Vísir - 17.07.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 17.07.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR Miðvikudagur 17. júlí 1963. Odldciý E. Framhald aí bls 6. og var þá jafnan hrókur alls fagn- aðar. Nutu sín þá hvað bezt -per- sónutöfrar hennar og lífsstreymi. Hún var fjölræðin og viðræðugóð, og frásagnir hennar blásnar lífi og hugmyndaflugi, hvort heldur hún var að lýsa löðurhvítum sönd um Kínastrandar, skútum með blóðrauð segl siglandi á jaði- grænu hafi, stemningu, bar sem „fannhvít sumarský svífa fram- hjá fölum mána“, eða einhverju öðru úr kínversku umhverfi eða mannlífi. Frú Oddný var einlægur tón- Iistarunnandi og menntaði bæði böm sín og dótturson á sviði tónlistar. Var jafnan mikið um tf ilist á heimili hennar. Útlits var hún há kona vexti og g' jsileg, yfirbragðið bjart og þýtt, en festulegt. Mönnum varð ósjálfrátt ljóst, þeim er Iitu hana, að hér var engin meðalkona á ferð. Hún var stolt kona, og ekki þeirrar manngerðar, að menn þekktu hana ger við fyrsta fund. Hún var skapfestukona og skap- kona. Samúð hennar var rík, en er því var að skipta, gat andúð hennar verið jafnrík, þótt hún flíkaði henni ekki. Sumt f fari annarra gat hún með engu móti fellt sig við, svo sem smásálar- hátt, lágkúru og væmni, enda var hún sjálf blessunarlega laus við þessar lyndiseinkunnir. Eins og af líkum ræður, mótaðist lífsskoðun Oddnýjar allverulega af dvöl henn ar í Kína. Pótt Búddhadómur, kenningar Konfúsíusar og Lao- Tse orkuðu sterkt á hana, hélt hún fast við kristna trú, en hún bar hana aldrei á torg. Hræsni og bumbusláttur í trúmálum voru ekki að hennar skapi. Endi þótt líf Oddnýjar tæki sumpart aðra stefnu, en hún sjálf hefði helzt kosið, var hún ham- ingjusöm kona. Er hún leit yfir farinn veg, var margs að minnast úr viðburðaríkri og óvenjulegri Ævintýri lífs hennar er nú lok- ið, sveitastúlkunnar af Álftanesi, sem fann sinn austurlenzka töfra- prins á Skotlandi, fylgdi honum til landsins Ch’in, en verður í dag lögð til hinztu hvíldar í fslenzkri mold. Jón Júlíusson. Á Ólafsvík hér spölkorn frá eru tvö myndarleg frystihús, sem myndu að sjálfsögðu verða nýtt fyrir Rifsbáta. Reyndar hafa ver ið gerðir út frá Rifi 5 bátar und anfarið, og hafa þeir allir lagt upp í frystihúsið á Hellissandi, svo þar verður engin breyting, enda hagstætt fyrir báða aðila. En þessi samvinna krefst ná- inna samgangna, og því er Enn- isvegurinn. sem nú er verið að .leggja, svo mikilvægur, og þann ig haldast þessar viðamiklu framkvæmdir f hendur, sagði Ársæll að lokum. Framhald af bls. 16. legt loforð um leyfi danskra stjórn 1 valda væri þegar fyrir hendi og væri aðeins beðið eftir skriflegri staðfestingu. Hann kvað Flugfélag- j ið og vona að ekki stæði á öðrum i leyfum, en á þeim veltur þetta flug eins og vænta má. i ViðbúnaSurinn á Vogey. Mikill viðbúnaður er í sambandi við þetta flug af Færeyinga hálfu, j en flugvöllurinn þar er Vogey. Flug j brautin hefur verið endurbætt, lendingarljósum komið upp svo og | radiosiglingatækjum og er nú verið I að athuga möguleika á að koma Vogey í Telex-samband við um- heiminn. Stöðugt er unnið að vega- gerð í Straumey til -þess að stytta leiðina frá flugvellinum til Þórs- hafnar, en aðalatriðið er þó fyrir- húguð lenging flugvallarins sjál'fs. Undir þeirri framkvæmd er það að Þvættingui Rifsliöfn Frh at bJs 9: Verður þá byggt frystihús hér? — Nei, enda þess engin þörf. 'leiða siíd í rjómasósu Fréttamönnum var í gærdag boð- ið að skoða nýtt fyrirtæki er nefn- ist Síldarréttir s.f. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins er að vinna að niðurlagningu síldar fyrir- er- Iendan og innlendan markað. Sfld- arréttir hafa þegar sent frá sér fimm tegundir af niðurlagðrj síld og er fyrsta sendingin komin í nokkrar verzlanir. Sfldarréttir s.f. hafa sent sýnis- hom að framleiðslu sinni til margra landa og hefur framleiðslan hvar- vetna vakið athygli, enda mikið lostæti og engin efast um að hinar glæsilegu umbúðir hjálpi ekki til. Framleiðslustjórinn Axel Mogen- sen skýrði fréttamönnum frá því að undirbúningur að stofnun fyrir- tækisins hafi staðið yfir í nokkur ár. Gerðar hafa verið ýmsar til- raunir ,sem sendar hafa verið til rannsóknastofnana, m.a. hefur dr. Sigurður Pálsson gerlafræðingur rannsakað alla þá framleiðslu sem fyrirtækið hefur sent frá sér. Síldin er eins og fyrr segir í fimm sósum og Iegi, þar á meðal er síld í rjómasósu, sem ekki hefur verið framleidd hérlendis fyrr. Sí!d- mestu komið, hvort áframhald verður á Færeyjaflugi því, sem Flugfélag íslands er fyrir sitt leyti staðráðið í að reyna í sumar, ef ekki stendur á nauðsynlegum leyf- um viðkomandi yfirvalda. f Þjóðviljinn £ morgun ontir rosafrétt á forsíðunni undir fyrirsögninni: Teiknaði Norð- maður Skálholtskirkju? Gerir blaðið þar að því skóna á gleið- gosalegan hátt að Norðmaður, Magnus Poulsson hafi teiluiað kirkjuna. Vitnar blaðið í heim- ild fyrir þessu, íslandsblað Noregs Handels og Söfarts- tidende sem út kom um miðjan júní s.l. En Þjóðviljinn gleymir að geta um það, að ekki var blað- ið fyrr komið út og hingað til íslands en ritstjóri þessa ís- Iandsblaðs, Mats Wibe Lund, sendi öllum fslenzku blöðunum — og Þjóðviljanum þá líka, leiðréttingu á þessari meinlegu villu um arkitekt Skálholts- kirkju. Var þar tekið skýrt fram að Hörður Bjamason húsameistari hefði teiknað kirkjuna. Var mál þetta þar með úr sögunni, enda er þetta ekki í fyrsta skipti, sem villur má sjá á prenti í blöðum. En einhverra orsaka vegna þykir Þjóðviljan- um tilhlýðilegt að gera sér mat úr þessu mánaðargamla máli, nú örfáum dögum fyrir vígslu kirkjunnar, — og það þótt blaðið viti betur. Er þar mjög sérstæð smelckvísi á ferðinni. in í rjómasósu mun kosta 26 kr. £ verzlunum, en hinar tegundimar 23.50. Eftir rannsóknum að dæma virð- ist geymsluþol þessara síldarrétta vera ótakmarkað, ef þess er gætt að hitastigið sé rétt, 2—6 stig. Auk þeirra fimm tegunda niður- lagðrar sfldar £ sósum og kryddlög- um, þá framleiða Síldarréttir s.f. einnig sfldarkæfu, sem gerð er úr síldarafskurði. Kæfur þessar eru með margs konar bragði og án efa eiga þær eftir að verða mjög vin- sælar á brauð. Niðurl agningaverksmiðja Síldar- rétta s.f. er til húsa að Súðavogi 7. Framkvæmdarstjóri Síldarrétta er Ágúst Sæmundsson. Stórfelld áæflun um virkjun sjávarfalla Bandarikjastjórn hefir lagt fram við sambandsstjórnina i Kanada stórfelldar tillögur um virkjun sjávarfalla við Norður-Ameriku, — og verði hafnar viðræður um á- ætlun i þessu efni án tafar. Áætl- aður kostnaður er einn milljarður dollara. Áform í þessu efni hafa verið rædd áður en féllu niður vegna andspyrnu í Bandaríkjunum. Nú örlar þegar á andspyrnu meðal republikana, sem munu hyggjast nota málið sér til framdráttar í næstu kosningum, með þvi að saka stjómina um að hafa tekið málið fyrir og gylla sem framfara- mál, en vitandi, að aldrei komi til framkvæmda. En sérfræðingar þeir, sem hafa unnið að málinu, telja sjálfsagt að ráðast í þetta. Það er virkjun sjávarfalla í Passama-Quaddy-flóa, sem rætt er um að virkja, en hann er á mörk- um Maine og New Brunswick eða á mörkum Bandaríkjanna og Kan- ada á austurströndinni. Kennedy forseti ræddi £ gær (þriðjudag) við stjórnmálaleiðtoga og sagði þeim, að hann hefði falið Dean Rusk að snúa sér til kana- disku sambandsstjórnarinnar og fara fram á sameiginlegar viðræð- ur um málið. Fyrir liggur skýrsla frá Udall innanríkisráðherra, og leiðir hún í ljós, að þarna yrði hægt að fram- leiða raforku fyrir bandarískan og kanadiskan markað svo næmi einni milljón kílóvatta á t..na há- marksnotkunar og 250.000 kíló- vött að auki. Þá er talið, að unnt yrði að selja þessa raforku 25% ó- dýrara en verð á rafmagni nú á því svæði, sem mundi njóta góðs af virkjuninni. Forsetinn sagði, að það væri heillandi og freistandi tæknilegt verkefni, að virkja sjávarföllin, og í Frakklandi og Sovétríkjunum, væri unnið að þessum málum, en enn væru framkværhdir til rann- sóknar á byrjunarstigi. Rannsóknir á skilyrðum í fló- anum hófust fyrst 1922. Voraforseíi Framhald -J bls. I. Bandaríkjanna hér, og staðfesti hann, að heimsókn varaforsetans hingað væri ákveðin. — Hins vegar er ekki búið að ganga frá áætluninni í einstökum atriðum. Lyndon B. Johnson vara- forseti mun fljúga beint til Norður- landa í þotu Kennedys forseta, og koma hingað á leiðinni vestur. Lendir forsetaflugvélin þá á Kefla- víkurflugvelli, að morgni, og mun varaforsetinn dveljast hér þar til að miðdegisverði loknum síðdegis. Það mun verða um miðjan sept- ember, sem hann kemur hingað, og er ekki nánara um þetta á- kveðið enn sem komið er. Suður-Afrika hefir sagt sig úr efnahagsmálanefnd Sameinuðu þjóð anna vegna fjandsamlegrar afstöðu Afrikurikja. Flogið var með 12 ára ara- biskan dreng frá Vemen til London, en þar verður hann Iagður i sjúkra hús til rannsóknar, en hann er alvar lega veikur, sennilega af völdum eiturgass, en ratrnsókn fer nú fram út af ásökunum á hendur Egyptum um að hafa varpað eiturgassprenej um á þorp i Nnrður-Yemen. ALLTAF FJöLGAR VOIKSWAGEN FERÐIZT í VOLKSWA3E

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.