Vísir - 02.07.1963, Síða 4

Vísir - 02.07.1963, Síða 4
VÍSIR . Þriðjudagur 2. júlí 1963, aðall ........ Það þykir eigi litium tíðindum sæta, að einn kunnasti maður í flokki brezkra aðalsmanna skuli hafa verið nefndur fyrir rétti, í málinu gegn Ward lækni, sem sakað- ur er um, að hafa haft tekjur af vændi. Og menn spyrja hversu fari um virðingu almennings fyrir brezka aðlinum í heild, ef menn, sem almenningur er alinn upp við að bera virðingu fyrir, lenda í slíku máli sem þessu. * Sá maður, sem afhjúpaður var í opinberum rétti, sem rekkjunautur gleðimeyjar var Astor lávarður, 55 ára gamall maður, og var það vinkona Christine Keeler, sýningarstúlk unnar, sem var vinkona Christine Keeler Profumo fyrrverandj hermála- ráðherra og fleiri, sem sagði ósköp blátt áfram frá því fyrir réttinum, að lávarðurinn væri einn þeirra, sem hún hefði sæng að með. Stúlkan sem bar þetta heitir Marilyn Rice-Davies, kölluð Mandy, — og þetta gerðist í íbúð Wards læknis. Og annan mann nefndi Mandy líka: Douglas Fairbaks. Og hún bar það, að Astor lávarður hefði greitt leiguna fyrir íbúð, sem hún bjó í ásamt Christine Keel- er, Það hefir komið fram hjá þeim stúlkum, sem leiddar hafa verið sem vitni, að þær líta ekki á sig sem vændiskonur. Þó játa þær að hafa þegið fé að gjöf frá hinum og þessum vinum, — og talið ekki nema sanngjarnt að láta Ward lækni fá fé að láni samlega í einkalífi sem opihber- lega. Réttarhöldunum var frestað á laugardag til miðvikudags í þess ari viku. Það er vitanlega ekki í fyrsta sinn, sem blettur hefir fallið á brezkan aðalmann vegna fram komu hans, því að í þeirri stétt sem öðrum eru svartir sauðir, og hafa ævintýri þeirra oft orð ið blaðamatur og vill þá fyrn- ast yfir furðu fljótt, — en hér er öðru máli að genga, vegna þess að þetta hneykslismál er tengt öðru stærri máli, máli sem fjallar um njósnir og öryggi landsins — eða er kannske að eins ein hlið þess. Mandy almenningur eða gjöf, en hann greiddi leigu íbúðar fyrir Christine Keller. En á þessu hefir almenningur vafalaust aðrar skoðanir en stúlkurnar láta uppi. Þriðja stúlkan, sem átti að bdra vitni, var Ronna Ricardo, fyrrverandi dansmær í París, en nú búsett í London. rK Hvað sem segja má um þetta allt, — yfirheyrslur fyrir opn- um tjöldum, furðulega hrein- skilni hinna ungu kvenna um mál sín — að ekki sé talað um mór- alinn — og á þessu sé smjattað, má vera, eins og allt er í pottinn búinn, að það verði til góðs, að ofan af öllum ósóma verði ræki lega flett, með þeim árangri að minnsta kosti, að menn í opin berum stöðum og aðrir, sern ætl ast til að þeir geti notið viiiðing ar almennings, hegði sér sóma- ' Ronna Astor lávarður og kona hans, Bronwen Pugh, fyrrv. sýningarstúlka. Miklar frmkvæmdir í Hveragerði Hveragerði er ört vax- andi þorp og standa þar nú yfir miklar fram- kvæmdir, svo sem hol- ræsagerð, lagning hita- veitu, bygging ullar- þvottastöðvar auk íbúða- bygginga og gróðurhúsa- bygginga. Blaðið átti í morgun tal við oddvitann í Hveragerði, Teit Eyj- ólfsson, og fékk hjá honum upp- lýsingar um helztu verklegar framkvæmdir, sem nú standa yf- ir í þorpinu. Unnið er að miklum hitaveitu- framkvæmdum og ér þar um að ræða framhaldsuppbyggingu á hitaveitukerfinu, vegna svo auk- innar byggðar. Nýlega fékkst vatn úr mjög vel heppnaðri bor- holu og verður tekið vatn úr henni í þetta viðbótarkerfi. — I Hveragerði verður ekki séð fyrir endann á hitaveituframkvæmdum frekar en í Reykjavík, en Hver- gerðingar eru vel settir með nóg- an og ótæmandi hita inni f þorp- inu. Þá er unnið að mikilli holræsa- gerð og er verið að leggja síór holræsi um þorpið, a. m. k. tveggja kílómetra löng, auk allra smáræsa. Er þetta í fyrsta skipti, sem holræsagerð er tekin skipu- lega fyrir og var það orðið mjög aðkallandi. Framkvæmdir hófust á miðju sumri í fyrra og mun væntanlega verða lokið í lok júlí í ár. Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.