Vísir - 30.05.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 30.05.1963, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Fimmtudr .. ..íaí 1963, ./ Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavégi 178. Auglýsingai og ^greiðsla Ingóifsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði, I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. Hækkanir á matvörum Það vita allir að vörur hafa hækkað í verði hér síðustu tvö til þrjú árin. En hver er ástæðan til þess- ara hækkana? Eru það viðreisnarráðstafanir ríkis- stjórnarinnar sem þeim valda? Stjórnarandstaðan heldur því fram að svo sé. Hið hækkaða verðlag á kjöti og fiskmeti í landinu síðustu misserin stafar af viðreisninni segir annað stjórnarand- stöðublaðið í gær. Hér er um vísvitandi kosningafals- anir að ræða sem rétt er að gera nokkuð að umtals- efni. Hækkanir landbúnaðarafurða og fiskmetis á síð- ustu misserum stafar fyrst og fremst af kauphækk- unum þeim, sem orðið hafa í landinu síðustu tvö árin. Alkunn staðreynd er að fast samband er á milli kaup- gjalds og þess sem bóndinn fær fyrir afurðir sínar. Ef kaupið hækkar hækka landbúnðaraafurðimar einnig nokkrum mánuðum seinna. Af þessu stafar hækkunin á kjöti og sláturafurðum og einnig á fiskmeti. Ástæðan er engin önnur. Þetta er auðvelt að sanna svart á hvítu með því að athuga verðlagsvísitölu þessara vara, sem Hagstof- an reiknar út. í júní 1961 var kjötvísitalan 107 stig. í þeim mán- uði urðu ulmennar 15% kauphækkanir. Afleiðingin var að kjötið hækkaði og vísitala þess var orðin 127 stig í nóvember sama ár. Hún hélzt svo óbreytt þar til 15% kauphækkunin kom í fyrra. Þá tók hún aftur stökk upp á við. Nákvæmlega hið sama er að segja um aðrar afurðir. Þetta er staðreynd sem öllum ætti að vera augljós, en stjórnarandstaðan reynir að dylja menn fram yfir 9. júní. Slíkur málflutningur er ekki stórmannlegur. Sízt stórmannlegra er að láta SÍS semja um kaup- hækkanir, sem óhjákvæmilega hljóta að valda verð- hækkunum en hrópa síðan um árás ríkisstjórnarinnar á heimilin. Brotamönnunum væri nær að lýsa sökinni á verðhækkununum á hendur sjálfum sér. Þar liggur hún. Um þetta er kosið Óska ís endingar eftir glundroða og óðaverðbólgu næstu árin? Óska þeir eftir því að landhelgissamningn- um verði sagt upp og 12 mílna landhelginni teflt í tvísýnu? Óska íslendingar eftir því að samstarfið við vestrænar lýðræðisþjóðir verði gert að verzlunarvöru á markaðstorgi kommúnista? Ef svarið er jákvætt þá ber að veita Framsóknar- flokknum og kommúnistum fylgi við kosningamar. Ef það er neikvætt þá verður Sjálfstæðisflokkurinn fyrir valinu. „Stofnun afrískrar einingar“ Nkrumah og Heile Selassie keisari. Um seinustu helgi undirrit- uðu Ieiðtogar 30 Afríkuþjóða sáttmála til efllngar einingar Afríku og samstarfs á mörgum sviðum. Adlai Stevenson, aðalleið- togi Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, kvað sáttmál- ann marka upphaf nýs sam- starfs þessara þjóða. Jay Walz, fréttaritari New York Times, segir hér vera um frjálst bandalag að ræða, en fréttarit- ari Daily Mail í London segir, að Ben Bella forsætisráðherra Alsír hafi hamrað það í gegn á fundinum, að raunverulega hafi verið lýst „styrjöld á hendur Suður-Afrfku, Suður-Rhodesiu og Portúgal". Að. vanda ber frásögnin í New York Times vitni gætni og er áróðurslaus. Þar segir m. a.: * Leiðtogar 30 sjálfstæðra Af- rikuþjóða hafa komið á fót Stofnun Afrfskrar einingar. Þeir hafa fallizt á sáttmála fyrir alla Afríku þar sem miðað er ekki einvörðungu að frjálslegu bandalagi, heldur og að vfð- tækri samvinnu á sviði stjórn- mála, efnahagsmála, fræðslu- og menntamála og landvama. Áður en lauk fjögurra daga ráðstefnu þeirra kom þjóðhöfð- ingjum þeim og forsætisráð- herrum, sem ráðstefnuna sátu, saman um að uppræta nýlendu- valdið f álfunni. Þeir komu sér saman um stofnun sjóðs til stuðnings þeim, er berj- ast fjirir frelsi þeirra landa, sem enn lúta erlendum yfirráð- um. Það voru utanríkisráðherrar Eþfópfu, Nigeríu, Kameroon, Senegal, Ghana og Arabiska sambandslýðveldisins (Egypta- lands) sem sömdu uppkastið að sáttmálanum. Þjóðhöfðingj- amir og forsætisráðherramir höfðu áður hafnað tillögu utan- ríkisráðherra þeirra, að fresta samningu sáttmálans. , Undirritun sáttmálans fór fram við hátíðlega athöfn. LEIÐTOGAR HITTAST ÁRLEGA. I sáttmálanum er gert ráð fyrir, að þjóðhöfðingjar og for- sætisráðherra aðildarrfkjanna, komi saman á fund árlega og að til lögmætra ákvarðana á slfkum þingum þurfi % at- kvæða. Ráðherrafund skal auk þess halda á misseris fresti óg þarf þar einnig % atkvæða til lögmætra samþykkta. Samþykkt var að stofna sátta nefnd til þess að miðla málum f deilum, sem upp kunna að koriia. ÝMSAR ÁLYKTANIR. Ýmsar ályktanir voru gerðar á ráðstefnunni. Ein fjallaði um kynþáttaofsóknimar f heimin- um, sem væru mikið áhyggju- efni, og var einkum harmað hversu ástatt er í Bandaríkjun- um í þessu efni, en farið við- urkenningarorðum um viðleitni sambandsstjórnar þeirra til Julius Nyerere. Hann bar klæði á vopnin. þess að stöðva óþolandi of- beldisaðgerðir. Er greinilegt. að hér er einkum átt við það, sem gerzt hefir í Birmingham, Alabama, þótt ekki sé það sér- staklega tilgreint. í annari ályktun var skorað á__ stórveldin að hætta stuðningii við nýlenduveldi, einkanlega stjórnina f Portúgal, sem heyi harða baráttu í Afríku (nýlendum sínum Angola og Mozambique). ADDIS ABBEBA HÖFUÐ- STAÐUR FYRST UM SINN. Samþykkt var, að Addis Abbeba, höfuðborg Eþfópfu skyldi vera höfuðstaður banda- lagsins, eða Stofnun afrískrar einingar, eins og hið opinbera nafn hennar er, unz annað yrði ákveðið. Skrifstofur verða f Afrfkuhöllinni þar í borg. Haile Selassie Eþfópfukeisari settl ráðstefnuna og hafði fomstu um þá stefnu, að hvert riki um sig væri algerlega sjálfstætt innan samtakanna. Þessi lönd tóku þátt: Alsír, Burundi, Cameroon, Mið- Afríkulýðveldið Chad, Kongó- lýðvelditl (Brazzaville), Kongó (Leopoldville), Dahomey, Eþfó- pia, Gabon, Ghana, Gínea, Fflabeinsströndin, Liberia, Libya, Madagascar, Mali, Mauretania, Niger, Nigeria, Rwanda, Senegal, Sudan, Tanganyika, Tunis, Uganda, Efra Volta, Arabiska sam- bandslýðveldið (Egyptaland). — Marokko sendi áheymar- fulltrúa. Kwame Nkmmah forseti Ghana var hinn eini, sem mæltl með traustu bandalagi Afrfku- þjóða, með sambandsstjómar- fyrirkomulagi — en það var stefna sú, sem Haile Selassiff keisari mælti með, sem varð ofan á, og studdi hana þjóð- höfðingjar margra landa og forsætisráðherrar annarra. Þetta var stefnan um frjálslegt banda- lag með víðtækri samvinnu á ýmsum sviðum svo sem fyrr greinir. Meðal þeirra, sem studdu þessar skoðanir voru Nasser forseti Egyptalands og Ben Bella forsætisráðherra Alsfr. Julius Nyerere forsætis- ráðherra Tanganyika átti mestan þátt í að bera klæði á vopnin og koma á sam- komulagi. Hinn nýi sáttmáli er f flestu líkur einingartillögunum, sem „Monroviafylking 20 ríkja" samþykkti f nóvember s.l. og einnig í mörgu líkur sáttmál- anum sem Casablancaríkin sex (Ghana, Guinea, Mali, Marokko, Alsir og Egyptaland) samþykktu 1961. Athyglisvert er, að í sáttmál- anum er forðast að minnast á Israel. (Að mestu eftir NYT). Heimdell- ingar Heimdallur hvetur félagsmenn til að koma i skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins og gera skil I happdrætti flokksins um Ieið og hann minnir á að hér er um að ræða glæsilegasta happdrætti, sem Sjálfstæðisflokkurlnn hefur efnt til i þágu flokksstarfsem- limar. Skrifstofan er opin alla frá 9—22.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.