Vísir - 24.05.1963, Page 9

Vísir - 24.05.1963, Page 9
VÍSIR . Föstudagur 24. maí 1963. „Að gefnu tilefni“ hef ur ritstjóri Vísis farið þess á leit við mig, að ég reyni að veita lesendum blaðsins nokkra innsýn í huga manns, sem er að berjast við að draga dólgungsufsa á stöng. Þó að mér sjálfum finnist það ólíklegt, þá má vel vera, að einhverjir meðal lesenda hafi áhuga á svo einstæðu og ein- staklingsbundnu hugarástandi. Það kvað vera staðreynd, að fólk láti í ljós löngun til að. vita hvernig náunganum sé innanbrjósts við hinar ólíkleg- ustu ástæður, og skýra sálfræð- ingar það þannig, að þar sé viðkomandi að leita svars við þeirri spurningu, hvernig hon- um sjálfum mundi innanbrjósts, ef hann rataði í það sama. Sú skýring kann að vera rétt, svo langt sem hún nær — jafnvel þótt sálfræðingar standi að henni. /%llu forvitnilegra væri þó að vita hvernig ufsanum sjálf- um mundi innanbrjóstst við þessar aðstæður, en slfk forvitni hlyti þó að skoðast óeðlileg, samkvæmt kenningu sálfræð- inganna, svo ólíklegt sem það virðist að maður komizt nokk- urn tíma sjálfur í þá raun að vera dreginn á stöng. Ef dæma mátti eftir viðbrögðum ufsans, sem ég stóð í stimabraki við á miðunum suður af Sandgerði sítSastliðinn laugardag, var hann því ákaflega mótfallinn að sæta svo lúalegri refsingu fyrir það gáleysi sitt, að láta ginnast af gervibeitunni á öngli mfnum. Ég er meira að segja ekki frá þvi, að honum hafi fundizt hálfgerð skömm að því fyrir svo mikinn og glæsilegan ufsa, að forlögin skyldu ekki unna honum virðulegri aldur- tila — til dæmis að vera dreg- inn upp í annan heim á að minnsta kosti áttatiu punda nælonhandfæri með rúllu og öllum viðurkenndum tilfæring- um, og af þeim kunnáttusömu aflaklóm og sægörpum, sem um aldir hafa gengið undir heiðursnafninu „suðurnesja- menn", og sem hann hlýtur að hafa einhvern tfma heyrt sung- ið um í útvarpið á handfæra- bátunum uppi yfir, sennilega af Guðmundi Jónssyni. En sem sagt, sá heiður átti ekki fyrir honum að liggja, enda þótt hann mældist 1,27 m á lengd og hefði náð 30 punda þyngd, þegar hann rataði f þessa van- virðu. Sannast þar, hve hið „A haf skal nú haldið..." forna spakmæli, „sitt er hvað gæfa og gjörvuleiki", hefur djúpiæga merkinga. Það er jafnvel í fullu gildi á fjórtán faðma dýpi úti fyrir Sandgerði. Þótt ótrúlegt kunni að virð- ast, á ég dálítið örðugt með að gera mér grein fyrir hvernig mér var innanbrjósts, þegar ör- litlir rykkir i færið gáfu til kynna, að ég mundi ekki hafa krækt í landgrunnið í þetta skiptið, eins og ég var þó far- inn að halda eftir stundarlangt árangurslaust tos og tog, held- ur mundi eitthvað kvikt á öngli mínum. Ég held að mér hafi orðið það fyrst fyrir að hugsa sem svo, að þarna væri eflaust verið að gabba mig; máttar- völdin þarna á Suðurnesjum væru að gera gys að mér fyrir þann hégómaskap og flottræfils- hátt að vera að flækjast með stöng út á miðin og reyna að ímynda mér að ég væri fiski- maður eins og hinir. Með sjálf- um mér hlaut ég að viðurkenna að ég ætti slfka ráðningu skilið. Þó að ég hafi ekki betri skemmt an og hvfld af nelnu öðru, en að halda út á grunnmiðin á laugardegi eftir vikulanga setu við skrifborðið, er ekki laust við að mér hafi ævinlega fund- izt sem slík látalæti væri hálf- gerð óvirðing við allan heiðar- legan fiskidrátt — óviður- kvæmilegt skopstæling á öllu þvf alvöruþrungna striti og stríði, sem háð hefur verið á þessum vígstöðvum fisks og annars af mínum eigin forfeðr- um. Jgn hvað um það. Ekki var ég fyrr orðinn sannfærður um að ég hefði fisk á færi mínu — og það meira að segja vel vænan fisk — en öll slík við- kvæmni var rokin út í veður og vind. Hingað til hafði ég alltaf orðið að sætta mig við að aðrir drægju stóru fiskana. Hafði meira að segja verið farinn að sætta mig við það sem stað- reynd, að þannig væri það allt- af f lfflnu, sumir drægju stóru fiskana, aðrir kóðin — og ör- lögin hefðu nú einu sinni skip- að mér f hóp með þeim sfðar- manns öldum saman. Meðal UFSINN nefndu. Nú skammaðist ég mln fyrir að hafa nokkurn tíma látið slíka minnimáttarkennd ná tök- um á mér, Vitanlega hlaut ég að geta álpazt á að draga stór- an fisk, rétt eins og aðrir, og vitanlega hlaut að reka að því. Og þetta með þessa flokka- skipun öriaganna — vitanlega var það ekki annað en vitleysa. Maður dró það, sem kom á öngul^|i^^tstu9^ tY#$?-í>að, OG litlir fiskar og á stundum stórir, og hvað var að fást um það. Og maður átti að „hugsa í stórum fiskum“, ef maður ætlaði að verða aflakló; þá komu þeir. Þetta var sem sagt fyrsta og annað stig hinna huglægu við- bragða minna. Um leið og fisk- urinn hafði gert sér endanlega grein fyrir því að þarna var al- vara á ferðum, og tók að haga sér samkvæmt þeirri ályktun, og á þann hátt sem ufsa og öðrum laxfiski er tftt, gerðust hinir furðulegustu hlutir, sem ég get hvorki skilið né skýrt. Ham- farir, hét það í fornri merk- ingu, þegar einhver fór í einni svipan úr sínum hversdagsham og tók á sig annan. Þannig var það með mig. 1 einni andrá var álagaham allrar hinnar svoköll- uðu menningar af mér svipt; ég hafði aldrei í skrifborðsstól set- ið, aldrei stutt fingurgóm á rit- vélarstaf, aldrei teygt úr mér, langgeispað og bölvað örlögum mínum, þegar sólin skein á glugga ... það var eins og andi forfeðranna, andi allra þeirra, sem öldum saman höfðu dregið fisk á þessum miðum, hlypi f mig og sjórinn, fiskurinn, færið, stöngin og þessi nýi hamgerv- ingur minn varð allt ein órjúf- ÉG andi heild; hvert viðbragð fisks- ins, hver hreyfing öldu og báts kallaði fram ósjálfráð gagnvið- brögð, sem ég mundi ekki hafa kunnað hin minnstu skil á sjálf- ur í mínum hversdagsham. Og þetta var minn fiskur, og það var ég, sem dró hann; þetta var fyrst og fremst minn flskur, enda þótt ég hefði í rauninni ekki minnstu þörf fyrir hann og gæti sennilega hvorki komið honum í mat né verð. Þetta var minn fiskur, og hefði ég haft þriðju hendi og lausa, er mér næst að halda að ég hefði notað hana til að berja þá með, félaga mlna, sem kepptust við að gefa mér holl ráð f beztu meiningu ... það var ég, sem dró minn fisk, og hvem fjand- ann sjálfan kom þeim það við. Framhald á bls. 6 Loftur Guðmundsson segir frá jbv/ jbegar hann dró stærsta ufsann sem dreg- inn hefur verið á stöng i veröldinni

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.