Vísir - 30.05.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 30.05.1963, Blaðsíða 7
V í SI R . 7immtudagur 30. maí 1963. Reykjanes skoðað — r ■vw^vW¥M^‘V^^vl,-'>»WVWVVVWVy^yVll¥¥V¥y¥¥^^^^^^^^l' Framh. af bls. 4 fleira. Áttu þau Anna fjölda barna og ekki annars getið en hjónaband þeirra hafi orðið í hvívetna hið hamingjusamasta. JJafnarberg er helzti áfangi þessarar ferðar okkar í dag og stutt þaðan úr Höfnum. Það hefst skammt fyrir austan bæinn Kalmanstjörn og er um hálfa viku siávar að lengd, Ekki verður ekið fram á bjarg- brúnina, en leiðin frá götunni er stutt, veðrið auk þess gott svo allir fagna því, að fá sér smá spássergöngu yfir slétt hraunið og sleikja sólskinið um leið. Það var ekki kominn mikill fugl í bjargið miðað við það sem venjulegt er, en það gera sennilega kuldarnir í vor. Þó sá víða fugl á eggjum og enn meir af fugli sem ekki var enn tekinn að verpa. Hafnarbjarg er lágt, líklega sem næst 40 metra hátt þar sem það er hæst. En það er þverhnípt og ógengt talið. Stundum hefur verið sigið í það eftir eggjum en ekki að staðaldri. Hafnarbjarg er senni- lega það fuglabjargið sem er hvað næst Reykjavík og hefur það auk þess til sfns ágætis að það er mátulega lágt til að fólk geti fylgzt með öllu sem x því gerist ofan frá bjargbrún. í hinum hærri fuglabjörgum er oft örðugt að sjá fuglinn eða varpstöðvar hans því þær eru sjaldnast ofarlega í berginu. — Það er ekki hugmynd mín að gefa neina lýsingu á fugla- bjargi en þó geta þess að það er í röð þess sérkennilegasta og skoðunarverðasta sem um ræðir í dýralífi á íslandi. Á það getur maður horft hug- fanginn' klukkustundum saman án þess að fá nokkurn tíman nóg. TJegi er tekið að halla og ekki unnt að dvelja lengur á Hafnarbjargi þótt maður feg- inn vildi. Við göngum sömu Ieið til baka að bílunum, stöldr- um þar litla stund og snæðum nestisbitann. Að því búnu hefst ferðin að nýju og nú á- fram austur nesið í stefnu á Reykjanesvita. Við ökum ná- lægt sjónum og höfum ágæta útsýn til hafsins. Langt í suðri gnæfir Eldey ein rismikil og tíguleg upp úr haffletinum. Stundum gaf fleiri eyjar að líta út við hafsbrún, en þær voru meir til stundargamans heldur en Iangframa, því þær hurfu með jafn skjótum hætti og þær höfðu myndazt. Og allar höfðu þær orðið til við eldsumbrot. Eldar hafa ekki aðeins brunn- ið miklir um allt Reykjanes heldur og fyrir öllu Reykjanesi. Annálar herma t. d. frá því að ekki hafi orðið færri en 5 eldgos í hafinu út af Reykja- nesi á 13. öld einni. Og fyrsta eldgos í Reykjanessjó, sem sögur herma, átti sér stað árið 1211. Það var sett í samband við andlát Páls Skálholtsbisk- ups sem lézt um áþekkt leyti. Var sagt að allar höfuðskepnur hafi sýnt á sér hryggðarmerki þegar hann dó. Árið 1783, sama ár og Skaft- áreldar brunnu, myndaðist ey í hafi úti fyrir Reykjanesi. Þetta var klettaey sem kastaði frá sér ösku og vikri svo mikl- um að skip áttu jafnvel í erf- iðleikum með að komast leiðar sinnar. Eynni var nafn gefið og kölluð Nýey. En einn góðan veðurdag var hún horfin svo ekki sá urmull eftir og hefur ekki örlað á henni síðan. Þá er og getið um eyju, sem átt hafi að myndast suðvestur af Eldey árið 1884, en mjög óljós- ar fregnir eru um hana og hafi hún á annað borð orðið til hefur hún sokkið svo til nær jafnharðan aftur. í einhverjum gömlum annál . er getið um Voðahvin í lofti sem átt hafi að koma úr sjón- um fyrir Reykjanesi árið 1546. Hvinurinn bergmálaði í öllurn fjöllum á Reykjanesskaganum, en færðist síðan norður yfir landið. Hann átti að vera tákn fyrir skæðri drepsótt sem herj- aði á Iandsbúa seinna á því sama ári. Reykjanestáin þar sem vitinn stendur er einn skemmtilegasti staðurinn á sunnanverðu Reykjanesi. Þar er býsna margt skemmtilegt að sjá svo sem hverasvæði, jarðsprungur og gjár, sjávarhella, klettadranga í sjó og þar er gróðurlendi lítils háttar, en þó nóg til þess að gleðja augað í þessari bik- svörtu eyðimörk. Hvítur vitinn stingur og mjög í stúf 1 þenna sorta allt í kring. Hann stendur á hól og gnæfir við Jiiminn. í stórviðri verður brim ferlegra og stórbrotnara við Reykjanes en víða annars staðar. „Grunn- sjórinn beljar um voginn svo jarðimar nötra“ myndi Einar Benediktsson hafa sagt. T> eykjanesviti mun vera fyrsti *■ viti sem byggður var á Is- landi. Stóð í erfiðleikum að fá fjárframlög til byggingar hans þar sem danska stjórnin taldi þess enga þörf. Skip hefðu ekkert að gera fyrir Reykjanes- vitann á vetrum, en á sumrin væri svo bjart að viti væri gagnslaus. Þó kom að því að íslendingar fengu vilja slnum framgengt og síðan hefur vitinn verið endurbyggður tvisvar. Áður stóð hann úti á Valahriúk, en þar hrundi mikið úr berg- inu, bæði í jarðskjálftum og af sjávargangi og var hann því fluttur upp á hólinn þar sem hann stendur nú. Á jarðhitasvæðinu við Reykjanesvita er Gunna sá hverinn sem- merkastur þykir. Gunnuhver heitir eftir mögnuð- um kvendraug, sem að sjálf- sögðu hét Gunna. Hann var til hinna mestu vandræða um allt Reykjanes þar til síra Eiríkur f Vogsósum tók til sinnaráðaog steypti Gunnu í hverinn. Gunnuhver þótti áður fyrr merkilegur fyrir þær sakir að á honum sáust svókallaðir hvera- fuglar synda, og meira að segja átti að hafa tekizt að skjóta einn slíkan fugl á Gunnu. Það var náttúra hverafugla að þeir syntu á sjóðandi vatni, en sú var önnur náttúra þeirra að kjötið af þeim soðnaði ekki í heitu vatni, heldur f köldu. Þeir sem etið höfðu töldu kulda- bragð vera af kjötinu. Círa Oddur Gíslason, sá hinn 0 sami sem rændi Önnu í Kirkjuvogi, hafði um skeið á- ætlanir á prjónunum að vinna postulín úr Gunnu. Hann dvaldi þar um skeið og safnaði allmiklu magni af leir sem síðan mun hafa verið sent til útlanda til rannsóknar. Aldrei varð þó af frekari framkvæmd- um og Gunna hefur verið látin í friði síðan, að því undan- skildu þö að jarðskjálftar hvekktu hana 1887 og breyttu hennar upprunalegu mynd. 1 Fimmtugur í dag: f Pétur T dag er einn af reyndustu og virtustu sendimönnum ís- lands á erlendri grund fimm- tugur. Það er Pétur Eggerz, sendiherra hjá Evrópuráðinu og Alþjóðakjarnorkumálastofnun- inni í Vín. Pétur Eggerz fæddist í Vík í Mýrdal 30. maí 1913, sonur hins mikla stjórnmálaskörungs Sig- sendiherra urðar Eggerz, fyrrv. forsæíisráð hei’ra og Sólveigar konu hans. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1933. Inn ritaðist hanri þá í lagadeild Há- skólans hér og lauk þaðan lög- fræðiprófi árið 1939. Gegndi hann síðan dómara og ráðuneyt isfulltrúastörfum í tvö ár, unz hann var skipaður ríkisstjóra- Pétur Eggerz sendiherra á ráðherrafundi Evrópuráðsins í Strassborg þeim sömu jarðskjálftum komu miklar sprungur í Valahnúk, bær vitavarðarins skemmdist og lampar brotnuðu í vitanum. Y'ið dveljum skemur en skyldi ’ við Reykjanesvita.. Við eig- um göngu upp á Þorbjarnarfell fyrir höndum og dagur líður óðum um kveldi. Á allri þeirri leið er enn yfir úfið hraun að fara. Það er blátt áfram ótrú- lega úfið og hrjúft. Ströndin fyrir austan hraunið hefur reynzt hálfgerður skipagrafreit- ur og tvö síðustu stórslysin sem þar hafa orðið er þegar Skúli fógeti strandaði rétt sunnan við Staðarhverfi í Grindavík 1933 og oiíuskipið Clam 1950 nokkrum spöl sunn- ar við skagann. Skúli fógeti strandaði í aprílmánuði 1933 í dimmviðri og roki á stað þeim sem Albogi heitir. Ólög gengu látlaust yfir skipið og i þeim skolaði 13 skipverjum fyrir borð, sem allir dimkknuðu, en 25 varð bjargað. Brezka olíu- skipið Clam er síðasta stóra skipið sem strandað hefur við austanvert Reykjanesið. Það hafði nokkrum dögum áður rek ið upp í Laugarnes og var enskur dráttarbátur fenginn til að draga skipið til Englands. Þegar skipin voru nýkomin fyr- ir Reykjanesið slitnuðu dráttar- taugarnar svo hvorugt skipið I fékk nokkuð aðgert til hjálpar. Clam rak tæpum tveim stund- um síðar upp í brimgarðinn við Reykjanes og þar fórust 27 manns, flest Kínverjar, er þeir höfðu í forboði skipstjórans tekið skipsbátana og ætluðu að bjarga sér á þeim til lands. En bátunum hvolfdi í brimgarðin- um og mennirnir drukknuðu, að 4 undanteknum sem tókst að krafsa sig eða rak í land. Öllum þeim sem eftir urðu í skipinu varð bjargað. Við ökum gegnum Grindavik. Þar væri gaman að nema stað- ar, en Þorbjörn bíður eftir okk- ritari, er Sveinn Björnsson hafði verið kjörinn ríkisstjóri íslands þegar tengslin við Danmörku rofnuðu. Er forsetaembættið var stofnað, varð Pétur Eggerz fyrsti forsetaritarinn. Síðustu tvo áratugina tæpa hefir hann gegnt margvíslegum störfum í utanríkisþjónustunni. Fyrst sendiráðunautsstörfum i London og Washington, og síð- an í Bonn. Árið 1956 var Pétur skipaður fastafulltrúi íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg með sendiherranafnbót og fasta fulltrúi hjá Alþjóðakjamorku- málastofnuninni i Vín árið 1956, er Islendingar hófu aðild að þeirri alþjóðastofnun. Ýms- um öðrum trúnaðarstörfum hef- ir Pétur Eggerz gegnt, auk þess sem hér að framan er talið. Hann hefir setið fjölmargar al- þjóðaráðstefnur fyrir íslands yind og var m. a. skipaður framkvæmdastjóri Flóttamanna sjóðsins í París 1959, Hann er kvæntur Ingibjörgu •Pálsdóttur Ólafssonar konsúls í Færeyjum, og hefir þeim hjón- um orðið tveggja barna auðið. ★ ■pins og að framan er greint var Pétur Eggerz þátttak- andi í hinni nýstofnuðu íslenzku utanríkisþjónustu allt frá byrj- un og hefir meginstarf hans legið á því sviði. Þá reið á miklu að valinn maður væri í hverju rúmi, svo vel tækist til. Munu allir sammála um að upp- bygging utanríkisþjónustunnar hafi farizt giftusamlega, þótt ærin væru verkefnin, sem hin- um fáu íslenzku sendifulltrúum var falið að annast. Á þeim tæpum tveimur ára- tugum, sem síðan eru liðnir, hefir Pétur Eggerz þjónað landi sínu við umsvifamikil embætt- isstörf bæði austan hafs og vest an. Þeim störfum hefir hann gegnt af einstakri alúð og allir þeir íslendingar, sem á fund hans hafa leitað erlendis, munu hafa sótt til hans holl ráð og drjúga aðstoð, þegar á hefir þurft að halda. Vísir færir Pétri og fjölskyldu hans beztu ámaðaróskir á þessum tímamótum. ur og upp á hann skal klifið. Hann stendur einn sér, gnæfir yfir alla hnúka og hæðir á sunnanverðu Reykjanesinu og af honum sést í þrjár áttir til hafs, þaðan sést líka yfir brunn- asta hraun íslands og beztu fiskimið í heimi. Það er ekki til einskis að ganga á Þorbjöm. Óðinsfélagar Málfundafélagið Óðinn minnir meðlimi sína á stærsta og glæsi legasta happdrættið, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur efnt til vegna starfsemi sinnar og skor- ar á þá að gera skil við fyrsta tækifæri. Aðeins 7 dagar eru þar til dregið verður. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins verður opin frá kl. 9—22 daglega. w* >an

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.