Vísir - 09.07.1963, Qupperneq 15
VISIR . Þriðjudagur 9. júlí 1963.
• .. wangH
J5
mn
dragi og þeir hlupu um með ópum
og ærslum. Hið fyrsta sem Blanche
veitti athygli var hve allt var ó-
hreint. Jafnvel á toltbúðinni var
málningin flögnuð af. Hér og þar
gat. að líta menn í einkennisbún-
ingi og nú bar þarna að skrautleg-
an amerískan bíl, með veifu kín-
verska aiþýðulýðveldisins unpi. Bíl-
stjórnin glés án afláts í flautuna
ti! þess að fólk viki til hliðar, en
enginn hafði hraðan á.
Petrov og Vronsky fylgdu kon-
unum og börnunum gegnum þröng-
ina. Petrov gekk fyrir, Vronsky aft-
astur. Petrov stefndi til tollbúðar-
innar, og er þangað kom föru þau
inn og um löng göng til skrif-
Stofu innst í bvggingunni. Fyrir
dyrum úti stóðu tveir her-
menn, vopnaðir, Petrov sagði
eitthvað við þá ,þeir viku til hlið-
ar, en hann barði að dyrum. And-
artaki síðar opnaði hann dyrnar
og ýtti hinum inn á undan sér.
Við skrifborðið, sem var þakið
alls konar skjölum, sat maður sem
bar það með sér, að hann var
valdamikill. Ógerlegt var að geta
sér neins til um aldur hans. Hör-
undið var gult og hrukkótt, ská-
sett augun virtust næstum lukt.
Hann var klæddur einkennisbún-
ingi og bar mörg heiðursmerki.
Ekki gat Blanche gert sér neina
grein fyrir hvers konar heiðurs-
merki þetta voru. Tveir ungir Kín-
verjar klæddir í nútíma föt sátu
yið langt borð úti við annan vegg-
inn, og ung kona í þröngu, svörtu
pilsi og hvítri blússu skrifaði á rit-
vél.
Mikilmennið við skrifborðið
fann greinilega mikið til sín. Hann
leit upp sem snöggvast og mælti
eitthvað við Petrov, og fannst
Blanche það urri líkast, en Petrov
lét dæluna gansa á máli, sem hún j
skildi í ekki orð í, en gerði að sjálf
sögðu ráð fyrir, að væri kínverska.
Athygli hins mikla manns beindist
nú að systrunum og Blanche roðn-
aði upp í hársrætur og hitaði í
andlitið, því að maðurinn horfði
þannig á hana. að henni fannst
hún standa nakin fyrir framan
hann.
— Að sjá þetta svín, hvíslaði
Dorothy.
— Uss, hvíslaði Blanche á móti
•í aðvörunar skyni.
Petrov og mikilmennið ræddust
við áfram. Svo sagði Kínverjinn
eitthvað í skipunartón við vélrit-
unarstúlkuna. Hún stóð á fætur
og gekk að skáp og dró út skúffu.
Greinilegt var, að hún leitaði ein-
hvers. Loks tök hún upp stórt
umslag og lagði það á borðið fyr-
ir framan hinn kínverska embætt-
ismann. Hann athugaði plöggin,
sem í umslaginu voru, og Blanche
til mikillar undrunar, fór hann að
mæla á afbakaðri ensku, enda
beindi hann orðum sínum að þeim
systrum. .
— Önnur ykkar er gift þessum
John Marsden, sem hefur fengið
landvistarleyfi hér?
— Já, ég, svaraði Dorothy.
— Og eru þetta hans börn?
— Já.
— En hver er svo þessi kona?
Btanche tók til máls, varð fyrri
til en Dorothy að svara.
— Frú Marsden er systir mín,
sagði hún, og ég var beðin að fara
með henni til þess að annast börn-
in. Hún er ekki heilsuhraust og
stundum er of mikið á hana lagt
með því að annast þau. En við
höfðum ekki búizt við að koma
hingað, — við bjuggumst sannast
að segja við, að Moskva væri
ákvörðunarstaður okkar.
Kínverjinn svaraði henni ekki,
en fór aftur að tala við Petrov.
Það var löng viðræða og Blanche'
leit í kringum sig eftir stól, en
engir stólar voru þar handa öðr-
um en starfsfólkinu, og hún efað-
ist um, að þær hefðu fengið leyfi
til að setjast, ef þarna hefði verið
nokkurt sæti. En hún var þreytt
og lasin, verkjaði í höfuðið, og
Iangaði helzt til að setjast á gólfið.
Loks greip Kínverjinn stiippil .og!
stimplaði plagg og sagði svo:
— Þið fáið leyfi til þess að búa
með þessum Englending, en þið
verðið að koma hingað einu sinni
í mánuði. Það var búizt við konu
hans oa hörnunum, en ekki yður.
Hann kinnkaði kolli til Blanche
— En þér fáið að fara með
systur yðar og börnunum, þar sem
Petrov ofursti hefur tekið á sig alla
ábvrgð. Þið getið farið.
Voru þau nú leidd út og var
Blanche allmiöa undrandi. Petrov
skinaði Vronsky að ná í vagn.
— Mánaðarlega, sagði Dorothy
skerandi röddu. Hann sagði að við
vrðum að koma þarna í hverjum
mánuði. Við eieum þó væntanlega
ekki að vera hér lengi? Maðurinn
minn fer væntanlega bráðlega aft-
ur til Rússlands og við með hon-
um — eða hvað?
— Um það get ég ekkert sagt,
frú. Það eru yfirboðarar hans f
Moskvu sem ráða því. Ég ráðlegg
yður að vera ekki að hugsa um
betta núna og reyna, eins og sakir
standa, að gera sem bezt úr öliu.
Blanche bar fram spurningu, áð-
ur en Dorothy gat svarað Petrov.
•— Hann kallaði yður Petrov of-
ursta?
Hann yppti öxlum.
— Það er það, sem ég er.
— Það hafði ég ekki hugmynd
um. Ég — hvaða starfa hafið þér
hér? Af hverju voruð þér látnir
fylgja okkur?
Það vottaði fyrir háðblandinni
glettni í bláu augunum hans.
— Þér búizt nú varla við, að
ég svari slíkum spurningum, fé-
lagi Blanche?
— Kallið mig ekki fclaga, ég er
ekki neinn kommúnisti, sagði hún
stutt í spuna, en áttaði sig þegar
á, að hún hafði talað af sér, og
greip íyrir munn sér. Hvað mundi
Petrov ofursti nú gera, þegar hann
hafði komizt að raun um, að hún
hafði enga samúð með hinum
kommúnisku landsmönnum hans?
Mundi hann kalla á lögregluna? En
glettnin hvarf ekki úr augum hans
og veikt bros fór að leika um
varir hans-.
— Þér viljið kannski heldur,
að ég titli yður ,,Miss“? Ég held, að
ég ráði yður heilt, er ég segi, að
hyggilegast sé að fylgja landssið-
um hér og í Rússlandi. Ef þér hugs
ið yður um, munuð þér sjá, að það
er skynsamlegast. Það er ég sann-
færður um. I yðar Iandi mun vera
orðtak, að „haga sér eins og Róm-
verjar, þegar maður er í Róma-
JjflggtU I Ll LH
Skipherrann bað mig um að
spyrja hvort þér vilduð ekki
borða miðdegisverð með honum.
Henni tókst að knýja fram hlát-
ur.
— Og í hinu kommúnistíska Kína
eins og Kínverjar. Hún vildi fyrir
hvern mun koma í veg fyrir að
hann sæi hve hrædd hún var og
kvíðafull um framtíðina.
Vronsky kom til baka. Honum
hafði tekizt að ná í leiguvagn, en
vagninn var hálfgert skrifli. Dor-
othy leit út eins og hún væri
að gráti komin og Elaine fór að
skæla, en Blanche tókst að sefa
hana á leiðinni inn í borgina. Bíl-
stjórinn var gamall og tannlaus.
Blanche leit í kringum sig og sá,
að vagnar (rickshaw), dregnir af
mönnum, voru enn í notkun, en
marga bíla gat einnig að líta í um-
ferðinni og kínverskir lögreglu-
menn fóru ferða sinna á bifhjólum.
Einnig gat að líta betlara, einkum
á götuhornum, með framréttar
hendur. Petrov sagði Blanche, að
um þetta leyti árs streymdu betl-
arar til borgarinnar, og enn fleiri
vanalega, vegna hungursneyðar
norður frá. Þar hefði verið mikið
um flóð, fólk hefði flosnað upp og
heilar fjölskyldur drægju fram lífið
á betli. Yfirvöldin gerðu það sem
í þeirra valdi stæði, en þetta væri
stórkostlegt vandamál. Þegar
flæddi yfir heila Iandshluta, væri
neyðin slík, að ekki yrði með orð-
um lýst.
Ekið hafði verið beint frá fljóts-
bakkanum inn í borgina og nú
var komið inn í þann borgarhlut-
ann, sem mest var um hús í nú-
tímastíl í. En víða gat enn að líta
rústir eftir sprengju árásir og rúst-
irnar gnæfðu við himin sem þögul,
ógnvekjandi minnismerki.
Staðar var numið fyrir utan
gistihús og Petrov sagði þeim að
stíga út úr vagninum.
— Þetta er Játvarðs VII breið
gata, sagði hann — og gistihúsið
hérna er eitt hið kunnasta í borg-
inni. Það eru aðallega Evrópumenn,
sem búa hér — eða réttara sagt,
mátega' eingöngu Evrópumenn
bjuggn hér áður fyrr, er þeir
komu hingað í stríðum straumum,
en nú eru aðrir tímar. Og sjálfsagt
er þjónusta ekki hin sama og þá.
Samt held ég, að það muni fara
mæta vel um ykkur hér.
Blanche fannst, að það væri eins
með þessa byggingu sem aðrar, er
hún hafði virt fyrir sér, að það
veitti ekki af að mála hana, en
henni lék nú nokkur forvitni á að
sjá hvernig allt liti út innanhúss.
Og strax er inn í anddyrið kom sá
hún, að margt bar merki fyrri
glæsileika, en húsgögnin litlu ekki
vel út og það var einhver van-
hirðunnar og óhreinl«ikans blær á
öllu.
Petrov gekk að afgreiðsluborðinu
og fór að tala við kínverskan
starfsmann gistihússins og varð sú
samræða alllöng, og tók skrifstofu-
stúlkan, sem þarna var einnig
nokkurn þátt f henni. Og loks kom
Petrov aftur til kvennanna tveggja
og tvíburanna.
1
k
Meðal fyrstu herflokkanna,
sem koma til Tarzanlands, er
hópur af Navajoindíánum undir
stjórn Joe Wildcats, sem er
kafteinn í leyniþjónustu hers-
ins. Ég vildi gjarnan kynna
menn mína, segir Joe. Þetta er
lautinant Eagel Eye (Arnarauga)
lautinant Running Wind (Hlaup
andi vindur), þetta er High
Cloud liðþjálfi (Háa ský) og Big
Hawk liðþjálfi (Stóri Haukur),
Scorpion liðþjálfi (Sporðdreki),
svo eru Night Owl (Náttuglan),
Wild. Horse (Villihestur) og
Yankovitz. Er Yankovitz Indf-
áni? spyr Tarzan undrandi. Hálf
ur Indíáni, svarar Blake. Hann
er talstöðvarmaður flokksins.
Ég ætla að hækka hann í tign,
þegar þessu er lokið.
HÚSBYGGJENDUR
Leigjum skurðgröfur, tökumi
/aS okkur f tímavinnu eða á-/
Jkvæðisvinnu allskonar gröft og;
tmokstur. — Uppl. í síma 14295')
íid. 9-1 f.h. og frá kl. 7-11
(kvöidin f sima 16493.
Bílakjör
Nýir bílar,
Commer Cope St.
8IFREIÐALEIGAN,
Bergþórugötu 12. Slmar 13660,
34475 og 36598.
Seljum í dag Mers-
edes Benz 220 ’55
kr. 80 þús. Stað-
greiðsla.
RAUÐARÁ
SKÍJLAGATA 55 — SÍMI15812
v/Miklatorg
Sími 2 3136
Eldhúsborð
kr. 990,00
13 332
BSLJ