Vísir - 12.07.1963, Qupperneq 10
10
rs
V í SIR . Laugardagur 13. júlí 1963.
í BÚASTRÍÐI -
Frh. af bls. 9:
um hans. Ég var æðri vera —
almáttugur. Hann tiibað mig.
Maurar og engi-
sprettur voru
hátíðarrétturinn.
Þar kom í þessum leiðangri
að við hittum fyrir 300—400
manna sveit sem gættu geysi
mikillar nautgripahiarðar. Þetta
voru negrar, vopnaðir spjótum
og kylfum og tóku okkur mjög
óvinsamlega. Þóttumst við sjá
að þeir myndu ætla að láta tii
skarar skríða gegn okkur enda
vígstaðan ójöfn. Búinn — túlk-
urinn minn — varð ofsahrædd-
ur og vildi strax leggja á flótta.
Þá munaði litlu að ég missti
stjórn á skapi mínu, því svo
reiður varð ég við Búann. Hann
túlkaði þó fyrir mig við þá að
myndi skjóta þá niður hvern af
öðrum ef þeir sýndu minnsta
mótþróa. Mér var það alvara.
Enda dugði þessi hótun. Þeir
breyttust á sömu stund, og í
stað þess að vera ögrandi urðu
þeir vinsamlegir í okkar garð,
og héldu okkur stórkostlega
veizlu — á þeirra visu.
— Hvað var á borðum hjá
þeim?
— Aðaluppistaðan í máltíð-
inni og það sem þeim fannst
sjálfum mesta hnossgætið voru
hráar engisprettur og maurar.
Á hvorugu hafði ég lyst. Það
eina sem ég kom niður af
veizlumat þeirra var geitamjólk
og kál.
Ógeðslegt vatnsfall.
Hjá þessum svertingjahóp
fékk ég þær upplýsingar sem
þurfti og mér var ætlað að fá.
Úr þessu gat ég snúið til baka.
— Gekk heimferðin slysa-
Iaust?
—• Já — fyrir utan sultinn.
Leið okkar lá um sléttu og
eftir sléttunni vall fram á —
mikið vatnsfall og eitt hið ó-
geðslegasta sem hugsazt getur.
Það moraði af krókódílum og
öðrum stórhættulegum kvik-
indum. Það gat orðið bani
manns að koma nálægt árbakk-
anum hvað þá að fara út í ána
sjálfa. Ekki fátítt, var mér sagt,
að krókódílarnir skriðu á land
og bútuðu sundur fólk með hár-
hvössum tönnunum, eða drægju
það í kjaftinum út í ána. Ó-
geðslegt vatnsfall.
Á þessum slóðum hitti ég
fyrir tvo enska landkönnuði,
sem voru í koparleit, enda hafa
fundizt þarna einhverjar beztu
koparnámur í heimi. Að öðru
leyti bar ekkert til tíðinda. Við
vorum allir aðframkomnir þeg-
ar við komum til herbúðanna
aftur, enda höfðum við verið
matarlausir í marga daga. Ég
lagðist veikur í malaríu strax á
eftir og var lagður inn í sjúkra-
hús. Það voru síðustu dagarnir
í herþjónustunni og þegar ég
kom á fætur aftur fékk ég mig
lausan og sigldi til Ameríku á
nýjan leik. Þar hef ég átt héima
síðan.
Ætt og fjölskylda.
— Vegna þess hve við íslend-
ingar erum hneigðir fyrir ætt-
fræði og ættfærslu langar mig
til að vita eitthvað um ætt þína
og fjölskyldu þína.
Foreldrar mínir hétu Jón
Guðmúndúr fra ' BITdhóll pg-
Kristfn Þórðardóttir. Þau bjuggú"
siðast á Stóra-Skógr í/Miðdöl-
um, enda þótt þau byggju víðar
eins og t. d. á Arnhúsum, þar
sem ég fæddist. Mér hafa fróð-
ir menn tjáð að faöir minn sé
kominn í beinan karllegg frá
Bauka-Jóni og þaðan er ættin
rakin áfram til Egils Skalla-
grímssonar.
Bróður átti ég, Stefán B. Jóns
son tæknifræðing, sem kunnur
var jafnt vestan hafs sem hér
heima bæði fyrir tæknilegar
uppfinningar og ritstörf. Hann
skrifaði mikið um tæknimál og
gaf út blöð og tímarit um þau
efni.
Kona mín Þóra Ásmunds-
dóttir ættuð úr Reykjavík, flutt
ist 12 ára vestur um haf. Hún
er enn á lífi. Við eignuðumst
7 börn, 5 syni og tvær dætur.
Kunnastur sona minna er Her-
bert Skúli Johnson, en hann
fann ekki alls fyrir löngu upp
tæki til að bræða málm úr
grjóti. Með því er hægt að
hita gas upp í 3000 stiga hita.
Tækið var sýnt á heimssýning-
unni f Seattle í fyrra og vakti
þá mikia athygli. Þ. Jós.
ilfmæl’srsibb —
Framhald af bls. 4
húsa í framtíðinni. Þó er aðeins
neðsta hæð af hluta þess að
verða fullgerð. Þar verður bóka-
safni bæjarins búinn framtíðar-
staður. Bókasafnið stækkar ört
og á mjög mikið af verðmætum
og fágætum bókum, og er mik-
ið notað af bæjarbúum.
Stórt sjúkrahús er í byggingu
og verður það um 7000 rúm-
metrar að stærð. Þar verður
heilsuvemdarstöð, slysavarð-
stofa, fullkomin skurðstofa auk
sjúkrarúma. Hafa kvenfélög bæj
arins og fleiri aðilar veitt þessu
máli mjög mikinn fjárhagslegan
stuðning og ber þeim ærin þökk
fyrir. Gamla sjúkrahúsið er nú
S'fértúgsáldri ög er örðið álger-
Iéga ófullnægjandi.
Keyptur hefur verið og end-
urbættur stór og glæsilegur em-
bættisbústaður fyrir héraðs-
lækni staðarins, í samráði við
yfirstjórn heilbrigðismála.
íþróttamálin eiga hug Sigl-
□□□□□□□□□□□□□□□□□□D□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□!
□
.’J
□
□
□
□
S E L J U M
Harpaðan ofaníburð
í Fífuhvammi. Ennfremur gott fyllingarefni. Opið frá kl. 7.30 f. h. til
18.30 e. h. alla virka daga nema laugardaga.
VÉLTÆKNI HF.
Safamýri 26
Sími 38008.
□
□
□
□
□
□
□
□
a
a
a
□
□
□
□
n tj
^□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□iQQQQaaaDDDDDDDaaQaaaaagQaQaQaDDDait
»
★ ' Rauðu bókinni, leyniskýrslum SlA, segja komm-
únistar frá hinni hörðu vaidabaráttu, sem stöðugt geis-
ar innan flokks þeirra.
■k 1 Rauðu bókinni, ieyniskýrslum SÍA, Iýsa komm-
únistar ástandinu í kommúnistaríkjunum þeim þjóð-
félagsbáttum, sem þeir vilja koma á hér á landi.
in Aðeins hluti skýrslnanna hefur áður birzt.
★ Nákvæm nafnaskrá fylgir bókinni.
-> Lesið Riuðu bókina, og þér munuð skilja, hvers
vegna Einar Olgeirsson krafðist þess að leyniskýrsl-
urnar yrðu brenndar.
•k Rauða bókin er 275 bls.. en kostar aðeins 92.70 kr
Bókin fæst hjá bóksölum um land allt.
firðinga og siglfirzkir íþrótta-
menn hafa borið hróður stað-
arins víða. íþróttavöllur er í
miðbænum, en fyrirhuguð er
bygging íþróttasvæðis sunnan
við bæinn, fyrir enda Hafnar-
götu og Laugarvegar. Stutt hef-
ur verið að framgangi skíða-
íþróttarinnar á ýmsan hátt.
Eins og sjá má af þessari
upptalningu, eru verkefnin geysi
mikil og margvísleg fyrir bæ,
sem ekki er fjölmennari en
Siglufjörður, en verður þó að
fylgjast með kröfum tímans.
Mjög margt er enn ótalið af
framkvæmdum, sem bærinn er
ýmist beinn eða óbeinn aðili að,
s. s. byggingu verkamannabú-
staða, húsabyggingar, búrekstur
og ræktunarframkvæmdir á
Hólsbúinu, barnaleikvellir skipu
lag og fegrun bæjarins, gatna-
gerð úr varanlegu efni, og ótal
margt fleira. Er þá ótalinn þátt-
ur ýmissa fyrirtækja og einstakl
inga í atvinnulífi bæjarins og
aukningu þess.
Samgöngumálin eru eitt af
málum málanna, og hefur nú
fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar
verið tryggð farsæl lausn þeirra
mála. Má í þessu sambandi
nefna, að ríkisstjórnin í heild
hefur sýnt Siglufirði sérstakan
velvilja og skilning í öllum mál-
um, sem leitað hefur verið til
hennar með um stuðning og
fyrirgreiðslu. Ber í því sambandi
sérstaklega að nefna fjármála-
ráðherrann, Gunnar Thoroddsen.
★
Siglfirðingar eru dugnaðar-
fólk, sem vinnur hörðum hönd-
um til þess að try^gja farsæla
framtíð byggðarlagsins. Þeir
vona allir að gæfan verði Siglu-
firði hliðholl og áfram megi
haldast árgæzka og að vegur-
inn til viðreisnar og velmegunar
verði greiðfær um alla framtíð.
★
Tíminn er naumur. Annirnar
kalla að. Lokið er úr kaffiboll-
unum og vindillinn reyktur.
Baldur er búinn að ákveða för
að Skeiðsfossvirkjun þetta
kvöld, en þessa dagana fer
fram margs konar viðhalds-
vinna þar. Við þökkum Baldri
fyrir spjallið, tökum jafnframt
af honum loforð um meiri frétt-
ir síðar, en í sömu andránni
minnumst við þess, að Baldur
var um allmörg ár fréttaritari
Vísis á Siglufirði, en er nú frétta
ritari útvarpsins þar á staðn-
um.
★
JJaldur Eiríksson er fimmtugur
á morgun, 14. júlí, og er
þetta afmælisrabb í tilefni þess.
Vinir hans og kunningjar á
Siglufirði og annarsstaðar á
landinu senda honum og heim-
ili hans innilegar kveðjur og
árnaðaróskir á þessum merku
tímamótum og þakka honum
margvísleg og fjölþætt störf.
Þeir hylla hinn háttprúða og
drenglynda mann og óska þess,
að honum megi auðnast að
sinna sinum áhuga- og hugðar-
efnum um langa lífdf’.ga
prcntsmiöja & gúinmístih.v
Einholti Z - Sími 20960
□
□
□
□
a
□
a
□
□
□
□
n
.Oú-UR SICU^J
mO'
SELUR
%
|Volvo 444 ’55 kr. 75 þús.|
□útb. Volvo 544 ’61 150o
“þús. útb. Mercedes Benzg
h’54 samkomul. VW ’63|
|nýr. bíll, vill skipta á|
|Opel Caravan ’62. g
Opel Record ’58, selst |
gegn góðu fasteigna- p
j^tryggðu bréfi til tveggja|
fára. Scoda Combi ’63, 1
keyrður 2000 km, kr. 125§
bús.
bill.
VW ’62, fallegur
□
□
□
□
Plymouth ’58, selst|
B„-0- vel tryggðu fast- °
grignabréfi. Bifreiðasýn- °
C. - J E
cng i dag. n
|prínz ’62, keyrður 7 þús.g
□Samkomulag. VW ’63. I
□ D
□Gjörið svo vel og skoðiðn
|bílana. |
□ □
G
El
C
□
□
BIFREIÐASALAN
BORGARTÚNI 1
□
□
□
□
□
□
gSímar 18085 og 19615. g
Cl □
E3 D
□ □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□'
LAUGAVE6I 90-02
Mersedes Benz ’55 — 220
einkabifreið til sýnis og
sölu í dag.
► Komið og skoðið
16 min filnmleiga
K vikmyndavéla viðgerðir
Skuggamyndavélar
Flestar gerðir sýningarlampa
Odýr sýningartjöld
Filmulím og fl.
Ljósmyndavörur
Filmur
Framköllun og kópering
Ferðatæki (Transistor)
FILMUR OG VÉLAR
Freyjugötu 15 •
ími 2023S