Vísir - 31.05.1963, Síða 15
VÍSIR . Föstudagur 31. maí 1963.
sgaasaaat:
ERCOLE PATTI:
ÁSTARÆVINTÝRI
f RÓMABORG
Marcello nam staðar nálægt
grönnum manni, nokkuð við ald-
ur, klæddur lafafrakka af fyrri
tíma gerð. Guli skyrtukraginn var
með blettum eftir andlitsfeiti. Mað-
urinn hélt á hálfreyktri sígarettu
sem dautt var í, milli fingra sér,
og sagði:
— Eigið þér eld?
Marcello virti hann fyrir sér
sem snöggvast og sá, að andlits-
farðinn huldi illa andlit, sem var
hrukkótt og bar önnur einkenni
hás aldurs og fátæktar. Hvort
tveggja og klæðnaður mannsins
gerði hann annarlegan útlits.
— í hvaða kvikmynd leikið
þér? spurði Marcello.
— Ég kem fram í dansleikssen-
unni í „Ekki í kvöld, pabbi“, svar-
aði maðurinn skjálfandi röddu.
Pótt augljóst væri, að titil mynd-
arinnar mætti skilja á fleiri vegu
en einn, bar hann hann fram eins
og svo væri ekki og jafnvel með
virðingarvotti.
Þetta var beisklundaður, gamall
aukaleikari, og meðan Marcello var
að tala við hann, sá hann tii Önnu,
sem kom gangandi f áttina til
hans. Hún var klædd 18. aldar
kjól, sem var þröngur í mittið,
með tilheyrandi krínólínu. Vafa-
ldust var það vegna þess, að hún
hafði reyrt lífstykki fast um sig,
til þess að verða sem mittismjóst,
að barmur hennar hvelfdist upp á
við, og mátti næstum heita að
hún gengi með nakin brjóst. Þykkt
lag farða huldi andlitshörund
hennar, en fegurð augna hennar
naut sín fyllilega og kannski enn
betur fyrir. Og Marcello fannst
sem hann sæi gullkorn á sveimi í
grænu augunum hennar.
Herbergið var Iítið og fullt af
fötum, sem héngu á herðatrjám á
veggjum, og hlýnaði Marcello um
hjartaræturnar, er hann kom þar
auga á skozka pilsið hennar, því
að í því hafði hún verið, er fund-
um þeirra bar fyrst saman, fyrir
framan hús hennar við Via Ger-
manico. Þarna var sterk angan í
lofti af farða og feiti og Kölnar-
vatni, og frá rósavendi, sem olíu-
bornum pappír hafði verið brugð-
ið um, og lá rósavöndurinn á
borðinu. Anna leit sem snöggvast
á nafnspjaldið, sem nælt var í
pappírinn.
— Rósavöndur frá aðdáanda,
sagði hún alvarlega en vottur háðs
var í röddinni.
Marcello settist og Anna fór að
skipta um föt. Hún dró átjándu
aldar kjólinn síða upp yfir höfuð
og vírgjarðir krínólínunnar sveifl-
uðust til, er hún hreyfði mjaðm-
irnar.
— Hefirðu nokkurn tíma séð
krínólínu fyrr? sagði hún er hún
hafði losað hana. Hún hélt henni
á loft svo að hann gæti virt hana
fyrir sér.
— Jæja, ég þarf bara að hengja
upp þennan kjól og þar með er
dagsverkinu lokið, svo er að þvo
af sér farðann og smeygja sér í
þægileg föt og þá getum við farið
og fengið okkur að borða.
Anna var klædd ostrulitum und-
irkjól aðskornum, svo að líkams-
vöxtur hennar kom vel í Ijós. Hún
hafði nú lokið við að reima frá
sér lífsstykkinu og farið úr blúss-
unni og Marcello duldist ekki, að
hún var ekki £ neinu undir ostru-
lita undirkjólnum.
í þessum svifum var barið að
dyrum.
— Kom inn, sagði Anna, án
þess að sveipa nokkru um sig, þótt
fáklædd væri.
Dyrnar opnuðust og maður
nokkur, kom inn. HannJhikaðt'senV
snöggvast, er hann sá MarceÍIo,:
en kom svo rakleitt inn f mitt
herbergið.
— Sjá hver kominn er! Þakka
þér fyrir rósirnar, elskan, ég hafði
ekki hugmynd um, að þú værir
kominn aftur til borgarinnar, sagði
Anna.
Hún rétti komumanni báðar
hendurnar og svo kynnti hún
þessa tvo vini sfna:
— Peppino Curtatoni verkfræð-
ingur, gamall vinur minn. Marcello
Cenni, rithöfundur.
Marcello heilsaði komumanni
með handabandi, en það fór dálítið
í taugarnar á honum, hversu
Anna fagnaði honum, og alveg
feimnislaust jafn fáklædd og hún
var, en hann hafði talið sig hafa
einkarétt á að vera með henni fá-
klæddri. En Curtatoni verkfræð-
ingur var þegar eins og heima hjá
sér og settist á kjaftastól sem
þarna var.
— Ég kom aftur í gærkvöldi,
sagði hann. Og svo hringdi ég
og ætlaði að heimsækja þig, en
signora Comparc-tti sagði mér, að
ég mundi hitta þig hér. Ég vildi
ekki vera að draga að heilsa upp
á þig og því er ég kominn.
— Þú hlýtur að hafa verið fjar-
verandi um hálfan mánuð, sagði
Anna og hvolfdi vfir siq skozka
pilsinu.
Curtatoni verkfræðingur leit út
fyrir að vera nálægt fimmtugu.
Marcello virti hann fyrir sér og
fannst hann hversdagslegur, næst-
um fyrirlitlegur. Honum fannst
allt stuðla að þvf, að mönnum
hlyti að finnast lítið til um hann,
hvernig hann batt hálsbindi sitt,
hvemig flibba hann gekk með,
hvernig hann hnýtti skóreimarnar
— einfaldur hnútur dugði ekki,
hann varð að hafa þá tvöfalda, —
að hann hafði armbandsúrið sitt
utan á skyrtuerminni, og hvernig
hann greiddi hárstrýið til þess að
reyna að hylja hálfskallann á höfði
sér. Þótt hrukkótt væri virtist
andlitshörund hans mjúkt, enda
sennilega makað á það smyrslum
eftir rakstur, en hann var skegg-
laus. Það var enginn vafi, að
þetta var einn af þessum hug-
sjónalausu tækifærissinnum, sem
gersneyddir voru göfugum tilfinn-
ingum — og Marcello fannst all-
mjög hafa þrengst um sig f her-
berginu eftir komu hans.
Anna lyfti pilsfaldi sínum hægra
megin til að festa nælonsokkana
f sokkabandab'elti sitt, svo vinstra
megin, fór sér hægt, og fannst
Marcello það hreinn óþarfi af
henni, að sýna þannig fótleggi sfna
í návist þessa hvimleiða gests, en
ekkert slíkt virtist flögra að Önnu,
sem nú var sezt fyrir framan
spegilinn með pappírsþurrku f
hendi til þess að striúka af sér
farðann, og þar fram eftir götun-
um, og Marcello kunni því hið
versta, að þessum ókunnuga gesti
skyldi haldast uppi að vera þarna
— og það hinn rólegasti, í þessu
litla búningsherbergi, meðan Anna
var þama fáklædd.
— Jæja, loksins er ég búin. Nú
skulum við koma og fá oklcur að
borða, ságði Ánna og þurrkaði sér
f framan með handklæðinu og
Marcello veitti því athygli hve
hvít húð hennar var á handleggj-
unum.
— Eða ertu kannski búinn að
borða?
Hún beindi þessari spurningu
að verkfræðingnum.
— Ætlið þið að borða hérna,
svaraði hann með fyrirlitningar-
hreim manns, sem aðeins neytir
máltíðar í ffnum matstofum. Mat-
urinn hér hlýtur að vera óætur.
Annars leit ég bara inn til þess að
heilsa upp á þig rétt sem snöggv-
ast.
Anna var komin í peysuna og
Curtatoni stóð upp til þess að
kveðja.
— Þú lítur prýðilega út, sagði
hann og studdi höndum á axlir
hennar, hraustleg og fjörleg. Ég
verð að hóa í þig eitthvert kvöldið
og þá aukum við kynni okkar á
borgarlífinu og skemmtum okkur
f tilefni heimkomu minnar.
— Já, hringdu til mín, sagði
Reyndu tkki að segja mér, að
þetta sé nýjasta tízkan í stríðs-
málun.
hún og veifaði til hans um leið
og hann gekk út.
— Hvemig lízt þér á hann?
spurði Anna, þegar dyrnar höfðu
lokast á eftir honum. Hann hefir
lengi verið að gera hosur sínar
grænar fyrir mér. Sérkennileg
farandsalamanngerð, — ertu mér
ekki sammála um það? Hann er
annars ekki sem verstur.
— Hefurðu þekkt hann lengi?
spurði Marcello.
— Um það bil misseri. Hann er
alltaf af hringja til mín, en við
hittumst þó næstum aldrei.
— Fyrsta kvöldið, sem við vor-
um saman, hafði hann hringt til
þfn.
— Hvernig veiztu það?
— Hann ber óvanalegt nafn —
ég mundi eftir því. Þegar við vor-
um komin inn sagði signora Com
paretti: Signor Curtatoni hringdi
tvisvar.
— O, já. Það hlýtur að hafa
verið hann.
— Og þú hefur ekki séð hann
síðan?
— Einu sinni eða tvisvar, held
ég. Svo fór hann burt.
— Þú hefur aldrei minnst á
hann við mig?
Varðar-
félagar
Landsmálafélagið Vörður heit
ir á meðlimi sína að gera skil
í hinu glæsilega happdrætti
Sjálfstæðisflokksins, sem nú er
í fullum gangi. Aðeins stuttur
tími er þar til dregið verður um
fimm vinsælar bifreiðir af nýj-
ustu árgerð. Skrifstofa Sjálf-
stæðisflokksins tekur á móti
skilum alla daga milli kl. 9—22.
T
A
R
Z
A
U
Yfirborð jarðar eyðist og lækk
ar smám saman Ito. En sums stað
ar, þar sem eru mjög harðir klett
ar, myndast smá saman fjöll,
jafnvel víðáttumikil fjalllendi, þar
WOST CONTINENTS
ITO, WAVE 5EEN
WASHE? F’OWN BY
RAINS OK SNOWS
SUT, IN SOME PLACES,
VERYHARP (COC<S
STILU STANr UF
ASAINSTTIMElTHEY
CAN SILOSTWORLPS
INHA5ITEP SY
FESCEN7ANTS OP
F’KEHISTOKIC ANIMALS
I CAN TRY TO KOPE THEM TOSETHEK-
. LKE THEl
G/ANTLL
IZAPPSI
iM?-6Q$0
sem enginn býr, sökum gróður
leysis. Þangað kemur enginn lif-
andi vera, nema þessar fornald-
arófreskjur, sem setjast að.
NOJARZAN! I GO WHEZE
VOU SO. X STAY WHEKE
Tarzan: Ég get reynt að binda
skepnurnar saman, svo að þú
getir hlaupið framhjá.
Ito: Nei, nei Tarzan, þangað
sem þú ferð, fer ég. Á meðan
WHILE THE MONSfEKS
ATTENTION IS ON THEIK
5LINF-5AT FEAST,TAUZAN
AN7 ITO MAV 5E SAFE, 5UT...
ófreskjurnar eru að gæða sér á
blindum leðurblökum sem fljúga
beint upp f þær, er Tarzan og Ito
óhætt. En að þeirri máltíð lok-
inni þá ....
Þrjú á flæðskeri.
Hárgreiðslustofan
SÖLEY
Sólvallagötu 72,
Síml 14853.
Hárgreiðslustofan ;
PIROLA
Grettisgötu 31, stmi 14787.
Hárgreiðslustofa
-ESTU8BÆ JAR
Grenimel 9, sfmi 19218.
Hárgreiðslustola
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13, sfmí 14656.
Nuddstofa 6 sama stað.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU OG DÓDÓ,
Laugavegi 11, sfmi 24616.
Lokað um óákveðinn tíma
vegna brunans.
PERMA, Garðsenda 21. slml
33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi.
TJARNARSTOFAN,
Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg
in. Sími 14662.
Háaleiíisbraut 20 Slmi 12614
Ódýrar
Barnasokkabuxur