Vísir


Vísir - 31.05.1963, Qupperneq 7

Vísir - 31.05.1963, Qupperneq 7
VlSIR . Föstudagur 31. maí 1963. 7 Guðmundur Einarsson frá Miðdal fæddur 5. ágúst 1895, — dáinn 23 maí 1963 Góður drengur og fjölhæfur listamaður er fallinn í valinn óvænt og langt um aldur fram. Guðm. Einarsson hafði ekki verið kvellisjúkur um uagana og var enn stálhraustur og ung- legur, er hastarlegur sjúkdóm- ur leiddi hann til bana á fáein- um dögum. Guðmundur Einarsson var á 68. aldursári, er hann lézt. Hann kenndi sig jafnan við æskuheim- ili sitt, Miðdal í Mosfellssveit. Þar höfðu feður hans búið, mann fram af manni, og á Miðdalsheiði reisti hann sér sumheimili, er heitir Lynghóll. Þar hafði hann setið hjá kvía- ám í æsku. Ungur að árum hélt hann suður í lönd til þess að afla sér lærdóms. „Og þegar ég kom beint úr Mosfellssveit í nýjan heim, fannst mér ég þurfa að kynnast öllu og læra allt, sem þar bar fyrir augun". Þannig mun margur íslendingur hafa hugsað á ýmsum öldum, en fá- um tekizt betur en Guðmundi. Eftir margra ára námsdvöl er- lendis, þar sem hann lagði jöfn um höndum stund á myndlist, höggmyndagerð, leirkerasmíð og íþróttir, settist Guðmundur að í Reykjavík og fékk til um- ráða Listvinahúsið á Skólavörðu hæð. Nokkru síðar festi hann kaup á litlu húsi efst við Skóla- vörðustíginn og byggði við það vinnustofu. í Listvinahúsinu kom hann upp leirbrennslu og hóf listiðnað í þeirri grein, sem var alger nýlunda hér á landi. Ég veitti þvf oft athygli, hversu allt, sem Guðmundur vann að, fór vel úr hendi. Hann var bjartsýnn og áræðinn, hag sýnn dugnaðarmaður, hófsam- ur og vinnugefinn. Annars hefði hann ekki komið í verk öllu því, sem eftir hann liggur. Hann vann oftast myrkra á milli að höggmyndagerð og málverkum. Mörg höggmyndaverk hans hafa verið færð í varanlegan búning og reist á almannafæri. Má þar til nefna líkneski Skúla fógeta og Jóns Arasonar, minnismerki sjómanna f Vestmannaeyjum, Konu með lampa (Elínu Briem) á Blönduósi, og nú var hann kallaður brott frá enn fleirum hálfunnum listaverkum. Líklega er Guðmundur samt öllu þekktari sem málari. Fjöl- mörg erlend söfn hafa keypt myndir eftir hann. Þá var Guðmundur mikill náttúruskoðari í beztu og sönn ustu merkingu þess orðs, enda hafði hann viða farið. Hann var t. d. ótrúlega fundvís á fagra og sérkennilega steina, enda átti hann mikið steinasafn. Ljósmyndari var hann ágætur íueldinn, sem hann hlaut al- þjóðleg verðlaun og virðingu fyrir. Guðmundur var orðlagður veiðimaður, ágæt skytta og fiski kló. Ég minnist þess varla, að ég heyrði hann segja veiðisög- ur, eins og flestum veiðimönn- um er þó tamt, en hins vegar hafa veiðifélagar hans látið í Ijós í mín eyru undrun sína yfir Guðmundur Einarsson frá Miðdal. og átti mikið og vel raðað ljós- myndasafn. Kvikmyndir hefur hann einnig tekið og heppnazt vel, m. a. af Heklugosinu 1947. Ýmsar dýramyndir úr brennd- um leir vitna um næmt auga og náin kynni af dýrum. T. d. er krummi hans, sem hallar undir flatt og hlustar, sannkallaður listagripur. Hið sama má segja um rjúpuna, örninn og hvíta- bjarnarhúnana. Líklega hefur Guðmundi þótt einna vænzt um Jón Arason af höggmyndum sínum og Olymp- snilli Guðmundar í þessari í- þrótt, natni hans, þolinmæði og glöggskyggni, sem varla brást. í Mið-Evrópu hafði Guðmund ur kynnzt fjallgöngu og klifur- tækni og orðið vel að sér í þeim íþróttum. Eftir heimkom- una ferðaðist hann mikið hér á landi um heiðalönd, fjöll og jökla. Árið 1940 stofnaði hann félagið Fjallamenn og var for- maður þess til æviloka. Hefur félagið gengizt fyrir námskeið- um í fjallgöngum og stundum fengið erlenda fjallagarpa til Ieiðbeininga. Jafnframt átti Guðmundur Einarsson sæti í stjórn Ferðafélags íslands í full 30 ár og vann því félagi margt gagn. M. a. teiknaði hann nú- verandi merki félagsins. Þá skrifaði hann og lýsingu Suður jökla í Árbók félagsins 1960, skreytta Ijósmyndum og teikn- ingum eftir höfundinn. í æsku varð Guðmundur að láta sér nægja heimanám til munns og handa á fjölmennu myndarheimili í sveit. Það vega- nesti hefur mörgum reynzt furðu vel, en fráleitt voru ung- lingar sérstaklega búnir undir ritstörf. Guðmundur kom mér og mörgum öðrum á óvart með hinni stóru og fögru bók sinni, Fjallamönnum, sem kom út 1946. Ég taldi víst að hann hefði svo yfrið mörgu öðru að sinna en skrifa bækur. En ýmir kaflar í Fjallamönnum skera úr um það, að auk alls annars var Guðmundur Einarsson gæddur miklum hæfileikum sem rithöf- undur. — Og enn kom hann mér á óvart fyrir 2—3 árum, er hann flutti hið snotrasta kvæði yfir borðum í sviðamessu Ferðafélagsins. Á ljóð sín var hann dulur til hinztu stundar. Eitt af mestu listaverkum Guðmundar Einarssonar var heimili hans. Þar var hann að vísu ekki einn að verki, því að hinni ágætu eiginkonu hans, Lýdíu Zeitner, ber heiðurinn jöfnum höndum. Frú Lýdía er af suðurþýzkum ættum, en fyrir löngu hagvön orðin og íslenzk inn að hjartarótum. Hvort sem þau hjón bjuggu þröngt í List- vinahúsinu eða nokkru rýmra við Skólavörðustíg, var heimili þeirra mótað listrænum frum- leik og borgaralegri hófsemi jöfnum höndum. Þau eignuðust sex börn, gáfuð, listhneigð og gerðarleg, en jafnframt svo prúð og frjálsleg í fasi að fá- gætt má telja. Ljúfleg prúð- mennska og hlýleiki hvíldi yfir heimilinu og bar þeim hjónum, Guðmundi og Lýdíu, fagran vitn isburð. Á mörgum sviðum er sjónar- sviptir að Guðmundi frá Miðdal, og hans er mjög saknað af vin- um og samferðamönnum. Hann hlaut margar og góðar vöggu- gjafir, sem hann gætti vel og ávaxtaði með prýði. Þótt hár hans hvítnaði hin síðustu árin, var hann enn sem fyrr stál- hraustur, fríður og mikill að vallarsýn. Ástvinir Guðmundar Einars- sonar hafa meira misst en orð fá lýst. En þess er ég fullviss, að hin tápmikla frú Lýdía frá Miðdal muni reynast þeim rnikla vanda vaxin að full- komna uppeldi bamanna og hlú að minningu listamannsins, sem hún var ung gefin. — Og fyrir þúsund árum var sorgbitin kona hughreyst með þeim orðum, sem enn eru í gildi: En þó er það vel, að þú grætur góðan mann. Jón Eyþórsson. í dag er til moldar borinn A Guðmundur Einarsson frá Miðdal einn af þekktustu lista- mönnum og ágætustu sonum þessa lands. 1 fáum mönnum hafa betur sameinazt beztu r'l- iskostir íslendings: ærulaus karl mennska, heiðríkja hugarfars- ins og sannur drengskapur. Þess ir eðliskostir birtust jafnan í list hans, ritstörfum og margþættu félagsstarfi. Guðmundur var djúpvitur og ljúfur Iistamaður og jafnframt fæddur foringi, bardagamaður sem aldrei missti sjónar á hugsjónum sínum, þótt sótt væri móti. Fáir menn hafa gefið mér betri heilræði en hann er ég leitaði hjá honum ráða, áður en ég fór utan til listnáms ungur, og óreyndur maður. Þá þegar tókst með okkur vinátta, sem hefur haldizt slðan. Eitt af síðustu félagsstörfum Guðmundar var að vera einn af aðalhvatamönnum að stofn- un Myndlistarfélagsins og átti hann sæti í stjórn þess. Þar eins og annars staðar vann hann af festu, og barðist fyrir jöfnum rétti allra íslenzkra listamanna og varði af drengskap vígi hinn- ar þjóðlegu menningar. Við fél- agar hans, sem eftir lifum, mun um bezt minnast hans með því að halda þeirri baráttu hans áfram og láta merki hans aldrei falla. Eggert Guðmundsson. Litli Ferðaklúbb- urinn orðinn stór í fyrrasumar var stofnaður ferðaklúbbur hér í Reykjavík, sem fékk nafnið „Litli Ferða- klúbburinn". Fyrst gengu í hann og stofnuðu um 17 félag- ar, en s.I. haust voru þeir orðn- ir á þriðja hundrað. Svo litli Ferðaklúbburinn er orðinn stór. Markmið klúbbsins er að efna til ferða út um land, mest um helgar. Á vetrum heldur klúbb- urinn mynda- og skemmtikvöld, þar sem m. a. eru sýndar myndir teknar í ferðalögunum. í fyrrasumar fór klúbburinn þrjár ferðir, en núna hefur hann skipulagt átta ferðir. Verður sú fyrsta farin 1. júní eða um hvítasunnuna og farið til Breiða fjarðareyja. En meðal annarra ferða má nefna ferð í Land- mannalaugar, Vík í Mýrdal, þrjár ferðir í Þórsmörk og einnig ferðir í Surtshellj og I-íraunteig. Klúbbgjald er ekkert og verða menn meðlimir um leið og þeir fara í fyrstu ferðina og fá svo eftir það senda áætlun um all ar ferðir klúbbsins. Lang fjölmennasta ferð klúbbsins var ferð í Þórsmörk um verzlunarmannahelgina í fyrra og var þá farið á sjö bíl- um, en klúbburinn hefur einnig ákveðið ferð í Þórsmörk um verzlunarmannahelgina I sumar. í öllum ferðum klúbbsins eru kunnugir fararstjórar, sem fræða fólk um það helzta sem fyrir augum ber. Lagt er á stað í allar ferðir klúbbsins frá Austurvelli, kl. 2. nema í hvítasunnuferðina kl. 1,30. Farmiðasölu fyrir klúbb- inn mun Ferðafélagið Útsýn annast, en félagið hefur nýlega opnað skrifstofu í Hafnarstræti. Formaður Litla Ferðaklúbbs- ins er nú Hilmar Guðmundsson. ( öllum ferðuni klúbbsins s.I. sumar var harmonikuleikari og var þá ætíð dansað, undir beru Iofti eða í stóru samkomutjaldi, sem haft er með í ferðum. 0Œ2'&£mfl‘ý • l?I5ráf .'••IIÖS

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.