Vísir - 05.06.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . Míðvikudagur 5. júní 1963.
9
Traustið mun tryggja j
viðreisninni sigur
Ólafur Thors, forsætisráöherra
Útvarpsræða Ólafs
Thors forsætisráðherra
Þvl var spáð, að kosningabar-
áttan yrði hörð að þessu sinni.
Astæðan er sennilega sú, að
menn vissu að allir áttu mikið
í húfi. Kommúnistar óttuðust
algjört hrun, sem bezt má af
því sjá, að þeir skuli hafa talið
sér vinning, og þá líka fært að
breiða nú eina duluna enn yfir
Kommúnistaflokk Islands —
Sameiningaflokk alþýðunnar —
Sósíalistaflokk Islands — Al-
þýðubandalagið og hvað þær nú
heita allar þessar skýlur, sem
kommúnistamir breiða yfir nafn
og númer og sem allir lengi
i hafa skopazt að og segja sem er
1 að til þess eins séu gagnlegar að
sanna, að kommúnistar þora
ekki að sýna sitt rétta andlit.
★
Framsóknarmenn eru auðvit-
að sá flokkanna, sem mest met-
ur völdin sem tæki í brauðstriti
sínu. Hann hefir líka algjöra
sérstöðu í stjómmálalífinu vegna
hins fjölmenna málaliðs, sem
hann óttast að veslist upp, geti
flokkurinn ekki gefið á garðana
og það fyrr en síðar. En Fram-
sókn er nú að verða heylítil eftir
5 ára utan stjómar móðuharðindi,
og á þó góða að, þar sem eru
hin algjörlega ópólitísku bænda-
samtök samvinnuhugsjónarinnar.
★
Og ekki erum við viðreisnar-
menn að leyna því, að það er
höfuðnauðsyn þjóðarinnar, að
hún fái óhindrað að halda áfram
sókninni á viðreisnarbrautinni,
fram til bættra lífskjara, vel-
megunar og öryggis, en hendi
ekki það ólán að veita henti-
stefnu sundrungarafla kommún-
ista og Framsóknar vald til að
brjóta það niður, sem svo far-
sællega er búið að byggja upp.
★
Þegar á allt er litið, er eðlilegt
að menn hafi búizt við hörku
baráttu.
En hefir þá baráttan verið
hörð?
Áróður kommúnistanna hefir
verið alvörulaus og hvergi hitt
mark. Það er ekki líklegt að
kommúnistarnir, — þetta útibú
Rússa á íslandi, — geti aflað sér
trausts og fylgis Islendinga með
þeim boðskap, að herrar og hús-
bændur 5. herdeildarinnar ætli að
drepa íslenzku þjóðina í einu lagi
eða tvennu, ef við dirfumst að
fylgja sannfæringu okkar um
vamir landsins. Hitt, að rita upp
og birta, að Jón Jónsson sé sonur
Jóns og giftur Guddu og eigi með
henni Gvend, sem sé kommúnisti,
og telja svo alla rununa leyni-
plögg, sem Bandaríkin ætli til að
tryggja sér heimsyfirráð með, er
fremur ólystugt moð, sem enginn
fitnar af, það held ég sé víst og
satt. Það fer enginn hraðfari inn
á Alþingi á svona málflutningi.
Þetta eru kommúnistar famir
að skilja eins og aðrir, og nú á
að grípa til gamla haldreipisins,
það er að segja að fórna með
köldu blóði hagsmunum launþega
til eflingar kjörfylgis kommúnista
og telja margir, að Framsókn sé
höfð með í ráðum.
Við launþega segi ég þetta eitt:
látið ekki hafa ykkur að leik-
soppi. Gerið ykkur grein fyrir að
sá, sem ber ykkar hag fyrir
brjósti, velur ekki kosningaæsing
ar til að setja óskir ykkar og kröf
ur á oddinn. Það gera þeir einir,
sem meira meta atkvæðaveiðar
og sína eigin flokkshagsmuni en
kaup ykkar og kjör.
★
Barátta Framsóknarmanna hef-
ir kannske heldur ekki verið hörð.
Til þess skortir þá að vonum all-
an sannfæringarkraft. Það er of
auðsætt, að þeir hirða aldrei að
hafa það sem réttara reynist. En
baráttan hefir 1 senn verið ósvífin
og eitruð og fyrirhyggjulaus og
fálmkennd. Talnafals þeirra er al
veg einstakt, en líklega fremur
skaðlítið vegna þess að nú hefir
þeim verið svarað jafnóðum og
látlaust. Og eiturvopn þeirra hafa
geigað. Það þýðir ekki að ætla
að telja þjóðinni trú um, að for-
ystumenn tveggja stjórnmála-
flokka séu svikarar og ótýndir
glæpa- og landráðamenn, sem
ætli að svíkja þjóð sína f tryggð-
um með því að afhenda mörgum
tugmilljóna þjóðum jafnrétti við
íslendinga til hagnýtingar land-
helginnar og annarra íslenzkra
auðlinda. En það er þetta, sem
Framsóknarmenn hafa talið sér
sæma um leið og þeir reyna að
renna frá sinni eigin fortíð í Efna
hagsbandalagsmálinu, sem þeir þó
eru flæktir í að þeir fá hvorki
losað hönd né fót. Eða hvað segja
menn um framkomu þeirra í Iand
helgismálinu. Á að trúa þvf, að
flokkur, sem þannig hegðar sér,
haldi fylgi vammlausra manna?
Það er áreiðanlega vfst, að bænd
ur landsins vilja ekki að flokkur,
sem enn öðru hvoru læzt vera
sérstakur málsvari þeirra, sýni
þvílíkan sóðaskap.
Hins vegar munu bændur
vænta þess að fá nú við þessar
umræður skýr svör við þvf hvort
rétt sé, að Framsókn hafi skilið
við sjóði . landbúnaðarins gjald-
þrota. Hvort satt sé, að viðreisnar
stjórnin hafi rétt þá svo myndar-
lega við, að eftir 10—12 ár verið
eignarfé þeirra orðið 500 milljón
ir króna og þá verði sjóðirnir bær
ir um að lána árlega 150 milljón
ir af eigin fé.
Og þá leikur bændum ekki síð-
ur hugur á að vita hvers vegna
Framsókn hafi alla sfna valdatíð
látið bændur bera áhættuna af
verðlagi útfluttra landbúnaðaraf-
urða. Hvernig f ósköpunum þeir
ætli að bera f bætifláka fyrir, að
það skyldi ekki vera fyrr en eftir
að Framsókn hrökklaðist frá völd
um, að þessari miklu áhættu var
létt af bændunum með löggjöf
viðreisnarstjómarinnar um, að
það sé ríkissjóður en ekki bænd-
ur, sem þessa áhættu beri, og
bændum þar með forðað frá tjóni,
sem árlega hefir numið tugum
milljóna króna.
★
Um þetta heimta bændur sann-
ar upplýsingar.
Þeir segja að vonum, að þeir
lifi ekki á fagurgala Framsóknar.
Þeir heimta mat sinn og engar
refjar og telja þá stjórn maklegri
trausts bænda og fylgis, sem
tryggt hefir þessa lífshagsmuni
þeirra, en hina, sem ekki einu
sinni þorðu að bera kröfuna fram
á Alþingi, enda þótt hún ætti stoð
í lögum og rétti.
Það er um þessi mestu hags-
munamál bænda og önnur minni,
sem hvorki gerðu að reka né
ganga meðan Framsókn réði, sem
bændur eru alltaf að spyrja og
vilja að Framsóknarmenn svari,
en séu ekki að reyna að leiða at-
hyglina frá með ótrúlegasta 6-
hróðri um viðreisnarflokkana,
sem með verkum sínum hafa dug
að bændum öðruvfsi og betur en
málskrafsmenn Framsóknar með
mærðarfullum vinarhótum og
tjáningum, sem ekkert gefa í aðra
hönd.
★
Þá langar án efa marga að fá
að vita, hvað Framsóknarmenn
eiginlega éru, hvort heldur þeir
eru óhugnanlegir kommúnistar,
eins og mörgum sýnist þeir lfk-
astir þessa dagana eða svo durgs-
legir fhaldskurfar, að hrein raun
er að koma nærri þeim, eins og
mér reyndist oft í gamla daga,
eða bara flatjárna gutlarar, sem
svo eru orðnir vfxlaðir á gangin-
um, að alsendis er ómögulegt að
átta sig á þeim.
★ >
Og enn leikur mörgum forvitni
á að heyra hvers konar íhald það
er sem að dómi Framsóknar er
svo glæpsamlegt, að Framsókn
telur sig munu ráða niðurlögum
viðreisnarstjórnarinnar, takist
þeim að festa við hana þetta
óttalega heiti: „fhald".
Er það kannski þetta íhald —
að koma á friði á hafinu og ná
síðan svo ósambærilega miklu
betri kjörum í landhelgismálinu
en vinstri stjórnin bauð Bretum,
að hún trúði ekki sínum eigin
eyrum, þegar fregnin barst?
Er það þetta íhald — að létta
hundruðum milljóna króna skött-
um af þjóðinni, tryggja árlegan
tekjuafgang ríkissjóðs, ráða bót á
þeirri margvíslegu óreiðu, sem
ríkt hefur f meðferð rfkisfjár og
flestum mun hafa komið á óvart,
ekki sfzt Framsóknarmönnum? Er
það þetta hræðilega íhald — að
afnema höft og bönn, svartan
markað og biðraðir og skömmtun
og koma á verzlunarfrelsi með
miklu úrvali góðrar vöru fyrir
samképpnisverð, öllum almenn-
ingi til stórkostlegra kjarabóta?
Er það þetta fhald — að stórauka
og jafnvel margfalda umráðafé
og framlag til vega, brúa, sfma,
hafnargerða, byggingu verka-
mannabústaða, fbúða aldraðs
fólks og annarra íbúða, skóla-
bygginga o.s.frv., eða er það
kannski verst af öllu fhaldi — að
tryggja nú sjúkum, gömlum og
öðrum, sem örðugasta glímuna
heyja, 4 krónur frá tryggingun-
um, f stað einnar áður, eða er
það kannski allra svartasta fhald-
ið — að spara hvorki fé né fyrir-
höfn til alhliða aukningar á
menntun og menningu þjóðarinn-
ar?
Um þetta og margt svipað eru
nú allir að spyrja.
Ég sagði við sjálfan mig í
morgun: Það kemur varla mikið
nýtt fram í þessum útvarpsum-
ræðum. En kannski Framsóknar
menn fáist nú til að skýra bænda-
vináttu sína í framkvæmd og
hvað það er, sem þeir halda íhald,
— og segja satt. Þá fá hlustend-
ur svei mér eitthvað nýtt að
heyra.
★
Við skulum hlusta vel.
Þessa dagana eru allir að
spyrja mig hvernig kosningamar
muni fara.
Ég svara alltaf: Mér finnst
blása byrlega, en f Guðs bænum,
Framhald á bls. 5.