Vísir - 09.07.1963, Blaðsíða 1
VISIR
53. árg. — Þriðjudagur 9. júlf 1963. — 154. tbl.
SíldarverksmiBja fyrirhug-
uð / Borguríirði eystra
Félag hefur verið stofnað til
þess að byggja og reisa síldar-
verksmiðju í Borgarfirði eystra.
Er skýrt frá stofnun félagsins í
síðasta Lögbirtingablaði. Heim-
ili félagsins er í Bakkagerðis-
þorpi £ Borgarfirði. Auk þess
ætlar félagið að reka síldarsölt-
MíSTI SOl TUNARDA CUR-
INNlDAC HORBANLAHDS
Saltað á ölluoi stöðvum
un og skyldan atvinnurekstur í
Bakkagerðisþorpi.
Stofnendur félagsins eru flest
ir framámenn kauptúnsins, auk
kaupfélagsins þar. Er hlutaféð
800 þús. kr. og er innborgað af
því kr. 550 þús. Framkvæmda-
stjóri og prókúruhafi er Þórður
Jónsson, Sigtúni.
I Borgarfirði hefur ekki verið
nein síldarverksmiðja, en miðin
liggja þar örskammt undan, sem
| kunnugt er. Reykvíkingar hafa
hins vegar rekið þar síldarsölt-
un.
► Algert járnbrautavekfall er
yfirvofandi í Bandaríkjunum n. k.
fimmtudag nema Kennedy grípi f
taumana og beiti Taft-Hartley
1 dag var mikil sfldveiði út af
Sléttu og er síldin nú nær landi
og heldur vestar en verið hefur.
Fyrsta stórsöltun sumarsins verð-
ur á Siglufirði f dag og saltað á
hverri stöð norðanlands vestan
Langaness. Fyrir austan var engin
veiði vegna norðaustanbrælu, 90
skip eru inni á Seyðisfirði og Loð-
mundarfjörður fuilur af norskum
skipum. AIls höfðu 56 skip með
samtals 35.250 mál og tunnur til-
kynnt veiði út af Sléttu til sfldar-
leitarinnar í morgun, þar af 30 skip
með 22.550 mál og tunnur til sfld-
arleitarinnar á Sigiufirði og 26 skip
með 12.700 mál og tunnur til síld-
arleitarinnar á Raufarhöfn.
Þessi skip dreifast á allar hafnir
norðanlands, vestan Langaness, og
fyrirsjáanlegt að dagurinn f dag
verður langmesti söltunardagurinn
á Norðurlandi það sem af er sumri.
; Sigurpáll, aflahæsta skip flotans,
] fékk langmestan afla í nótt, 2000
: tunnur, sem hann fer með til Ólafs-
fjarðar. Önnur ,skip ,sem fengu
1000 mál og þar yfir í nótt, eru
Baldur EA með 1100 tunnur, Víðir
Framh. á bls. 5
I
SYRA SKVETTIST
YFIR ÖKUMANN
Akureyri i morgun.
Síðastliðinn laugardag vildi það
óhapp til að hlaðin 8 tonna vöru-
flutningabifreið frá Egilsstöðum
valt í Vaðlaheiði. Tveir menn voru
í bílnum og sakaði hvorugan en
munaði þó mjóu að slys yrði er
vökvi úr sýrugeymi skvettist yfir
höfuð ökumannsins.
Óhapp þetta vildi til um há-
degisleytfð. Bifreiðin var á leið
austur og var stödd í vestanverðri
heiðinni. Mun hún hafa farið tæpt
út á vegbrúnina þvf að brúnin
brast undan þunga bílsins og bíln-
um hvolfdi. Sýrugeymir f bifreið-
inni losnaði og skvettist sýran yfir
höfuð ökumannsins, en hann brá
við hart og hlóp að næsta læk þar
sem hann þvoði sýruna af sér. Við
læknisskoðun á Akureyri skömmu
síðar taldi læknirinn bílstjórann
vera óskaddaðan af völdum sýr-
unnar. Hvorki bílstjórinn né piltur-
inn sem með honum var f bílnum
Óhagstæður vöru-
skiptujöfnuður
Hagstofa Islands hefur nú reikn-
að út vöruskiptajöfnuðinn fyrir
maímánuð. Reyndist hann vera ó-
hagstæður um 30.894 millj. króna.
í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn
óhagstæður f þessum mánuði um
19.382 millj. króna. Vöruskipta-
jöfnuðurinn fyrir tfmabilið jan. til
maf var óhagstæður alls um 72.535
millj. kr., en á sama tíma í fyrra
um 167.041 millj. króna.
! höfðu meiðzt við veltuna.
i Vörubifreiðin var með fullfermi
af matvælum. Var fengin aðstoð
frá Akureyri til að losa þau af
bílnum, rétta hann við og koma
upp á veginn að nýju. Gekk þetta
allt að óskum og var bíllinn lítt
eða ekki skemmdur. Hélt hann
þegar ferð sinni áfram austur.
10KID SKIPOIA SNINGU
HLUTA MIDB0R6A RINNA k
,Menntaskólahverfið" svonefnda
Undanfarið hefur verið unnið
af miklu kappi við að skipu-
leggja Miðbæinn f Reykjavík.
Hafa m. a. verið til þess kvadd-
ir erlendir sérfræðingar, prófess
or Bredsdorf og fleiri, en hinn
danski prófessor gerði ýtarleg-
ar skipulagstillögur um Miðbæ-
inn fyrir tveim árum. Hefur
hann dvalið hér í borg undan-
farið til viðræðna um skipu-
lagið.
MENNTASKÓLA-
HVERFIÐ.
Nú er lokið við að skipu-
leggja hluta miðborgarinnar,
þann byggingareit, sem takmark
ast af götunum Lækjargata,
Amtmannsstfgur, Þingholts-
stræti og Bókhlöðustígur. —
Skýrði skipulagsstjóri Reykja-
víkur, Aðalsteinn Richter, Vísi
frá því í morgun.
Hefur skipulag borgarinnar
gert ýtarlegan skipulagsupp-
drátt af þessu svæði og einnig
samið greinargerð um svæðið.
Líkan hefur einnig verið smíð-
að af þessu svæði eins og fyr-
irhugað er að það verði í fram-
tíðinni.
Lfkan þetta og uppdrátturinn
eru til sýnis almenningi í skrif-
stofu skipulagsstjóra Aðalsteins
Richters í skrifstofu hans f
Skúlatúni 2 til 9. ágúst n. k.
Gefst mönnum þar tækifæri til
þess að skoða hið nýja skipu-
Iag og koma á framfæri at-
hugasemdum sínum við það.
Eftir að athugasemdir hafa
borizt, tekur samvinnunefnd um
skipulagsmál þær til athugunar.
Þá gengur málið til borgarráðs
og skipulagsnefndar ríkisins og
verður síðan endanlega staðfest
af ráðherra.
í fyrra var Iokið við að skipu-
leggja svæðið á móti Þjóðleik-
húsinu, sem takmarkast af
F-amh. á bls. 5.