Vísir - 24.05.1963, Side 15

Vísir - 24.05.1963, Side 15
V í S IR . Föstudagur 24. maí 1963. ar-nmg^s'jjBcra: - a_.yE3E 15 framhaldssago eftir Jane Blackmore stjörnuskin og skuggar Diana hljóp út að glugganum. Þaðan gat hún séð yfir stíginn, sem lá að matjurtagarðinum. Þá leið yrði Marlene að fara, svo fremi að hún ætlaði sér að hitta Rupert handan tjarnarinnar. Þyngjandi kyrrð ríkti í húsinu. Enginn var heima. Móðir hennar var dauð. Jónatan var ekki heima. Sorrel ... höfðu þeir lokað hana inni? Eða voru þeir enn að yfir- heyra hana í lögreglustöðinni? Hún fann allt í einu til meðaumkunar með henni, en skelfing hennar sjálfrar yfirgnæfði allt annað. Hún starði út yfir garðinn. Hún starði án afláts á stíginn baðaðan í skini kvöldsólarinnar. Hún beið átekta. Hver taug í lík- ama hennar var þanin. Ef hún hefði ályktað rétt mundi Marlene brátt koma í ljós ... — Ég held, að ég leggi bílnum hérna, sagði Reynolds. Hann ók út af kantinum, þegar þeir áttu góðan spöl eftir. Davíð kinkaðt aðéins kolli og fór út úr bílnum. Grasið var orðið þurrt, þótt mikið hefði rignt um nóttina. Þeir flýttu sér yfir engið í áttina að litla hliðinu, sem vissi að mat- jurtagarðinum. Þetta var ósköp einfalt mál. Að- alatriðið var, að ekki sæist til þeirra frá húsinu. Þeir gengu gegn- um hliðið. Davíð fannst eins og heil eilífð síðan er hann faðmaði Sorrel að sér þarna, kyssti hana, sefaði hana og fullvissaði sig um ást hennar og gerði sér grein fyrir angist hennar og ótta. Þegar þeir komu f námunda við runnana áður en komið var áð garðinum, nam Davíð skyndilega staðar. Diana stóð f dyragættinni. Hún stóð þar og lagði við hlustirnar og starði í áttina til matjurtagarðsins — og það var eitthvað annarlegt við hana. Og allt f einu fór hún að hlaupa, meðfram húsveggjun- um beygði hún sig niður, reyndi að iáta bera lítið á sér, og var mjög flóttaleg, og sama hætti hélt hún meðfram múrveggnum á mat- jurtagarðinum. Þá var eins og hún ætlaði inn í sjálfa sig. Svo beið hún. Og svo hvarf hún allt í einu eins og jörðin hefði gleypt hana. Davíð og Reynolds hlupu f átt- ina til hennar. Undir múrveggnum komu þeir auga á hana. Hún stóð í skugga stórs trés og hreyfði sig ekki. — Hvað getur þér helzt dottið i hug? spurði Davíð. Reynolds yppti öxlum. — Ég get ekkert getið mér til um það á þessu stigi. En við skul- um nota tækifærið og fara inn. Þegar inn í forstofuna kom, námu þeir staðar og lögðu við hlustirnar. Það var dauðahljótt í húsinu. Reynolds lagði af stað upp tröppurnar og gaf Davíð bendingu um að koma á eftir sér. Dyrnar á svefnherbergi Davíðs og Díönu voru lokaðar, Davíð horfði spyrj- andi augum á vin sinn, en hann kinkaði bara kolii. Þeir opnuðu dyrnar hljóðlega. Herbergið var mannlaust. Reynolds benti honum á klæðaskápinn, en fór sjálfur að athuga hvað var í kommóðuskúffum sem þarna voru. — Það hefir einhver verið hérna á undan okkur, sagði Reynolds all æstur. Davíð leit snöggt til hans.- — Eru þau ekki hérna? Þeir leituðu alls staðar, mjög vandlega, en árangurslaust. Davíð gekk út á mitt gólfið, vonsvikinn. — Ályktun þín hefir þannig reynzt skökk? — Um það hef ég ekki sann- færzt enn og langt frá því, sagði Reynolds rólegur. Diana er vön að hafa hlutina í röð og reglu, ég þekki hana mæta vel. Hún hefur ekki rótað svona í skúffunum — það hefir einhver annar gert, ein- hver, sem hefur leitað að ein- hverju. — Ég skil þetta ekki — hafi hann falið vettlingana, getur hann ekki þurft að leita. — En ef einhver annar hefur falið þá?' — Diana? — Ef til vill. — En því hefir hún þá ekkert sagt? — Hún hefir nú gefið talsvert í skyn, beint og óbeint — það getur engum dulizt, að hún hefir orðið fyrir miklu áfalli Davíð sneri sér við: — Við verðum að hafa tal af henni. í þessum svifum var bíl ekið að húsinu. — Aha, sagði Reynolds, —- Burke lögreglufulitrúi hefir þá ver- |ið á sömu hugsanabrautum og ég, en bara dálítið á eftir. Við skulum fara niður og taka á móti honum. Þeir flýttu sér og höfðu svo hraðann á, að þeir veittu ekki at- hygli manneskjunni, sem gægðist út um dyrnar á svefnherbergi Sor- rel. — Þið hafið sannarlega ekki haft hraðann á, sagði Reynolds við þá' Burke qg Dobson, er niður kom. — Ég þurfti að líta inn til Proud foot tannlæknis á leið hingað, svar aði Burke. Reynolds gekl^ á undan inn í borðstofuna. — Vitanlega, svaraði hann og gekk út að glugganum. Vettling- arnir voru ekki í svefnherbergi Ruperts. — Hélztu virkilega, að það hefði verið svo auðvelt? spurði Burke háðslega. — Kannski Diana geti sagt okk- ur það, sagði Davíð vonleysislega og þagnaði svo skyndilega, þvf'að honum hafði orðið litið til dyra, og brugðið allmjög. Hinir sneru allir við og litu einnig í áttina til dyra. ( Diana kom hægt inn í herbergið. I fanginu hélt hún á hvítum pinkli — hélt á honum eins og móðir heldur á hvítvoðungi. Það var eins og hún hefði ekki hugmynd um nærveru þeirra, sem þarna vory og störðu á hana. Hún gekk að einum stólnum fyrir framan arininn og settist. Þögulir horfðu þeir á, er hún fór að vagga þessum pinkli, eins Maturinn er að verða tilbúinn, Viktor. Viltu fara að ná í börnln. Þú verður áreiðanlega ekki f vandræðum með að konia bflnum í gang í dag. Églét hann ganga f nót og hann væri Iítið barn. Davíð var eins og honum rynni kalt vatn milli skinns og hörunds. Loks gekk lögreglufulltrúinn til hennar, kraup á kné fyrir framan hana og sagði, ótrúlega hlýjum rómi: — Frú Bagley — rná ég fá að sjá hvað það er, sem þér haldið á þarna? Hún sat grafkyrr og þögul. — Lofið mér það nú, kæra frú Bagiey, sagði Burke einkar vinsam lega og rétti fram hönd sína. — Gerið það nú, sagði hann lágt, AUGLÝSING Með því að gérast meðlimir „Den norske Bokklubben“ getið þér eignazt prýðisfallegar útgáfur af frægum skáldsögum á norsku með ótrúlega lágu verði. Allar upplýsingar gefur Bókaverzlun Stefáns Stefánssonar h.f. Laugavegi 8 . Sími 19850 VÖRUBÍLL Mercedes-Benz-vörubíll, árgerð 1955, með 3ja tonna krana, er til sölu. BYGGINGARIÐJAN h.f Sími 36660 GRÓÐURMOLD ómokuð í Safamýri á laugardag. VÉLTÆKNIN h.f. T h R 1 A það var víst þess vegna, sem þér komuð niður með þetta, — af því yður fannst, að þér mættuð til að gera það. Hún lyfti höfði sem snöggvast og svo hallaði hún sér aftur og hélt enn fastara um pinkilinn, en allt í einu henti hún pinklinum í hann, og var nú sem gneistar hrykkju úr augum hennar. -— Þakka yður fyrir, sagði lög- reglufulitrúinn eins vinsamlega og áður. Reynolds gekk til Diönu eins og til þess að róa hana með nærveru sinni. Davíð steig fram, þegar Burke lagði plastpokann á borðið. Hann var svo Ijós og þunnur, að sjá mátti, að eitthvað dökkt var í hon- um. Lögreglufulltrúinn opnaði hann og tók úr honum fötin, svarta peysu, dökkar buxur, en blautar, þar sem þær höfðu verið geymdar Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, slmi 24616. P E R M A, Garðsenda 21, slmi 33968 Hárgrelðslu- og snyrtlstofa Dömur, hárgrciðsla við allra hæfl. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in. Sími 14662. Hárgreíðslustofan JKL Ujgíl^ Háaleitisbraut 20 Slmi 12614 il-9-í Q1& Tarzan og Ito, safna saman við artágum, sem þeir svo fiétta sam an í sterka kaðla. Vinnubuxur Aðeins kr. 198.00 v' wmsBmammmmmLték

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.