Vísir - 05.06.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 05.06.1963, Blaðsíða 16
Útvarpsumræðurnar í gærkvöldi: vBmsnarinim eru sterkustn vopnin VISIR WBðvlkudagur 5. júní 1963. Verk Það var að mörgu leyti ánægjulegt að hlýða á út varpsumræður stjóm- málaflokkanna í gær- kvöld. Þær leiddu í ljós og undirstrikuðu þau sannindi sem stjómar- flokkarnir hafa lagt höf- uðáherzlu á: verk við- reisnarinnar em sterk- ustu vopn stjómarinnar, gegn þeim eiga andstæð ingamir svör. Enginn nær heildarmynd af málefnunum, sem um er barizt, með þvl að hlýða á útvarpsum- ræður eina kvöldstund, en hann getur hins vegar fengið stað- festingu á, hvor deiluaðila stendur á traustari og fastari fðtum I baráttu sinni. Ræðu- menn Sjálfstæðisflokksins I gærkvðldi töluðu allir hyggilega og æsingalaust, bentu á þau vandamál sem leyst hafa verið. Þelr gátu hins vegar ekki orða bnndizt, yfir þeim málflutningi og stjórnarandstöðu, sem Fram- sóknarflokkumn heldur uppi nú I kosningabaráttunni. Einn ræðumanna þeirra, Daníel Ágústínusson, lét sér t.d. sæma, að dylgja enn einu sinni um, að ríkisstjórnin hygðist fram- lengja undanþágunum I land- helginni til handa Bretum, og það þrátt fyrir marggefnar yf- irlýsingar ábyrgra aðila, bæði innlendra og erlendra. Lengra verður varla komizt í fyrirlitn- ingu á dómgreind kjósenda, enda blöskrar flestum slfkur málflutningur. Fyrsti ræðumaður Sjálfstæð- isflokksins var Ólafur Thors, og er ræða hans birt í heild á öðrum stað I blaðinu. Aðrir sem töluðu af hálfu Sjálfstæð- ismanna voru Gunnar Gfslason, Auður Auðuns, Sigurður Bjama son og Magnús Jónsson. Séra Gunnar Gíslason ræddi í fyrstu þann ófyrirleitna mál- flutning Framsóknar, sem lftil- lega er drepið á hér að framan, og kvað hann beinlínis vera skerðingu á lýðræðinu og því frelsi, sem mönnum væri gefið í lýðfrjálsu landi. Það frelsi ætti ekki að misnota. Vék Gunnar síðan að landbúnaðarmálum, benti á nýju framleiðsluráðslög- in og stofnlánadeild landbún- aðarins og kvað hér vera á ferðinni einhver þau stærstu umbótamál, sem landbúnaður- inn hefði notið fyrr og sfðar. Auður Auðuns ræddi einkum þau mál, sem snerta húsmæður og konur yfirleitt. Hún færði rök fyrir þvl, á hvem hátt vörur hefðu ætíð hækkað í kjölfar kauphækkana, en ekki vegna efnahagsjjáðsJafana ríkis- stjómarinnar. Vö'ruhækkanir þær, sem andstæðingarnir töl- uðu um, væru því að miklu leyti þeirra eigin sök. Frú Auður minnti og á, hvemig Hannibal, þrátt fyrir fögur orð og einstæð tækifæri, hefði f vinstri stjórninni algerlega svikizt um að bæta kjör verka- kvenna. Það launamisrétti sem ríkti hjá þvf kvenfólki, sem fékk minna kaup en karlmenn fyrir sömu vinnu, hefur nú ver- ið bætt fyrir tilstuðlan við- reisnarstjórnarinnar. Sigurður Bjamason frá Vigur, talaði næstur. Þeir, sem tæki- færi hafa haft til að ferðast um héruð landsins á þessu vori,“ sagði Sigurður, „hafa getað séð með eigin augum þann upp- gang, sem hvarvetna ríkir f byggðum bólum íslands, hinn batnandi hag.“ Sigurður minnti menn á kreppuárin, atvinnu- Ieysið og vöruþurrðina, um leið og hann benti á þær staðreynd- ir, hvemig alliir stefndu að því að bæta hag sinn nú. Það sem kæmi þó oft í veg fyrir heilbrigða uppbyggingu efnahagskerfisins í heild, væru hinar tíðu deilur á vinnumark- aðinum. Kvað hann Sjálfstæðis- menn hafa bent á ýmsar leiðir til að bæ^ja þeirri hættu frá, aéKyafásömVverkföll gætu eyði- lagt áralanga uppbyggingu, en slík verkföll kæmu jafnan harð- ast niður á þeim efnaminnstu. Viðreisnarstjómin hefði á kjör- tímabilinu haft manndóm í sér til að horfast f augu við þessar staðreyndir, og reynt að glíma við þær. Árangurinn væri sá, að mikið hefði orðið ágengt. Taldi ræðumaður síðan upp fjölmörg verk viðreisnarinnar, vegalagningu, stuðning við dreifbýlið, iðnaðinn, efling mennta með byggingu skóla og nýjum lögum Kennaraskólans o.s.frv. Skoraði hann á alla landsmenn að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. Magnús Jónsson talaði sfð- astur. í fyrstu gerði hann að umtalsefni þá kosningabaráttu sem háð væri nú. í því mold- viðri áróðurs sem þyrlað væri upp, missti hirín almenni kjós- andi sjónar á staðreyndunum, og lýðræðinu og kosningafrels- inu væri misboðið. Engar blekkingar eða tölu- kúnstir gætu þó hrakið þær staðreyndir sem blöstu við mönnum dag hvern. Minnti Magnús síðan á verzlunarfrels- ið, gjaldeyrisstöðuna, sigurinn í landhelgismálinu og efnahags- ráðstafanirnar, sem viðreisnar- stjórnin tíefði beitt sér fyrir. Þetta væru staðreyndir sem allt fólk vissi af eigin raun að væru fyrir hendi, og þrátt fyrir að ýmislegt væri enn, sem hægt væri að finna að, þá bera verk þessi vitni þess, að núverandi ríkisstjórn væri samhent stjóm. Hún hefði leitt þjóðina frá hengifluginu, sem Hermann Jónasson hafði talað um, svo ekki væri um villzt. í dag boð- aði hún áframhaldandi upp- byggingu á grundvelli fram- kvæmdaáætlunar. Fólk vissi að hverju það gengi. Menn tala um gengislækkan- ir og dýrtíð, en þetta era erfið- leikar, sem enginn hefur hing- að til ráðið við, þeir væra allra sök. Fólk mætti ekki láta blekkja sig vegna liðinna verka, heldur kynna sér viðhorfin eins og þau era í dag. Og þar treyst- ir Sjálfstæðisflokkurinn á dóm- greind og rétta hugsun kjós- enda. 75 þús. punda sala B.v. Víkingur seldi I morgun I Grimsby mesta magn af fiski, sem Islenzkur togari hefur flutt á erlendan markað I einni og sömu söluferð, 322 tonn sem seldust fyrir 15.501 sterlings- pund, og er það ágæt sala, mið að við árstímann, en nú er svo langt komið fram á vor að allt af má búazt við, að hitar haldi fiskverðinu niðri. Vísir hefur það fyrir satt, að svo gott verð hafi fengizt fyrir fiskinn sem reyndin varð, vegna þess að hann var frábær að gæðum, bar af öðrum fiski á markaðn- um, og seldist hver branda, sem togarinn var með fyrir gott verð. Þess er og hér að geta, að mikið framboð var á markaðn- um. Fiskinn fékk togarinn á Grænlandsmiðum og var þetta mestmegnis þorskur, en nokk- uð af karfa. Togarinn byrjaði veiðamar fyrir 17 dögum og mun hafa verið á veiðum 8-9 daga. Víkingur er -eign Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar á Akranesi. Skipstjóri er Hans Sgurjónsson, Reykjavík. Flugmannaverkfallið Árangurslaus sáttafundur var I flugmannadeilunni 1 gærkvöld og stóð til miðnættis. Nýr fundur hef- ir ekki verið boðaður ennþá. Það hefir komið fram opinberlega að ekki er deilt um kaup og kjör I þessu verkfalli, heldur um „starfs- öryggi“ flugmanna, eins og flug- menn orða það, hvernig uppsögn flugmanna megi fara fram. riugmannaverKramo nenr peg< lamað allt innanlandsflug, einhver ir fljúga þó með Birni Pálssyn sem ekki er aðili að samningui við Félag íslenzkra atvinnufluj manna, en 6 af flugvélum Flugfé agn íslands hafa þegar stöðvaz í eða era 1 þann veginn að stöðvas ‘ aðeins tvær era í gangi og stai 1 settar á Grænlandi. Flugvélar Lo 12 PUNDA LAX í morgun hófust laxveiðar I Elliðaánum og var borgarstjórinn I Reykjavík Geir Hallgrímsson fyrsti veiðimaður. Ekki leið á löngu áður en hann ríafði fengið þann fyrsta. Fallegan 12 punda hæng. Ljósm. Vísis I. M. tók þessa mynd I morgun er borgarstjórinn hafði komið Iaxinum á land. leiða halda áfram ferðum með þvl móti að forðast allar viðkomur í heimalandi sínu. „Veldur það, mikl um óþægindum og aukakostnaði, en við höfum komið öllum okkar Framhald á bls. 5. Sjálfboða- liðar óskast Sjálfstæðisflokkinn vantar sjálfboðaliða, eldri sem yngri, til starfa I dag og I kvöld við undirbúning kosninganna. Þeir sem vildu ljá starfskrafta sína eru góðfúslega beðnir að hringja í sima 22316.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.