atriðinu lýkur með því,. að þeir kalla bölvun yfir höfuð nomarinnar. Bölbænir eru óhjákvæmilegur þáttur í öllum alvarlegum Verdi-óperum. AHt dettur í dúnalogn. \ Hljómsveitin er búin að ||; stemma, Ijósin dvína, tjöldin lyftast hægt, leik I sviðið er sveipað ■ myrkri. Það er æfing á IL TROVATORE í Þjóð- leikhúsinu. II trovatore er ein af vinsæl- Iustu óperum, sem nokkru sinni hafa verið skrifaðar. Hún var frumsýnd í Róm 19. janúar 1853, sama ár og La traviata, tveim árum síðar en Rigoletto. Þótt Verdi hefði aldrei samið I-t fleiri ópemr, myndu þessar þrjár hafa nægt til að ávinna honum ódauðleik f heimi tón- listarinnar. Þær hafa unnið hugi og hjörtu áhorfenda um vfða veröld, og jafnvel fólk, sem ' • aldrei hefur stigið fæti inn f ||| ópemhús, kannast við ótal : yndislegar melódíur úr þeim. Og enn em þær ásamt Aida vinsælustu verk Verdis, þó að Otello og Falstaff beri kann- ske af þeim hvað listrænu gildi viðvíkur. ?fss; Verdi var of uppfullur af músíkölskum hugmyndum, þeg- ar hann samdi II trovatore, til að skeyta mikið um senni- lega atburðarás eða sálfræði- lega persónusköpun. Hann lét sér nægja að ausa hverri melódíunni annarri himneskari úr óþrjótandi nægtabrunni sfn- um og reiknaði lfklega með þvf, að áheyrendurnir myndu skilja með hjartanu, það sem heilinn ; kynni að hafa sitthvað við að athuga. Og það hafa þeir gert. II trovatore hélt lengi sessi sem Ívinsælasta ópera heimsins, þó að almenningshylli hennar hafi eitthvað rénað á síðari Órum. parte prima — 11 duello stendur á stóru spjaldi, sem síðan er dregið upp. En niður úr loftinu hangir skjöldur með svörtum fálka, og fyrir neðan er borði, sem á er letrað: II trovatore. Þetta hangir þarna óperuna á enda — kannske til að fyrirbyggja, að áhorfendur ruglist f, hvaða óperu er verið að sýna. Það er nótt, og her- mannahópur stendur á verði í Aliaferia-höllinni. Hermennirnir eru syfjaðir, en Jón Sigur- björnsson — þ. e. a. s. foringi þeirra, Ferrando — brýnir fyrir þeim að sofna ekki, þar eð von sé á Di Luna greifa, sem vakir á hverri nóttu fyrir utan glugga hinnar fögru aðalsmeyjar, Leonoru, er hann elskar af heitri ástrfðu. En ást hans er að sjálfsögðu ekki endurgoldin — óperubaritonar eru með ein- dæmum ólánsamir f ástamálum nema helzt Don Giovanni, enda fer svo um þann lukkunnar pamffl á hátindi velgengninnar, að jörðin klofnar undir fótum hans og hann steypist beint ofan í eldhaf Vítis. Jæja, Leonora vill ekki sjá greifann, en elskar vitanlega tenorinn. Og það kemur upp úr kafinu, að þessi sami tenor hefur verið þarna á sveimi nótt eftir nótt að syngja ástar- ljóð fyrir neðan gluggann henn- ar, svo að greifinn hugsar sér gott til glóðarinnar að hremma hann, næst þegar hann láti sjá sig. Og eftir þvf bíða hermenn- irnir. Nú er það svo í 11 trovatore, að persónurnar eru eilíflega að segja hver annarri sögur — j^æst sjáum við Leonoru, sem gengur um hallargarðinn með Ines, trúnaðarmey sinni. Trúnaðarmeyjar eru líka ómiss- andi í óperum. Enda er komið að næstu sögu, sem áhorfendur þurfa að þekkja. Donna Leon- ora elskar nefnilega ókunnan riddara, sem nýlega hefur unn- ið sigur f burtreiðum, og það var Leonora sjálf, er krýndi hann sem sigurvegara að þeim loknum. Þetta varð ást við fyrstu sýn, og þar eð svo heppi- lega vildi til, að hinn frækni riddari var einnig fyrsta flokks tenor, lagði hann í vana sinn að koma á kvöldin og syngja ástarljóð fyrir neðan glugga hennar. En nú hefur hann ekki látið sjá sig nokkrar nætur, svo að Leonora er hugsjúk af kvfða. Ines Iízt ekkert á þetta og ræður Leonoru eindregið til að reyna að gleyma hinum ókunna trúbador, sem hún veit ekki einu sinni hvað heitir. En Leon- ora er ekki á þvf. Hún bætir við löngum kólóratúrastrófum til að sannfæra Ines enn betur um ódrepandi ást sfna og kveðst muni annað hvort lifa eða deyja fyrir riddarann sinn. Sfðan gaijga þær inn í höllina, Nú kemur Guðmundur Jóns- son, hinn ástsjúki greifi, brenn- andi af ástríðu, og mænir á ljósið í glugga Leonoru. En í sömu svifum heyrist í lútu trúbadorsins, og greifinn hróp- ar: „II trovator!" Keppinautur hans syngur mansöng til Leon- oru, og von bráðar kemur hún sjálf á vettvang. Og þýtur bein- ustu leið til greifans, sem snýr

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.