Vísir - 30.05.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 30.05.1963, Blaðsíða 16
Enskur biskup hingað Hingað til landsins, kemur annað kvöld (föstudag) Roderick Coote, Biskup í Fulham. Roderick Coote, er á vegum Alkirkjuráðs, hefur ferð azt víða um heim, og dvaldist nú síðast í Sviss. Hér dvelst hann fram á mánudag, en þá heldur hann væntanlega til Englands. Coote biskup, mun halda guðsþjónustu með altarisgöngu á sunnudag, fyrir söfnuð ensku biskupakirkjunnar á Keflavíkurflugvelli. Hann mun og heimsækja Skálholt i boði biskups íslands. Frá opnun fiskimálasýningarinnar f London. Hér sézt Lady Tweedsbury sem opnaði sýninguna í helmsókn í íslenzku sýningardeildinni. Er hún að taka á móti íslenzku sjali, sem Markús Sveinsson afhenti henni. Lengst til vinstri sjást m. a. Gunnar Guðjónsson skipamiðlari og Sveinn Guðmundsson í Héðni. Bridge-firmakeppni d Akureyri Islenzk sölusýning í London Nýlega er lokið á AkureyrJ firmkeppni Bridgefélags Akureyrar. Tóku 96 firmu þátt I henni og lauk henni með sigri Ólafs Ágústs- sonar & Co en fyrir það fyrirtæki spilaði Sigurbjörn Bjarnason og hlaut hann titilinn einmennings- meistari í bridge. Hafði hann 336 stig. Næst kom BSO, sem Ragnar Skjóldal og Sveinbjörn Jónsson spiluðu fyrir með 331 stig og þriðja var Hekla, sem Friðjón Karls son var fyrir með 325 stig. Á mánudaginn var opnuð I London alþjóðleg sýning á tækj- um til fiskveiða og fiskvinnslu. Er vörusýning þessi f sambandi við fiskveiðiráðstefnu Matvæla- og Iandbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Þrjú íslenzk fyrirtæki sýna þarna fram- leiðsluvörur sfnar, Hampiðjan, Kassagerðin og Vélsmiðjan Héðinn. Tilgangurinn með þátttöku ís- lenzku fyrirtækjanna er fyrst og fremst sá að sýna, að ís- -© Mynd þessa tók ljósmyndari Vísic B. G. f morgun, þegar að George Moir, vélstjóri var að fara í land á fund umboðsmannsins Geirs H. Zoéga. lendingar geti gert meira en veiða fiskinn, þeir framleiði einnig tæki og annan útbúnað til vinnslu aflans. Sýningin var opnuð á mánu- dag af þingmanni frá Aberdeen, Lady Tweedsbury. Lady Tweeds bury kom m.a. í ísl. deildina við þetta tækifæri, og var henni þar afhent að gjöf handunnið hyrnusjal úr fslenzku þeli. Blaðið hefur haft tal af Sveini Guðmundssyni forstjóra Héðins, en hann var viðstaddur opnun- ina. Kveður Sveinn sýninguna vekja mikla athygli og geysi- mikið hafi verið spurzt fyrir um íslenzku sölusýninguna. — Þegar hafa Héðni borizt pant- anir á þeim vélum, sem á sýn- ingunni eru, og svo er einnig um hin fyrirtækin tvö. ☆ lslenzki sendiherrann f London Henrik Sv. Bjömsson heimsæklr fs- lenzku deildina. Sendiherrann er f miðið að ræða við Svein Guð- mundsson f Héðni og Berg Jónsson í Hampiðjunni. Milwood-menn fara heim / fyrramálið Við vonumst til þess að geta komizt heim á morgun, sagði George Molr I. vélstjóri á tog- aranum Mllwood, sem nú hefur legið hér á annan mánuð. „Við erum að fara á skrifstofu um- boðsmannsins, sem ætlar að reyna að hringja til Aberdeen. — Við höfum ekkert haft fyrir stafni, aðeins borðað og sofið og ef við hefðum ekki eignazt vini hérna í Reykjavík þá værum við orðnir leiðir hver á öðrum og þetta hefði verið hálf leiðinlegur tími. Þegar við spurðum brezku sjómennina hvort þeir hefðu farið út að skemmta sér svarar Moir: — Já, við höfum farið á marga skemmtistaði hérna og skemmt okkur konunglega. En það er dýrt að skemmta sér á Islandi, t. d. fór ég með um 700 kr. á einu kvöldi og það finnst mér mikið. Þó er ekki hægt að segja að allt sé dýrara hérna en heima við kunnum alveg prýðilega við að kaupa enskar sigarettur því þær eru ódýrari en heima. — Og nú eruð þið að fara í land til þess að hringja heim. — Já, við erum að fara á skrifstofu Geirs H. Zoéga sem ætlar að reyna að hringja til útgerðarinnar og spyrja þá um greiðslu og annað er við kem- ur brottför okkar. Það var reynt að hringja heim Framhald á bls. 5. 3 prestar vígiir á hvitasunnadag Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, vígir þrjá guðfræði- kandidata prestvígslu í Dómkirkj- unni í Reykjavík á hvítasunnu- morgun kl. 10.30, þá Bjarna Guð- jónsson, sem lauk prófi í vetur og settur er prestur að Valþjófsstað, Helga Tryggvason, sem lengi hef- ur verið kennari við Kennaraskóla íslands, og er settur að Miklabæ í Skagafirði, og Sverri Haraldsson, sem einnig lauk guðfræðiprófi fyr- ir allmörgum árum og er hann settur prestur að Desjamýri í Norður-Múlasýslu. Prófasturinn á Seyðisfirði ,séra Erlendur Sig- mundsson, lýsir vígslu, en auk Framhald á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.