Vísir


Vísir - 12.07.1963, Qupperneq 8

Vísir - 12.07.1963, Qupperneq 8
B V í S IR . Laugardagur 13. júlí 1963. VISIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 Iausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). ^potsm'ðja ^íeís. — Edda h.f. Vibsjár með vinum! Fregnirnar um ósamkomulag Kínverja og Rússa vekja mikla athygli um heim allan. Ráðstefnan, sem nú stendur yfir í Moskvu, hefur verið söguleg og marg- ar hnútur farið á milli. Þeir kínversku tóku einu sinni þá trú, að Stalin gamli væri óskeikull, og í þeirra aug- um er því enn allt gott, sem hann gerði. Þeir vilja ekki kasta þessum átrúnaði, þótt Rússar sjálfir hafi fordæmt foringjann dauðan og sent út nýja „línu“! Þannig lítur þetta a. m. k. út á yfirborðinu, en sú skoðun er til, að ágreiningurinn sé miklu alvarlegri og diúpstæðari. Kynni ekki að vera að Rússar sjái fram ! það, að Kína geti orðið erfiður nágranni, ef það fær t olmagn til að beita hörku? Og er ekki hugsanlegt að n' ssneskir stjórnmálamenn vilji nú orðið fara sér hæg- ar en áður í aðstoð við Kínverja á tækni- og hernaðar- sviðinu? Sá dagur gæti komið, að hagsmunir Rússa í Asíu yrðu í nokkurri hættu af veldi Kínverja, því ekki vantar þá fólkið til að tefla fram, ef þeir geta eign- 'ozt tækin, sem með þarf. Því er haldið fram af báðum aðilum, að ágreining- v.rinn sé um kenningarnar — og svo er látið heita, að sendinefnd Kínverja hafi komið til Moskvu til þess að halda ráðstefnu með sérfræðingum í kenningum Marx og Lenins, ef takast mætti að ná samkomulagi um túlkun, sem báðir gætu sætt sig við. Þjóðviljinn hefur upplýst, að litlar líkur séu fyrir samkomulagi og sáttum. Hann má gerst um þetta vita allra íslenzkra blaða, því að hann hefur beztu fréttasamböndin við löndin austan jámtjalds. Ráðamenn kommúnista hér tóku á sínum tíma auðmjúkir við hinni nýju línu um fordæmingu á Stalin — meira að segja skáldið úr Kötl- um, sem hafði lofsungið hann mest, hreyfði ekki and- mælum opinberlega! Þó telja kunnugir, að gömlu Stal- inistarnir við Þjóðviljann, „uppþornuðu og elliæru gamalmennin“, sem Amór Hannibalsson nefndi svo í bréfinu fræga til Sigfúsar Daðasonar, „ritdraugamir, sem eru fyrir löngu stirðnaðir á helvegum Stalins“, mundu kunna því vel, ef Kínverjar fengju sigur í þess- ai deilu. Það skiptir raunar litlu máli, hvað íslenzku komm- únistapeðin vilja í þessu efni, en það verður eigi að síður gaman að sjá, hvernig þau dansa, eftir því hvem- ig kippt er í spottann. Þau verða auðvitað með þeim slerkari — þeim, sem línunni ræður — og á því leikur varla vafi, að það verða Rússar. Kínverjar hafa enn sem komið er ekki bolmagn til að gefa „línu“, sem gildir. En þetta eru athyglisverðar fréttir fyrir þá sök, að meðan Rússar og Kínverjar em að bítast, er nokkur von til þess, að lýðræðisþjóðirnar fái frið til þess að t eysta varnir sínar gegn kommúnismanum. „Vér bros- um“, var einu sinni sagt! Ben Bella á harðnandi mótspyrnu að mæta Það er gamalt orðtak, að „byltingln verði börnum sínum að bráð“, og minnir erlent blað á það nú, er nýafstaðið er fyrsta ársafmæli sjálfstæðis Alsirs, og birtir jafnframt mynd þá, sem fylgir þessari grein, en hún var tekin á flugvellinum í Alsír 22. október 1956, eftir að Frakkar höfðu neytt flugvél þeirra til lendingar. Frá vinstri talið eru á mynd- inni: Mústafa Lacheraf, sem af tilviljun var farþegi, en ekkert viðriðinn forustuna í frelsisbar- áttunni, Moustafa Boudiaf, þá- verandi varaforsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, nú í fangelsi samkvæmt fyrirskipun Ben Bella, þar næst Ait Hahmed (Hocine), ráðherra án umráða yf ir stjórnardeild, en hann lýsti yfir, á sjálfstæðisafmælinu, að hann mundi vinna gegn „ein- ræði Ben Bella“, Mohammed Khider, ráðherra' og forstöðu- maður stjórnmálaráðsins, en Ben Bella setti hann af í apríl s.l. — og loks Ben Bella lengst til hægri. Abdel Hafid Boussuf, sem sein ustu mánuði frelsisbaráttunnar, var talinn einn af þremur fremstu mönnum hreyfingarinn- ar, er nú stöðugt á ferðalagi í ýmsum erindum fyrir rlkis- stjórnina. Forstöðumaður fyrstu tveggja bráðabirgðastjórna Ferrhas Abbas, er forseti þings- ins, og reynir að vinna f anda frjálsræðis og lýðræðis og gegn vaxandi socialisma. En Ben Bella hefir séð um, að Mo- hammed Khider sé á stöðugum ferðalögum ýmissa erinda, eins og Boussuf — en ekkert bendir til ,að hann áformi að komast til valda og áhrifa á ný. Sama máli kvað gegna um Ben Khedda, sem nú er talinn þrot- inn að stjórnmálalegum metn- aði, og hans æðsta hugsun að stofna apótek. Og Belkacem Krin, hii..i herskái skæruliða- foringi, er þögull. Það er ljóst, að margir sem framarlega stóðu í frelsisbarátt- unni í Alsír hafa orðið að bæla niður metnað sinn, auk þess sem ágreiningur hefir verið um mörg viðfangsefni torveld úr- lausnar, og um þau deildar mein ingar. Þar til heyra fyrst og fremst efnahags- og félagsmál landsins. Og hve mikla áherzlu skal leggja á samstarfið við Frakkland. Það er enginn vafi, að Ben Bella á harðnandi mótspymu að mæta, en hann hefir herinn með sér. Fæsta fyrri samherja þarf hann kannski að ótt- ast svo mjög þar sem þeir ým- ist gegna ekki forustuhlutverk- um lengur eða eru hafðir þar, sem Ben Bella þarf ekki að ótt- ast þá, en að honum steðja þó hættur vegna mótspyrnu eins þeirra, og af vaxandi óánægju almennings, — frá tugþúsund- um manna, sem börðust I frels- isstríðinu, ekkna og munaðar- leysingja. — Boudiaf, sem nú situr í einhverju fangelsi, skrif- aði grein um þetta fólk, fyrir handtöku sína. Hann sagði, að það hefði ekki fengið þá hjálp, sem það þyrfti, og yrði oft að ÁRBÆ Árbæjarsafnið hefur nú verið opið nokkuð á þriðju viku og er sýnt að aðsókn ætlar ekki að vera minni en í fyrra, sennilega nokkru meiri. Fjöldi gesta er þegar nálægt þremur þúsundum. Eru útlendir ferðamenn I áber- andj meirihluta á virkum dög- um, en bæjarmenn um helgar. Safnið var opnað sunnudaginn 23. júní. Var ætlunin að hafa hina árlegu Jónsmessuvöku um kvöldið, en hún fórst fyrir vegna veðurs. Væntanlega verð ur hægt að hafa kvöldvöku í Árbæ eitthvert góðviðriskvöld sunnudags á næstunni með þeim skemmtiatriðum, sem niður féllu að því sinni: hornaleik, gömlu dönsunum og brennu, en mikill bálköstur er hlaðinn á túninu. Líkt og í fyrra verður í sumar reynt að hafa glímu- og þjóð- fara langar leiðir eftir matar- bita. Boudiaf hafði lýst yfir, að hann myndi ekki berjast við . Ben Bella, en slik hefir þróunin verið, að handtaka hans kann að verða neistinn, sem kveikir í ■ mönnum eldlegan áhuga til bar- 1 áttu. Og f reyndinni hefir Ait ! Ahmed, þingmaður frá Kabiliu, j dregið „fána uppreistarinnar" , gegn stjórninni að hún“, en . eins og Boudiaf var hann for- sprakki og samherji Ben Bella í frelsisbaráttunni — og sat . með honum í frönsku fangelsi, | — en frá því haustið 1962 j hefir Ait Ahmed verið forustu- ; maður „löglegrar stjórnarand- , stöðu“ á þingi. Hann gagnrýndi ■ þar harðlega handtöku Bou- diafs. En nú er hann heima i Kabiliu og hefir fyrstur hinna gömlu byltingarforsprakka hvatt til „baráttu í allra augsýn gegn lögreglustjórn og fals- socialisma Ben Bella“. i dag dansasýningu á danspallinum a útivistarsvæðinu þegar veður leyfir á laugardögum. Fyrsta glímusýningin verður I dag laugardag kl. 3,30 og sýnir sveit úr glímufélaginu Ármarm fangbrögð og hráskinnsleik. — Strætisvagnar ganga beint frá Lækjartorgi kl. 2, 3 og 4, en ferð ir I bæinn verða kl. 4,15, 4,30, og 6,30. Eins og aðra daga, þeg ar safnið er opið, verða kaffi- veitingar I Dillonshúsi. Sex menn meiddust í kynþáttaóeirðum f Cambridge í Suðurríkjunum á fimmtudag og í Savannah voru 100 menn handteknir. Á báðum stöðunum lenti hvítum mönnum og blökk- um saman. Glímusýning að

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.