Vísir - 30.05.1963, Blaðsíða 3
VlSIR . Fimmtudagur 30. maí 1963,
3
Leikfélag Sauðárkróks 75 ára
í Sæluviku Skagfirðinga á
Sauðárkróki 1 s. 1. aprílmánuði
hélt Leikfélag Sauðárkróks há-
tiðlegt sjötíu og fimm ára af-
mæli sitt, með því að sýna
Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigur
jópsson.
Þetta félag mun vera stofnað
árjð 1888, og hefur það starfað
að Ieiksýningum síðan. Þó ekki
alveg ósiitið.
Það hefir tekið ýms merkileg
Ieikrit til meðferðar, bæði er-
lend og íslenzk. Skugga-Svein.
Mann og konu. Gullna hliðið.
Lénharð fógeta, Galdra-Loft,
svo nokkur séu nefnd. Auk
þess sæg erlendra leikrita og nú
Fjalla Eyvind. Var hann sýndur
á hverju kvöldi alla Sæluvik-
una, og var jafnan uppselt.
Haraldur Björnsson fór norð-
ur fyrir páskana og sá sýningu
þessa. Mundu þeir varla margir
íslenzkir leikararnir sem hefðu
Iagt það á sig í þeim veðraham
sem þá var, og í óupphituðum
farartækjum Norðurleiða.
Leikfélagið hafði aukasýningu
fyrir Harald og aðra boðsgesti.
Haraldur Björnsson hefur sett
þetta leikrit 6 sinnum á svið á
ýmsum stöðum hérlendis, og er
því verkinu kunnugastur allra.
Fór hann viðurkenningarorð-
um um dugnað oð þrautseigju
þéssa fólks, sem um áratugi
hefir eytt frístundum sínum og
öðrum hvíldatíma við erfiðar æf
ingar og sýningar í þágu þess-
arar listar — kauplaust. En
þannig mun það hafa verið, og
er víðast um land, utan Reykja
víkur. Nú mun nokkur bót
verða á þesu ráðin, segir Harald
ur, við væntanlegt afpám
skemmtanaskattsins. Mun þá
rýmkast nokkuð um hag þess-
ara leikfélaga. Fram að þessu
hafa flest þeirra greitt í skatt
eins mikið og numið hefur hin-
um opinbera fjárstyrk.
Leikið var í samkomuhúsinu
„Bifröst“ við allgóð skilyrði.
Aðalhlutverkin Höllu og Kára
léku Eva Snæbjömsdóttir og
Kári Jónsson og er hann for-
maður félagsins. Leikstjóri var
Eyþór Stefánsson.