Vísir


Vísir - 17.07.1963, Qupperneq 4

Vísir - 17.07.1963, Qupperneq 4
V í S I R . Miðvikudagur 17. júií 1963, r 4 Lagarfoss, fánum skrýddur í glampandi sól. Myndin er tekin í Reykjavíkurhöfn af Ijósm. Vísis, Braga Guðmundssyni. A skemmtisiglingu Á s. 1. sumri átti ég völ á siglingu með einhverju af skip- um Eimskipafélags íslands. Ég vissi, að hér hafði gefizt óvenju lega gott tækifæri, sem vert væri að notfæra sér vel. Eftir að hafa litið á áætlanir skipa- félagsins, var ég ekki í minnsta vafa um hvaða Ieið ég myndi velja: Siglingu til nokkurra Eystrasaltshafna, en hápunktur hennar var viðdvöl í Leningrad. Mér var ekki mögulegt að fara fyrr en seinni hluta sumars, og þá vildi einnig svo heppilega til, að Lagarfoss átti einmitt að sigla þessa leið. Ákveðið var að þiggja boð Eimskipafélagsins að fara þessa ferð með skipinu. Eftir að þetta varð fastmælum bundið byrjaði ég að heyra utan að mér ummæli manna, sem annað hvort höfðu verið far- þegar með skipinu eða starfað um borð í því. Voru ræður þeirra allar á einn veg, mjög lofsamlegar í garð skips og skipsstjórnar. Sumir gengu jafn- vel svo langt að segja, að það væri skemmtilegra að sigla með Lagarfossi en Gullfossi. Gullfoss h'ktist meira fljótandi skemmti- stað, sagði fðlk, en samband fólks á Lagarfossi væri persónu legra og þar af leiðandi skemmti legra. Veizlumatur á borðum, samræður fjörugar, klefar rúm- betri en á Gullfossi og allt I þeim dúr. Fannst mér stundum verða lítið úr glæsilegasta skipi fslenzka kaupskipaflotans. At- hugasemdirnar voru þó alls ekki meintar á þann veg, þegar betur var að gáð. En augljóst var, að Lagarfoss hafði skapað sér sér- staka tryggð þeirra, sem með honum höfðu siglt. Ég og kona mín, sem einnig var með í ferðinni, vorum undir það búin að verða fyrir tals- verðum vonbrigðum eftir allt lof ið sem borið hafði verið á skip og skipstjórn, en við vildum gjarnan í tilhlökkun okkar leggja fullan trúnað á. Við komum síðla kvölds um borð í skipið í Keflavík. Auðvitað var gengið stytztu leið til klefans. Og viti menn. Hann • var raunverulega stærri og vistlegri en við höfðum búizt við. Á borði var ávaxtaskál og vingjarnleg sending af hinu sér- staka tilefni ferðarinnar frá hin- um nýskipaða framkvæmda- stjóra, Óttari Möller, rauðar rós ir og franskt kampavín. Það gat ekki betra og s'kemmtilegra ver ið. Þjónustuliðið lýsti sig reiðu- búið að aðstoða í hvívetna og sýndi elskulegri lipurð og dugn- að en maður hafði vanizt í glæst ari sölum. Daginn eftir kynnt- umst við morgunverðarborðinu með eggjum, svínafleski, ávaxta. safa, grapealdinum, ostum og ýmsum brauðtegundum, auk margs annars. Og hádegisverð- urinn reyndist vera steiktar end- ur ásamt tveimur öðrum réttum. Skipstjóranum, Birgi Thorodd- sen, tókst þegar að halda uppi fjörugum samræðum milli far- þeganna, sem annars þekktust ekki allir enn sem komið var. Okkur varð æ betur ljóst, að það sem okkur hafði verið sagt um siglingu á Lagarfossi, var ekki nema það sem satt var. Við komumst einnig að raun um, að við vorum ekki ein um þessa ánægjulegu uppgötvun. Farþeg- ar voru undantekningarlaust á sama máli. Enda þótt ég hefði áður kom- ið á nær allar hafnir landsins oftar en einu sinni, var ferðin meðfram ströndinni og inn á helztu hafnirnar jafnskemmtileg og fróðleg og væri hún farin í fyrsta sinn. Alltaf er eitthvað nýtt að sjá. Birgir Thoroddsen yfirgaf Lag arfoss á Eskifirði og við skip- stjóm tók Ásgeir Sigurðsson, fyrsti stýrimaður hans. Með Ás- geiri var Inga kona hans. Far- þegum hafði nú fækkað, svo að við urðum aðeins sex talsins, sem lögðum frá íslandi. Annars hafði farþegarýmið verið full- skipað í hinum ferðum sumars- ins. Nú var tekið að líða að hausti, en þá fækkar þeim, sem vilja leggja upp í lengri sjóferð- ir. Hinir farþegarnir voru Marta og Magnús Magnússon, sím- stjóri í Vestmannaeyjum og Bergþóra og Lárus Ársælsson, útgerðarmaður, einnig frá Vest- mannaeyjum. Konur nokkurra skipsmanna voru einnig með í ferðinni. Auk skipstjórans og konu hans kynntumst , við einkum Mágnúsi Sigurðssyni, 3. stýri- manni og Björgu konu hans. 'Mér er óhætt að fullyrða, að far þegar og skipsmenn hafi haldið hópinn til ánægju fyrir alla. Skipsmenn höfðu stundum á orði, að við værum ekki heppn- ustu farþegarnir, hafnirnar væru ekki allar spennandi. Persónu- lega snerti það mig ekki hið minnsta, að hætt var við að sigla til Hamborgar, og að við- staðan í Kaupmannahöfn var ekki nema nokkrar klukkustund ir. Leningrad í Rússlandi og Aabo í Finnlandi voru stærstu borgirnar, sem við gátum skoð- að verulega. Aðrar hafnir voru smærri bæir, Kalmar í Svíþjóð, Vaasa, Jacobsstad og Kotka i Finnlandi og Ventsspils í Lett- landi. Það er auðveldara að kynnast smábæjunum en stór- borgunum. Kynnin af smábæj- unum verða að mörgu leyti per sónulegri og hlýlegri en jafn- löng kynni af stórborginni. Það skptir miklu máli. Heimsóknin til Sovétríkjanna var megintilgangur þessarar ferð ar okkar og er sérstakur kapí- tuli, sem ég leitaðist við að gera grein fyrir hér f Vísi stuttu eft- ir heimkomuna. Má vera að mér hafi orðið fullstarsýnt á fólk- ið og lifnaðarhætti þess, en ég man nú betur en áður eftir sík- inu í Leningrad, þar sem Ras- putin var drekkt, heimkynnum Pushkins og Dostojevskis, ýms- um merkilegum sögustöðum rússnesku byltingarinnar, að- setri Lenins og fleiru þess hátt- ar. Það er sem sé ljósara en áður hve rómantískari Lenin- grad er vegna sögu sinnar og sérstæðs stfls en ljóst er, þegar reynt er að skyggnast eftir ein- hverjum votti þess fyrirmynd- arríkis, alhliða forsjónar og skipulagningar, sem okkur er sagt að þarna hafi myndazt. Það er ánægjulegra að fletta myndabók frá Leningrad og 3 hestöfl 5 5V2 - 10 - rifja upp heimsóknina nú en fyrir fáeinum mánuðum. En fagrar nútímabyggingar Finna og alhliða snyrtimennskan í Kalmar hafa alltaf verið jafn- augljós. Þá er það einnig jafnaugljóst, að dvölin á Lagarfossi, siglingin og viðurgerningur allur er með eindæmum góður. Landsýn f Noregi, sigling um Eyrarsund, framhjá Kaupmanna- höfn á útleið í glampandi sól- skini, Eystrasaltið í mánaljósi og skerjagarðurinn eru eftir- minnilegir áfangar á nær tveggja mánaða siglingu. Farþegi jafnlangan tíma komst ekki hjá þvf að kynnast samferðarmönnum sfnum tiltöiu lega vel. Ég hef alltaf verið sannfærð- ur um að sjómenn væru fróðir menn með fjörmikla frásagnar- gáfu. Þessi sannfæring beið ekki hnekki alla ferðina. Þvert á móti. Áhugamálin voru jafn- mörg mönnunum og reifuð og rædd á þann hátt, að skemmtun var á að hlýða. Um hina far- þegana þarf ekki að fjölyrða. Viðkynning við þá var hin ánægjulegasta. — Þjónustuliðið með brytann í broddi fylkingar, sem í daglegu tali var nefndur Balli, gaf sér ætíð góðan tíma til að aðstoða farþegana á allan hátt. Lagarfoss er ekki eina skip Eimskipafélagsins, sem hefur far þegarými sömu stærðar. Skipin sigla til helztu hafna á megin- landi Evrópu, til írlands og Bandaríkjanna. Ferðirnar eru prýðilegar hvíldarferðir, auk þess að vera fróðlegar og skemmtilegar. 15 hestöfl 18 - 28 - 40 - Viðgerða- og varahlutaþjónusta, * Gunnesr Asgeirsson hff. JOHNSON Utanborðsmóforar eftir Ásmund Einarsson Suðurlandsbraut 16 . Sími 35200.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.