Vísir - 24.05.1963, Side 8

Vísir - 24.05.1963, Side 8
8 V1SIR . Föstudagur 24. mal 1963. Utgefandi: BlaSaútgáfan VÍSIR, Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thovarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og ^greiðsla Ingólfsstrœti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 Ifnur). Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. Skálkar á sfjórnpalli Tíminn hefir reiðzt undanfama daga þegar stjóm- arblöðin hafa bent á þá staðreynd að fréttafölsunar- nafngiftin hæfir því málgagni vel. Hefir blaðið talið það hina mestu ósvinnu að það skuli orðað við slík- ar falsanir. En hvað er hægt að kalla skrif þess um landhelg* ismálið annað? Dag eftir dag hefir blaðið hamrað á því að Bret- ar muni biðja um framlengingu fiskveiðiréttinda við ísland þegar landhelgissamningurinn renni út og að núverandi stjómarflokkar vilji verða við þeirri beiðni. Þegar blaðið hefir verið spurt um heimildimar fyrir væntanlegri ósk Breta, hefir það verið þögult sem gröfin — vegna þess að þær em ekki til. Og fyrir fáum dögum beit blaðið höfuðið af skömminni með því að halda því fram að Bretar hefðu ekki viðurkennt 12 mflna fiskveiðilögsöguna við fs- land! f Framsóknarflokknum era fjölmargir mætir menn, sem ekki mega vamm sitt vita. Þeim hlýtur að vera mikil raun að slíkum skrifum aðalmðlgagns flokksins. Þeir vita það jafn vel og aðrir fslendingar að núverandi ríkisstjóm hefir aldrei til hugar komið að hleypa neinum inn í landhelgina eftir að samning- urinn rennur út eftir fáa mánuði. Engin íslenzk rikis- stjóm mundi gera slíkt, heldur ekki ríkisstjóm Fram- sóknarmanna. Þeir vita líka að aldrei hefir komið til mála að selja íslenzkan fiskiðnað í hendur erlendum auðhringum. En þeir sitja undir þeirri raun að í út- breiðslu- og áróðursstarf fyrir Framsóknarflokkinn hafa valizt menn, sem ekki skeyta um það þótt ósann- indum sé freklega beitt, ef þau líta einungis vel út á pappímum. Brezka stjómin hefir nú opinberað ósannindaskrif Tímans með orðsendingu sinni, og munu þess fá dæmi að flokkur hafi staðið jafn berskjaldaður og sneyptur uppi. En hér uppsker flokkurinn eins og áróðursmenn hans hafa sáð. Þvi þurfa hinir skynsamari menn flokksins, og ekki sízt hinir yngri í þeirra hóp, að þröngva áróðursmönnunum sem ábyrgðariausa henti- stefnu vilja til hliðar. Hækkun íbúðarlánanna Það er satt og rétt, að byggingarkostnaður hefir hækkað verulega á undanförnum þremur ámm. Frá því viðreisnin hófst 1960 þar til nú hefir vísitala hans hækkað um 36.6%. En íbúðarlán þau, sem veitt em af rikisins hðlfu, hafa líka hækkað. Þau hafa hækkað um 114%, úr 70 þús. í 150 þús. á íbúð. Er svo hægt að segja að hagur íbúðarbyggjenda hafi verið fyrir borð borinn hvað lán húsnæðismála- stjómar snertir? Spjallað við Helgu Ingólfsdóttur * Það tekur á taugamar að æfa sig undir burtfar arpróf úr Tónlistarskól- anum. Og ekki hvað sizt þegar burtfararprófið er jafnframt opinberir tón- leikar. En Helga Ingólfs dóttir er furðu róleg og gerir sér engar óþarfar áhyggjur. — Hún situr bara við flygilinn og hamast allan liðlangan daginn. Reyndar segist hún aldrei taka tímann, en maður gerir ráð fyrir, að æfingastundimar séu langar og strangar. Hún er dóttir Ingólfs Daviðs- sonar grasafræðings. nemandi Rögnvaidar Sigurjónssonar, tutt ugu og eins árs að aldri, en lítur út fyrir að vera sextán, nýgift . . . og eiginmaðurinn I Þýzka- landi. Helga æfir sig af kappL Menntaskólanum", flýtir hún sér að taka fram. „Það var ómögulegt að taka hvort tveggja í einu — eða ég treysti mér a m. k. ekki til þess. Og „Finnst þér ekki gaman að spila með hljómsveitinni?" „Jú, ægilega gaman. Svo er alveg dásamlegt að vinna með Bimi Ólafssyni, enda þykir okk. Tekur próf á opin- berum tónleikum „Það er gott að hafa nóg að gera", segir hún og lítur til hljóðfærisins, en þar blasir við mynd af ungum stúdenti. „Þetta er Þorkell Helgason, maöurinn minn. Við giftum okkur á skír- dag, en Þorkell varð að fara út viku seinna. Hann er við stærð- fræðinám f Gðttingen". „Saknarðu hans ekki voða: lega?“ „Jú". Unga frúin verður svo- lítið feimnisleg. „En ég fer út til hans á Hvítasunnudag". „Það var eina bótin. Og ætlið þið að vera lengi f Þýzkalandi?" „Að minnsta kosti fjögur ár til að byrja með. Við -ærðum f MUnchen næsta vetur". „Og ferð þú í Tónlistarhá- skólann þar?“ „Já. Rögnvaldur réð mér til að fara þangað". „Ertu góð f þýzku?“ „Nei, ekki góð — ég get lesið hana, en hef enga æfingu f að tala .... kannske skil ég ekkert einasta orð, þegar þar að kemur". 'p'G frétti, að þú værir ógur- leg námskona og hefðir verið dúx f öllum skólum". „Ég hætti f þriðja bekk í ég get ekki hugsað mér að vera hálfléleg í öllu“. „Og valdir músfkina?" „Já, ég vildi það miklu held- ur“. „Hvað hefurðu verið lengi í Tónlistarskólanum?“ „Sjö ár“. „Alltaf hjá Rögnvaldi?" „Nei, ég var eitt ár hjá Ás- geiri Beinteinssyni — þegar Rögnvaldur fór út“. /"kG nú heldurðu konsert á mánudagskvöld?" „Já, það verður seinni hluti prófsins. Ég spilaði með nem- endahljómsveitinni c-moll kon- sertinn eftir Mozart, og það var fyrri hlutinn af prófinu". „Og hvað ætlarðu að spila á mánudaginn?" „ítalska konsertinn eftir Bach, sónötu Op. 31. Nr. 2 eftir Beet- hoven, Pour le piano eftir Debussy, Nocturne og tvær etýður eftir Chopin og sónötu nr. 3 eftir Prokofieff". „Ertu farin að kviða fyrir?“ „Nei, ég er orðin tiltölulega róleg núna; ég hugsaði til þess með miklu meiri hryllingi í haust'*. ur öllum svo vænt um hann. Ég get ekki lýst því, hvað ég er þakklát öllum í Tónlistarskól- anum. Þeir hafa hjálpað mér svo mikið og gefið mér svo mörg tækifæri. Það er mikils- vert að fá svona reynslu". TjETTA er í fyrsta sinn sem burtfararpróf hefur verið haft með þessu sniði í Tónlist- arskólanum, er það ekki?" „Jú. Það á víst að hafa tvenns konar próf úr þessu: fyrir kenn- ara og fyrir einleikara". „Þú hefur auðvitað valið ein- leikaraprófið?" „Já, ég hafði meiri áhuga á því“. „Ég þarf vist ekki að spyrja, hvort þú hlakkir til að fara út?“ „Nei, það er víst óþarfi! Ég hlakka lika til að læra sem mest, eftir þvi sem ég get“. Hún fylgir mér fram f for- stofu. Þar liggur þykkt bréf frá Þýzkalandi. Helga ljómar eins og sól og grípur það fegins- hendi. „Skrifarðu honum á hverjum degi?" „Ekki alveg kannske... en eins oft og ég get!“ — SSB ★

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.