Vísir - 05.06.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 05.06.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Miðvikudagur 5. júní 1963. 5 Færeyjaflug umim Eins og kunnugt er fékk Flug- félag íslands leyfi til þess að taka upp Færeyjaflug í sumar, sem var þó bundið því skilyrði að ýmsum undirbúningsframkvæmdum í Fær- eyjum yrði lokið, áður en það flug liæfist Allar horfur eru á því að unnt verði að ljúka þeim fram- k ;>mdum, þannig að það atriði ælti ekki að hamla því að þetta flug gæti hafizt um miðjan júlí. Verkfall — Framhald af bls. 16 mannaverkfall lamaði allt, sem ver- ið væri að reyna að byggja upp í ferðamálunum. Hann sagði að er- lendir ferðamenn, sem hingað hefðu ætlað að sækja, hefðu farið að afpanta hótelvist hér fyrir 7—10 dögum, þegar verkfallið var í upp siglingu, af ótta við að verða hér innlyksa eða lenda í samgöngu- vandræðum. Verkfallið kæmi á al- versta tíma fyrir ferðafólk og hefði hins verstu áhrif á ferðamenn í nútíð og framtíð. farþegum á leiðarenda fram að þessu“, segir Sigurður Magnússon fulltrúi Loftleiða í viðtali við blað ið í morgun. Birgir Þórhallsson, yfirmaður ut- anlandsflugs Flugfélags íslands, sagði m. a., í viðtali, að' verkfall þetta væri meiriháttar álitshnekkir út á við og bakaði þjóðinni í heild stóffelt fjárhagstjón, ef ekki semd- ist mjög fljótlega. Landið hefði engar flugsamgöngur við útlönd eins og væri og menn hvekktust á að treysta á flugferðir hingað, þegar verkföll endurtækju sig. Þá væru það ekki minni óþægindi sem farþegar innanlands yrðu fyrir. Þorvaldur Guðmundsson, for- stjóri Hótel Sögu, sagði að flug- mannaverkfall lamaði allt, sem ver- ið væri að reyna að byggja upp í ferðamálunum. Flugfélagið hafði ætlað sér að taka á leigu flugvél til þessa flugs. Leigusamningur mun ekki hafa verið gerður ennþá, og ekki er hægt að segja að yfirstandandi verkfall flugmanna ýti undir það, að áætlunarflug til Færeyja verði afráðið, meðan ekki sér fyrir end ann á verkfallinu, sem allir vona þó að verði sem fyrst. P» r • Fjorir slösuðust í gær hafði ýmist lögregla eða sjúkralið slökkvistöðvarinnar af- skipti af fjórum mönnum sem höfðu slasazt og voru þeir allir fluttir í slysavarðstofuna til að- gerðar. Tveir þessara manna voru ölv- aðir. Hafði annar þeirra dottið niður stiga í íbúðarhúsi, en hinn dottið úti á götu í Hafnarstræti. Þeir meiddust báðir á höfði. Þriðja slysið varð með þeim hætti að menn sem voru að bisa við að koma skúr upp á bílpall hjá Áhaldahúsi Reykjavíkur- borgar misstu hann niður af pall- inum og varð eipn mannanna, Júlíus Fjeldsteð, Þrástargötu J5, undir honum og meiddist eitthvað, en ekki alvarlega að tálið var. Fjórða slysið varð í m.s. Trölla- fossi sem lá við Ægisgarð. Maður sem vann þar við uppskipun, Óskar Guðmundsson Skálagerði 17, féll aftur fyrir sig af þilfarinu og niður á hafnargarðinn. Hann brákaðist á handlegg og kvartaði undan þrautum í baki. Á leið Ferðafélags íslands vestur á Snæfellsnes um hvíta- sunnuna urðu nokkrir bílar, sem ekki hafði tekizt sem skyldi að þræða veginn og lentu út af. Sumir þeirra héldust þó á hjól unum, enda þótt þeir lentu út í skurðum eða út af vegbrún. Öðrum vegnaði aftur á móti ver. Einn fór á hliðina með nokkr- um farþegum í, lenti þar í blautu en mjúku aursvaði og slapp við allar meiri háttar skemmdir. Lang verst varð bíll- inn sá arna úti. Hann fór út af veginum vestur við Stapafeli á Snæfelsnesi, fór hálfa veltu og hafnaði á þakinu. Tveir bílstjór- ar frá Ferðafélagi íslands, þeir Gísli Eiríksson og Jóhannes Ell- ertsson, sem komu hinum illa stadda bil tii hjálpar, töldu að það hafi bjargað bílnum og far- þegunum í honum, að bflhurð opnaðist í veltunni og hún stöðv aði bílinn f að fara þrjár veltur niður. Hefði þá getað Hla farið. Þrír ungir piltar voru í bif- reiðinni, og sluppu þeir ómeidd- ir. Talsvert sá á farartækinu, ein þó ekkj meir en svo að þremenn ingamir gátu haldið ferð sinni ótrauðir áfram. (Ljósm.: Jóhannes Ellertsson). Eldur í skúr Gullfoss kemur 13 þ.m. í gærkveldi um kl. hálftíu, varð elds vart, í skúr við Rauðagerði. j Skúr þenna átti Baldur Guð- mundsson útgerðarmaður og var geymt 'i honum ýmislegt dót, þ. á m. gamlar síldarnætur. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur í nótunum, en það tókst fljótlega að slökkva í þeim og mun eignatjón ekki hafa orðið teljandi að því er slökkviliðsmenn sögðu. Um eldsupptök er blaðinu ekki kunnugt. 1 Gullfoss siglir frá Kaup- mannahöfn til Leith og Reykja- vfkur á hádegi á laugardag og verður kominn hingað fimmtu- daginn 13. júnf. í dag mun skipið fara í reynsluferð og för Viggó Maack skipaverkfræðing- ur Eimskipafélagsins utan í fyrradag til að vera viðstaddur. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á skipinu, reyksal fyrsta farrýmis gerbreytt og sett ný húsgögn, afturhluti skipsins, sem brann, hefur verið endur- byggður, með fáeinum umbót- im. Skipshöfnin fór utan fyrir nokkru til að taka við skipinu. Skipstjóri á M.s. GuIIfossi er Kristján Aðalsteinsson. éiaffur Thors — Framhalo al ols 9 látið ekki bjartsýnina draga úr sóknhörku ykkar. Úrslitin veit aldrei neinn fyrir víst fyrr en bú- ið er að telja. En með þessum formála þori ég að segja, að ég held að við- reisnarflokkarnir sigri, m.a. vegna þess að þá vita menn hvers þeir mega vænta. Annars ekki. Fram- sókn og kommúnista getur eng- inn reiknað út. En fylgifisk þeirra, glundroðann, þekkja menn of vel til að vilja kynnast hon- um betur. En einkum byggi ég álit mitt og vonir á því, að aldrei hef ég orðið þess var, að nokkurri stjórn sem ég hef átt sæti f, hafi auðn- azt að ávinna sér jafn mikið og almennt traust, — einnig sumra fyrri andstæðinga, — eins og við- reisnarstjórninni hefur nú tekizt. Þetta held ég. að skeri úr. Þjóðin vill geta treyst stjórn sinni. Þetta þrennt, viðreisn, vel meg- un og traust, er mikið, en af því er traustið mest. Og nú verður það traustið, sém tryggir viðreisninni úrslita- sigur. Sjálfstæðismenn! Látum ekki okkar hlut eftir liggja." Gerið ski/ / dag Skorað er á alla, sem ekki hafa gert skil í hinu glæsilega happdrætti Sjálfstæðisflokksins að gera það nú þegar. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins er opin í dag og í kvöld. Sími 17I0S. “ * ~ Lausir miðar fást í skrifstofunni svo og í happ- drættisbílunum fimm, sem standa á lóðinni Aust- urstræti 1. Allir miðar verða að seljast - * - Happdrættið er þýðingarmikið fyrir starfsemi Sjálfstæðisflokksins í þessum kosningum. Sjálf- stæðismenn: keppizt um að efla flokkinn sem allra mest og bezt. ~ ~ Með samstilltu átaki allra Sjálfs*?»««>,mannp verður árangurinn glæsilegri en nokkn* %7?r Munið að mikið er í húfi. Til styrktar Sjálfsfæðfcflo'ilcnujtt Vaxandi vöruflutning- ar hjá EIMSKIP Þrátt fyrir þá aukningu á skipa- stóli Eimskipafélags tslands sem orðinn er með tilkomu tveggja nýrra skipa, Mánafoss og Bakka- foss, hefur Eimskipafélagið orðið að fá fleiri Ieiguskip á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Leiguskipin er aðallega fengin síðla vors eða snemma sumars, í maí og júní. Þessa mánuði sl. ár fékk Eimskipafélagið fimm leigu- skip til flutninga hingað. Nú hafa á sama tfma þetta ár verið fengin leiguskip til flutninganna. Ástæðan er fyrst og fremst vax- andi vöruflutningar til landsins og aukin þátttaka félagsins í þessum flutningum. Hindrum — Framnald at bls I Framsóknarflokkinn kommúnistum aftur braut inn í vé íslenzku þjóðarinnar. At- kvæði sem fellur á Framsóknarflokkinn kemur jafnt til góða fulltrúum kommún- ismans hér á landi. ^ Reykvíkingar þurfa sérstaklega að hafa þetta í huga. Hér í borg er áróður Framsóknar harðastur. Vilja Reykvík- inga að fulltrúar Tímans og SÍS fái tæki- færi til þess að draga lokur frá hurðum svo kommúnistar komist aftur til valda á íslandi? Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefir það óhjákvæmilega í för með sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.