Vísir - 30.05.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 30.05.1963, Blaðsíða 1
Fyrsti hópurinn frá Kannda til Eyja kemur 4. júní Fyrsti hópur Vestur-Islendinga til starfa hér á landi mun leggja af stað frá New York i Loftleiða- flugvél 4. júní. Fer þessi hópur til starfa í frystihúsum í Vestmanna- eyjum. í þessum hóp eru 20 manns. Það eru fjögur frystihús í Vestmanna- eyjum, sem fá fólk þetta til starfa hjá sér og greiða allan kostnað við ferð þeirra. Þess er rétt að geta, er frá þessu er sagt, að LÍÚ og SH o. fl. áttu hlut að því að séra Róbert Jack fór í könnunarferðina vestur, þ. e. til þess að athuga möguleikana á að fá vestur-íslenzkt fólk til starfa hér, og gaf sú könn- Framhald á bls. 5. VAXANDIHLUTDEILD LAUN- ÞC6A / ÞJÓDARTCKJUNUM 19W \<)h% VERK VIÐREISNARINNAR Síðustu árin hefir hlutdeild launþega í þjóðar tekjunum vaxið. Er það órækasta vitni þess að lífs- kjörin hafa batnað í landinu og að framleiðslu- aukningin fellur þeim í skaut sem að henni vinna. Er þetta enn ein sönnun þess hver áhrif viðreisn- arstefnan hefir haft í landinu. yj. Framkvæmdabankinn og síðar Efnahagsstofn- un hafa reiknað út hver hlutdeild stærstu launa- stéttanna, verkamanna, sjómanna og iðnaðar- mánna hefir verið í þjóðartekjunum síðustu árin. Miðað er við töluna 100 árið 1950. Allt fram til loka stjómartíma vinstri stjómarinnar jókst hlut- deild launþega í þjóðartekjunum ekkert, var aðeins 100 árið 1957 og 101 1958. En á síðasta ári 1962 hafði hlutdeild þessara stærstu atvinnustétta þjóð- arinnar vaxið upp í 106 eða um 6%. j>f Er þetta ótvíræðust sönnun þess að stefna nú- verandi ríkisstjómar í efnahagsmálum hefir verið rétt, og stærstu launþegastéttunum til hagsbóta. Hlutur þeirra í hinum vaxandi þjóðartekjum hefir stækkað hlutfallslega meira en annarra lands- manna. Framhald á bls. 5. Hoppdrætti Sjálfstæðisflokksins: BIFREIÐ FYRIR 100 KRÓNUR Ef heppnin er með ekur þú á kjörstað eftir 7 daga f einum af hinum glæsllegu happdrættis bílum Sjálfstæðisfiokksins. Vinn ingamir eru sem alkunnugt er fimm bifreiðar af nýjustu ár- gerð, tveir Taunus, tveir Voiks- wagen og einn Austin Gipsy. Dregið verður aðeins fjórum dögum fyrir kosningar — 5. júní. — Um leið og þú skapar þér möguleika til að eignast bifreið fyrir fáeinar krónur hefurðu lagt að mörkum til styrktar starfsemi Sjálfstæðis- flokktins vegna kosninganna. ENGINN SJÁLFSTÆÐISMAÐ- UR MÁ LIGGJA A LIÐI SlNU. Styðjið og styrkið starf- semi Sjálfstæðisflokks- ins. — Takið þátt í happ drættinu um bílana fimm. — Miklir vinnings möguleikar. — Dregið eftir viku. — Miðinn kostar aðeins hundrað krónur. Meðalaldur karla 70 ár og kvenna Meðalævi karla hér á landi er nú komin yfir sjötugt og meðalævi kvenna er komin yfir 75 ára aldur. Er meðalæv- in hér með því lengsta sem þekkist í heiminum. Er greint frá þessu í síð- ustu Hagtíðindum. I aðeins einu landi í heimin um, Svíþjóð er meðalævi kvenna lengri en hér. Hún telst hér á landi slétt 75 ár en í Sví- þjóð 75.24. Fáein lönd eru talin hafa hærri meðalaldur karla en hér tíðkast. Hann telzt nú vera hér á landi 70,7, en þessi lönd eru hærri: Svíþjóð 71,69, Noregur 71,11 og Holland 71 ár slétt. Hækkun sú sem hefur orðið á mannsaldrinum á fslandi síð- ustu öldina gengur kraftaverki næst, en þetta hefur tekizt með framþróun læknavísinda, hrein- læti og b-jttum Iífskjörum. Fyrir rúmri öld á áratugnum 1850—60 var það reiknað út að meðalaldur karla væri 31,9 ár en kvenna 37,9 ár. Um alda- mótin var meðalaldurinn orðinn fyrir karla 44,4 ár og fyrir kon- ur 51,4 ár. Um 1930 var meðalaldur á íslandi 56, ár en fyrir konur 61 ár. í Hagtíðindum segir um þetta: Á rúmum 100 árum hefur meðal ævi nýfæddra barna lengzt um 38,8 og 37,1 ár. Meiri hlutinn af þessari hækkun meðalævinnar stafar af lækkun barnadauðans. I’ einu nágrannalandi okkar er manndauði og meðalaldur lfkur og hann var á Islandi fyrir heilli öld. Það er Grænland. Þar reikn ast meðalaldur karla nú vera 32,17 ár og meðalaldur kvenna 37,49 ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.