Vísir - 04.07.1963, Qupperneq 6
V í S IR . Fimmtudagur 4. júli 1963.
6
Gfér réff —
§>®S ei órétf
Ritstjórar Ásgeir Thoroddsen og Ragnar Kjartansson
Spjalhð við
Hilmar Björgvins-
son um ferðinn
Sverrir H. Gunnlaugsson
Már Gunnarsson
Hvað segja jbeir, sem
séð hafa múrinn?
Allir réttsýnir menn gera sér
ljóst að það ástand sem nú ríkjr
í Þýzkalandi er algjörlega óvið-
unandi og sá timi verði
að koma að sameining Þýzka-
lands eigi sér stað.
Már Gunnarsson:
Berlínarmúrinn er hryllileg-
asta ytra tákn um kúgun og
ófrelsi, sem ríkir f löndum
kommúnista. Ég hafði að vísu
heyrt mikið um hann talað og
séð af honum myndir, en sjón
er sögu ríkari.
Borgin er klofin í tvo hluta af
margra kílómetra löngum grjót-
og gaddavírsmúr. Það er búið að
steypa upp í glugga og dyr á
margra hæðahúsum og alvopnað
ir hermenn leynast á húsþök-
unum til þess að enginn sleppi
þá leiðina.
Hvílík hejmska og grimmd
hefur stjórnað valdhöfunum,
sem ákváðu þetta. Með þessu
móti ætlaði leppstjórn Rússa í
A-Þýzkalandi að koma í veg fyr
ir sívaxandi fólksflótta frá ein-
ræðisskipulaginu í A-Þýzkalandi
og til þess að koma í veg fyrir
að þjóðir um allan heim gætu
séð að stefna kommúnismans
getur ekki byggt upp þjóðfélag,
sem fólkið unir við Þessi múr er
því verðugur minnisvarði um
Framh. á bls. 13
Sverrir H. Gunnlaugsson:
Eitt það fyrsta, sem útlendingar
verða varir við þegar komið er
til V.-Berlínar er hinn alvöru-
gefni en samt einbeitti svipur og
framkoma borgarbúa þegar rætt
er um Berlínarvandamálið. Flest
ir þessara manna eiga sárt um
að bjnda eftir tilkomu múrsins
þar sem um 80% af fbúum
Vestur-Berlínar eiga ættingja og
vini í austurhlutanum.
Þegar ekið er meðfram múrn
um verður tilhugsunin sú að á-
standið í Austur-Berlín hljóti
að hafa verið koipið á algjört
vonleysis stig, til að valdhafarn
ir hafi gripið til slfks örþrifa-
ráðs, sem múrinn er Ekki er
hægt að hugsa sér ömurlegra
tákn um algjöra uppgjöf í mál-
efnaflutningi kommúnista, en
vjð að horfa á þennan fangelsis-
vegg stærstu þrælabúða sem
sagan kann að greina.
Við að horfa á múrinn og sjá
með eigin augum frelsi annars
vegar og kúgun og ófrelsi hins
vegar hlýtur sérhver maður að
sannfærast um að kommúnism-
inn er ekki það sem koma skal.
Aðalstöðvar NATO í
París heimsóttar af
Varðbergsmönnum
— Berlínarmúrinn skoðaður
Hilmar Björgvinsson.
örniur kynnisferð Varðbergs tii
aðalstöðva Atlantshafsbandnlags-
ins í Parfs var farin nú fyrir
skömmu. Milll 30—40 ungir Varð
bergsmenn úr Sjálfstæðisfiokkn-
um, Alþýðuflokknum og Fram-
sóknarflokknum tóku þátt í ferð-
inni, en henni var framhaldið frá
París til Berlínar ’ f boði Bonn-
stjórnarinnar og múrinn illræmdi
skoðaður. — Einn af farar-
stjórum var Hilmar Björgvins-
son stud. jur., en við höfum beðið
Hilmar um að skýra hér nokkuð
frá ferðinni og tilhögun hennar.
Við lögðum upp frá Keflavíkur-
flugvelli snemma mánudagsmorg-
uninn þann 24. júní í flugvél frá
Atlantshafsbandalaginu og flugum
f einni lotu til Parísar, en þangað
var komið um kl. 4 um eftirmið-
daginn. Þann sama dag komu
menn sér fyrir á hótelum og
höfðu annan tfma til eigin ráð-
stöfunar.
Strax daginn eftir heimsóttum
við aðalstöðvar Atlantshafsbanda
lagsins þar sem starfsemi og verk
efni bandalagsins voru kynnt.
Ekki eingöngu hernaðarhliðin og
þýðing hennar, heldur einnig sú
hlið er viðkemur tækni- og efna-
hagsaðstoð, svo og ýmis menn-
ingarleg verkefni og mál þar að
Iútandi. Voru það forstöðumenn
hinna ýmsu deilda, er gáfu okk-
ur þessar upplýsingar. í aðalstöðv
unum hittum við fyrir menn af
hinum ýmsu þjóðernum, þar á
meðal menn frá Norðurlöndum,
sem þar: ' gegná ýmsum ábyrgð-
arstöðum.
Síðari.. hluta annars dagsins
héím’séttúfú:íýtð;kðaIskrif‘S,tofur A-.
T. Á., þ. e. samtök um
samvinnu og kynnti frarhkvæmda
stjóri samtakanna starfsemina
með nokkrum orðum.
Daginn eftir, þ. e. á miðviku-
dag, var okkur boðið til aðal-
stöðva O. E. C. D. (Efnahagssam-
vinnustofnunar Evrópu). Þar flutti
einn mikils metinn starfsmaður
stofnunarinnar, Norðmaðurinn
Anderson, yfirgripsmikið og grein
argott erindi og svaraði síðan fyr
irspurnum manna. Komust menn
þar að raun um hina gífurlegu og
gagnmerku rannsóknir O. E. C. D.
á efnahags- og atvinnumálum að-
ildarrfkjanna, en sem kunnugt er,
er Island eitt þeirra.
Á fimmtudag var enn haldið
til NATO byggjngarinnar, en þar
flutti Mr. Lieeven, aðalblaðafull-
trúi NATO, erindi um stjórnmála
lega hlið bandalagsins. Dró hann
upp skýra mynd af hve geysimik-
ill árangur hefur náðst með stofn-
un og varnarstarfi NATO. Undir-
strikaði hann þá staðreynd, að
eftir að Atlantshafsbandalagið var
stofnað, hafa Sovétríkin ekki söls
að undir sig þumlung lands og
enginn vafi væri á því, að öðru
vfsi væri viðhorfs í heiminum,
hefði NATO ekki komið til sög-
unnar.
Að erindi Mr. Lieevens loknu,
var haldið 20 km. út úr París til
SHAPE, aðalherstjórnarbæki-
stöðva Atlantshafsbandalagsins,
en þar útskýrðu sérfræðingar
hernaðarhlið NATO með mynd-
um og erindum og svöruðu fyrir-
spurnum manna. Þátttakendur
áttu þess kost að ræða við yfir-
mann allra herafla NATO, Lemnit
zer hershöfðingja í um það bil
45 mínútur. Menn notfærðu sér
Frh. á bls. 10.
Gönguferð
á Esju n.k.
sunnudag
'f ' N. k. stmátídag efnir
- - ><
Heimdallur til göngu-
ferðar á Esju. Lagt verð
ur af stað úr Valhöll við
Suðurgötu kl. 1,30 og ek
ið upp að Mógilsá. Það
an verður gengið auð-
veldustu leiðina upp á
Kerhólakamb. Áætlað er
að ferðin upp taki um
2 kl. st. Vanur leiðsögu-
maður verður með í ferð
inni. Nánari upplýsingar
fást í síma 17100.
□
□
□
n
n
□
□
□
□
□
D
□
□
□
□
□
□
□
□
□
D
□
□
□
□
□
□
n
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
E3
n
□
n
□
□
n
□
□
D
□
□
□
□
n
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
n
□
□
B
Q
Q
Q
Q
Q
□
n
Q
Q
□
D
D
D
D
D
D
D
D
D
Tilkynning
til lesendn:
Yfir sumartímann mun
æskulýðssíðan koma út
að jafnaði annan hvern
fimmtudag, en ekki viku
lega eins og hingað til. í
september mun síðan á
ný koma út vikulega.
Ritstjórar.