Vísir - 05.06.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 05.06.1963, Blaðsíða 15
VÍSIR . Miðvikudagur 5. júní 1963. HBBBBHBHBEZa 15 □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ ERCOLE PATTI: ÁSTARÆVINTÝR í RÓMÁBO kveikt hafði verið £ henni? Þessi spurning kom allt í einu upp í huga Marcello. Kannski Curtatoni hefði lagzt með Önnu þrátt fyrir allt og gleymt sígarettunni? Hann beið hennar af nokkurri óþolinmaeði, því að hann naut þess alltaf að sjá hana fáklædda. Eink- um hafði hann haft mikla ánægju af að horfa á hana, er hún var að tifa nær nakin um stofuna eða var að klæða sig eða afklæða. Margar voru þær orðnar slikar stundirnar og oftast höfðu þau komizt í skap til að njótast upp á stundina, og nú þegar Anna kom allt f einu út úr baðherberginu al- klædd, olli það honum sárum von- brigðum. Hún var í köflóttu pilsi og blússu. — Ég var að flýta mér og greip þau um leið, mér fannst að við ættum að fara að komast af stað, sagði hún, þreif kápu og smeygði sér f hana. — Við skulum koma okkur af stað, sagði hún svo óvenju hrað- mælt. Það var margt manna á ferli, eins og ávallt er kvölda tekur, og ekki minna í hliðargötunum, sem þau lögðu leið sína um fyrst, og nú var allur asi af Önnu. og hún dró hann með sér að hverjum búð- arglugganum af öðrum. En svo greikkuðu þau sporið, er komið var á Via della Croce, og þau gengu hönd f hönd í birtu neonljósanna yfir Iitlu veitinea- stofunum og matstofunum, bar sem steiktir voru á rist jafnharðan rétt ir þeir, sem gestir báðu um, og fram hjá uppljómuðum atuggum nýlenduvöruverzlana' og kjötbúða með dósum i hillum og pylsum á slám. Marcello var aftur farið að líða vel, hreifst af návist henn- ar, af að finna hana þétt sér við hlið, Og allt sem fyrir augun bar, og það, sem í Ioftinu lá, hafði sín áhrif, — en þrátt fyrir aukna and- lega vellíðan var þó eftir eins og sár broddur, er hann hugsaði um Curtatoni, og komu hans, sem hann leit á sem grófa íhlutun, er hafði þegar haft truflandi áhrif á hið dásamlega samlíf hans og Önnu. V. Nokkrir dagar voru liðnir og nú stóð til, að flokkur kvikmyndaleik- aranna, sem ^nna var í, færi til Napoli, því að þar átti að starfa að kvikmyndagerð um hríð. Sumir leikaranna fóru í járnbrautarlest, en sumir óku í bifreiðum. Anna fékk að sitja í hjá Marcocci-kvik- myndatökumanninum. — Ég ætla að sitja í hjá hon- um, sagði hún við Marcello. Það er miklu þægilegra að ferðast þann ig, ekki sízt með tilliti til flutn- ingsins. Þú verður að lofa mér að koma til Napoli og vera þar með mér, í nokkra daga að minnsta kosti. Marcello hét því. Þau voru í litla herberginu hennar og hún var að búa sig til ferðnrinnar. Þegar signora Conmaretti kom og sagði beim, að Marcacci væri kominn, fóru þau niður. Hann stóð hjá bílnum stnuin. Hann var í leðurjakka mnð r>ul- Ieita derhúfu úr köflóttu klmði á höfði, þannig að derið var n'ðri á miðju enni, svo að hann hefði sem bezt riot af því sem skyggni. Hann var lítill og væskilslegur, og — er höfðinu sleppti — minnti hann á strák. klæddan fötum föður síns. en röddin gaf allt annað til kvnna. er hann opnaðj munn sinn og tenn- urnar, nærri kolsvartar, komu f liós,- því að. ,rödd hans, ;en á henni var ekki barnslegur blær, bar hrana skap og ágengrii vitni, og hin :róm- verska kvikmyndavers-mállýzka lét illa í eyrum Marcello, og er hann virti fyrir sér andlit hans, dökk gleraugun, svarta vfirskeggið og þar fram eftir götunum, fannst hon um hann minna sig á illmenni í dvergs líki. — Við skulum koma okkur af stað, sagði Marcacci hranalega, það er orðið framorðið, hann flýtti sér að setjast undir stýrið, Anna sett- ist fram í hjá honum, svo ræsti hann bíiinn og ók af stað. Mar- cello stóð á gangstéttinni og horfði á eftir þeim og sá, að Anna brosti til þessa félaga síns. Og er þau óku fyrir hornið og hann sá and- lit Marcello frá hlið fann hann til vaxandi andúðar á honum. Það flögraði ekki að Marcello, að um annað og meirá væri að ræða milli Önnu og Marcacci en venjuleg tengsl starfsfélaga og kunningja — maðurinn var ógeðslegri en svo, að um nokkur ástatengsl gæti verið að I ræða, en það fór í taugarnar á honum, að hann skyldi tala við Önnu í jafnákveðnum tón og hann gerði og af jafn takmarkalausu sjálfsöryggi. Marcello varð að játa með sjálfum sér, að hann bar þær tilfinningar í brjósti til Önnu, að hann var farinn að finna til af- brýðisemi, — Það var sem þau hefðu verið orðin eitt — og nú hefði hún verið slitin frá honum færi nú sínar eigin götur. Það var komið svo, að öll utanaðkom- andi áhrif á samlíf þeirra höfðu truflandi áhrif á hann. Hann stóð stundarkorn þarna á gangstétt Via Germanico, en brátt lagði hann af stað í áttina til Via Cola di Rienzo. Eins og ekki er ðtítt i Rómaborg að áliðnum vetri, var allt í einu komið vorlegt veð- ur. Og sannast að segja hélzt betta vorlega veður í tvo daga. Það var ekki enn heitt af sólu, en geisla hennar lagði skáhallt inn um glugg ana á kaffibörunum og endurspegl- uðust á gljáandi kaffivélunum. Þetta var eins og þegar farið er aði^- vora í apríl, Marcello var farið að létta í skapi og hann greikkaði sporið. Þegar hann kom að Piazza del Popolo gekk hann framhjá Dinzio-veggjum að Corso dltalia. Hann hafði ekk- ert ákveðið mark í huga, var hinn ánægðasti með að fara þangað, sem fæturnir báru hann. Sólin skein á Belisario-veggi, en úr görðunum þaðan barst að eyrum skrjáf í laufi. Það var margt manna á ferli, menn gengu þarna fram og aftur í for- sælunni, meðal hinna fornu veggja. har sem toppar villijurta gægðust fram milli steinanna. Hann hélt á- fram göngu sinni og kom að Piazza Fiume og gekk um götur þar í grennd ,eins og í leiðslu, og naut bess hve loftið var hreint og hress- andi. Brottför Önnu haföi komið mjög 'nptalega við hann. Honn hlakkaði óumræðilega til þe~s að hitta hana aftur, en samtímis fann hann til á- | nægiu yfir sætleika þeirrar einveru : sem hann nú gat notið vegna fiar- ' "eru hennar. Þetta var ems og dá- , -mnteg hvfld á göngu, áður en «tað ið er uop af nýju. og áftur lagt Inrid undir fót. Hann var allt i ein". kominn inn á stutta götu, sem lokaðist í hinn endann, en bar þvert fvrir vnr gam- alt íveruhús. Þarna var skugga- legt en rólent. Fyrir utan verkstæði þarna við götuna voru fiórir bílar og tveir piitar að hreinsa þá og fægja. Einnig þarna var hreint loft og þó engin hreyfing á því. Fyrir utan hliðið á Torlonia-húsinu fyrir enda götunnar hafði köttur sézt á miðri götunni og mændi inn fyrir rimla- girðinguna fyrir framan húsið, en innan hennar sást á tvo eða þrjá kattarhausa milli rimlanna, allir hugsandi um sín vandamál, væl heyrðist í skorsteinsuglu, fugl sett- ist á annan hliðarstólpann, og nú kom dálítill gustur svo að skrjáfaði í þurru Iaufi trjánna. Gamla húsið með litla garðinum fyrir framan var með einhverjum tómleikans blæ, eins og þar væri allt mannlaust eða sofandi — og kannske enn frekar svo, vegna ná- grennisins með nútímabyggingum sínum. Gegnum hliðið, sem nú virt- ist aldrei vera opnað, gat að líta gamlar götur, mosavaxnar beggja vegna. I horni þar sem skugga bar á var stafli af blautum viðarbútum, hálffúnum, brátt gegnrotnuðum. Veturinn fór furðu mildum hönd um um þessa skuggalegu borgar- kima, þar sem sólin náði ekki að skína og engin blóm breiddu út blöð sín, nema krýsanþemur á stangli. í miðjum garðinum var uppþornaður, mosagróinn gosbrunn ur, á miðri grasflöt sem nú var með þeim blæ sem allt fær, sem eldist í vanrækt og óhirðu. Feitir, dökkir spörvar flugu milli trjá- greina eða hoppuðu til og frá á þeim. En allt í einu náði síðsólin að skína á lágmyndir hins sofandi húss, að hálfu mosagrónar, og á nakin trén í garðinum, vörpuðu fölu gliti á framhlið hússins. smugu inn um óhreinar rúðurnar, eins og til þess að snerta fingri við því, sem þar var fyrir, húsgögn, borð, hillur með smámunum, inn í svefn- herbergin, þar sem þögnin ríktl og tómleikinn, sem annars staðar, og inn í vistarverur þjónustufólksins — ef það skyldi þá vera svo að það hímdi þar meðan eigendurnir voru víðs fjarri við betri skilyrði til að njóta sömu sólar. Er Marcello hafði staðið þarna um stund niðursokkinn í hugleið- ingar sínar, hljómaði notalega I eyr um hans hlátur piltanna, sem fægðu bílana. Og svo hélt hann áfram göngu sinni þar til hann kom að Viale della Regina. Tvær stúlkur biðu þar eftir strætisvagni. Það var farið að verða svalara, enda var nú degi mjög tekið að halla. Himinninn var farinn að fá á sig kvöldroðablæ handan við stórhýsi borgarinnar. ■1*7* -- ' / TTTtf -•*Wr :sC3ng ^eggfss ting 'Ö«<$ im. U\m flAælum upp Sefjum upp 5IMI 13743 L f N DARGOTU 2.5 BIFREIÐASALAN Laugavegi 146. — Símar 11025 og 12640 BIFREIÐAEIGENDL'H: Við 'iljum vekja athygli bíleigenda á, að við höfum ávalii << upendur að nýjum og nýlegum FÖLKSBIF- REIÐUM, og öilum gerðum og árgerðum af JEPPUM. Látið KÖSl þvi skrá fyrir yður bifreiðina, og þér getið treyst þvi t.ð hún selzt mjög fljótlega. KAUPENDUR: Nýir og ýtarlegir verðlistar liggja frammi með um 700 skráðum bifreiðum, við flestra hæfi og greiðslu- getu - Það sannar yður bezt að RÖST er miðstöð bif- reiðaviðskiptanna - RÖST REYNIST BEZT — RÖST S.F. Laugavegi 146. — Símar 11025 og 12640 Réttur mér kvartsið eins hratt og ar svörtum flísunum uppíófreskj sem hefur tekið orð Tarzans bók- hrópar: Ég er tilbúinn fyrir þú getur, og búðu þig svo undir urnar sem sjá engan mun á þeim, staflega, heldur fyrir eyrun og sprenginguna. ófreskjusprengingu. Tarzan kast- og svörtum leðurblökunum. Ito, Vinnuskyrtur Vinnujukkur Vinnubuxur a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.