Vísir - 17.05.1963, Qupperneq 8
8
V1SIR . Föstudagur 17. mai 1963.
VÍSIR
Ö \
Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og '•‘greiðsla Ingóifsstræti 3.
Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði.
f lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 llnur).
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Leyniskýrslumálið
Það er orðið fátt um málefnalegu rökin í vopnabúri
islenzkra kommúnista þegar gripið er til annarra eins
ódæma og frá er skýrt á forsíðu Vísis í dag.
Ritstjórar Þjóðviljans lýsa því daglega yfir að hug-
sjón íslenzkra kommúnista sé betra og réttlátara þjóð-
félag. Fyrir svo göfugri hugsjón er síðan barizt með
því að gerast þjófsnautur. Ritstjórar Þjóðviljans vissu
frá upphafi að hér var um einberan uppspuna að ræða.
En þeir létu það ekki á sig fá. Sjálfsagt var að nota
lygina ef hún yrði flokki þeirra til framdráttar í kosn-
ingabaráttunni. Engin ráð voru of gróf, of óheiðarleg
þegar um það er að ræða að brjóta sæluríki kommún-
ismans braut með þessari þjóð.
Það eru aumir menn, sem grípa til slíkra bragða.
Það eru aumir men, sem leggja samvizku sína og blaða-
mannsheiður við slíkar falsanir. Orðið sorpblað er
fyrir löngu orðið til í íslenzku máli, en vafasamt er
hvort það hefir nokkru sinni átt betur við en um Þjóð-
viljann undanfarna daga. Dag eftir dag er lyginni skip-
að í hásæti á forsíðu blaðsins. Dag eftir dag eru les-
endur blaðsins brýndir á því að „þessar njósnir hafi
beinzt gegn hverri einustu fjölskyldu í landinu, hverj-
um einasta manni“.Að hætti Adolfs Hitlers á að hamra
það oft á lygini að henni verði að lokum trúað.
„Njósnamál“ Þjóðviljans hefir nú sprungið í hönd-
um kommúnista. Þeir sitja eftir með sárt ennið. Ef
enn eru til þeir menn á þessu landi sem trúa því að
málflutningur Þjóðviljans sé byggður á rökum og
sannleika, þá er þeim ráðlegra að endurskoða afstöðu
sína. Forsíðufregnirnar um njósnir um ættir og einka-
mál íslendinga sýna svart á hvítu að ekki er einu orði
í því blaði trúandi. Málflutningur þess minnir á ekk-
ert fremur en „fréttaflutning“ blaða nazista og fasista
á árunum fyrir stríð. Slík skrif hljóta að verða þeim,
sem enn fylgja kommúnistum að málum, ærið um-
hugsunarefni. Enn eru í flokknum ýmsir grandvarir
menn sem hafa lengi trúað því að átt hafi að selja
landið, að nú eigi að selja landhelgina — að barátta
íslenzkra kommúnista hafi verið barátta fyrir göfugri
hugsjón. „Leyniskýrslur“ Magnúsar Kjartanssonar
sýna hve rótfúin sú trú hefir verið.
En gleggst sýnir þó þetta njósnamál að foringjar
kommúnista eru orðnir örvæntingarfullir menn. Flótt-
inn úr liði þeirra er hafinn og einskis er svifizt til þess
að stöðva hann. Einar Olgeirsson veit að hann vinnur
ekki lengur sigur á vettvangi íslenzkra stjórnmála.
Því er flúið frá þjóðmálunum en njósnagrýla mögnuð
þess í stað. Það er uppgjöf foringja, sem veit að un-
anhaldið er hafið.
Það er örvæntingaróp brostinna vona um ríki kom-
múnismans á íslandi.
Bjarni Tómasson.
Byrjaði að mála abstrakt
á sextugs aídri
í gær var opnuð í bogasal
Þjóðminjasafnsins sýning, á 34
abstrakt málverkum og 19
teikningum eftir Bjarna Guð-
jónsson frá Vestmannaeyjum.
Sýningin stendur væntanlega
yfir til 24. þ. m. og verður op-
i frá kl. 1,39—10.
Bjarni er 56 ára gamall, fædd
ur á Bæ í Lóni, en fluttist til
Eyja 1930. Hann hefur davlizt
þar lengst af síðan, og telur sig
orðið vera eins mikinn Vest-
mannaeying og hver annar.
Vísir hitti Bjarna að máli, og
spurði um byrjunina á listaferli
hans.
— O, það er ekki mikið til
að tala um, segir Bjarni, ég
byrjaði að dunda við tréskurð
þegar ég var 12—13 ára gam-
all, þótti gaman að því. En ekki
var það í miklum mæli, því að
allt sem ég hafði til starfans
var vasakuti.
18 eða 19 ára gamall, byrj-
aði ég svo að læra tréskurð hjá
Ágústi Sigmundssyni mynd-
skera, sigldi einnig til Hafnar,
og „stúderaði" þar í um það bil
eitt ár. Þangað ætlaði ég að
fara aftur, en stríðið kom í veg
fyrir það. Tréskurður eða mynd
skurður hefur nú samt verið
mín aðalatvinna.
— Var ekki erfitt að vera
listamaður á þessum árum?
— Jú, mikil ósköp, fólkið
hafði að vísu gaman af tré-
skurði, en myndlistin þreifst
lítt, engin leið að tóra á list-
málaralaunum.
— Hvernig stóð á þvf, að þú
fórst allt í einu að byrja að
mála abstrakt?
— Ég býst við að það hafi
verið sökum þess hve það er
frjálst. í uppvextinum hafði ég
orðið að takmarka mig mikið,
og aldrei fengið neina raunveru-
lega útrás. Þá var listin ekki
orðin jafn mikill hluti af þjóð-
lffinu. Þegar ég svo kynntist
abstraktlistinni, fannst mér hún
svo frjáls, og gefa svo mörg
tækifæri, að ég dembdi mér
beint úr í hana.
— Hefurðu fengizt mikið við
að mála hlutlægar myndir?
— Já, töluvert. Ég gerði það
fyrst framan af, byrjaði eigin-
lega á að teikna andlitsmyndir
og þess háttar.
— Segðu mér svo að lokum
Bjarni, hvert er inntak abstrakt
málverka þinna?
— Tja, það er nú eiginlega
ekki gott að svara þessu. Það
er í rauninni ekki svo mikið að
skilja, því að það er ekki svo
mikið tjáð. Það væri þá helzt
að átta sig á línunum og lita-
samsetningunni.
Eins og áður er sagt, stendur
sýningin væntanlega til 24. þ.
m., en að henni lokinni, fer
Bjarni aftur til Eyja.
Utanrikisráðherra Hollands
dr. Luns heimsækir fsland
einkaritarar. Utanríkisráðherr-
ann og frú hans koma hingað
f boði utanríkisráðherra Guð-
mundar 1. Guðmundssonar. —
Dr. Luns er fyrsti hollenzki ráð-
herrann, sem kemur f opinbera
heimsókn til íslands, og er hann
mikill aufúsugestur. Hann hef-
ur jafnan verið málstað fslands
hlynntur og hefir það iðulega
komið fram á alþjóða vettvangi
og þar hafa margir fslendingar
kynnzt þessum heimskunna og
mikilsvirta stjórnmálamanni.
Eftirfarandi upplýsingar um
æviferil dr. Luns hefur blaðið
fengið hjá hr. Aret Claesen,
sem er aðalræðismaður Hollands
á íslandi:
Júlíana Hollandsdrottning og maki hennar, Bernhard prins. Drottningin
tók við völdum af móður sinni, Wilhelmínu drottningu 1948, en hún
hafði þá stjórnað Hollandi í hálfa öld. Júliana drottning hefur verið
farsæll þjóðhöfðingi eins og móðir hennar og nýtur frábærra vinsælda
þjóðar sinnar,
Dr. Luns er fæddur í Rotter-
dam 28. ágúst 1911. Hann er
kvæntur Elisabeth C. van Heem
straa barónessu.
Hann stundaði undirbúnings-
nám f Amsterdam og Leyden og
las svo lög við háskólana í
Leyden og Amsterdam, og sfðar
las hann stjórnvísindi og hag-
fræði við Lundúnaháskóla og
einnig stundaði hann þýzkunám
í Berlínarháskóla.
Dr. Lups hefir verið starf-
andi f utanríkisþjónustu Hol-
land frá 1938, 1943—1944 utan-
ríkisráðherra hollenzku útlaga-
Framh. á bls. 10
Utanríkisráðherra Hollands,
dr. Joseph Luns, kom hingað
í gær f opinbera heimsókn, á-
samt konu sinni. Komu þau
hingað í flugvél frá Flugfélagi
fslands. í för með þeim er
sendiherra Hollands á íslandi,
Adolph Bentinck barón og tveir