Vísir - 31.05.1963, Page 1
VISIR
53. árg. — Föstudagur 31. maí 1963. — 122. tbl.
SAAAAAAAAA/WWWWWWVWWWS^^WWVWWWWWWWWWWWVK^
Hornsteinn að lögreglu-
stöðmni lagður um helgina
Um hvítasunnuhelgina verður
hátíð hjá lögreglunni í Reykja-
vík. Ætlunin er að leggja horn-
stein að hinni nýju og glæsi-
legu lögreglustöðvarbyggingu,
sem nú er í smiðum við Hverf-
isgötu, þar sem Gasstöðin var
áður.
Forseti Islands mun leggja
homstein að byggingunni, en
viðstaddir athöfnina verða m. a.
dómsmálaráðherra, Bjarni Bene
diktsson, lögreglustjóri Sigurjón
Sigurðsson, og mikill hluti lög-
regluliðs borgarinnar. Að at-
höfninni lokinni býður dóms-
málaráðherra lögreglumönnum
til kaffidrykkju að Hótel Sögu.
SKA TTALÆKKUNIN NAM 110
MlllJÓNUM KRÓNA 1960
Tekjuskattur á 43 þús.
manns þá afnuminn
VERK VIÐRilSNARINNAR
Núverandi ríkisstjóm hefir létt gífurlegum
skattabyrðum af þjóðinni. Skattalækkunin 1960
nam samtals 110 milljónum króna. Skattgreiðend-
um í landinu voru með örðum orðum afhentar 110
millj. króna til eigin afnota, sem- þeir hefðu ella
þurft að greiða í ríkiskassann þetta eina ár. Enn
hærri upphæð var skattgreiðendum spömð 1961
og ’62 vegna hærri meðaltekna en tölur liggja ekki
ennþá fyrir hjá Skattstofunni um það.
^ Skattgreiðendum fækkaði vegna skattalækk-
ananna 1960 um 46 þúsund manns.
^ Þetta sýnir um hve stórfelldar skattalækkanir
hér var að ræða og hefir engin ríkisstjórn fært al-
menningi aðrar eins hagsbætur. Á næsta þingi
munu skattar á þjóðinni enn verða lækkaðir um
35—40 millj. krónur, ef stefna núverandi ríkis-
stjómar fær að ráða.
110 mlllj. króna skaftalækkun
Tekjuskatturlnn var Iækkaður úr 139 millj. kr. f 31 millj. kr.
HÉR Á EFTIR verður gerð
nokkur grein fyrir því hver á-
hrif afnám tekjuskattsins á al-
mennum launatekjum 1960 hef
ir haft á efnahag almennings í
landinu og sýnt fram á um hve
stórfelldar hagsbætur er hér að
ræða.
Ef miðað er við álagða skatta
1959, skv. framtali frá árinu
1958, voru skattarnir kr.
139.645.000.
Breytingin á skattalögunum
átti sér stað 1960, Skattarnir
námu, eftir þá breytingu, álagð-
ir það árið skv. framtali tekna
ársins 1959, kr. 31.225 þús. kr.
Breytingar þær, sem viðreisnar-
stjórnin beitti sér fyrir, höfðu
þvi f för með sér, 110 millj.
kr. lækkun skatta.
Árið 1959 var fjöldi skatt-
greiðenda 61900, en skattleys-
ingjar (þ. e. þeir sem ekki
greiddu skatta) 16.261. Samtals
voru framteljendur 78.161.
Ári sfðar, eftir breytingu, töldu
fram 78.700. Þá greiddu hins
vegar aðeins 15.080 skatta en
skattleysingjar voru 63.620. Er
hér miðað við einstaklinga, og
félög ekki talin með.( (Tölur
varðandi árin ’61 og ’62 hafa
enn ekki komið fram).
Hinar gífurlegu lækkanir
skatta og fækkun skattgreið-
enda felst einkum f því, að lág-
launafólk sleppur nú við að
greiða skatta af tekjum sem eru
innan vissra takmarka. Þannig
greiða einhleypingar ekki skatta
af tekjum innan kr. 50.000.
Hjón greiða ekki skatta af tekj-
um innan við kr. 70.000, hjón
með tvö böm greiða ekki af
tekjum innan við kr. 80.000 og
hjón með þrjú börn ekki innan
við kr. 100.000 (sjá töflu).
Eins og af þessum tölum sézt
hafa beinir skattar verið lækk-
aðir stórlega, og verður það
aldrei nógu skýrt tekið fram,
hversu mikið hagræði er af þeim
breytingum.
Framhald á bls. 5.
Vertíð mun hefjast á réttum tímu
Samningum við sjó-
menn um sfldveiðikjör
er nú víðast hvar lokið
nema á Vestfjörðum og
er ekki talin hætta á að
til neinnar stöðvunar
komi fyrir síldarvertíð-
ina norðan- og austan-
lands, sem nú fer í hönd.
Grundvallar-
samningurinn.
Segja má að grundvöllur
hinna nýju samninga hafi verið
lagður með samkomulagi því
sem síldarsjómenn á Suðvestur
landi og Ákranesi gerðu við LÍÚ
hinn 20. nóvember í haust. Að
þeim samningum stóðu sjómenn
í öllum verstöðvum frá Vest-
mannaeyjum til Snæfellsnes-
hafna, að Sandgerði undan-
skildu og að Akureyringum með
töldum, en nú hafa Sandgerð-
ingar samið. Þetta samkomulag
frá 20. nóvember í haust gildir
til ársloka, með öðrum orðum
fyrir norðurlandsveiðarnar, sem
nú fara að hefjast.
Samið fyrir austan
og norðan.
Hliðstæðir samningar hafa nú
verið gerðir á Austfjörðum, og
gilda fyrir svæðið frá Djúpavogi
til Seyðisfjarðar. Sjómenn í
nokkrum verstöðvum norðan-
lands hafa þegar samið á grund
velli samkomulagsins frá f fyrra
haust, og á öðrum stöðum fyrir
norðan er verið að ganga form
Iega frá samningum. Alþýðu-
samband Norðurlands hafði sam
þykkt að stuðla að svipuðu sam
komulagi og gert var syðra og á
Akureyri í fyrra og er talið að
samningar séu tryggir fyriV
norðan.
Vestfirðingar
einir eftir.
Vestfirðingar eru eini lands-
hlutinn sem ekki hefir samið
ennþá um síldveiðikjörin í ár.
Þar hafa verið í gildi samningar
Framhald á bls. 5.