Vísir - 04.07.1963, Page 15
V í S IR . Fimmíudagur 4. júlí 1983.
um þfnum og svo lenti hann í klón
um á þessum erlendu erindrekum.
Og svo framdi hann einhvern and-
styggilegasta glæp sem hugsast get
ur, sveik sitt eigið föðurland, og
verður að lifa í útlegð alla sína
æ'"
Panni ghugsaði hún á þessari
stund ,en sagði hátt:
— Það er vfst tilgangslaust að
hugsa um það liðna. Dorothy, en
ég hefi áhyggjur af framtíðinni.
John er maðurinn þinn og ég
hugsa aldrel um hann nema sem
manninn þinn. Það var heimsku-
legt af mér að ætla, að ég gæti
átt hann áfram, ég, lítil, grönn, ekk
ert lagleg — og heilsutæp. Hann
mundi fljótt hafa orðið þreyttur á
mér.
— Honum þykir vænt um þig,
sem systur, sagði Dorothy, en hann
dáir mig, sér ekki sólina fyrir mér.
Rödd hennar var þrungin þótta
og sjálfselsku.
Blanche gekk út að glugganum
og dró gluggatjöldin til hliðar. Það
var rok og úfinn sjór á sundinu.
Vindurinn gnauðaði við húsvegg-
ina. Annað veifið herti storminn og
krónur trjánna sveigðust niður. Það
var svo dimmt, að ekkert sást
nema að glitti í hvíta bárufaldana.
En hún vissi, að óveðurský huldu
himininn, og að brimöldur skullu
á klettunum.
Hvílík nóttl Og hve auðvelt það
mundi verða fyrir þá, sem komu
éftir Dorothy og börnunum, að
losna við hana. Það myndi vera
svo einfalt. Á þessum eyðilega stað
gæti liðið langur tlmi þar til það
kæmi í Ijós, hvað gerzt hafði. Kann
ske aldrei. Hún var bara einmana,
ung kona, sem bjó ein i húskofa
á afskekktri strönd og hafði horfið
eina óveðursnóttina. Hún hafði tek
ið húsið á Ieigu, vegna þess að
leigan var lág og læknarnir höfðu
Ifka ráðlagt henni að búa við sjó-
inn heilsunnar'vegna, því að lofts-
lagið I Cornwall var svo heil-
næmt.
Dorothy hafði farið burt fyrir
fiórum vikum og var nýkomin aft-
ur — hafði komið aftur daginn
áður. Þá hafði hún verið í mikilli
hugaræsingu. en það var ekki fyrr
en í kvöld, sem hún hafði talað
um að John vildi að hún og börnin
ksmu til Rússlands. John hafði
stungið upp á að Blanche kæmi
líka, og gefið í skyn, að eitthvað
gæti komið fyrir hana, ef hún yrði
eftir, og væri því hyggilegast fyrir
hana að koma. Að líkindum félli á
hana grunur, hún vera talin „hættu
leg“, ef hún neitaði.
Dorothy sór og sárt við lagði,
að enginn vissi, að hún væri kom
in, — sér hefðj tekist að leika á
öryggislögregluna, sem hafði gefið
henni gætur. Blanche minntist þess,
að eftir hvarf Johns hafði maður
úr öryggislögreglunni komið til
hennar og borið upp ýmsar spurn-
ingar. Blanche taldi sig hafa getað
sannfært hann um, að hún vissi
ekkert um gerðir mágs síns. Og
hún hafði- sagt sem satt var, að
hún vissi ekki hjá hverjum Doro-
thy væri, þegar hún væri í Lodon,
en hún héldi að hún væri hjá vin-
um Johns.
Já, þá hafði hún haldið, að mað-
urinn hefði talið svör hennar full-
nægjandi ,en nú var hún ekki eins
örugg um það. Var ekki líklegast,
að öryggislögreglan hefði jafnan
látið gefa gætur að öllu, húsinu,
henni sjálfri? Hvað mundi gerast,
þegar þeir kæmu eftir Dorothy —
og börnunum. Já, börnunum. Hvern
ig mundi fara fyrir þeim?
Hún sneri sér snöggt við.
— Dorothy ,sagði hún örvænt-
ingarlega, ég efast ekkj um það
nú ,að öryggislögreglan hefir látið
gefa gætur að þessu húsi — og
jafnvel þótt — vinir þínir — kom-
ist hingað — hver veit nema þeir
verði hindraðir f að fara? Hefirðu
hugleitt hvað gæti gerzt, ef . . . .
— O, ég efast ekki um, sagði
Dorothy kæruleysislega, að þeir
láta gefa gætur að húsinu. En hef-
irðu hugleitt ’ hvernig veðrið er
núna. Enginn leynilögreglumaður
mundi álykta, a ðskynsöm kona
mundi reyna að flýja á óveðursnótt
sem þessari með tvö smábörn. Þess
vegna höfum vi ðbeðið eftir véðí5
eins og nú er — þegar leynilög-
reglan er líklegust til að sofa á
verðinum. Þú getur verið viss um,
að það er ekkl neinn ,sem gefur
gætur að neinu nú.
— Nei, kannske þú hafir rétt
fyrir þér, sagði Blanche, og hélt
um gluggatjöldin, kaldri, sveittri
hendi. Það fór eins og kuldahrollur
um hana alla. Jafnan, er hún hafði
áhyggiur þungar og stórar sein-
ustu fimm árin, eða síðan hún fékk
lömunarveikina, hafði hún fengið
slíkan hroll í sig, hitnað og svitn-
að, og hríðskolfið á milli. Það var
ein af ástæðunum fyrir, að Iækn-
arnir höfðu ráðlagt henni að lifa
mjög kyrrlátu lífi. Að öðru leyti
hafði hún náð sér, hún var ekki
lömuð lengur, en það var ‘ langt
frá, að hún hefði sömu orku og áð-
ur en hún veiktist. Hún þoldi ekki
fullan vinnudag, — mátti í stuttu
máli ekki reyna mikið á sig.
Nú reyndi hún að stappa í sig
stálinu,. beita allri viljaorku sinni
til þess að vera róleg. Hún mátti
ekki bugast nú, það var allt undir
því komið, að hún varðveitti ró
sína. Henni fannst, að hún yrði að
gera enn eina tilraun til þess að
hafa þau áhrif á systur stna, að
hún hætti við að fara.
Hún dró gluggatjöldin fyrir með
einu átaki, sneri sér að Dorothy
og sagði:
— Farðu ekki með börnin, sagði
hún biðjandi röddu. Ég skll, að
þú telur, að þú verðir að fara. Það
er sjálfsagt rétt af þér, þvl að það
var vegna þeirra krafa ,sem þú
gerðir til llfsins, sem John gerði
það, sem hann gerði.
— Þú vogar þér, að . . .
— Það er vita tilgangslaust að
reiðast, greip Blanche fram I fyrir
henni þegar. Þú hefir ekki einu
sinni tíma til þess. Þú verður að
fara og standa við hlið Johns, en
lofaðu mér að fara mína leið með
tvíburana. Ég skal annast þá vel.
— Þú ert brjálaður, þú getur
ekki einu sinni séð fyrir sjálfri
þér.
— Ég lofa þér, að mér skal
takast það. Ég hefi ekki sagt nein-
um það ,en það er maður, sem vill
fá mig fyrir konu. Ó, hann er ekki
maður eftir þínum smekk, þú mund
ir ekki meta hann neins, þótt hann
sé I sæmilegum efnum, því að þótt
hann sé það, kýs hann að lifa eiri-
földu lífi. Ég veit ekki hvers
vegna hann vill kvongast mér, en
það er' það sem hann vill.
— Og þú ert vitanlega ástfang-
in í honum, — það er ástin til
hans, sem hefir þau áhrif á þig, í
að þú vilt ekki fara með okkur. í
Tilfinningar þínar taka svo snögg-
um.'breyfingum, að það er undra-
vert.
— Ég er ekki ástfangin I Jack ,
Forstead — ég hefi ekki fram að
þessu getað sætt mig vlð að gift- i
ast honum, en ég er reiðubúin til
þess svo að tvíburarnir geti fengið
heimili. Jack Forstead mundi verða
þeim góður.
— Jack Forstead, kálmetissalinn,
sá ,sem kemur til okkar með græn
metið, sagði Dorothy fyrirlitlega.
Ég veit, að hann erfði talsvert fé,
en hann er þér mörgum árum eldri,
og stúlka, sem er alin upp eins og
þú mundir aldrei kunna við fram-
komu hans, venjur og háttu,
— Mig skiptir það engu. Það
væri þess virði að leggja I sölurn-
ar barnanna vegna. Þau mundu
eignast gott heimili. Og ég skal á-
byrgjast, að þau skulu fá þá mennt
un ,sem faðir þeirra óskar að þau
fái.
— Og þú heldur, að Jack For-
stead fallist á þetta? Hlustaðu nú
á mig, Blanche, — vilji hann kvong
ast þér, sem ég að vísu tel mjög
ólíklegt — þá vill hann áreiðan-
lega ekki hafa áhyggjur af uppeldi
tveggja þriggja ára barna, sem
ekki einu sinni eru þín börn.
— Ég mundi setja það að skil-
yrði, sagði Blanche, og þú veizt,
að þú getur treyst því, að ég mun
annast þau vel. Lofaðu mér að taka
við þeim nú . .
— Þetta — þetta er hreint brjá-
æði. Þa ðer ekki neinn tími til —
þeir geta verið komnir eftir nokkr-
ar mínútur, kannske tvær eða þrjár
mínútur.
— Jú, það er tlmi til þess, ef
þú vekur þau undir eins. Á meðan !
get é græst bílinn, — ég vona, að
hann fari I gang. Bíllinn var gam-
all Morris, sem Dorothy hafði
keypt árið áður.
— Hann fer ekki í gang, sagði
Dorothy einkennilegri röddu.
— Hvernig veiztu það?
— Ég veit það, því að ég hefi
séð um ,að hann geri það ekki. Mér
datt nefnrlega í hug, að þú kynnir
að gera eitthvað heimskulegt, svo
að ég tók mínar varúðarreglur.
Dorothy flýtti sér að líta undan.
— Þá gæti ég hringt til Jacks
Forsteads og beðið hann að hitta
okkur við gömlu mylnuna. Vektu i
börnin meðan ég hringi til hans. I
Ég skal koma þeim með einhverju
móti, og við getum beðið þar til
Jack kemur. Ég er viss um, að
Jack bregst mér ekki. ‘'5,7'inum þln- ,
um geturðu sagt, að ég hafi farið
tll Truro í dag með börnin, og I
að ég hafi komist heim aftur veð- !
ursins vegna, og engin von um að
ég komist heim fyrr en á morgun.
Þú getur sagt, að ég hafi farið
bangað, án þess þú vissir, segðu
þeim hvað sem þú vilt, en fyrir j
alla muni fáðu þá til þess að taka
það trúanlegt, að við séum hér
hvergl nálæg. Og þú getur sagt, að
það sé betra, að þú farir ein nú,
o gað börnin komi seinna, þegar
þau séu orðin stærri.
— Ég, ég get það ekki, svaraði
Dorothy hásum rómi. Þeir mundu
vita, að ég væri að ljúga. Og — þú
getur ekkj hringt til Jacks Forstead
heldur, því að ég klippti í sundur
símaþráðinn. Þú getur ekki náð til
neins. Ég gerði þetta fyrir einni
klukkustundu.
Hún sneri sér við og þær syst-
urnar horfðu hvor á aðra og þrátt
fyrir stormhvinurnar heyrðu þær,
að gengið va rþungum skrefum eft
ir malarbornum stígnum heim að
húsinu.
Trúlofunarhringir
Ciisrðóf éSofsson
Úrsmiður við Lækjartorg, sim)
10081
1
N
POLLOWINS THE BKILLIAtJT PLÍ.KES, 7R0PPE7 TO BRISHTEM
THE WOONLIT CR4TEI?, /AEN ANC EQUIPMEWT PILL THE AIR .
(Svifblysin lýsa upp umhverf- angri er einnig fleygt út í risa
ið og fallhlífaliðarnir kasta sér fallhlífum).
út úr vélunum. Alls konar far- Ito: Þarna lendir sá fyrsti.
Tarzan: Velkominn til Tarzan foringi. Yeats hershöfðingi bað
lands. mig um að sklla kveðju.
Hermaðurinn: Ég er Blake liðs
HÚSBYGGJENDUR
Leigjum skurðgröfur, tökum
/að okkur í tímaviv'iu eða á-
Ikvæðisvinnu allskonar gröft og)
ímokstur. — Uppl. i síma 14295)
íkl. 9-1 f.h. og frá kl. 7-11 á^
í kvöldin i síma 16493.
BíSakjör
Nýir bílar,
Commer Cope St.
8IFREIÐALEIGAN,
Bergþórugötu 12 Stmai 13661)
14475 og 16598
Hef kaupanrla að
lóðum Scoda
Station og einnig
'ð góðum 6 manna
imerískum bíl.
v/Miklatorg
Sími 2 3136
Eldhúsborð
kr. 990,00
PBgiigAW,..