Vísir - 11.05.1963, Blaðsíða 16
VISIR
Laugardagur 11. maí 1963.
* ... 1 111 11
I %
. Kostaboð
j
Framsóknar
Árið 1958 bauð v'mstri stjórn-
in Bretum að semja við þá um
landhelgina, ef þeir Viðurkenndu
12 mílurnar. Eysteinn og Lúð-
vík buðu þeim öll afnot af
ytri 6 mílunum f 3 ár. Þ.að var
yfir 20 þús. ferkílómetra svæði.
En vinstri stjórnin riðlaðist og
ekkert varð af samningum.
Rikisstjóm Ólafs Thors
Ieysti málið 1960 með samningi
um fulla viðurkenningu 12
milna landhelginnar nú ef tir
nokkra mánuði, gegn afnotum
svæðis sem var fjórum sinnum
minna en vinstri stjómin vildi
semja um.
Kjaradómur í launamálum op
inberra starfsmanna tók til
starfa 24. fyrra mánaðar, en
formaður dómsins er Sveinbjöm
Jónsson hrl. Benedikt Sigurjóns
son hrl., sem er einn af með-
dómendum, skýrði blaðinu frá
því í morgun að Kjararáð
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja hefði nú Iagt fram kröf-
ur sínar með greinargerð og
gögnum, en samninganefnd rík-
isstjórnarinnar hefði, fyrir hönd
fjármálaráðuneytisins, fengið
frest fram að 16. þessa mán-
aðar til að koma fram með
sínar tillögur, greinargerð og
gögn. Síðar verður tilkynnt um
málflutningsmenn aðila fyrir
dómnum.
Kjaradómur á að hafa lokið
störfum fyrir fyrsta júlí.
Vígsla Skálholtskirkju á
kveðin 21. júlí
or, en meðnefndarmenn þeir
Guðmundur Benediktsson stjórn
arráðsfulltrúi og séra Guðmund
ur Ólafsson sóknarprestur að
Torfastöðum. Unnið hefur verið
af kappi við innréttingu Skál-
leggja hátíðahöld í sambandi við holtskirkju í vetur og mun því
hana. Formaður þeirrar nefndar verki verða lokið áður en hún
er Þórir Kr. Þórðarson prófess- verður vígð.
Happdrætti
Háskólans
Föstudaginn 10. maí var dregið
í 5. flokki Happdrættis Háskóla Is-
lands. Dregnir voru 1.050 vinning-
ar að fjárhæð 1.960,000 krónur.
Hæsti vinningurinn, 200,000
krónur, kom á heilmiða númer
56,346, sem seldur var í umboðinu
á Keflavíkurflugvelli.
100.000 krónur komu á hálfmiða
númer 33.073, sem seldir voru í
umboði Arndísar Þorvaldsdóttur,
Vesturgötu 10.
10.000 krónur:
2931 9291 11347 11480 12937
16364 18078 23063 23723 28034
31474 33110 35809 36678 36736
39114 41060 41726 45391 45504
45614 48695 49618 53525 55299
58274
(Birt án ábyrgðar).
Vfgsla Skálholtskirkju hefur
verið ákveðin 21. júlí í sumar
og verða þar viðstaddir biskupar
frá öllum Norðurlöndunum, auk
annars stórmennis innlends og
erlends.
Þá má ennfremur vænta þess
að við það sama tækifæri muni
kirkjumálaráðherra afhenda
þjóðkirkjunni Skálholtsstað til
eignar og umráða.
Biskupinn yfir íslandi, Sigur-
björn Einarsson, framkvæmir
vígsluna og hefst sú athöfn kl.
10,30 árdegis.
Eftir hádegið fer fram önnur
messugjörð að Skálholti, auk
einhverra fleiri dagskráratriða.
1 vetur skipaði kirkjumálaráð-
herra 3ja manna nefnd til að
undirbúa vígsluna og skipu-
42 þús. Islendingar
geta fært okkursigur
Fjöbaemœta sjó-
stunguveiðimótið
Gera má ráð fyrir að fyrirhugað
sjóstangaveiðimót, sem að öllu for-
fallalausu hefst í Vestmannaeyjum
á uppstigningardag verði eitt hið
fjölmennasta, sem þar hefur verið
haldið til þessa.
Búizt er við um 60 þátttakend-
uir>, 'par af verða 30 úr Reykjavík
og sennilega 12 frá Keflavík fyrir
utan svo Vestmannaeyinga sjálfa
sem sýnt hafa mikinn áhuga fyrir
sjóstangaveiði og munu fjölmenna
í mótinu. Hugsanlegt er ennfrem-
ar að nokkrir erlendir sjóstanga-
veiðimenn taki þátt 1 mótinu, eink-
um brezkir og franskir, en þeir
hafa þó ekki endanlega tilkynrit
þátttöku sína.
1 þessu skyni hafa verið teknir
10—12 stórir bátar á leigu, flestir
Framhald á bls. 5.
Ákveðið er, að norræn sund-
keppni fari fram á þessu ári og
verður hún með sama sniði og sú,
sem fram fór 1960: Keppt á ■ 200
metrum og frjálst val um sundað-
ferð, enginn lágmarkstími og ekk
ert aldurstakmark. Keppnistimi frá
15. mai til 15. sept.
Sundsamband Norðurlanda gengst
fyrir keppninni, sem á sögu að
rekja til ársins 1949, og er keppt
þriðja hvert ár. Er þetta ein víð-
tækasta keppni, sem um getur í
heimi, og voru þátttakendur nær
hálf milljón 1960. Óánægju hefur
gætt af íslendinga hálfu með á-
kvörðun grundvallartölu, en tillög
ur Sundsambands Islands um hana
hafa eigi náð fram að ganga. Sú
þjóð, sem sigrar, eykur hundraðs-
tölulega þátttöku sína mest frá
grundvallartölu sinni, en grundvall
artölurnar eru þessar: Danmörk
30.967, Finnland 129.239, Island
28.206, Noregur 48.614 og Svíþjóð
219.760. Um sigurmöguleikana fyr-
ir íslendinga bendir framkvæmda-
nefndin á, að Noregur hafi unnið
keppnina 1960 með því að auka
þátttöku sína frá jöfnunartölunni
um 46%, en svo hárri aukningu
hefur engin þjóð náð fyrr.
Ætti ísland að ná þeirri hundr-
aðstölu aukningu, þyrftu 14 þús
und að synda fram yfir 28 þús-
und, eða 42 þúsund. Árið 1954
syntu rúmlega 38 þúsund íslend-
Framh. á bls. 5.
Varðar-kaffi i Valhöll
i dag kl. 3-5
Munið glæsifegasta happ-
drættj Sjálfstæðisflokksins
Dregið 5. júní