Vísir - 30.05.1963, Blaðsíða 4
VÍMR . Fimmtudagur 30. maí 1ÐC3
S/ðor/ grein
Jþegar kemur suður á Voga-
stapann blasa við Njarð-
víkurnar og Keflavík. Á bak
við Keflavlk sér á Hólmsberg
og handan þess tekur Garður-
inn við. Parna I þessu umhverfi
eru menn tekjuhæstir á öllu Is-
landi og þar var gerð heims-
bylting í veiðitækni, að því er
Björn fararstjóri Þorsteinsson
tjáði okkur fávísum Reykjanes-
förum. Þessi heimsbylting varð
með þeim hætti, sagði Björn, að
Eggert skipstjóri á Víði II. tók
allt í einu að dunda við hern-
aðarleyndardóma í sambandi
við kafbátaveiðar. Honum
hafði sem sé komið til hugar
að hægt væri að beita sömu
tækni gegn síld eins og kafbát-
uyi. Þetta var ákaflega hlægi-
legt og menn hlógu að þessari
sérvizkulegu hugdettu. Svo
hættu menn allt í einu að
hlægja þegar Víðir II fékk æ
ofan í æ uppgripaafla á sama
tíma sem enginn annar dró
bein Ur sjó. Nú er Eggert skip-
stjóri Gíslason óumdeilanlega
n'«tu. Það er örlagaríkasta og
mesta sjávarflóð sem sögur
fara af við íslands strendur.
Það olli gífurlegu tjóni, um
mest allt Suðurland og allt
vestur á Snæfellsnes. Sem
dæmi um mikilleik flóðsins má
geta þess að þá varð Seltjarn-
arnes að eyju og varð ekki
komizt milli þess og Reykja-
víkur nema á skipum.
jyjagnús Stephensen gefur
býsna góða lýsingu á þessu
veðri í Minnisverðum tíðindum,
þar segir: „Þetta minnisstæða
skaðlega ofsaveður byrjaði litlu
eftir miðnætti. 1 fyrstu var
vindurinn af suðri en undir
daginn, og eftir því sem veðrið
fór vaxandi, hopaði vindurinn
til útsuðurs og komst loks,
undir það slota tók veðrinu, á
vestan. Með þessu feikna veðri
fylgdi ofsa regn, skruggur og
leiftranir, Himininn var, að
vitni þeirra sem réðust I að
voga lífi sínu með að fara út
á meðan veðrið stóð yfir, ógnar
og ofboðslega útlítandi. Mikil
ókyrrð sýndist vera á stjörn-
unum og þegar til lofts reif,
hvað oft skeði af ofviðrinu,
virtist sem himinhvelfingin
þryktist niður að jörðinni."
Férðafólkið á Hafnarbergi
REYKJANES SKOÐAÐ
mestur síldardrápari allra alda
og allra landa, og veiðitækni
hans sennilega búin að bjarga
fjárhagslegri velferð íslenzku
þjóðarinnar um ófyrirsjáanlega
tíma. Það er meir en margur
annar hefur af að státa.
Áfram er haldið og nú beint
af augum yfir Hafnarheiði,
framhjá Keflavlkurflugvelli og
I áttina niður I Hafnir. Landið
er sviplaust — neflaus ásýnd
— flatt og svart og tilbreyting-
arlaust. Allt I einu bendir
Björn til hægri I áttina til
Stafness. Þarna eru Básendar
sagði hann. Þar var kaupstaður
I lok 18. aldar en hann tók af
I ægilegu sjávarflóði á einni
Þannig lýsti Magnús Steph-
ensen þessu mikla veðri þegar
Básenda tók af. En það er einn-
ig til samtíma frásögn af at-
burðunum I Básendum, en það
er . skýrsla kaupmannsins Hin-
riks Hanséns. Hann kvaðst
hafa vaknað nokkru eftir mið-
nætti aðfaranótt 9. janúar
1799 við brak og undarlega
skelli og dynki. Hann vildi vita
hverju þetta sætti, fór fram og
opnaði útidyrahurð. Brauzt
sjórinn þá inn á hann af því-
líku afli að herbergin fylltust
á skammri stund. Hinrik kaup-
maður flýði með fjölskyldu
sína I ofboði upp á loft og
vannst ekki tími til að klæðast
áður. Þarna hélzt fólkið við
það sem eftir var nætur ótta-
slegið og kalt, en ekki þótti
ráðlegt að freista að komast
á þurrt þvl æðandi brimöldur
skullu látlaust á húsinu og
allt umhverfið komið á kaf I
sjó.
TKar kom að fólkið treystist
ekki lengur að geta haldið
Iffinu á húsloftinu. Húsið tók
smám saman að brotna og þá
og þegar mátti búast við að
það yrði öldunum að bráð. Tók
kaupmaðurinn þvf það til
bragðs að brjóta rúðu I glugga
og út um hann skreið öll fjöl-
skyldan, hálfnakin eins og hún
Sé8 yfir byggðina í Höfnum
■^eftir Þorstein Jósepsson : 0
var á sig komin. Var ekki um
annað að ræða en vaða út I
sjóinn þótt ófrýnn væri. Fór
kaupmaður á undan og bar
yngsta barnið á handleggnum
en hitt fólkið þræddi slóð hans
og þannig komst það allt við
illan leik til fjóssins, sem stóð
nokkru hærra og lengra frá
sjónum heldur en íbúðarhúsið.
Ekki varð þar þó vært til
iengdar því rétt á eftir brast
mæniásinn og var þá leitað til
hlöðunnar. Þar stóð fólkið
skjálfandi af kulda nokkra
stund en þá tók veðrið mestan
hluta þaksins og eftir það varð
dvölin I hlöðunni enn óyndis-
legri. Loks var ekki um annað
að ræða en yfirgefa síðasta
húsið á Básendum og vaða og
skrlða yfir I hjáleiguna Loddu
rétt hjá Stafnesi. Þar var fófk-
inu hjúkrað og hlynnt að því
á allan hátt eftir hina miklu
hrakninga. Annað fólk úr Bás-
endahúsum bjargaðist með á-
þekkum hætti, en ein karlæg
kona, komin á níræðisaldur
drukknaði. Allar byggingar á
staðnum brotnuðu I spón eða
sópuðust I burt á þessari einu
nótt og Básendakaupstaður
varð aldrei byggður upp aftur.
JJandan við Básenda er
kirkjustaðurinn Hvalnes.
Þar var Hallgrlmur Pétursson
eitt sinn prestur og þar orti
hann þessa óprestlegu vísu um
óvin sinn Torfa sýslumann Er-
lendsson:
Áður en dauður drepst úr hor
drengur á rauðum kjóli,
feginn verður að sleikja slor
slepjaður húsgangsdrjóli.
Tilefnið var það að Torfi
sýslumaður hafði áður kallað
séra Hallgrím „liðlegan slor-
dóna“.
1 Höfnum er nokkurt húsa-
hverfi, en mesta býli þar og
kunnast er Kirkjuvogur. Þar
skeði einasta brúðarrán sem
sögur fara af á síðari tímum á
Islandi. Ungur Reykvíkingur og
efnalltill gerði sér lítið fyrir og
rændi einhverri ríkustu heima-
sætu á öllum Sfcðurnesjum, en
það var Anna, 19 ára dóttir
Vilhjálms Kristins Hákonar-
sonar útvegsbónda 1 Kirkju-
vogi. Vilhjálmur var stórríkur
maður og bar ægishjálm yfir
nágranna sína alla. Oddur hafði
unnið að lýsisbræðslu I Höfn-
um, kynnist þá hinni glæsilegu
dóttur stórbóndans og felldu
þau hugi hvort til annars. En
þegar faðir hennar varð þess
áskynja brást hann reiður við,
taldi Odd fátækan og umkomu-
Iítinn óþurftarmann, rak hann
burt og sagði að hann
skyldi aldrei dirfast að láta
sjá sig I Höfnum framar.
TJvað Oddur hefur hugsað
þegar hann fór alfarinn og
sneyptur úr Höfnum er ekki
vitað. Sennilega hefur hann
hugsað þungt, en það leið ekki
á löngu unz hann lagði leið
sfna suður á Nes að nýju. 1
Njarðvíkum fékk hann 2 menn
sér til fylgdar að vetri og I
náttmyrkri yfir Hafnarheiði og
komu þeir um miðja nótt I
Kirkjuvog. Segir ekki af þvf
annað en stúlkuna höfðu þeir
félagar á brott, en að öðru
Ieyti mun ekki hafa orðið vart
ferða þeirra þar. Af Oddi og
unnustu þeirra er það að segja
að þau komust heilu og höldnu
um nóttina yfir I Njarðvlkur,
en önnu var ekki saknað fyrr
en um fótaferðartíma morgun-
inn eftir. Grunaði föður hennar
strax hvernig málum myndi
háttað og gerði þegar út leið-
angur til að leita hennar og
veita eftirför. Skyldu þeir taka
hana hvað sem það kostaði og
flytja hana nauðuga eða vilj-
uga til föðurhúsa aftur.
Fóru leitarmenn rlðandi og
riðu mikinn. Var það nær sam-
tímis að þeir komu ríðandi nið-
ur I Njarðvík og Oddur hafði
ýtt úr vör og dregið upp segl
áleiðis til Reykjavíkur. Skildi
þar með þeim. Oddur Glslason
varð síðar prestur og þjóð-
frægur maður fyrir ritstörf og
Framhald á bls. 7.